Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR
5. tbl. 63. árg.
FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Ljósm. Friðgeir Olgeirsson
ÁREKSTUR ANDROMEDU OG ÞÓRS — Þessi mynd var tekin rétt eftir að Andromeda hafði slegið afturenda sínum í stjórnborðsbóg Þórs. Til
hægri á myndinni má greinilega sjá hvernig hún hefur þverbeygt fyrir varðskipið.
Frú Gandhi
yfirtekvu*
fréttastofur
Nýju Delhi, 7. jan. AP.
INDVERSKA upplýsingaráðu-
neytið hefur samið drög að
áætlunum um að sameina allar
fréttastofur landsins I eina
fréttastofnun nátengda ríkis-
stjórninni samkvæmt áreiðan-
legum heimildum í dag.
Sameiningaráætlunin snert-
ir tvær enskar fréttastofur og
tvær minni fréttastofur sem
dreifa fréttum á hindí og yfir-
mönnum og starfsmönnum
þeirra hefur verið skýrt frá
áformunum samkvæmt heim-
ildunum.
V.Sukla upplýsingaráðherra
kvaðst vona að sameiningar-
áformið kæmi til framkvæmda
1. febrúar. Því hefur hingað til
verið haldið fram að opinber
fréttastofa ríkisins verði óháð,
en samkvæmt tillögunum fær
stjórnin mikil áhrif á stjórn
hennar.
Forseti Indlands verður
æðsti yfirmaður fréttastofunn-
ar, en hann gerir ekkert án
samþykkis stjórnar frú Indiru
Gandhi forsætisráðherra. For-
setinn skipar formann og 15
fulltrúa fyrstu stjórnar frétta-
stofunnar, sem þar með lýtur
ríkisstjórninni f raun og veru
samkvæmt heimildunum.
Stjórn Aldo Mor-
os biðst lausnar
— Horfur á kosningum á næstunni
Róm, 7. jan. Reuter
TALIÐ er að ein alvarlegasta
stjórnarkreppa á Italfu frá strfðs-
lokum komi f kjölfar lausnar-
beiðni Aldo Moros forsætisráð-
herra og stjórnar hans f dag.
Moro lagði lausnarbeiðni sfna fyr-
ir Giovanni Leone forseta þegar
Sósfalistaflokkurinn hafði lýst
þvf yfir, að hann styddi ekki leng-
ur samsteypustjórn kristilegra
demókrata og Lýðveldisflokksins,
sem verið hefur við völd s.l. 13
mánuði. t yfirlýsingu Sósfalista-
flokksins er sagt, að ákvörðun
þessi hafi verið tekin vegna van-
máttar stjórnarinnar f efnahags-
málum, svo og framkomu stjórn-
arinnar f garð sósfalista, sem mót-
aðist af augljósri fyrirlitningu,
eins og það er orðað.
Horfur eru á að tilraunir til
myndunar nýrrar stjórnar hefjist
n.k. mánudag, en flestir telja að
kosningar reynist óhjákvæmileg-
ar til að leysa stjórnarkreppuna,
en reglulegar kosningar eiga ekki
að fara fram fyrr en árið 1977.
Um leið og sósíalistar kunn-
gjörðu ákvörðun sína sögðust þeir
ætla að beita sér fyrir myndun
bráðabirgðastjórnar með þátttöku
fulltrúa sem flestra skoðanahópa,
þar sem tillit yrði tekið til komm-
únista. Fregnir hermdu í kvöld,
að kristilegir demókratar mundu
ekki fallast á að taka þátt I slíku
samstarfi við kommúnista.
Skoðanakannanir að undan-
förnu hafa bent til þess, að flokk-
ur kommúnista mundi hafa meira
fylgi en kristilegir demókratar,
færu kosningar fram nú, og verða
þannig fjölmennasti flokkur
landsins.
Talið er, að ákvörðun sósíalista
standi í sambandi við fregnir af
stuðningi bandarísku leyniþjón-
Framhald á bls. 27
Aldo Moro
Höfum unnið stórsigur
í upplýsingastríðbu
— segir íslenzka sendiráðið í London
— Það kom bersýnilega í ljós
f dag, hve mikilvægt það er
fvrir lslendinga að hafa brezka
fréttamenn um borð f varð-
skipunum og það hefur komið í
ljós f frásögnum þeirra hvor
aðilinn hefur rétt fyrir sér. Við
höfum nú unnið stórsigur I
upplýsingastrfðinu, sagði Helgi
Ágústsson, sendiráðsritari f
London, f samtali við Morgun-
blaðið f gærkvöldi.
Helgi sagði, að fréttamenn-
irnir Norman Rees, frá ITN,
sem var um borð í Þór, og Larry
Harris, sem var um borð í Tý,
hefðu sagt greinilega frá at-
burðunum á íslandsmiðum.
Frásagnir þeirra væru hreint
frábærar. Reyndar segðu þeir
ekki beinum orðum, að íslend-
ingar hefðu rétt fyrir sér í öllu,
en allt að því. Þá væri það ekki
sfður mikilvægt að þessir
fréttamenn væru mjög þekktir
um allt Bretland, ekki sízt fyrir
hlutlausar fréttir.
Þá sagði Helgi, að íslenzka
sendiráðið hefði fengið fréttir
af atburðinum rétt fyrir kl. 13 í
gær. Hann hefði samstundis
Framhald á bls. 27