Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 Alþingi í gær: Hart deilt en allir sammála SVIPMYND FRÁ ALÞINGI. — Meðfylgjandi mynd er af spennuþrungnu augnabliki í þingsölum. Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, svarar Sighvati Björgvinssyni (A), varðandi ,,Klúbbmálið“ og fleira. Lengst til vinstri á myndinni er Guðmundur H. Garðarsson (S), að baki ráðherra Ragnhildur Helgadóttir (S), forseti þingdeildar- innar, og Páll Pétursson (F). Stjórnarfrumvarp: Innflutningsgjald á gas- og brennsluolíur Stjórnarfrumvörp, tengd niður- skurði sjóðakerfis sjávarútvegs, um útflutningsgjöld af sjávaraf- urðum og stofnfjársjóð fiskiskipa, voru til 2. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. I máli talsmanna allra þingflokka, sem og samdóma áliti sjávarútvegsnefndar deiidar- innar, kom fram, að samstaða er um framgang frumvarpanna, enda þótt nokkur blæbrigði væru á samþykki einstakra þingmanna, og frumvörpin gæfu þeim tilefni til að fara í hár saman út af meintri aðild hvers annars að tilurð hinna einstöku sjóða og lög- gjöf þar að lútandi. Bæði þessi frumvörp, sem gert hefur verið grein fyrir hér á þingsíðunni, voru afgreidd til 3ju umræðu. Þá var einnig til 1. umræðu stjórnarfrumvarp um inn- flutningsgjald af gas- og brennsluolíum, tengt hinum tveim fyrrnefndu, og er gerð grein fyrir því á öðrum stað hér á þingsíðunni. SAMMALA þingnefnd. Jón Skaftason (F) mælti fyrir áliti sjávarútvegsnefndar, sem mælti samdóma með samþykkt frumvarpsins um útflutningsgj. af sjávarafurðum þó einn nefndarmanna Sighvatur Björgvinsson, skilaði séráliti. Jón mælti og fyrir einni minniháttar breytingu sem ekki hefur áhrif á aðalefni frumvarpsins og var sam- þykkt í þingdeildinni. UPPHAFIÐ HJA LtJÐVlK. Sighvatur Björgvinsson (-A), mælti og með frumvarpinu, sem byggt væri á samkomulagi hags- munaaðila f sjávarútvegi, þó hann teldi þar gengið of skammt i niðurskurði. Inntak máls hans og greinargerðar fólst að öðru leyti í eftirfarandi orðum: „Um áramótin 1973—1974 var stofnað til Olfusjóðs fiskiskipa af þáverandi sjávarútvegsráðherra, Lúðvfk Jósepssyni. Það var rök- stutt með þvf að hinn nýi togara- floti landsmanna gæti þá ekki staðið undir verðhækkun á brennsluolíu. Hins vegar leit út fyrir, að afkoma fyrst og fremst hjá loðnuveiðibátum yrði það góð, að þessi þáttur veiðanna gæti tekið á sig verulegt álag til mynd- unar sjóðs til þess að greiða niður olíuverð flotans. Þetta álag var byggt á hlutfallslegri greiðslu á brúttóafla og hlaut þvf að koma mjög misjafnlega niður eftir afla- magni og verðmætasköpun hvers úthalds. Þetta er frutnorsök að þeirri feikilegu öfugþróun f sjávarútvegi þar sem hið risa- vaxna millifærslubákn er. Alþýðuflokkurinn, einn flokka á Alþingi, benti á, hve hættuleg stefna þetta væri, og varaði við afleiðingunni." ÞRlR RAÐHERRAR A 16 ARUM Matthfas Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, taldi ekki ágrein- ing um hluta af sjóðum sjávarút- vegs, sem gegndu gagnsömu hlut- verki, s.s. Fiskveiðisjóð, afla- tryggingarsjóð og verðjöfnunar- sjóð, en hins vegar væru skiptar skoðanir um millifærslusjóði, sem þó hefðu allir haft þann tilgang að halda atvinnugreininni gangandi, og nú fyrst væri hægt að afnema eða skerða samhliða endurskoðun á hlutaskiptaregl- um. Þrir stjórnmálaflokkar hefðu átt sjávarútvegsráðherra á sl. 16 árum og bæru óhjákvæmilega samábyrgð á þróun sjóðakerfis- ins. Þar af hefði sjávarútvegsráð- herra Alþýðuflokksins setið lengst og haft um suma sjóðina höfuðforystu. AÐ KUNNASKIL A UNDIRSTÖÐUATRIÐUM MALSINS. Lúðvfk Jósepsson (K) rakti í löngu og ítarlegu máli sögu sjóða- kerfisins frá hans sjónarmiði séð. Tók hann undir það sjónarmið sjávarútvegsráðherra, að hluti sjóðanna gegndi veigamiklu hlut- verki. Millifærslusjóðirnir væru hins vegar bitbeinið, sem að óþörfu Iækkuðu fiskverð og færðu verðmæti frá sjómönnum til útgerðarinnar. Ljóst væri að Sighvatur Björgvinsson þekkti ekki undirstöðuatriði málsins. Alþýðuflokkurinn ætti beint frumkvæði að tveim hinna um- deildu sjóða, tryggingarsjóðnum og stofnfjársjóðnum, en auk þess væri svo olíusjóðurinn, sem lög hefðu verið sett um af núverandi stjórn 1974, og hann hefði þá þegar mælt gegn. EKKERT SAMRAÐ VIÐ ASÍ. Eðvarð Sigurðsson (K) vakti athygli á þvf að ekki hefði verið haft samráð við ASl um skiptingu þess hluta útflutningsgjalds á sjávarafurðir, er kæmi í hlut verkalýðsfélaga. Taldi hann ákvæði í frumvarpinu hér um þurfa íhugunar -og endurskoðun- ar við. SAMRAÐ um reglugerð. Matthfas Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra, sagði að samráð yrði haft við viðkomandi aðila áóur en reglugerð yrði gefin út um umrædda skiptingu. OF MIKILL HRAÐI 1 AFGREIÐSLU. Garðar Sigurðsson (K) taldi málið of hratt keyrt gegn um þingið. Þingmenn ættu þess ekki kost að kynna sér málavexti til hlítar og vissu sumir hverjir harla lítið um inntak þess. Sjóðakerfið hefði smám saman þrengt kjarastöðu sjómanna. Og frum- varpið væri, þrátt fyrir smærri annmarka, spor í rétta átt. AÐ STlGA SKREFIÐ TILFULLS Guðlaugur Gfslason (S) lýsti stuðningi við frumvarpið en taldi að stíga hefði átt skrefið til fulls um niðurfellingu tryggingarsjóðs- ins á sama hátt og olíusjóðsins. Að lokinni umræðu var málinu vísað samhljóða til 3ju umræðu og fyrir tekið stjórnarfrumvarp um Stofnfjársjóð fiskiskipa. Enginn „vill Lilju kveðið hafa“. Sverrir Hermannsson (S) sagði Lúðvík Jósepsson bera af sér spjótalög varðandí tilurð olíu- sjóðsins. Hann hefði máske ekki kveðið Oliusjóðsliljuna en örugg- lega mottóið fyrir henni. Frum- hvatinn væri olíugjaldið á loðnuna, til verðhækkunar olíu til fiskiskipa, sem Lúðvík hefði komið á i sinni ráðherratíð. Sá veldur miklu, sem upphafinu veldur, sagði þingmaðurinn. Hins vegar væri það rétt hjá Lúðvík að sumir sjóðir sjávarút- vegs væru gagnsamir. Einn þeirra Framhaid á bls. 18 Matthías A. Mathiesen, fjár- máiaráðherra, mælti fyrir stjórn- arfrumvarpi um innflutnings- gjald á gas- og brennsluolíur. Sagði ráðherrann þetta frumvarp tengt frumvörpum um niður- skurð sjóðakerfisins. Tilgangur- inn væri að aflétta söluskatti af gasolíu til fiskiskipa, er olíusjóð- ur hætti að greiða hana niður, en jafnhliða að bæta ríkissjóði upp annars augljóst tekjutap. I nú- gildandi fjárlögum væri gert ráð fyrir tekjum rikissjóðs sem svar- aði einum milljarði, sem hugsaðar breytingar kæmu í veg fyrir, en bæta þyrfti upp með þessum hætti. Lúðvfk Jósepsson (K) lýsti sig andvígan frumvarpinu. Að visu væri rétt að fella niður söluskatt af olíu til skipa, eins og gert hefði verið með olíu til húshitunar. En ríkissjóóur yrði að bera tapið. GREINARGERÐ MEÐ FRUMVARPINU: Greinargerð með frumvarpinu er svohljóðandi: „Með frumvarpi þessu er lagt til, að komið verði á sérstöku inn- flutningsgjaldi, er innheimt sé af gasolíu og svartolíu. Gjald þetta skal nema kr. 1,33 pr. kg og skal innheimt með aðflutningsgjöld- um og lúta sömu reglum og þau. Með gjaldtöku þessari er gert mögulegt að aflétta söluskatti af gasolíu til islenzkra fiskiskipa án tekjutaps fyrir ríkissjóð. Hið sérstaka innflutningsgjald, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, á að skila ríkissjóði sömu tekjum og falla niður við afnám söluskatts til fiskiskipa, þ.e. 580 milljónir króna á ársgrundvelli. Skv. gild- andi lögum og verðlagsákvörðun- um skal greiða söluskatt af gas- oliu til fiskiskipa. Verð á gas- olíu til fiskiskipa hefur fram að þessu verið greitt niður af olíusjóði og hefur verðið til íslenskra fiskiskipa numið kr. 5,80 á hvern lítra. Fullt verð ásamt söluskatti nemur nú kr. 29,00 á hvern lítra. Með afnámi söluskattsins og upptöku inn- flutningsgjaldsins mun verðið hins vegar lækka í kr. 25,30 pr. lítra til fiskiskipa. Verð á gasolíu til húshitunar mun verða það sama og hækkar því um kr. 1,10 pr. lítra. Ef haldið hefði verið óbreyttri þeirri skipan, sem gilti til 1. jan. s.l., væri verð á gasolíu til húsahitunar nú kr. 25,75 pr. lítra en verður skv. frumvarpi þessu, ef að lögum verður kr. 25,30 pr. lítra. Verð á svartolíu mun einnig hækka sem innflutn- ingsgjaldinu nemur, en svartolía hefur verið söluskattsfrjáls til þessa. Telja verður eðlilegt, að sömu reglur gildi um skattlagn- ingu á svartolíu til fiskiskipa og gasolíu til fiskiskipa. Með frum- varpinu er í reynd lagt til, að söluskatti þeim, er íslensk fiski- skip eiga skv. gildandi lögum að greiða af gasolíunotkun sinni, verði jafnað niður á alla notendur gasoliu og svartoliu. Hér er ekki um eiginlegt nýmæli að ræða. Frá 30. júlí 1971 til ársloka 1975 var framkvæmd jöfnun á verði gas- olíu milli notenda ekki ósvipað því sem lagt er til í frumvarpinu. Verðlagsnefnd ákvað þann 30. júlí 1971 að innflutningsjöfnunar- reikningur skyldi bera upphæð samsvæandi- söluskatti á gasolíu til fiskiskipa. Af þessu leiddi, að í raun var lagt gjald á alla gasolíu, einnig hina söluskattsfrjálsu gas- olíu til húsahitunar, og nam það kr. 1,58 á hvern litra við síðustu áramót. Frá áramótum hefur hins vegar rikt miilibilsástand í verðlagning- armálum á gasolíu. Verðlags- nefnd felldi fyrri ákvörðun úr gildi hinn 15. desember 1975, en ákvað um leið, að olíuverði skyldi haldið óbreyttu vegna óhagstæðr- ar stöðu verójöfnunarreiknings gasoliu. Með frumvarpi þessu er lagt til, að lögfest sé í breyttu formi sú meginregla, sem gilti um söluskattsmeðferð á gasolíu til fiskiskipa frá 30. júlí 1971 til árs- loka 1975, þó þannig að skipan sú, sem lagt er til að upp verði tekin með frumvarpi þessu, leiði til heldur lægra verðs á gasolíu til fiskiskipa og húsahitunar en orð- ið hefði ef áfram hefði verið hald- ið á fyrri braut. Þannig mun verð til fiskiskipa nema óniðurgreitt kr. 25,30 pr. lítra skv. frumvarpi þessu, en hefði numið kr. 25,75 pr. lítra ef ákvörðun verðlags- nefndar frá 30. júlí 1971 stæði enn.“ MMnci Frumvarp að ljós- mæðralögum Halldór Asgrfmsson og Helgi F. Seljan flytja frum- varp til laga um breytingu á ljósmæðralögum. Sam- kvæmt frumvarpinu á að ákveða launakjör Ijósmæðra með kjarasamningum eða kjaradómi á sama hátt og laun opinberra starfsmanna. Laun skulu greidd mánaðar- lega, úr bæjarsjóðum, sýslu- sjóðum og rfkissjóði. Laun skipaðra ljósmæðra í um- dæmum utan kaupstaða skulu greidd að einum þriðja úr sýslusjóði en tveimur þriðju úr rfkissjóði. Bæjarsjóðir greiði Ijós- mæðrum í kaupstöðum. Rfk- issjóður leggur til áhöld f ljósmæðraumdæmin. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða skal hver sýslu- nefnd endurskoða skiptingu sýslunnar í Ijósmæðraum- dæmi á árinu 1976. Að end- urskoðun iokinni skal sýslu- nefnd leita samþykkis ráð- herra á tillögum sfnum um skiptingu í Ijósmæðraum- dæmi. Frumvarp sama efnis var áður flutt á þingi 1971 — 72 en náði þá ekki fram að ganga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.