Morgunblaðið - 25.01.1976, Page 19

Morgunblaðið - 25.01.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 1976 19 — Takmarkið Framhald af bls. 21 kaupið var hækkað lftilsháttar en vinnutíminn styttur um eina klukkustund. Var unnið frá klukkan 7—6 í stað 6—6 áður. Eftir þetta hélzt kaupgjald óbreytt til ársins 1937. Fóru nú í hönd kreppu- og atvinnuleysis- árin miklu með allri sinni örbirgð og þrotlausri baráttu verkamanna fyrir atvinnu. Það er mikil saga er ekki verður sögð hér. Ekki má þó gleyma, að í hörðustu atvinnuleysisbaráttunni vann reykvískur verkalýður sinn stærsta varnarsigur f kaupgjalds- baráttunni. Það var 9. nóvember 1932. Tilefni þeirra geysilegu stéttaátaka var tilraun sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur til að lækka kaupið i atvinnubóta- vinnunni niður i eina krónu um tímann. Bæjarstjórnin hafði gert þessa samþykkt 2. nóv- ember og vissu allir að hér v,ar á ferðinni upphaf að almennri kauplækkun, enda höfðu atvinnu- rekendur um líkt leyfi komið sömu erinda til Dagsbrúnar. Sunnudaginn 5. nóv. var farin kröfuganga til að mótmæla að- gerðum bæjarstjórnarinnar. Þátt- takendur f göngunni voru áætlaðir um fjögur þúsund. 9. nóvember var fundur f bæjar- stjórninni og Iögðu þá allir verka- menn f atvinnubótavinnunni niður vinnu og fóru að fundar- húsi bæjarstjórnarinnar (Templarahúsinu). Þangað komu einnig hundruð manna af öðrum vinnustöðvum , k og vinnustöðvum og atvinnuleys- ingjar. Við fundarhúsið kom til blóðugra bardaga milli verka- manna og lögreglunnar, er lauk með algerum sigri verkamanna. Fundur bæjarstjórnarinnar leyst- ist upp, en snemma morguninn eftir samþykkti bæjarstjórnin að falla frá öllum kröfum um kaup- hækkun. Einhugur verkamanna f Reykjavík hefur sjaldan verið jafn mikill og f þessum átökum og vald sitt hafa þeir aldrei sýnt á jafn eftirminnilegan hátt. Undir lok fjórða áratugar aldar- innar dró til mikilla tfðinda f kjaramálum verkafólks. Sfðari heimsstyrjöldin hófst og allt jafn- vægi í verðlagsmálum fór úr skorðum. Ýmis tfðindi gerðust heimsstyrjaldarárin, samninga- frelsi var afnumið með bráða- birgðalögum í ársbyrjun, en þau lög voru almennt kölluð þrælalög. Stjórn Dagsbrúnar lenti f and- stöðu við þorra félagsmanna og margt fleira varð til þess að gera þessi ár niðurlægingarár í sögu félagsins. 1942 — Ný stjórn Þrælalögin brotin — 1 stjórnarkosningunum í janúar 1942 unnu róttæku öflin í Dagsbrún mikinn sigur og ný stjórn undir forustu Sigurðar Guðnasonar tók við völdum. Hin nýja stjórn tók við samningum, sem ekki var hægt að segja upp fyrr en um næstu áramót og félagið gat ekki háð löglegt verk- fall. Allar tilraunir til að ná frið- samlegu samkomulagi við at- vinnurekendur og ríkisstjórn reyndust árangurslausar. Hófst þá hinn frægi skæruhernaður. Verkamenn gerðu með sér hóp- samtök á vinnustöðunum og tókst víða að hækka kaupið. 1 júnf- mánuði lagðist öll vinna niður hjá Eimskip. 'Atvinnurekendur reyndu að ná sér niðri á Dagsbrún fyrir ólögleg verkföll en tókst það ekki. Vinnuveitendafélagið gaf út „svartan lista“ yfir 300 verka- menn hjá Eimskip og setti þá í verkbann, en það kom ekki að gagni, verkamennirnir sigruðu og Eimskip varð að ganga að kröfum þeirra. Þannig voru þrælalögin brotin niður og voru þau á miðju sumri orðin ómerkt pappírsplagg og var það viðurkennt af rfkis- stjórninni og þau formlega numin úr gildi 1. september. I ágúst hófust samningavið- ræður við Vinnuveitendafélagið og skipaði ríkisstjórnin sátta- nefnd til aðstoðar sáttasemjara rfkisins. 22. ágúst 1942 voru nýir samn- ingar undirskrifaðir af stjórn Dagsbrúnar og Vinnuveitenda- félagsins. Helztu atriði samning- anna voru þessi: Vinnudagurinn styttist úr 10 stundum í 8 stundir, frá kl. 8—17, grunnkaup hækkað úr kr. 1.45 f kr. 2.10 (dagkaupið úr kr. 14.50 i kr. 16.80), eftir- vinnukaup, frá kl. 17—20, var nú í fyrsta sinn ákveðið 50% hærra en dagvinnukaup og nætur- og helgidagavinna 100% hærra. Ýmis vinna, sem áður var á al- mennu kaupi, var nú færð undir hærri taxta, kr. 2.75 á klst. (Nokkru sfðar setti stjórnin taxta fyrir verkamenn í fagvinnu, kr. 2.90). Þá var verkamönnum tryggt 12 daga orlof á ári og or- lofsfé ákveðið 4% af kaupi. Var þetta f samræmi við frumvarp, sem legið hafði fyrir Alþingi en ekki náð fram að ganga. Það varð að lögum árið eftir. Mörg önnur nýmæli voru f samningunum. Með samningunum 1942 var stærsta áfanga náð f kjarabarátt- unni í allri sögu Dagsbrúnar. Traust verkamanna á samtökun- um óx. Dagsbrún náði aftur reisn sinni og skipaði sér i fylkingar- brjóst verkalýðshreyfingarinnar. Dagsbrún sagði upp samn- ingum 1944 og 1946 og tókst að knýja fram kauphækkun í bæði skiptin, en þó með verkfalli f síðara skiptið. Arið 1947 kom enn til sögulegrar kjarabaráttu og verkfalls sem stóð í rúman mánuð. Um síðir var samið um 15 aura kauphækkun og með úr- slitum verkfallsins hafði Dags- brún unnið mikinn varnarsigur og sýnt á tilþrifamikinn hátt að verkalýðshreyfingin ætlaði sér ekki að taka nýju lffskjara- skerðingum af hálfu valdhafanna með þögn og þolinmæði. Næstu árin átti Dagsbrún í hörðum átökum. Atlaga var gerð að kjörum verkafólks með vísi- tölubindingum og gengislækkun- um. Upp úr þessu hófst nýr þátt- ur í kaupgjaldsbaráttu verkalýðs- félaganna, samstarf margra félaga um uppsögn og aðgerðir á sama tíma. Þarna hafði Dagsbrún forystu eins og svo oft áður. 20 verkalýðsfélög í Reykjavik sendu atvinnurekendum tilkynningu þeirra allra um að verkfall hæfizt frá og með 18. mai 1951, ef samn- ingar tækjust ekki fyrir þann tíma. Félögin höfðu gert með sér bindandi samninga um samstöðu í deilunni og alla stjórn hennar. Til verkfalls kom en það stóð aðeins í eina helgi og undirritaði sam- eiginleg samninganefnd félag- anna nýja samninga en þeir voru síðan samþykktir i hverju ein- stöku félagi. Kjarabaráttan er sagafélagsins. — Kjarabarátta verkamanna f Reykjavík er jafnframt saga Dagsbrúnar og hér að framan hef- ur verið stiklað á þvf stærsta í sögu félagsins fyrstu 50 ár þess. Um það sem sfðan hefur áunnizt f kjarabaráttunni skal ég vera stuttorður, þá sögu þekkja margir. Arið 1955 fengum við at- vinnuleysistryggingarnar og var það i fyrsta skipti sem félagsleg mál voru hluti í lausn kjaradeilu. Árið 1942 höfðum við fengið orlofslögin. Árið 1961 sömdum við um sjúkrasjóð. Atvinnurek- endur féllust á að greiða 1% af kaupi f sjóðinn og varð þetta mikil stoð fyrir verkamenn sern lentu í slysum eða áttu við veik- indi að búa. Árið 1965 varð það að samkomulagi milli verkalýðs- hreyfingarinnar og ríkisstjórnar i kjaradeilu að ríkið beitti sér fyrir byggingu fbúða f Reykjavik fyrir láglaunafólk, en verkalýðsfélög úti á landi sömdu um uppbygg- ingu á vissum þáttum atvinnu- mála heima i héraði. Við sem vorum í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar í Reykjavík töldum aftur á móti brýna nauðsyn á þvf að létta undir með láglaunafólki sem þurfti að koma yfir sig þaki en hafði ekki til þess bolmagn. Gerð var byggingaáætlun sem nú er nær alveg lokið með byggingu 1250 fbúða í Breiðholti, svonefnd- ar Framkvæmdanefndarfbúðir. Áframhaldaf þeirriætluner bygg- ing verkamannabústaða og eru fyrstu íbúðirnar í þeirri áætlun nú í smíðum. Arið 1974 gaf þáver- andi ríkisstjórn út yfirlýsingu um að áframhald yrði á byggingu fbúða fyrir láglaunafólk með hag- stæðum kjörum um allt land. Nú- verandi rfkisstjórn hefur gefið út yfirlýsingu um að hún ætli sér að standa við þetta og er það vissu- lega ánægjulegt. Nú þá get ég nefnt að samið var um það árið 1966 að greitt yrði 0,25% af dagvinnukaupi i orlofs- sjóð. Þetta varð til þéss að verka- lýðsfélögunum hefur nú tekizt að koma sér orlofsbústöðum, þar sem skapazt hefur aðstaða fyrir verkafólk eða eyða sumarleyfi sínu á betri og hagkvæmari hátt en áður. Þetta samningsafriði hefur nýtzt verkalýðshreyfing- unni ákaflega vel að mínu mati. Arið 1969 var samið um lffeyris- sjóðina, sem nú eru að verða öfl- ugir en hafa jafnframt hrúgað upp vandamálum vegna verðbólg- unnar, en það verður ekki frekar gert að umtalsefni hér. Árið 1974 voru skattamál mjög ofarlega á baugi f frægum samningum og voru stór þáttur í lausn þeirrar deilu. Árið 1965 var um það samið að vinnutfminn skyldi styttur úr 48 stundum í 44 stundir og árið 1972 var um það samið að vinnu- tíminn yrði 40 stundir. Verkamenn hafa þurft að færa miklar fórnir á þeim 70 árum sem liðin eru frá stofnun Dagsbrúnar til að ná fram þeim kjörum sem gilda í dag. Dagsbrún hefur þurft að standa f mörgum og ströngum verkföllum. Verkföll eru ekki tak- mark heldur ill nauðsyn. En ef við náum ekki okkar málum fram á annan hátt verðum við að beita verkfallsvopninu. Framundan er enn ein samn- ingatörnin. Verkalýðshreyfingin hefur nú sett það á oddinn að stjórnvöld gripi til aðgerða sem auka kaupmátt launanna og bein kauphækkun verði þeim mun minni sem aðgerðirnar eru meiri og raunhæfari. En hvers vegna að fara inn á þessar brautir spyrja menn? Svarið er ósköp einfalt. Beinar kauphækkanir hafa ekki nýtzt eins og efni hafa staðið til og nú á að reyna nýja og haldbetri hluti, sem verkalýðshreyfingin hefur haft faglegan styrkleika til að knýja fram en hún hefur ekki að sama skapi haft eins marga fulltrúa hjá löggjafarvaldinu. Dægurbaráttan getur aldrei orðið neitt markmið, heldur er það nauðsyn að völd alþýðunnar felist ekki aðeins í sterkri verkalýðs- hreyfingu á einangruðu faglegu sviði heldur að þau nái lengra og þá sérstaklega inn i löggjafar- valdið. Aldrei verið undir- stétt í landinu. — Dagsbrún hefur alltaf verið með stærstu verkalýðsfélögum f landinu og félagið var lengi vel stærst. Stofnfélagar voru tæplega 400 en í dag eru félagar um 3400 talsins. Staða félagsins í dag er nokkuð önnur en hún var fyrr á árum. Þegar Alþýðusamband Is- lands var stofnað var það upp- byggt af verkalýðsfélögum og nokkrum iðnaðarmannafélögum. Dagsbrún hafði þá forystuhlut- verki að gegna og þannig var það um langa hrfð. Kaupgjald Dagsbrúnar var til dæm- is meira og minna ákvarð- andi fyrir önnur stéttarfé- lög í landinu. En með breytt- um atvinnuháttum breyttust verkalýðsfélögin og ný fé- lög voru mynduð vegna greina, sem kröfðust sérþekkingar samfara tækniþróun í land- inu. Mikil aukning varð í þjónustugreinum og þau fé- lög urðu áberandi innan ASl, þannig að samsetningin er allt önnur og ný heildarsamtök hafa myndazt, svo sem BSRB. Dags- brún er því í dag ekki hlutfalls- lega sú stærð sem hún áður var, hlutfallið f heildarsamtökunum hefur breytzt. Engu að síður tel ég að Dagsbrún eigi enn miklu forystuhlutverki að gegba og vil ég þá sérstaklega nefna hér það sem ég tel þyngst á metunum, að Dagsbrún berjist fyrir þvf ásamt öðrum skyldum félögum að f okkar landi verði aldrei nein sér- stök láglaunastétt, undirstétt. Því miður hefur launaþróunin hin sfðari ár bent til þess að svo gæti farið ef ekki yrði öfluglega spyrnt við fótum. Þetta verkefni getur ekki verið þessara félaga einna heldur verður verkalýðshreyfing- in að koma þar til f heild og ég vildi segja öll góð öfl i þjóðfélag- inu, þannig að fslenzka þjóðin skeri sig úr hvað snertir jafnrétti þegnanna á öllum sviðum. Þessar óskir á ég beztar nú á 70 ára afmæli Dagsbrúnar. — Orðsendingar Framhald af bls. 3. mennirnir töldu nauðsynlegt, með því að beita svipuðum stjórnunaraðferðum, en heim- ila samt sem áður nokkru hærra heildarmagn veiða á ár- inu 1976, eða milli 250 þús. og 280 þús. tonn. Þetta álit hefur verið misskilið. Ekki var átt við, að breskir vísindamenn litu svo á, að veiðarnar á árinu 1976 skyldu takmarkast við 280 þús. tonna hámarksafla eða að sú stjórnarstefna, sem íslensku vfsindamennirnir lögðu til, væri sú besta sem völ væri á. Þeir voru aðeins að vinna á nýjan leik úr útreikningum sínum á grundvelli þeirra rann- sóknargagna sem venjulega þykir eðlilegra að nota í slíkum tilvikum. I rauninni líta þeir svo á, að sú uppbygging hrygn- ingarstofnsins, sem unnt væri að ná með þeim stjórnunarað- ferðum, sem íslensku vísinda- mennirnir gerðu að tillögu sinni, væri hægt að fullnægja eða jafnvel að gera enn betur á sama tímabili, með því að beita öðrum stjórnunaraðferðum er hefðu það i för með sér að hægt væri að heimila verulega hærri hámarksafla á árinu 1976. Bresku visindamennirnir hafa ávallt dregið það í efa, eins og þeir raunar tóku skýrt fram á sínum tíma, hvort það væri nauðsynlegt eða raunhæft að draga svo mjög úr heimiluðum veiðum þegar í stað. Þeir litu svo á, að þær aðgerðir sem beita þyrfti til þess að halda hámarksaflanum fyrir árið 1976 i 230 þús. tonnum, myndu hafa f för með sér feiki- lega erfiðleika i framkvæmd bæði fyrir íslenska og breska fiskimenn. Þeirra álit er, að unnt sé að stöðva minnkun i hrygningarstofninum, og að hægt væri að ná svipuðu jafn- vægi á stofninum eins og íslenskir vísindamenn telja æskilegt, með þvi að f^ra var- lega f það að draga úr héimiluð- um veiðum á árinu 1976, með því að hafa stöðugt eftirlit með veiðum og draga jafnt og þétt úr þeim yfir nokkurt árabil þar á eftir. Unnt ætti að vera að ákveða hóflega minnkun á árinu 1976, en auka svo þessa minnkun á næstu árum á eftir eða að öðrum kosti væri unnt að halda uppi óbreyttum hámarks- afla yfir nokkurn fjölda ára, en í slíku tilviki þyrfti að grípa til nokkuð meiri minnkunar aflans á árinu 1976. Eftir sem áður þá ætti hámarksafli sem er einhversstaðar í námunda við 300 þús. tonn, svo fremi að honum verði haldið við þau mörk yfir u.þ.b. 5 ára tímabil, að gera uppbyggingu hrygn- ingarstofnsins mögulega að svipuðu marki og miðað er við í álitsgerð íslensku vísindamann- anna. Slikt aflamagn ætti að gera það mögulegt, og hlýtur það að teljast æskilegt, að tekið verði tillit ekki einungis til þess lokatakmarks, sem stefna ætti að, heldur einnig þeirra fram- kvæmdaerfiðleika sem sjávar- útvegur landanna beggja stend- ur nú frammi fyrir, og þeirrar nauðsynjar sem er ótvirætt á því að veita þeim nokkurn tíma til þess að laga sig að þeim aðstæðum, sem núverandi ástand skapar. Innilega þakka ég öllum þeim sem glöddu mig með gjöfum og göðum óskum í tilefni af 80 ára afmæli mínu,4. janúar. Magnús Guðbrandsson UTSALAN heldur áfram af fullum krafti 20% afsláttur af öllum vörum verzlunarinnar. V.B.K ■ — Vesturgötu 4. lcefood ISLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. o Eigum fyrirliggjandi .o REYKTAN LAX GRAVLAX REYKTA SÍLD REYKTA ÝSU REYKTAN LUNDA HÖRPUFISK Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig frosinn lax til reykingar. Sendum í póstkröfu VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER. íslenzk matvæli Simi 51455

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.