Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 42 Bretar á frið- aða svæðinu í gær BREZKU togararnir héldu sig á friðaða svæðinu útaf Langanesi f gær. Voru 42 brezkir togarar þar á veiðum undir vernd 9 skipa en aðeins einn togari hélt sig utan svæðisins. Tvö varðskip voru á svæðinu, Ægir og Baldur, og reyndu þau af fremsta megni að áreita togarana. Reyndi Baldur tvfvegis að klippa en mistókst f bæði skiptin. I fyrra tilfellinu reyndi Baldur aó klippa á togvíra Wyre Conquerer en annar brezkur togari brá skjóTt við og gat varið hann. Síðar reyndi Baldur að klippa á togvfra Boston Attacker en varð frá að hverfa því tvær freigátur og tveir dráttarbátar voru til varnar. Þetta var I gærmorgun. Hins vegar höfðu þessar tilraunir Baldurs það í för með sér að flota- foringinn gaf togurunum skipun um að hífa og gerðu það flestir af þeim 30 togurum sem þarna voru. Skipherra á Baldri er Höskuldur Skarphéðinsson. Landhelgisgæzlan hefur reiknað út hve margir brezkir togarar voru að veiðum hér við land f janúar. Reyndust það vera að meðaltali 40,7 togarar á dag. I sama mánuði í fyrra voru aftur á móti 15,2 togarar að meðaltali á veiðum hér. Núna í febrúar hafa togararnir verið um 45 talsins en í fyrra voru þeir yfirleitt á bilinu 26 til 32 en fæstir voru þeir undir 20 að tölu. Sæluhús Ferðafélagsins á Kjalleið endurbyggð Á AÐALFUNDI Ferðafélags Is- lands, sem haldinn var fyrir skömmu var samþykkt að verja tekjuafgangi sfðasta árs til ym- issa byggingarframkvæmda á ör- Sigurður Jðhannsson Boðuð verkföll á Vestfjörðum SAMKVÆMT upplýsingum Péturs Sigurðssonar hjá Alþýðu- sambandi Vestfjarða hafa verka- lýðsfélög á Vestfjörðum boðað verkföll sem hér segir 17. febrúar hafa boðað verkfall Verkalýðs- félagið Baldur á tsafirði, Verka- lýðsfélag Tálknafjarðar, Verka- lýðsfélagið Skjöldur á Flateyri og Verkalýðsfélagið Brynja á Þing- eyri. Verkalýðsfélag Álftfirðinga, Súðavfk, hefur boðað verkfall 18. febrúar en 19. febrúar hafa Verkalýðsfélag Patreksfjarðar og Verkalýðsfélag Bolungarvfkur boðað verkfall. æfum. Er ætlun félagsins að láta smíða Iftil hús, sem reist verða á leiðinni Þórsmörk— Land- mannalaugar til hagræðis fyrir göngumenn, sem vilja fara þessa leið. Einnig verður hafist handa við byggingarframkvæmd- um á Kjalarsvæðinu og næsta sumar verður lögð áhersla á að endurbyggja sæluhúsið við Hvft- árvatn auk þess, sem unnið verð- ur að nauðsynlegum undirbún- ingi að nýju sæluhúsi á Hvera- völlum. Á fundinum var Sigurður Jóhannsson endurkosinn forseti félagsins en þvf starfi hefur hann gengt frá árinu 1961. Árbók Ferðafélagsin fyrir árið 1976 er í prentun og kemur að öllu forfallalsusu út í apríi n.k. en i henni er fjallað um Fjallabaks- leið syðri og hefur Árni Böðvars- son cand. mag. tekið hana saman. Samkvæmt lögum félagsins voru fjórir menn kjörnir í stjórn fé- lagsins á þessum aðalfundi til þriggja ára. Eins og áður sagði var Sigurður Jóhannsson endur- kjörinn forseti félagsins. Einnig voru þeir Eyþór Einarsson og Lár- Framhald á bls. 18 Hausa sækir sjómann- inn til Norðfjarðar BREZKÁ eftirlitsskipið Hausa er væntanlegt til Norðfjarðar sfð- degis f dag til að sækja brezka sjómanninn sem var fluttur þang- ið f sjúkrahús í gær. Læknirinn á Norðfirði skoðaði sjómanninn og taldi ekki ástæðu fyrir hann til að dvelja lengur á sjúkrahúsinu og var hann þvf útskrifaður. Rýr afli, rysjótt tíð Leitað frétta um gang mála á vertíðinni HELDUR var dauft hljóðið f mönnum f gær er Morgunblað- ið leitaði frétta af gangi mála á vertfðinni f nokkrum helztu fiskiplássanna. Ef veður hafði ekki hamlað veiðum, þá hafði afiinn verið lítiil, en með von um betri tfð og aukna veiði reyndu menn þó að vera hressir f bragði. ÞEIM FINNST EKKI TAKA ÞVI AÐ RÓA DAGLEGA Daníel Haraldsson á Hafnar vigtinni i Grindavik tjáði okkur að aflinn frá áramótum væri orðinn 1065 tonn og skiptist hann á 27 báta, 3 þeirra væru á trolli, 6 á línu og hinir á netum. — Annars bætist I flotann dag frá degi, svo maður fylgist ekki nákvæmlega með tölunni. en hér leggja ekki upp neinir aðkomubátar núna, sagði Daníel. — Gæftir hafa verið lélegar að undanförnu og sömuleiðis fiskiríið. Netabátarnir hafa fengið þetta frá 3—7 tonn í róðri af tveggja nátta fiski, mest ufsa. Þeim hefur ekki fundizt taka því að róa daglega, sagði Daníel. MIKLU VERRA _______ENIFYRRA__________ Sæmundur Kristjánsson á Hellissandi sagði að þar hefðu verið sæmilegar gæftir að und- anförnu, en aflinn mjög lítill síðastliðna viku Þaðan reru nú 12 bátar, 7 væru á netum, 5 á línu. Skarðsvikin væri aflahæst þessara skipa með 156 tonn. — Annars er nokkurn veginn nóg atvinna hérna þó svo vertíðin hafi gengið miklu verr í ár en í Framhald á bls. 18 Svíar athuga enn vatnskaup héðan Frá Pétri Eiríkssyni, fréttaritara Mbl. i Gautaborg: ATHUGUN stendur ennþá yfir á þvf hvort hagkvæmt kann að vera að kaupa hitaveituvatn frá tslandi til orkugjafar f Svfþjóð. Svo virðist þó sem hagkvæmni þess sé minni en f upphafi var vonað þó að enn sé ekki útilokað að af vatnskaupum geti orðið. Owe Wengler sem er talsmaður sænsku aðilanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að athugun á hag- kvæmni notkunar íslenzks hitaveitu- vatns til orkugjaf- ar í Svíþjóð hefði nú staðið f nokkurn tíma. Kvað hann ýmis- legt hafa komið í ljós sem valdið hefði vonbrigð- um. Flutnings- kostnaður. hefði til dæmis reynzt hærri en upphaflega hefði verið reiknað með. Hefðu þeir haft samband við marga útgerðarmenn tankskipa, en hugmyndin er að flytja vatnið með risatankskipum, sem nú liggja í tugum við akkeri víða um heim vegna skorts á verkefnum, en þeim hafi ekki boðizt eins hag- kvæmir samningar og þeir höfðu vonað. í öðru lagi sagði Wengler að erfitt hefði reynzt að finna aðila sem gætu fullnýtt hitann. Verk- hitun fbúðarhúsnæðis krefðist aðeins hluta hitans og því færi of mikið til spillis. „Við höfum haft samband við mörg fyrirtæki hér I Svíþjóð sem hugsanlega gætu fullnýtt þá orku sem hitaveituvatnið gefur, en það er of snemmt að segja hver árangurinn verður,“ sagði Wengler. Aðspurður sagði hann að hér Jafnt hjá Guðmundi Guðmundur Sigurjónsson og Bandarfkjamaðurinn Robert Byrne sömdu um jafntefli eftir 23 leiki f sjöttu umferð skákmóts- ins áCosta del Sol í gærkvöldi. Guðmundur er nú í 3. — 5. sæti með 3 1/2 vinning ásamt Rúmen- anum Gheorghiu og Spánverjan- um Fraguela. Byrne og landi hans Lary Christiansem eru efstir og jafnir með 4 1/2 vinning hvor. væri fyrst og fremst um efnaverk- smiðjur, trjá- og pappírs- iðnaðarfyrirtæki að ræða. Hann sagði að þó að ekki yrði eins hag- kvæmt að nota vatnið til húshit- unar eingöngu gæti það orðið hag- kvæmt f tengslum við iðnað. Wengler sagði að þó að athug- anir hefðu hingað til leitt í ljós minni hagkvæmni af innflutningi hitaveituvatnsfrá Islandien búizt hefði verið við, þá væri hann bjartsýnn á að af innflutningi gæti orðið. Benti hann á að olían hækkaði enn í verði og að samkeppnisaðstaða íslenzka vatnsins færi batnandi. Þess væri því vart lengi að bíða að heitt vatn yrði útflutningsvara frá Islandi. „Hvað okkur snertir," sagði Wengler, „þá höfum við gert svo- kallaðan ,,pool-samning“ við Hita- „ALÞÝÐUSAMBANDIÐ hefur fallizt á, að f tillögum sáttanefnd- ar félist viðræðugrundvöllur við vinnuveitendur, en við höfum hins vegar svarað þvf strax til, að kauphækkunin sé of Iftil, þar sem hún bæti ekki upp kaupmáttar- rýrnunina, sem orðið hefur,“ sagði Snorri Jónsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, þegar Morgunblaðið hitti hann að máli að Hótel Loftleiðum f gær, þar sem Torfi Hjartarson, rfkissáttasemjari, var með samn- ólafur Jónsson, fram- ’ Snorrl Jónsson, fram-( kvæmdastjóri VSl kvæmdastjóri ASt veitu Reykjavíkur sem veitir okkur forgangsrétt á kaupum á vatni frá henni. Þessi samningur rennur út i vor svo að við þyrftum að hafa fundið hagkvæmnis- grundvöll fyrir nýtingu vatnsins fyrir þann tíma. Takist það ekki verðum við að halda athugunum okkar áfram og ef niðurstaðan verður jákvæð tel ég líklegt að við getum gert nýjan samning með haustinu," sagði Wengler. I framhaldi af þessu hafði Morgunblaðið samband við Jóhannes Zoéga hitaveitustjóra. Hann sagði að bréf hefði borizt frá sænska fyrirtækinu s.l. haust þar sem frá því var skýrt að þessir flutningar væru líklega ekki arð- bærir en verið væri að athuga aðra möguleika. Sagði Jóhannes að hann hefði siðan ekkert heyrt frá sænska fyrirtækinu. Enn- fremur sagði Jóhannes að fyrir- spurnir um sölu á heitu vatni hefðu borizt frá ýmsum aðilum en ekkert ákveðið hefði gerst í þeim efnum. inganefndir ASl og vinnuveit- endasambands tslands á fundi. Eins og Morgunblaðið skýrði frá i gær felur tillagan i sér allt að 16,5% kauphækkun til handa lág- launafólki en sem nemur 13.6% á öll laun. Er hækkunin i áföngum, þannig að 4% komi 1. marz, 5% hinn 1. júlí og 4% 1. október. Þá á að auki að koma 1500 kr. kaup- hækkun á laun sem eru lægri en 54 þús. krónur á mánuði en jafn- ast síðan út á bilinu upp að 57 þús. krónur. Morgunblaðið spurði Snorra hvort hann teldi hugmyndir sátta- nefndar ganga nægilega langt að mati Alþýðusambandsins svo að til greina kæmi að verkalýðs- hreyfingin frestaði verkfallsað- gerðum um sinn meðan reynt yrði að ná samkomulagi. Snorri sagði, að forystumönnum Alþýðusam- bandsins fyndist enn of snemmt Framhald á bls. 18 Hugmyndir sáttanefndar: Umræðugrundvöllur en kauphækkunin of lítil — segja forystumenn ASÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.