Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1976 25 VELVAKAIVIDI iVelvakandi svarar í síma 1Ó-1Ó0 kl 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. # Virðist alltaf koma á óvart Hér er bréf frá Kópavogs- búa: „Kæri Velvakandi. Þá eru þeir komnir fyrstu erfið- leikar vetrarins, sem orsakast vegna snjókomu. Núna á undan- förnum árum hefur verið miklu minna um þetta en hér áður fyrr og snjórinn hefur staðið skemur við. Ég veit ekki hvort það er þess vegna, en það er eins og þessir erfiðleikar í umferðinni komi alltaf jafn flatt upp á menn. Það er alveg eins og menn reikni alls ekki með að slíkt geti komið fyrir og eru alltaf jafn vanbúnir því að aka í vetrarófærð. Þetta kom greinilega I ljós núna. Bílar festust og lokuðu vegum. Og hvernig átti öðruvisi að fara þar sem sumir hverjir eru á sléttum sumardekkjum. Ut af fyrir sig hefði þetta ekki komið að svo mikilli sök, ef einungis trass- arnir hefðu orðið að líða fyrir fyrirhyggjuleysi sitt. Þeir geta sjálfum sér um kennt. En þvf er nú ekki aldeilis að heilsa. Margir aðrir, sem búa bila sina vel, urðu að þola fyrir hina innilokaðir í langri bilalest. # Að vera við öllu búinn Ef til vill halda ýmsir að það sé svo dýrt að búa bílinn sinn vel undir veturinn, að það sé ekki á allra færi. Ég held því aftur á móti fram að það geti allir, sem á annað borð hafa efni á að eiga bfl. Mikill meirihluti bileigenda hefur á siðari árum fengið sér snjódekk, flestir negld, og láta þar við sitja. Þetta er góður út- búnaður í flestum tilfellum, en nægir ekki i mikilli ófærð, eins og verið hefur þessa dagana. Kostn- aðurinn við að bæta úr því er verð á keðjum. Og sá kostnaður fæst fljótt greiddur, jafnvel á einum degi eins og núna i vik- unni, ef reiknað er með allt það vinnutap, sem af þvi hlýzt, ef menn sitja klukkutímum saman fastir í skafli, svo ekki sé talað um þá bensíneyðslu, sem i það fer að spóla og spóla. Þá er og slit á bílnum ótalið. 0 Sýnum fyrirhyggju Áður en negldu snjódekkin komu til sögunnar notaði ég alltaf keðjur á vetrum, þegar þess þurfti með. Ég hætti þvi ekki, þegar snjódekkin komu. Keðj- urnar eru alltaf á sinum stað i er það mér að kenna þótt varalitn- um mfnum hafi verið stolið. — Ég vildi mikið gefa til að geta verið fluga ð vegg og hlusta á hvað hann segir við hana, sagði Wexford þegar þeir gengu fyrir honið og að bílskúrnum hjð frú Missai. — Og hvað hún segir við hann, sagði Burden. — Haldið þér að það sé f lagi að láta hana ganga lausa f nótt. Ég geri rðð fyrir að vegabréfið hennar sé f gildi og hún gæti stungið af þess vegna hvenær sem er. Wexford sagði sakleysislega. — Ég hafði hughoð um að þér hefðuð áhyggjur af þvf Mike, svo að ég hef pantað herbergi á The Olive and Dove f nótt. Hæfilegt starf fvrir Martin. Hann verður að sitja á vakt f alla nótt og ég sárvorkenni honum. Garðurinn umhverfis húsið var geysilega stór og nánast átt- strendur. 1 norðurátt vatt hann sig út að Kingsbrook en hinum megin aðskildi gerði hann frá Kingsbrook Road. Burden opnaði bílskúrsdyrnar og skrifaði niður númerið á bíl Helenar Missal. — Ég þarf að taka sýni af dekkjunum, sagði Wexford. — Við erum með sýni úr jarðvegin- bflnum, og þegar færðin spilltist eins og núna, set ég þær undir. Það tekur mig ekki langan tíma. Margir halda að það sé tímafrek athöfn, en svo er ekki, það er að segja, ef menn hafa lært hina réttu aðferð — og hún er auðlærð. Þetta hefur nægt mér, þótt ég búi í úthverfi í Kópavogi, það er að segja það hefur nægt, þar til ég hef orðið að stanza vegna bila, sem sitja fastir á miðjum vegi. # Rafkerfið. Og ekki nóg með það að bílar komist ekki áfram vegna þess að hjólbúnaður sé ekki í lagi, sumir drepa á sér og vélin neitar að ganga. Stafar það af því að skefur inn á vélina og rafbúnaðurinn blotnar. Eitt af því nauðsynlegasta fyrir veturinn er að sjá um, að rafbúnaður bifreiðarinnar sé i fullkomnu lagi og varinn, eftir því sem hægt er. Það sparar mönnum marga svitadropa siðar meir, ef þetta er gert strax á haustin. Séð hef ég mann dag eftir dag ýta bilnum sinum að brekku og látið hann þar renna í gang, eftir að kólna tekur í veðri. Það er eins og það hvarfli aldrei að honum, að hann þurfi að fá sér nýjan geymi, eða láta lagfæra útleiðslu í raf- kerfinu. Kannski er hann að spara, en sá sparnaður er dýr og erfiður. Jæja, Velvakandi góður, ég heí þetta þá ekki lengra að sinni, vona bara að þú hafir ekki verið einn af þeim, sem ég bölvaði sem mest i gær, þegar ég komst ekki leiðar minnar á velútbúnum bíl. Kópavogsbúi.“ % Á ekki keðjur Velvakandi skal fúslega viðurkenna, að hann á ekki keðj- ur, en hann varð samt engum til trafala i umferðinni umræddan dag. Að visu hætti hann sér ekki mikið á bílnum, komst með lagni út á umferðargötur, sem höfðu verið ruddar, og það gekk allt slysalaust. Einu sinni voru til keðjur á heimilinu og þær notaðar, en siðan hafa negldu dekkin verið látin duga. Maður, sem leit inn til Velvak- anda og á heima í Hafnarfirði, tjáði honum, að hann bæri ekki við að koma á bílnum sínum i bæinn, þegar færðin væri eins og að undanförnu. Þá ferðast hann alltaf með strætisvögnum á milli. Hann sagðist einu sinni hafa orðið að skilja bilinn sinn eftir á miðri leið, en á það vildi hann ekki hætta oftar. Rutt hefði verið að bílnum og stórsá á lakkinu, þegar hann loks varð laus. En þetta með keðjurnar, Vel- vakandi er að hugsa málið. HÖGNI HREKKVÍSI /-/7 „Gleymdu ekki puttanum þarna!“ SIMI I MIMI ER 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám sýningarsalur Tökum allar notaðar bifreiðar i umboðssölu Til sölu Fíat 600 árg. '73, Fiat 1 26 Berlina árg. '74 Fiat 1.26 Berlina árg. '75 Fiat 1 25 Special árg. ' 7 1 Fiat 1 25 Special árg '72 Fiat 1 27 Berlina árg. '72 Fiat 1 28 Berlina árq. '72 Fiat 128 Berlina árg. ’ 7 1 Fiat 1 28 Berlina árg. '75 Fiat 1 28 Station árg. '74 Fiat 1 28 Sport SL árg. '73 Fiat 1 28 Sport SL árg. '74 Fiat 1 28 Rally árg. '73 Fiat 1 28 Rally árg. '74 Fiat 1 28 Rally árg. '75 Fiat 1 32 Special árg. '73 Fiat 1 32 Special árg. '74 Fiat 132 GLS árg. '74 HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35 SÍMAR 38845 — 38888. ISLENZK M' MATVÆLI lcefood Hvaleyrarbraut 4—6, HafnarfirUi. Eigum ^ .o fyrirliggjandi: REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTA SÍLD REYKTA ÝSU REYKTANLUNDA HÖRPUFISK Tökum lax í reykingu ^ _____ og útbúum gravlax. T* Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum (póstkröfu VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER. íslenzk matvæli Sími 51455 k < Útsala — Útsala á hljómplötum, aðeins í 2 daga. Úrval af stórum hljómplötum á verði frá aðeins Fást eingöngu í verzlun okkar Hafnarstræti 3 % heimilistæki sf Hljomplötudeild Hafnarstræti 3 - 20455. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.