Morgunblaðið - 25.01.1976, Page 37

Morgunblaðið - 25.01.1976, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JANUAR 1976 37 fclk í fréttum Vill ekki hugsa fyrir áhorfendur + „Ég er algerlega mótfallinn þeirri aðferð að hneppa skoðan- ir f kerfi, sem eiga svo að geta útlistað hvaðeina f heimi hér; með því er aðeins verið að ein- falda hlutina — og við erum engu nær. Því fleiri kvikmynd- ir sem ég geri, þvf ákafari verð- ur sú löngun mfn að rvna eins og frekast ég get f flókið gang- verk raunveruleikans." Þetta eru orð bandarfska kvikmyndagerðarmannsins Frederic Wisemans. Hann er fæddur árið 1930 og lagði um hrfð stund á laganám f háskóla. áður en hann sneri sér að kvik- myndagerð. Sfðan 1967 hefur hann gert níu langar heimildarmvndir, sem öllum er það sameiginlegt, að þær lýsa Iffi og starfi á stofnunum f heimalandi höfundar: fangelsi, opinberri skrifstofu, skóla eða hermannaskála. Má nefna sem dæmi „High school“ 196&„Law and Order" 1969, „Hospital" 1970 og „Basic Training" 1971. I myndunum eru engar útskýr- ingar sögumanns, aðeins lýst þvf sem fyrir augu ber, engu við aukið. Og árangurinn er oft áhrifamikill. „Við gerð hverrar mvndar eyði ég 40—50 klukkustundum í myndatökuna sjálfa, þ.e. í að skjóta á myndefnið, svo tekur það upp f heilt ár að klippa niður í endanlega lengd," segir Frederic Wiseman. „Fullgerð sýnir svo mvndin, hvers ég varð vfsari við klippinguna; f þvf efni hef ég ekki mvndað mér neinar skoðanir áður en ég hef verkið. Ég kæri mig ekkert um að ráða hugsanagangi áhorf- enda. Vitanlega kemur sjónar- mið höfundarins fram f gerð myndarinnar, en ég kappkosta að veita áhorfendum olnboga- rými til að draga eigin ályktanir." Og Frederic Wiseman heldur áfram: „Með því að lýsa þvf lífi, sem fram fer f einhverju af- mörkuðu umhverfi, t.d. á efn- hverri stofnun, fer ekki hjá því að ýmislegt það reki á fjörurn- ar hjá mér, sem ekki er aðeins staðbundið, heldur vandamál f þjóðfélaginu f heild. Þetta er lfkast þvf sem maður sé að elt- ast við samfélagslegan snjó- mann, ekki Iftið uggvekjandi. Maður sér fótspor hans og af þeim verður maður að draga ályktanir um hann sjálfan, þótt maður sjái hann aldrei." Bann í Bandaríkjunum „Stöku mynd eftir mig hefur verið bönnuð f Bandarfkj- unum, en ég hef ekki átt f neinum vandræðum með að fá leyfi til að mynda á stofn- ununum. Slfkt er dæmigert fyr- Frederic Wiseman — vill að áhorfendur hugsi sjálfstætt og taki afstöðu. ir Bandarfkin: þar gerist fjöl- margt, sem ekki getur talist yndislegt, en á hinn bóginn er manni frjálst að festa það allt á filmu. 1 þessu birtist veikleiki og jafnframt styrkur landsins." „Myndir mínar hafa ekki valdið neinum straumhvörfum í starfi þeirra stofnana, sem ég hef tfundað. Það er barnalegt að ætla að málið sé svo einfalt. En ef myndir mfnar færa fólki aukna reynslu, geta þær, þótt með óbeinum hætti sé, átt sinn þátt f að breytingar eigi sér stað. Þvf er nefnilega þannig farið í lýðræðisþjóðfélagi, þrátt fyrir alla galla þess, að ákvarð- anatökur hvfla þar á almennum og breiðum grunni. Kannski er þessi skoðun mfn einnig barna- leg, en hún hefur reynst mér haldbær starfsgrundvöllur." Mynd Pasolinis bönnuðaðnýju * + Italski kvikmvndagerðar- maðurinn Pier Paolo Pasolini var myrtur f heimalandi sfnu f fyrra. Þótti margt f sambandi við þann atburð minna á gang mála f sfðustu mvnd hans, „120 dagar Sódómu“, sem bönnuð var á Italíu „vegna hinna viðbjóðslegu atriða f mvndinni er sýna afbrigðilegt kynlff og öfuguggahátt". Frammámenn f ftalskri kvik- myndagerð, s.s. Bertolucci og Francesco Rosi, börðust harka- lega fvrir afnámi bannsins. Vfirvöld heyktust á að halda þvf til streitu og skipuðu 14 manna áfrýjunarnefnd. Nefndin hratt banninu, og öllum ítölum, 18 ára og eldri, var leyft að sjá mvndina. Nú hefur myndin aftur verið bönnuð á Itaifu. Dómstóll f Mflanó kvað upp þann dóm að hún væri „ósæmileg" og „meiðandi f garð hersins". Mótmæli höfðu m.a. verið borin fram gegn myndinni af fótgönguliði ítalska hersins, þar sem kvartað var undan „óguðlegri meðferð á sálmi fótgönguliðsins, „Á Perati- brú“, sem hevrist í bakgrunni er framdir eru ástarleikir". (Hvenær) ætli mynd Pasolinis, „120 dagar Sódómu" verði sýnd hér á landi? Mflanó-dómstóllinn ákvað jafnframt, að þau eintök af myndinni sem sýnd hafa verið f þremur kvikmvndahúsum borgarinnar, skyldu gerð upp- tæk. Þá er f ráði að stefna framleiðanda og leigusala myndarinnar. „120 dagar Sódómu" verður sýnd í Danmörku á þessu ári. Þar eru engar hömlur settar á kvikmyndasýningar. Hvernig ætli mvndinni reiði af á Is- landi? BO BB & BO 4 mikilvæg þjónustuatriði: 9 Linsuhaldari med filmusleda Þessi 4 höfuövarastykki ásamt öörum varahlutum sem viö eigum ávallt til á lager, gerir viðgeröar- þjónustuna fullkomna. Frábær japönsk gæðaframleiðsla, með yfir 20 ára reynslu. Helstu eiginleikar EIKI eru: Mjög sterkbyggö - Afar Ijósmikil - Er með 20 w. Transistor tónmagnara - Hefur 2 hraða, 18 og 24 ramma á sek,- Sýnir einnig afturábak - Getur stoppaö á einni mynd (still) Fæst bæði meö og án sjálfþræðingar - Tekur allt aö 2000 feta spólur - Er mjög hljóölát. 1. 38 mm. (1.5") linsa fl.5 2. 65 mm. (2.5”) linsa fl.5 3. 75 mm. (3” ) linsa fl.8 4. Conversion llnsa x 0.85 - x 1.25 5. Zoom convertor x 0.75 - x 1.25 6. Anamorphic linsa (Cinemascope) 7. 25 mm. (1”) linsa fl.5 8. 100 mm. (4”) linsa f2.2 með adaptor Afgreiöslufrestur er 2 dagar úr tollvörugeymslu. Hringið eöa komið og fáiö nánari upplýsingar. FILMUR OG VÉLAR 5.F. ui i ■ i »*! i ■ ■ i ■ iiiimij ij ■ 11 m ■■ Skólavörðustíg 41 - Sími 20235 - Pósthólf 5400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.