Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1976, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 19. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Geir Hallgrímsson forsætisráðherra við komuna til Lundúna: „Vona að allir möguleikar til lausnar verði kannaðir” Callaghan með í STYRMIR Gunnarsson rit- stjóri Morgunblaðsins fór til Lundúna f gær til að fylgjast með viðræðum Geirs Hallgrfmssonar for- sætisráðherra og Wilsons forsætisráðherra Breta og fer hér á eftir fyrsta frétt hans. London 24. janúar. Flugvél Geirs Hallgrfms- sonar forsætisráðherra lenti á Heathrowflugvelli f London kl. 11.15 f dag og tók Roy Hattersley að- stoðarutanrfkisráðherra Bretlands á mðti honum og bauð hann velkominn. Þar voru einnig Nfels P. Sig- urðsson sendiherra fslands og Helgi Ágústsson. Mikill fjöldi fréttamanna, Ijós- myndara og kvikmynda- tökumanna var saman kominn á flugvellinum er forsætisráðherra steig út úr þotu Flugleiða ásamt föruneyti sfnu. Þegar Geir Hallgrfmsson hafði svarað nokkrum spurningum fréttamanna hélt hann rakleiðis til Chequers, sveitaseturs brezka forsætisráðherrans, þar sem Wilson tók á móti honum og bauð hann velkominn. Áður en gengið var til hádegisverðar rædd- ust forsætisráðherrarnir við f um 15 mfnútur og sátu þann fund einnig þeir James Callaghan utanríkisráðherra og James Peart sjávarútvegs- ráðherra. Það vekur athygli, að Callaghan skuli taka þátt f viðræðunum strax frá upphafi, en áður hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi ekki taka þátt f þeim fyrr en á sfðari stigum, að þvf er fram kom f samtali fréttamánns Mbl. við Kenneth East, sendi- herra Bretlands á tslandi, um borð f Flugleiðaþot- unni. KÖNNUNARVIÐRÆÐUR I viðtali við fréttamenn við komuna til Lundúna sagði Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra, að hér væri um að ræða könn- unarviðræður. Hann kvaðst vera ánægður með að til þeirra hefði verið stofnað, en ekki hægt að segja fyrirfram um árangurinn, en kvaðst vonast til þess að allir möguleikar til lausnar yrðu kannaðir. Forsætisráðherra var spurður Framhald á bls. 43 Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra við brottförina frá Keflavfkurflugvelli f gærmorgun og er hann heilsar Roy Hattersley aðstoðarutanrfkisráðherra Bretlands á Heat- hrowflugvelli, þar sem Hattersley tók á móti honum og fylgdi honum til Chequers, þar sem viðræður hans og Harolds Wilson hófust um hádegisbilið. Á myndinni sézt einnig Guðmundur H. Garðarsson alþm. viðræðunum frá upphafi Fjöldi fréttamanna á flugvellinum Islendingar hafa nánast ekkert svigrúm til samninga The Times: Lundúnum — 24. jan. — einkaskeyti AP tjl Morgunblaðsins. Brezka blaðið The Times segir, að viðhorf tslendinga til samninga séu jafnvel enn óaðgengilegri fyrir Breta nú en ( upphafi þorskastrlðs- ins. Trawling Times, málgagn brezka fiskiðnaðarins, segir ts- lendinga allt að þvl móðursjúka I afstöðu sinni til málsins. Aðrir brezkir fjölmiðlar fluttu f dag fréttir af sfðustu atburðum á miðunum og segja brezku rfkis- stjórnina gera Iftið úr sam- skiptum varðskipsins Ægis og fimm brezkra togara s.l. föstudag. Trawling Times lætur f jós þá skoðun, að flotaverndin á tslands- miðum hafi tekizt vel og frá upp- hafi þorskastrfðsins og til ára- móta hafi togarafiotinn aflað tveimur þús. tonnum meira á miðunum en á sama tfma f fyrra. Þannig sé aflamagn brezkra togara á Islandsmiðum nú að jafnaði um 10 þúsund tonn á mánuði. Um leið lætur Trawling Times f Ijós ótta við að stjórn- málamenn séu f þann veginn að láta undan kröfum tslendinga til lausnar deilunni. BRETAR HAFA SJALFA SIG AÐ FlFLUM, SEGIR THE TIMES The Times birti f gær grein, og er höfundur hennar hliðhollur málstað tslendinga. Hann telur aðgerðir Breta á miðunum „óverj- andi frá siðferðilegu sjónarmiði" með tilliti til kröfu þeirra um yfirráð yfir olfulindum úti fyrir ströndum Bretlands. Þá segir í greininni f The Times: „tslendingar hafa nánast ekk- ert svigrúm til samninga vegna stjórnmálaástandsins innanlands og af fiskifræðilegum ástæðum. Margir lslendingar líta svo á að tilboð Geirs Hallgrímssonar f nóvembermánuði um 65 þúsund tonn hafi verið ailtof rausnar- legt. Skoðun greinarhöfundar er sú, að fslenzka rfkisstjórnin muni riða til falls verði tilboð hennar nú nálægt 65 þúsund tonnum. „Það, sem brezka stjórnin og brezki fiskiðnaðurinn hafa ekki gert sér grein fyrir, er það, að Islendingar eru alvarlega, og það ekki að ástæðulausu, hræddir um að þorskstofninn eyðist með öllu verði veiðum haldið áfram á sama hátt og nú er gert. Fiskifræðingar telja, að i lok þessa áratugar verði enginn þorskur eftir, nema Bretar og tslendingar fari eftir Framhald á bls. 43 Rússar kalla Thatcher „Járnfrúna” Moskvu 24. janúar Reuter. RAUÐA stjarnan, máigagn sovézka varnarmálaráðuneytis- ins, réðst I dag harkalega á Margaret Thatcher, leiðtoga brezka lhaldsflokksins, kailaði hana „Járnfrúna" og sakaði hana um að reyna að endur- vekja kalda strfðið. Dálkahöf- undur blaðsins, Y. Gavrilov, herforingi, lýsti ræðu, sem frú Thatcher fiutti í London á mánudag, sem heiftarlega ill- gjarnri í garð Sovétrfkjanna, en f ræðunni sakaði frú Thatcher Sovétmenn um að auka herstyrk sinn um vfða veröld. Framhald á bls. 43

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.