Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRUAR 1976 Pilturinn sem gat breytt sér í fálka, maur og Ijón Berta gamla beitti einhverjum galdra- kúnstum við lækninguna svo ég sæi þær. Berta náði nú í alldigran, bláan brenni- vinspela og staup með tréfæti, úr litlum rósóttum skáp, hellti á staupið og setti það við hlið sér á arinhelluna, hneppti frá snjóskónum mínum og færði mig varlega úr sokknum. Síðan fór hún aö tauta yfir staupinu, gera krossmark yfir þvi, en vegna þess að hún heyrði ekki sem best, hafði hún ekki eins lágt og hún annars hefði haft, og þess vegna heyrði ég hvað hún sagði: Eitt sinn reið ég inn um hlið og aumingja Brún minn setti úr lið,. svo lagði ég kjöt við Kjöt og blóð við blóð,. á Brún mínum strax urðu meiðslin góð. Þegar þetta var sagt, lækkaði kerla róminn svo, að ekki heyrðist annað en óglöggt hvískur. Síðan fussaði hún í allar áttir. Meðan hún tautaði hraðar, hafði hún staðið upp. Nú settist hún á arinhelluna aftur og hellti úr staupinu yfir fótinn á mér. Það fannst mér reglulega þægilegt. „Mér finnst mér batna strax“, sagði ég, „en segðu mér, Berta: Hvað var það eiginlega, sem þú tautaðir yfir brennivín- inu?“ „Það þori ég ekki að segja, því þú gætir sagt bæði prestinum og lækninum frá því“, sagði hún og glotti háðslega, eins og hún væri ekki mikið smeyk við þá háu herra. „Og þeim, sem kenndi mér þetta, honum varð ég að lofa að segja það ekki né kenna aldrei neinni kristinni sál, og það hefi ég svarið og það var nú eiður sem sagði sex“. „Það þýðir víst ekkert að tala um það Berta“, sagði ég, „en líklega er þó ekkert launungarmal, hver kenndi þér listirnar, — hann hlýtur að hafa kunnað laglega fyrir sér sá?“ „Já, það getið þér verið viss um, það var nú maður sem vissi lengra en nef hans náði, það var nú hann Lási í Hurðar- dal, móðurbróðir minn. Hann var nú ekki lengi að lækna svona smákvilla, stöðva blóðrás og vísa burtu óhreinum öndum, og ekki var nú alveg laust við að hann gæti verið svolítið stríðinn líka með kúnstirnar sínar. Það er hann, sem kenndi mér. En þótt hann væri vitur þá gat hann ekki bjargað sjálfum sér frá göldrum samt“. Hvernig var það, var hann galdraður?“ spurði ég, „Var farið illa með hann?“ „O nei, ekki sérstaklega“, sagði Berta. „En eitthvað kom fyrir hann, og síðan var hann ekki almennilegur, það var eins og hann væri frá sér tímunum saman: Líklega trúir nú stúdentinn ekki að þetta sé satt“, sagði hún og gaut á mig augun- um rannsakandi, „en þetta var nú móður- bróðir minn og ég hefi heyrt hann segja frá þessu og sverja að það væri satt, yfir hundrað sinnum“. „Hann Lási móðurbróðir minn, bjó að Knolli í Hurðardalnum. Hann var oft uppi um fjall að höggva skóg, og þegar hann var að þessu, var hann alltaf vanur að liggja úti á nóttunni líka, hann byggði sér svolítinn barrkofa og þar svaf hann á nóttunni. Einu sinni var hann þannig úti í skóg- inum, og tveir menn aðrir. Hann var þá rétt nýbúinn að höggva stórt tré og sat og hvíldi sig. Þá kom allt í einu veltandi hnykill niður eftir kletti og alveg að fótum hans. Þetta fannst honum undar- legt, ekki þorði hann að taka upp hnykil- inn og það hefði víst líka verið best fyrir hann að snerta hann aldrei. En hann leit upp til þess að sjá, hvaðan hnykillinn hefði komið, og þá sá hann, aö uppi á klettinum sat fögur mær og saumaði og aldrei hafði hann séð svo fallega stúlku. „Komdu með hnykilinn hingað til mín“, sagði hún. Hann gerði það og stóð svo lengi og horfði á hana, og hann gat bara hreint ekki horft nógu mikið á stúlkuna, svo indæl fannst honum hún vera. Að lokum fór hann þó til verks síns aftur, en þegar hann leit næst upp og ætlaði að gá að stúlkunni, var hún horfin. Hann hugsaði um þetta allan daginn, fannst það ein- kennilegt og vissi ekki hvað hann ætti helst að halda um það. En svo um kvöld- ið, þegar þeir fóru að sofa, hann og félagar hans, þá vildi hann endilega liggja á milli hinna tveggja. En ekki gagnaði það nú mikið skuluð þér vita, stúdent góður, því þegar leið á nóttina, Vt«> MORöíJlv KAFPINU Af hverju helduróu aö það sé Þér auglýstuð eftir sterkum ekki samhoðið döttur þinni að manni gæddum hörku. giftast honum Snúlla mínum? Það er svo æðisgengin Ég uppgötvaði merkilegan umferðin í kvöld. Ég var að hlut í morgun: Þig.' spá í að við sætum hér í innkeyrslunni ykkar, í stað þess að lenda I umferðar- hnútum. t skðla Arahanna: — Jæja, Alf minn. hvað tók spámaðurinn Múhameð með sér, þegar hann flvði frá Mekka? — Aðeins það allra nauðsyn- legasta, einn úlfalda og sex konur. X Yfirlögregluþjónninn f litlu ensku þorpi var jafnframt dýralæknir. Nótt eina er hringt og frúin fer í símann. — Er Blook heima? spyr óðamála maður. — Já, er það viðvíkjandi dýra- lækningum eða lögreglu- málum? — Hvort tveggja. Við getum ekki opnað kjaftinn á bola- bítnum okkar, en það situr innbrotsþjófur fasturí honum. X — Hvernig líður ykkur í nýju íbúðinni? — Okkur líður ágætlega. Það er þó verst að í næstu ibúð búa ung hjón. sem rífast eins og hundur og köttur. — Það er óskemmtilegt. — Já, af því að þau eru frönsk og ég skil ekki eitt einasta or'ð. X — Heppnin hefur alltaf verið með þér, þegar þú hefur lent í skipbroti. Gamall sjómaður: — Já, það má nú segja. Einu sinni rak mig til dæmis upp á eyðiey ásamt viský-kassa og einum félaga — og hann var bindindismaöur. X Gesturinn: — Þjónn, þjónn, það er skyrtuhnappur í súp- unni. Þjónninn: — Þakka þér kær- lega fyrir. Ég hef verið að leita að þessum hnappi í allan morgun. Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi. 44 — Konan mín er að hugsa um að vera við minningarguösþjón- ustuna. sagði Burden. Parsons sneri f þá haki og var að skola af diskunum. — iWér þykir vænt um að heyra það, sagði hann. — Mér datt í hug að fólk langaði til að koma — þeir sem ekki geta verið við jarðarför- ina á morgun. Svo breytti hann um tón, lagði frá sér hollapörin og sagði — Þið hafið ekki fundið neitt enn. Þið vitið hvað ég á við. .. — Nei, ekki enn. Parsons þurrkaði sér um hendurnar og sagði þrevtulega: — Það skiptir kannski engu máli, sagði hann. — Ekki færir það mér hana aftur. Dagurinn yrði heitur. Fvrsti verulega heiti sumardagurinn. Bílarnir streymdu í löngum röðum I ált til strandar. Gates slóð á horni aðalgötunnar og stjórnaði umferðinni og svitinn draup af honum. Wexford beið eftir Burden á skrifstofu sinni. Allir gluggar voru opnir upp á gátt en engu að sfður var loftið þungt og mettað inni á skrifstofunni. — Loftræstingin verkar betur ef gluggar eru lokaðir sagði Burden. Wexford gekk fram og aftur og var sýnilega djúpt hugsi. — Ég vil heldur hafa þetla svona, sagði hann. — Við bíðum til klukkan ellefu. Svo förum við. Þeir fundu vagninn sem Wex- ford hafði búi/t við að sjá hvar hann stóð i Iftilli hliðargötu vio Kingsbrook Hoad. — Guði sé lof, sagði Wexford hátíðlega. — Hingað til hefur allt gengið að óskum. Parsons hafði lálið þá fá lykiiinn að bakdyrunum og þeir gengu hljóðlega inn f húsið. Burden hafði gert sér f hugarlund að alltaf væri kalt f þessu húsi en á heitum degi á borð við þennan var þar heitt og þungt loft og lykt af matarleifum hvfldi yfir öllu. Allt var hljótt. Wexford gekk fram f forstofuna og Burden á eftir honum. Þeir gengu ofurvar- lega til að ekki marraði undan fótum þeirra í slitnum gólff jölun- um. Jakki Parsons hékk á snaganum f forstofunni og litla horðinu lá óhreinn vasaklútur og nokkur bréf. —Hingað hvflsaði Wexford. Hann hvfslaði ofurlágt. Rvklag var yfir öllu í dagstofu frú Parsons, en allt var á sinum stað. Menn Wexford höfðu gengið vel og snvrtilega um, meira að segja vasinn með plastblómunum var á sínum stað. Þeir komu sér fyrir og létu Iftið fara fyrir sér. Og þá sáu þeir konu koma gangandi. Hún kom frá hægri. Klædd skræpóttum fötum eins og fsfugl, litadrottningin sjálf. Hárið sem var ívið dekkra en blússan féll fram yfir andlit hennar. Hún ýtti óþolinmóð upp hliðinu og sfðan hvarf hún f áttina að bakdyrunum. Helen Missal hafði loksins leitað á heimili skólafélaga sfns. Wexford lagði fingur á vör sér enda þótt það væri fullkominn óþarfi. Og þá heyrðu þeir braka í þrepunum fyrir ofan. Burden þorði varla að draga andann þegar hann sá mann koma niður stigann. Svo var ekki meira í bili. Hann var ekki einu sinni viss um að þau væru búin að sjást. Fjórar manneskjur einar í hit- anum. Burden vonaði hann gæti haldið sér kyrrum. Svo heyrði hann þau ganga inn í borð- stofuna. Maðurinn varð fyrri til að taka til máls. Burden varð að leggja við evrun til að heyra hvað hann sagði. Röddin var lág og hann virtist f uppnámi. — Þú hefðir ekki átt að koma hingað, sagði Douglas Quadrant. — ÉG VARÐ að sjá þig. Hún talaði hátt og full ákefðar — Þú sagðist ætla að hitta mig í gær, en þú komst ekki. Hvernig stðð á þvf ef ég má spyrja, Douglas. — Ég gat ekki sloppið að heiman. Eg ætlaði að fara að leggja af stað en þá skaut Wex- ford upp kollinum. Röddin dó út og þeir heyrðu ekki niðurlag setningarinnar. — Þú hefðir getað komið eftir að hann fór. Ég veít það, af þvf að ég hitti hann. Wexford kinkaði kolli til Burdens og báðir Ijómuðu af ánægju. Loksins var eitthvað farið að gerast... — Ég hélt kannski ég hefði sagt of mikið. Það mátti engu mun... — Þú áttir alls ekki að segja neitt. — Ég gerði það ekki. Ég áttaði mig á sfðustu stundu. /E, ekki meiða mig. Svar hans var niðurbæld stuna, en þeir greindu ekki orðaskil. Helen Missal gerði enga tilraun til að lækka röddina og Burden velti fyrir sér hvers vegna annað þeirra sýndi þvflfka varfærni, en hitt virtist skevtingarlaust með öllu. — Hvers vegna komstu hingað? -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.