Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 Norska olían þjóðnýtt Osló — 7. jan. — AP. NORSKA stórþingið sam- þykkti í dag áætlun stjórn- arinnar um að norska rlkið ætti 95% eignaraðild að fyrirtæki þv(, sem annast mun vinnslu og hreinsun olíu úti fyrir ströndum Noregs. Þing- menn Verkamannaflokksins og Sósfalfska vinstriflokksins greiddu áætluninni atkvæði, en borgaraflokkarnir voru henni andvfgir, þar sem þeir telja, að einkaaðilar eigi að taka meiri þátt f olfuvinnsl- unni, auk þess sem rfkisstjórn- in hafi tekið þessa ákvörðun f fljótræði. Biskupar kœra ekki Jesúklám Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn í gær DANSKIR biskupar ætla ekki að sameinast um að ákæra kvikmyndaframleiðandann Jens Joergen Thorsen fyrir guðlast í umdeildri kvikmynd eftir hann um Jesúm Krist. Æðsti maður kaþólsku kirkj- unnar, Hans Martensen, bisk- up, hefur skorað á biskupa þjóðkirkjunnar og æðstu menn fríkirkjunnar og annarra við- urkenndra trúarfélaga að sam- einast um að fara þess á leit við ríkissaksóknara að hann ákæri Thorsen fyrir guðlast. Aðeins tveir biskupar þjóð- kirkjunnar hafa undirritað til- mæli kaþólska biskupsins. Hinir biskuparnir niu hafa málið til athugunar eða neitað að skrifa undir áskorunina. Þeir biskupar sem enn fhuga málið vilja ekki að Thorsen fái meiri auglýsingu en orðið er. Einn þeirra sagði: „Verk J.J. Thorsens er guðlast, um það eru allir biskuparnir sammála, en jafnframt eru allir danskir biskupar mótfallnir ritskoð- un.“ Menningarráðherrann, Niels Mathiesen, hefur ekki viljað greiða umsaminn styrk frá rik- inu til kvikmyndar Thorsens, sem meðal annars sýnir'Jesúm í samfaraatriðum, fyrr en hann fær úrskurð um að húry sé ekki guðlast. Málið er því í athugun hjá saksóknara. Sjálfur hefur Jens Joergen Thorsen lýst kvikmynd sína guðlast. Hann vill að málið verði til lykta leitt sem fyrst svo hann fái ríkisstyrkinn. Lars Olsen Madrid: I Japönsku flugvélarræningjarnir, sem héldu farþegum í gíslingu f flugvélinni í Manila á dögunum, leyfðu konu að nafni Nina Sagrado að yfirgefa flugvélina vegna hjartabilunar. Sjúkraliði styður hana i átt að sjúkrabifreið. Bandarískir flugmenn í ferðum til Angóla? Washington, 6. jan. Reuter BANDARlSKUR öldungadeildar- maður, John Tunney, sagði í dag að bandarfskir flugmenn flyttu hergögn í bandarískum flugvél- um frá Zaire til Angola og spurði hvort þetta væru CIA-aðgerðir. Seinna bar landvarnaráðuneytið f Washington þetta til baka, en samkvæmt góðum heimildum hefur Zaire nýlega keypt nokkrar Herculesflugvélar frá Bandaríkj- unum. Tunney vitnaði í sjónarvotta og sagði að ef þetta væru CIA- aðgerðir væru þeir „undanfari íhlutunar f annað Vfetnam." Hann sagði að bandarfskar C-130 Hercules-flugvélar færu fjórar til fimm ferðir daglega til Angola. Tunney kvaðst hafa frétt að fulltrúar bandarísks flugfélags hefðu orðið fyrir skothríð þegar þeir flugu í þyrlu skammt frá Luanda. Tunney hafði forystu um að öldungadeiidin stöðvaði fjár- veitingar til vopnasendinga til Angola i síðasta mánuði. FORD „BJARTSVNN“ Jafnframt var sagt í Hvíta húsinu að Ford forseti væri al- mennt bjartsýnn á að finna mætti lausn á deilumálunum i Angola, en frá því var ekki skýrt hvort áfram hefði miðað í samkomu- lagsátt. Blaðamenn fengu þetta svar við fyrirspurn um ummæli Fords um Angola í St.Louis í gær og fund sem Henry Kissinger utanríkis- ráðherra hefur átt með Anatoly Dobrynin, sendiherra Rússa. Ford sagði þegar hann var að því spurður hvað hann mundi gera ef Rússar héldu áfram vopnaflutn- ingum til Angola: „Ég geri ekki Framhald á bls. 27 GA-peningar í ítalskri pólitík? Róm, 7. desember. AP. Reuter. RITARI Lýðveldisflokksins á Italíu, Oddo Biasini, neitaði því f dag að flokkurinn eða starfsmenn hans hefðu fengið fjárstvrki frá CIA og bað The New York Times að birta bréf sem hann hefur sent blaðinu þar að lútandi. New York Times og Washing- ton Post hermdu í dag að CIA hefði aukið leynilegar aðgerðir sínar á ítalíu að undanförnu, meðal annars fjárhagsstuðning við flokka andkommúnista. Lýð- veldisflokkurinn fékk aðeins 3 af hundraði atkvæða í þingkosn- ingunum 1972 og hefur verið aðili að ríkisstjórn Aldo Moros sem nú riðar til falls. Samkvæmt fréttinni í New York Times hefur CIA greitt flokkum andkommúnista tæpar sex milljónir dollara í' reiðufé undanfarinn mánuð í þeim til- gangi að koma í veg fyrir fylgis- aukningu kommúnista í næstu kosningum. Blaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Ford forseti hafi samþykkt greiðslurn- ar 8. desember og að þingmönn- um hafi verið sagt frá þeim i síðasta mánuði. Blaðið segir að samkvæmt heimildum sínum hafi Henry Kissinger utanríkisráðherra ein- dregið stutt CIA-greiðslurnar. Bæði CIA og Hvíta húsið neituðu að láta hafa nokkuð eftir sér um fréttina sem er eftir Seymour Hersh. Síðdegisblaðið Washington Star birti svipaða frétt á forsiðu og segir að CIA eigi í vændum nýja árekstra við þingið vegna málsins. Það segir að CIA hafi stutt portúgalska sósíalistaflokkinn fjárhagslega fyrir milligöngu sósíaldemókrata í Vestur-Evrópu, einkum Vestur-Þýzkalandi. Verða neðanjarðarbrautirn- ar settar undir herstiórn? Madrid, 7. jan. — Reuter. VERKFALL starfsmanna neðan- jarðarbrautarinnar í Madrid hélt áfram f dag, enda þótt lögregla skærist f leikinn og þrátt fyrir hótanir stjórnarinnar um að setja starfsmenn undir stjórn hersins, eins og Franco gerði þegar braut- arstarfsmennirnir fóru sfðast f verkfall, en það var árið 1969. Verkfallið veldur stjórn Arias- ar verulegum erfiðleikum og í gærkvöldi birti Juan Carlos, kon- ungur Spánar, yfirlýsingu þar sem sagt var, að öllum ráðum yrði beitt til að binda endi á verkfall- ið, — jafnvel að setja flutninga- kerfið undir stjórn hersins. Verk- fallsmenn hafa haldið áfram mót- mælasetu sinni í kirkjum í út- hverfum borgarinnar í dag og not- aði lögreglan kylfur og táragas til að koma um 1500 verkfallsmönn- um út úr kirkjunum í dag. Engir voru handteknir. Þá batt lög- reglan enda á mótmælaaðgerðir, sem um 300 manns tóku þátt i i samúðarskyni við verkfallsmenn. Fregnir frá verkfallsnefnd brautarstarfsmannanna herma, að þeir krefjist nærri 50% kaup- hækkunar, en meðallaun þeirra nema nú um 42.500 ísl. krónum á mánuði. Verkalýðsleiðtogar á Spáni segja, að viðbrögð stjórnvalda við verkfallinu verði prófsteinn á hæfni hennar til að takast á við kjaramál í landinu. Þeir segja ennfremur, að harkalegar aðgerð- ir gagnvart verkfallsmönnum muni einungis hafa í för með sér auknar kröfur annarra stétta, svo sem málmiðnaðarmanna og þeirra, sem starfa i byggingar- iðnaði. 13 þúsund starfsmenn í málmiðjuveri, sem er í eigu bandarískra aðila, boðuðu í dag sólarhringsverkfall í samúðar- skyni við starfsmenn neðan- jarðarbrautarinnar. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum i Madrid, að stjórnin hafi gert ráð- stafanir til að setja brautarstarf- semina undir stjórn hersins, og muni hún gefa út yfirlýsingu þar að lútandi hverfi starfsmenn ekki til vinnu innan sólarhrings. Sömu heimildir herma, að stjórnin sé fús til að hefja samningaviðræður við verkfallsmenn, en hún telji verkfallið ólöglegt og til þess efnt af stjórnmálalegum ástæðum. Fœrri til Brazilíu Rio de Janeiro, 7. janúar. Reuter. FERÐASKRIFSTOFUR í Norður-Ameríku hafa aflýst rúmlega 1.000 hótelpöntunum í Brasilíu í janúar og febrúar þar sem Brasilía greiddi at- kvæði með ályktunartillögu á Allsherjarþinginu þar sem zionismi og kynþáttastefna voru lögð að jöfnu. Flugvélar frá Kúbu miUilenda á Azor-eyjum Lissabon, 7. janúar. Reuter. JAIME Gama, háttsettur maður f flokki portúgalskra sósfalista, sagði f dag að kúbanskar flugvélar notuðu flugvöllinn Santa Maria á Azor-eyjum til millilendinga á leió þeirra til Angola með her- gögn. Blaðið A Uniao á Azor- eyjum sagði fyrst frá þessu f sfðasta mánuði, en portúgalska stjórnin hefur hvorki staðfest fréttina né borið hana til baka. Viðsjár á landamœnan Bankok, 7. janúar. Reuter. THAILENZKUR landamæra- vörður beið bana í nótt og fimm særðust þegar þeir stigu á jarðsprengju sem kambó- dískir hermenn höfðu komið fyrir og á eftir skiptust 100 kambódískir hermenn og thail- enzkir landamæraverðir á skotum. 51 kambódískur her- maður og átta kennarar flúðu til Thailands í gær. Spáir hœgfara frelsisþróun París, 7. janúar. Reuter. SPÆNSKI verkalýðsleiðtog- inn Marcelino Camacho sagði f dag að Spánverjar væru á frelsisbraut en spáði þvf að sú þróun yrði hæg. Hann sagði að verkföllum og öllum öðrum tiltækum ráðum yrði beitt til að hraða þróuninni. Plyuchsch látinn laus fyrir helyi? Vín, 7. janúar. AP. STÆRÐFRÆÐINGURINN Leonid Plyuschsch verður ef til vill látinn laus áður en vega- bréfsáritun hans rennur út á laugardag, að sögn Amnesty International i Austurríki í dag. Búizt hafði verið við að honum yrði sleppt úr sovézku geðveikrahæli fyrr í vikunni. Stærðfræðingurinn, kona hans og tveir synir þeirra hafa leyfi til að ferðast til Austur- ríkis eða tsraels að sögn starfs- manna Amnesty. Þeir segja að þeim verði gert að ferðast hverju í sínu lagi til landa- mæra Sovétríkjanna og Ung- verjalands. Fjölskyldan verður liklega nokkrar vikur í Vín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.