Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 25.01.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 7 HUGVEKJA eftirsr. Þóri Stephensen Fyrirsögnin er tekin úr einu af guðspjöllum þessa sunnu- dags, hins þriðja eftir þrettánda Orðin eru þar höfð eftir lærisveinum Jesú, sem finna sig ekki of sterka á svellinu á neinn hátt. En þeir finna, að þetta er undir- staðan. Því meiri trú, því sterkari menn Og þeir áttu eftir að sannreyna þetta. Trúin á Krist bar þeim marg- víslega blessun i skauti sér. Og frá þeim hefur trúin breiðst út og borist frá kyn- slóð til kynslóðar En ýmislegt breytist á langri leið. Trúin breytist þó e.t.v. ekki sem slík, en trúar- viðhorfin verða oft önnur. Saga kristinnar kirkju ber þess ótvíræð merki. Stund- um hefur verið lögð mest áhersla á að kenna hina réttu trú. En slík braut er vandrötuð, því hver á þar að dæma? Á öðrum tímum hefur verið lögð einhliða áhersla á hinar heitu til- finningar trúarinnar. Sú leið er einnig vandfarin, þvi þar er skammt út í öfgar of- stækisins. En þannig geta verið ýmsar og býsna ólikar stefnur á ferð, enda þótt grundvöllur og bakgrunnur sé hinn sami, sá Kristur, sem guðspjöllin segja frá. Ég er að vona að mönnum verði það smám saman Ijóst, að skýringin á stefnumun i trúmálum þarf ekki að liggja í orðunum rétt eða rangt, hvort um sé að ræða rétta trú eða ranga, heldurfullt svo oft i mismunandi mann- gerðum. Mennirnireru svo ólíkir að gerð, margbreyti- legir að hugsun og eðli. Það er ekkert óeðlilegt við það að leiðirnar séu margar sem liggja til Krists. íhugum hvernig lútherskir menn einir hafa greinst í skoðanahópa, sem allir rekja sig til Lúthers. Bæði persóna hans og skoðanir voru svo víðfeðma, að slikt er í hæsta máta eðlilegt. Rétttrúnaðarmenn sjá í honum guðfræðinginn, sem þeir vitna i nálega eins og Biblíuna Heittrúarmenn sjá þar hinn endurfædda mann. Dultrúarmenn finna i honum mikinn dulspeking, og skynsemistrúarmenn finna í honum hinn lifsglaða heimsmann, sem ekki var hræddur við að hafna gömlum kreddum. Þannig hefur Lúther reynst, og er hann þó langt frá því að vera sambærilegur við Krist Ég hef aldrei getað séð neitt athugavert við það, þótt við séum ekki allir sammála um leiðirnartil Krists. Það er hann sjálfur, sem skiptir máli, en ekki leiðin til hans. Hann bað aldrei um það, að við yrðum allir eins í afstöðu Auk oss trú okkar til hans, en allir eitt, það er annað mál. Við hljót- um sem kristnir menn, að eiga allir eitt markmið, en leiðirnar að markmiðinu hljóta alltaf að verða margar og mismunandi, af þvi að við erum ekki allir eins. En tilhneigingin til að segja öðrum fyrir verkum er svo sterk okkar á meðal og það jafnt í andlegum efnum sem veraldlegum. Ég hygg þó, að trú mannsins sé í raun það, sem sist af öllu megi binda eða fella undir eitthvert ákveðið alhæft kerfi. Frelsi og sjálfstæð hugsun eru aðalsmerki nútímamanns, og andleg spennitreyja, hvort sem hún er kirkjuleg eða stjórnmálaleg, er ekki í sam- ræmi við hugsun hans. Jesú Kristi verðuraldrei þvingað inn í nútimann i ein- hverri ákveðinni mynd eða samkvæmt einhverri ákveðinni aðferð. Jesús Kristur er af sjálfum sér svo eftirsóknarverður. að hver einasti hugsandi maðursem einhver deili veit á honum, hlýtur að bera með sér. þótt hann viðurkenni það kannski ekki alltaf, þrá til að eignast hann eða þau lifsgildi sem hann boðar. Hvaða leið hverjum og einum er svo aftur heppilegust til hans, er aftur mjög einstaklingsbund- ið Þess vegna finnst mér það skylda mín, hvenærsem ég kynnist leitandi manni, að hjálpa honum á hans eigin leið Ég get ekki litið svo á að min leið hljóti að henta honum, þó að hún henti mér betur en sú leið sem hann fer. Aðalatriðið er að hann nái að elska Krist og eignast trú á hann og í gegnum hann. Mikið hefur verið deilt um gildi spíritismans í þessum efnum. Staðreynd er hins vegar, að spíritismi eða sálar- rannsóknir hafa hjálpað mikl- um fjölda manns hérá landi til Krists. Þess vegna er I rauninni furðulegt, að þessi leið skuli svo harkalega vefengd sem raun ber vitni. Sú vefenging virðist a.m.k. ekki byggjast á mikilli þekk- ingu á málefninu, sem um er rætt Trúlega er þar ekkert síður i bakgrunni of þröngur skilningurá Kristi sjálfum, en á manninum sem leitar hans. Lesandi minn. Ég endur- tek, að aðalatriðið er Kristur sjálfur, ekki leiðirnartil hans. — En svo er það með trúna eins og flest annað eftir- sóknarvert, að hana eignast menn ekki i eitt skipti fyrir öll. Trúarlíf er og verður bar- átta. Það er ekki nóg að ná til Krists. Þú verður lika að læra að þekkja hann. Það gerir þú með þvi að lesa um hann, með þvi að koma til móts við hann í bæn þinni og ekki sist með því að lifa boð hans. Þannig getúr þú í senn aukið þekkingu þina og dýpkað trú þina, gjört hana að æ einlægara trausti á þeim guðlega mætti, sem hann er sendur með til móts við manninn, hvern einstakl- ing, hann hinn eilífi lifandi Drottinn. Með kirkjugöngu getur þú sameinað flest það, sem upp var talið hér að framan. Minnstu þess, að i dag er sunnudagur, Drottinsdagur. Mundi það ekki gjöra þér gott að vitja í dag sætis þíns i kirkjunni þinni og taka þátt i tilbeiðslunni, hlýða á það, sem þar er lesið og leggja kannski fram lítinn skerf til þeirrar söfnunar, sem þarfer fram handa holdsveikum bræðrum okkar úti í heimi. Eða þarft þú kannski ekki að biðja þessarar gömlu bænar: Auk oss trú? Pantið þorramatinn hjá okkur Sendum heim og tökum aö okkur þorrablót Veitingahúsið Simi 85660 Utsala — Bútasala Terelynebuxur frá 1975 kr. Vattst. nylonúlpur kr. 2675 kr. dömu og herra. Nærbuxur 1 50 kr. Terelynefrakkar 3575 kr. Skyrtupeysur lítil nr. 675 kr. o.fl. Terelynebútar 670 kr. í herra- buxur. ANDRÉS, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22 A. HELZTU KOSTIR: ★ 800w mótor — tryggir nægan sogkraft ★ Snúruvinda — drogur snúruna inn í hjólið ó augabragði. ★ Sjálflokandi pokar — hreinlegt að skipta um þá ★ Rykstillir — lætur vita þegar pokinn er fullur. ★ Sjálfvirkur rykhaus rykhaus — lagar sig að fletinum sem ryksuga é Léttbyggð - Lipur - Stöðug Verðtilboð kr. 42.900.— (Gildir til 1. marz). Eignist slika vél með aðeins 10 000 kr. útborgun og kr. 6.000 á mánuði i sex skipti. \ förumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111. Vefnaðarv.d. S 86-113 V___________________________________/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.