Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANUAR 1976 Akureyri: 200 þúsund króna verðmætum stolið úr Oskabúðinni Akureyri 7. jan. INNBROT var framið f nótt f Úskabúðina við Strandgötu og stolið þaðan peningum og varn- ingi fyrir um 200 þúsund krónur. Brotin hafði verið rúða f hurð á aðaldyrum verzlunarinnar og sfðan farið inn um þær. Stolið var ýmsum varningi, m.a. skartgrip- um, svo sem hringum og háls- menum, en umbúðirnar yfirleitt skildar eftir. Sumir hringarnir kostuðu yfir 20 þúsund krónur. Saknað er varnings fyrir 150—160 þúsund krónur og þar að auki var stolið 40 þúsund krón- um f peningum. Málið er f rann- sókn hjá lögreglunni á Akureyri. Um helgina síðustu var farið inn í skrifstofuhúsnæði f Kaup- vangsstræti 4 og brotist inn f margar skrifstofur, svo sem Flug- félags tslands, Sjálfstæðisflokks- ins, tízkuverzlunarinnar Regfnu og bókaverzlunarinnar Bókvals. Þjófarnir höfðu aðeins rúmlega 4 þúsund krónur upp úr krafsinu en hins vegar unnu þeir mikil spjöll með því að brjóta hurðir. Þarna voru að verki tveir 15 ára piltar. Sv. P. Krafla: Rennsli minnkar um 40% RENNSLIÐ úr einu holunni, sem lokið hefur verið við við Kröflu hefur minnkað um 40% frá þvf að gos hófst í Leirhnjúk. Skv. upplýsingum Guðmundar Pálmasonar, verk- fræðings hjá Orkustofnun,. varð fljótlega vart við rennslis- minnkun úr holunni er gos hófst og hefur sú þróun stöð- ugt haldið áfram. Er holan var fullgerð og hafði jafnað sig í haust, var rennslið 70 kg af vatni og gufu á sekúndu, en skv. mælingum, sem gerðar voru f fyrradag við Kröflu hafði það minnkað um 40% og er þvf komið niður f um 42 kg á sekúndu. Sagði Guðmundur að augljóst væri talið að sam- band væri milli þessa og goss- ins. Um framvindu mála kvað Guðmundur erfitt að spá, minnkunin undanfarna daga hefði verið hægari en í fyrstu og ef gos hætti þarna væri bú- ist við að holan næði sér upp aftur. Þetta 70 kg rennsli var metið til jafns við 4—5 mega- vött, en ekki var í gærkvöldi búið að reikna út hve mörg megavött það væri nú. Fremur rólegt var á jarð- skjálftasvæðinu fyrir norðan i gær og um kvöldmatarleytið hafði ekki orðið vart við neina verulega kippi frá því 4 í fyrri- nótt, að því er sr. Sigurvin Elíasson á Skinnastað tjáði Mbl. svo og starfsmenn hjá raunvísindastofnun og á virkj- unarstað við Kröflu. Áfengisútsölur taka ekki lengur við ávísunum FJARMALARAÐUNEYTIÐ hef- ur ritað Afengis- og tóbaksverzl- uninni bréf, þar sem útsölustjór- um áfengisverzlana er heimilað að neita að taka við ávfsunum sem greiðslu fyrir áfengi. Munu útsölustjórar allra áfengisverzl- ana f Reykjavfk hafa ákveðið að hafa þennan hátt á, og mun þvf framvegis aðeins hægt að kaupa áfengi gegn greiðslu f bein- hörðum peningum. Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, tjáði Mbl. í gær, að þetta væri tilkomið vegna mikillar mis- notkunar ávísana við áfengis- kaup. Það væri aðeins brot af viðskiptavinum ATVR sem þannig höguðu sér en meiri hlutinn, þ.e. heiðarlegu viðskipta- vinirnir, liði fyrir þennan hóp. Þessi mynd var send út af brezka varnarmálaráðuneytinu sfðdegis f gær og er sögð sýna ásiglingu Þórs á freigátuna Andromedu. Hún var komin til Bretlands fáum klukkustundum eftir atburðinn. Morgun- blaðið fékk hana sfmsenda frá AP-fréttastofunni. Bretar munu mótmæla „vísvitandi ásiglingu” SKÖMMU eftir árekstur varð- skipsins Þórs og brezku freigát- unnar Andromedu á Héraðsflóa f gær sendi brezka flotamálaráðu- neytið út frétt þar sem staðhæft Var — samkvæmt skýrslu yfir- manns freigátunnar — að það hafi verið varðskipið er sigldi á freigátuna. Um átta leytið i gærkvöldi fékk Morgunblaðið síðan sfmsenda þessa mynd frá AP-fréttastofunni í London, sem aftur hafði fengið hana hjá varnarmálaráðuneytinu, Dagblaðinu sagt upp aðstöðu í Blaðaprenti MEIRIHLUTI stjórnar Blaða- prents hf. samþykkti á fundi sfn- um f gær, að segja Dagblaðinu upp aðstöðu þeirri er blaðið hefur haft f prentsmiðjunni, þannig að prentsmiðjan annist setningu og umbrot blaðsins aðeins til 19. jan- úar og prentun þess út þennan mánuð. Stjórnarformaður Blaða- prents Sveinn Eyjólfsson, sem Fundað um loðnuverð VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær til að fjalla um loðnuverð, en sem kunnugt er hafa útgerðarmenn hótað að skipin hætti veiðum, ef verðákvörðun hafi ekki verið tek- in fyrir 18. janúar n.k. Á fundin- um í gær náðist ekki samkomulag. um leið er framkvæmdastjóri og einn aðaieigenda Dagblaðsins, greiddi hins vegar atkvæði gegn þessari samþvkkt og f samtali við Morgunblaðið f gær taldi hann þessa samþykkt sprottna af öðr- um hvötum en þeim, að Blaða- prent gæti ekki sinnt verk- efnum fyrir Dagblaðið og hann liti svo á að hér væri á ferðinni tilræði gegn prent- frelsi f landinu. Þá var f gær gengið formlega frá samkomulagi milli Reykjaprents, útgáfuféiags Vfsis, og útgáfufélags Alþýðu- blaðsins um að Reykjaprent yfir- tæki rekstur Alþýðublaðsins, þannig að rekstur þessara tveggja blaða yrði eftirleiðis sameiginleg- ur en með tveimur sjálfstæðum ritstjórnum. Morgunblaðið sneri sér í gær til Ingimundar Sigfússonar, stjórn- arformanns Reykjaprents hf., út- gáfufélags Vísis, og spurðist fyrir um afstöðu Reykjaprents til prentunar Dagblaðsins I Blaða- prenti. Ingimundur sagði: „Þegar prentunarmál Dagblaðs- ins komst á dagskrá í Blaðaprenti Framhaid á bls. 27 og er f texta með henni sagt að hún sýni hvernig varðskipið sigli á freigátuna. Þá barst Morgunblaðinu AP- frétt I gær þar sem sagt er að brezk stjórnvöld hafi borið fram mótmæli við islenzku rfkisstjórn- ina vegna árekstursins milli varð- skipsins og freigátunnar. Er haft eftir brezka utanrikis- ráðuneytinu að brezki sendiherr- ann í Reykjavík, Kenneth East, hafi fengið fyrirmæli um að mót- mæla „vfsvitandi ásiglingu" varð- skipsins, sem sé 693 tonn að stærð, á freigátuna Andromedu, sem sé 2.860 tonn. I yfirlýsingu utanrfkisráðu- neytisins brezka segir orðrétt: „Hr. East hefur fengið fyrirmæli um að undirstrika að árásin á Andromedu hafi verið gerð án tillits til mannslffa eða grund- vallar regla um siglingar á sjó.“ Þjóðverjar lækka löndunar- kostnað íslenzkra fiskiskipa LÖNDUNAR- og markaðskostn- aður fslenzkra fiskiskipa, sem landa f Vestur-Þýzkalandi hefur nú verið lækkaður að mun, þannig að nú greiða fslenzk skip sömu upphæð fyrir löndun og f markaðsgjöld og þýzk skip gera. Kom þetta til framkvæfnda um áramótin, en fslenzk yfirvöld höfðu sett þessa ósk fram þegar viðræður um landhelgismálið áttu sér stað við Þjóðverja. Ágúst Einarsson hjá Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, að mark- aðskostnaður hefði lækkað úr 4'A% í 4%. Þá hefði Iöndunar- kostnaður einnig lækkað mikið. Hver sfðutogari, sem landaði fyrir áramót í Þýzkalandi þurfti áður að borga 4.68 mörk fyrir hver 100 kíló, sem landað var, en er nú 3.60 mörk á 100 kíló. Fyrir fisk f köss- um þurfti áður að borga 1.78 mörk á kassa en er nú 1.64 mörk. Skuttogari, sem kemur með isaðan fisk f stíum þarf nú að greiða 3.98 mörk fyrir hver 100 kíló, en áður var upphæðin 5.02 mörk. Ef fiskurinn er i kössum þarf nú að borga 1.80 mörk á kassa en áður 1.91 mörk. Þá sagði Ágúst, að gerður hefði verið samanburður á löndunar- kostnaði 4 landana í Belgíu miðað við þessar nýju tölur í Þýzka- landi. Komið hefði f ljós, að löndunarkostnaður þ.e. upp- skipun, Iaun, kranaleiga o.fl. væri fjórfalt meiri f Belgíu eftir þessa breytingu. Því væri greinilegt, að ef menn ætluðu sér að selja í Belgíu, þyrftu þeir að fá mun hærra verð þar en í Þýzkalandi. T.d. væru til dæmi um að heildar- kostnaður vegna sölu í Belgíu hefði farið upp í 34% en í Þýzka- landi væri hann yfirleitt 24—26%. Verður fallið frá leyf- issviptingu Sunnu? herra yrði auðvitað að meta það hvort þessar breytingar væru svo miklar að það gjörbreytti málinu. Þá barst Morgunblaðinu frétta- Framhald á bls. 27 Eldurí Keflavík I FYRRINÖTT kom upp eldur i Fiskiðjunni f Keflavík, sem er fiskimjölsverksmiðja. Slökkvilið var kallað til og gat það ráðið niðurlögum eldsins, sem var í sílói. Litlar skemmdir urðu. Leigubflstjóri, sem átti leið framhjá verksmiðjunni varð elds- ins var og gerði viðvart um hann. Má telja vfst að þarna hefði orðið stórtjón ef eldsins hefði ekki orðið vart f tæka tfð. INNAN fárra daga á að koma til framkvæmda svipting sú á ferða- skrifstofuleyfi til handa Sunnu, sem samgönguráðuneytið ákvað f kjölfar Alþýðubankamálsins og aðildar Air Viking að þvf. Morg- unblaðið sneri sér f gær til Brynj- ólfs Ingólfssonar, ráðuneytis- stjóra f samgönguráðuneytinu, og spurði hann hvort nokkurrar breytingar væri að vænta á ákvörðun ráðuneytisins f þessu efni. Brynjólfur svaraði þvf, að ýms- ar fjárhagslegar forsendur ákvörðunar ráðuneytisins varð- andi Sunnu hefðu verulega breytzt til batnaðar fyrir Sunnu á sfðustu dögum, þ.e. að skuldir fyr- irtækisins hefðu lækkað mikið. Málið væri hins vegar í athugun. Hann var þá spurður að því hvort til greina kæmi að fallið yrði frá leyfissviptingunni af þessum sök- um og sagði Brynjólfur að ráð- 6 togarar seldu fyrir 101,8 millj. kr. á 6 dögum TVEIR togarar, Vigri og Otur, seldu f V-Þýzkalandi f gær og fengu gott verð fyrir aflann. Vigri seldi 155.6 lestir f Bremer- haven fyrir alls 237.832 mörk eða 15.4 millj. króna. Meðalverð pr. kfló var kr. 99.29. Otur seldi 98 lestir f Cuxhaven fyrir 166.728 mörk eða 10.8 millj. kr. Meðal- verð pr. kfló var kr. 110.55. Á siðastliðnum þremur dögum hafa sex íslenzkir togarar selt afla í Þýzkalandi fyrir alls 101.8 millj. króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.