Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976
17
TRYGVE Bratteli hefur látiS af embætti forsætisráðherra. Að tveimur
árum liðnum getur hann ef hann vill staðið alveg fyrir utan það kerfi, sem
hann hefur verið með í að byggja upp á undanförnum 40 árum. Þá getur
hann í fyrsta sinn um langan aldur ákveðið sjálfur hvernig hann ver
deginum. — með þeim annmörkum þó, sem aldurinn setur honum. Það
er ótrúlegt að honum finnist þetta vera nokkur frelsun eða léttir. Ég hef
þá trú að Trygve Bratteli hafi likað það mjög vel að vera forsætisráð-
herra, eða réttara sagt öll vinnan, sem fylgdi því embætti. í 25 ár bjó hann
sig undir þessa stöðu. Hann barðist ekki til að ná þessu embætti. Sumir
hafa sagt að hann hafi með þögninni náð þessu takmarki sinu. Sjálfsagt
eru það ýkjur og þó ekki að öllu leyti. En Trygve Bratteli varð fyrst og
fremst forsætisráðherra Noregs vegna eigin starfsorku og vilja verkalýðs-
hreyfingarinnar . . .
Þannig byrjar norski blaðamaðurinn Arve Solstad grein um Trygve
Bratteli fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Trygve Bratteli lét af
embætti um miðjan janúar og við starfi hans tók Oddvar Nordli. Á siðasta
landsþingi Verkamannaflokksins hætti Bratteli sem formaður flokksins og
við þvi embætti hans tók þá Reiulf Steen. Bratteli varð svo á dögunum
formaður þingflokks Verkamannaflokksins og fannst mörgum sem það
embætti hefði hann fengið sem nokkurs konar uppbót, þvi Trygve
Bratteli hafði sagt, að þó hann hætti sem forsætisráðherra og formaður
flokksins þá kærði hann sig ekki um að hætta með öllu afskiptum af
stjórnmálum á „toppplani". Hér að neðan fer lausleg þýðing á grein Arve
Solstads, sem birtist i norska Dagblaðinu um það leyti sem Trygve
Bratteli lét af embætti forsætisráðherra. Væntanlega gefur grein þessi
nokkra mynd af ferli hans.
Trugve Bratteli
stríð,
kosningar, ákveðin verkefm
TRYGVÉ Bratteli hefur aldrei eftir þvl sem
okkur er kunnugt sótzt opinberlega eftir nokk-
urri stöðu I venjulegri merkingu þeirra orða Lif
hans hefur mótazt af kosningum, ákveðnum
verkefnum sem honum hafa verið falin — og
striði Hann er dæmigerður fyrir þá sem hafa
mest afskipti af málefnum samfélagsins —
blaðamaður, ábyrgðarmaður innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, ráðherra, forsætisráðherra.
Þar að auki pólitlskur fangi.
Hann sagði já við öllum þeim verkefnum
sem hann var beðinn að leysa af hendi að einu
undanskildu. Hann neitaði að að taka að sér
ritstjórastöðuna við „Arbeiderbladet". Þegar
forystumenn flokksins reyndu allt hvað þeir
gátu í rúma viku árið 1 963 að þvinga Bratteli
til að taka að sér þessa stöðu fannst honum
nóg komið. Maðurinn sem svo sjaldan hefur
látið tilfinningar slnar i Ijós við fréttamenn
sagði: — Siðasta vika hefur verið erfið, sann-
kallað kvalræði . þetta rótar öllu til i lifi
mínu og skoðunum, sagði Bratteli
Bratteli hefur verið spar á stóru orðin og
varla hefur hann nokkurn tlmann tekið sterkar
til orða I viðræðum við fréttamenn. Þegar ég
átti viðtal við forsætisráðherrann fyrir tveimur
árum var hann fyrir löngu orðinn samur og
sagði aðeins um þessa viku, að þetta hefði
verið óþægilegur þrýstingur
Hvað nú verður um Bratteli er ekki gott að
segja, en heldur finnst mér ótrúlegt að hann
muni verða atkvæðamikill I stjórnmálum á
komandi árum Þegar Verkamannaflokkurinn
lenti ! stjórnarandstöðu árið 1963 sagði
Bratteli, að flokkurinn hefði svo lengi borið
ábyrgð á föðurlandinu að það yrði erfitt að
venjast þvl að flokkurinn hefði ekki forystuhlut-
verki að gegna Þessi orð má umskrifa og setja
nafn Trygve Brattelis I stað Verkamannaflokks-
ins.
Einangrun og erfið kjör
Þegar Trygve Bratteii tekur nú pokann sinn
og gengur I land kveðjum við þann slðasta af
þeim mikilhæfu stjórnmálamönnum, sem tóku
út þroska sinn og mótuðust af fátækt og eymd
millistrlðsáranna. Skoðanir hans og llfsviðhorf
mótuðust miklu frekar af þessu en strlðsár-
unum, þó svo að honum væri nánast fyrir
kraftaverk bjargað úr fangabúðum, sem
kenndar voru við nótt og nifl (Nacht und
Nebel) Minningarnar um það tlmabil eru ef til
vill að eillfu geymdar I 90 blaðslðna minnis-
bók, sem jafnvel hann sjálfur á erfitt með að
skilja lengur. Til hennar grlpur hann ekki I
samkvæmum eða I hátlðaræðum
Aftur á móti höfum við margoft lifað með
honum einangrun og erfið kjör unglingsár-
anna Það sem öðrum af hans kynslóð reynist
svo létt að gleyma man h'ann og er fús að
minna á. Þegar aðrir mála fortlðina litum
fegurðar man hann hinn ömurlega raunveru-
leika.
Fátækt, einangrun og útrýmingarbúðir mót-
uðu meira en nokkuð annað forsætisráðherr-
ann okkar. Sjálfur hefur hann sagt þessa hluti
á einfaldan hátt. — Ég hvorki syrgi né hugsa
um hluti sem ég get engu breytt um. Skoðanir
hans draga að mörgu leyti dám af forlagatrú
Við höfum kynnzt næstum þvi ofurmannlegri
rósemi hans á kosninganóttum, sem er gott
dæmi um allt hans llf. Þegar ósigurinn var
hvað stærstur I kosningunum 1965, harmaði
hann ekki úrslitin svo séð yrði, heldur skipu-
lagði strax hvenær kalla skyldi þingflokkinn
saman og halda fund með landsstjórninni.
Einu verður að bæta við hér. Við, sem
höfum kynnzt honum náið, þekkjum hann
einnig sem manninn, sem viðurkennir, að
nauðsynlegt sé að gleðjast gleðinnar vegna.
Það er ekki rétt sem margir Norðmenn állta, að
hann sé rykfallið, leiðinlegt, pólitlskt vélmenni.
Nauðsynleg fjarlægð
Við blaðamenn höfum að sjálfsögðu aldrei
kynnzt honum sem stjórnmálamanninum, sem
klappar I sifellu á öxl blaðamannsins Frétta-
menn hafa þvert á móti oft kvartað undan þv!
hve lokaður hann er, seinn og þögull. En ætt-
um við ekki að gleðjast yfir þvi að við I okkar
litla, lokaða, pólitiska samfélagi höfum þó
fengið að vinna með einum stjórnmálamanni
sem hefur verið fær um að halda sér I nauð-
synlegri fjarlægð. Fréttirnar hafa hvort sem er
borizt fyrr frá þingmönnum hans og rlkisstjórn
en verið hefur með fyrri rlkisstjórnir — jafnvel
þó svo að það hafi ekki verið með hans vilja.
Samstarf forsætisráðherra og fjölmiðla hefur
einkennzt af gagnkvæmri virðingu.
Ómannblendi hefur hins vegar valdið sam-
starfsmönnum hans og flokknum erfiðleikum
við að ná til kjósenda. Tengdafaðir hans hefur
lýst þessu manna bezt: — Trygve Bratteli
þegir þegar slzt skyldi.
Óvæginn og harðorður
Það er á árunum milli fyrstu afskipta hans af
stjórnmálum og fangabúðavistarinnar, sem við
kynnumst fyrst hinum slynga stjórnmálamanni
Trygve Bratteli. Þroskuðum, ungum manni,
sem átti til að bera hugsjónir og eldmóð
æskuáranna. í bréfum þeim sem Trygve
Bratteli skrifaði vinum sínum 2 fyrstu strlðsár-
in, þegar meira að segja verkalýðshreyfingin
var ekki stöðug I trúnni, er hann óvenju
harðorður I gagnrýni á þá flokksfélaga. sem
gefizt höfðu upp. Þegar aðrir þjóðfélagshópar
höfðu haft kjark til að standa saman og taka
afstöðu mátti verkalýðshreyfingin ekki bregð-
ast Hann var óvæginn I garð þeirra, sem ekki
höfðu hag heildarinnar að leiðarljósi. Á sama
tíma og margir voru að missa móðinn var hann
alltaf trúaður og bjartsýnn. "Ég" kom ekki
fyrir I bréfum Trygve Brattelis á þessum árum
og litt var það áberandi I þau næstum 20 ár,
sem hann þjónaði Einari Gerhardsen og
flokknum af hollustu, dugnaði og þolinmæði
—— en I augljósri fjarlægð Þessir tveir menn
urðu aldrei nánir vinir.
Árin 1945—1965 voru mjög dýrmætur
tími fyrir Bratteli, sem þá gegndi starfi ráðherra
og varaformanns flokksins Hann vann myrkr-
anna á milli, kynnti sér vel öll mál og átti
miklar viðræður við hina óllkustu sérfræðinga,
sem hann átti mun auðveldara með að tala við
en fólkið, atkvæðin. í endurminningum Einars
Gerhardsens verður hann ónafngreindur sam-
starfsmaður. Jafnvel I bók Hákons Lie er hann
i aukahlutverki. Það hentar ekki höfundinum
að gera mikið úr Bratteli
Þrátt fyrir að Bratteli hafi alltaf staðið I miðju
Verkamannaflokksins, eða jafnvel hægra
megin við miðju, hverfur hann þegar rætt er
um hin eihstöku brot innan norska Verka-
mannaflokksins. Sjálfur hef ég aldrei heyrt
talað um Trygve Bratteli sem „okkar mann" I
einstökum hópum innan flokksins. Það gat
enginn notað sér hann sem öruggan fylgis-
mann, hann notaði aldrei aðra. Hann hefur
verið kallaður „vlsindalegur demókrati".
Tapaði en kom svo aftur
Sá styrkur, rósemi og þolinmæði, sem hann
sýhdi eftir ósigurinn I kosningunum 1965,
safnaði flokknum, sem var I sárum, að nýju
saman til nýrra dáða Hins vegar veikti það
flokkinn hve stjórn hans var lokuð Starfsmenn
flokksins og kjósendur ætlast til annars og
meira af leiðtoga sinum, en að hann sé traust-
ur Hans mesti veikleiki var þó að hann skorti
hæfileika til að endurnýja hugmyndafræði
flokksins og tryggja flokknum þar með endur-
nýjun nýrra krafta frá nýjum hópum innan
samfélagsins Hann stóð sig ekki vel I barátt-
unni um aðild Noregs að Efnahagsbandalaginu
og virtist ekki gera sér grein fyrir þeim hrær-
ingum, sem tvær af stærstu æskulýðshreyf-
ingum Noregs komu af stað.
Forsætisráðherratlð hans má skipta I tvö
aðskilin timabil; EBE-baráttuna og það sem
kalla mætti tímabil eftirþankanna. Hann tapaði
EBE-strlðinu og ég hef ekki trú á að ég hafi
rangtJyrir mér þegar ég segi, að hann hafi litið
svo á að sú barátta væri töpuð þegar er hann
tók við af Per Borten I marz 1971. En hann
kom aftur eftir sviptingarnar og myndaði aðra
rikisstjórn sina Honum hefur oft gengið illa I
Framhald á bls. 23
Um þetta mál hefég ekkert að segja
TRYGVE Bratteli hefur nokkrum sinnum komið hingað til
lands í embættiserindum og hafa þá fslenzkir fréttamenn
leitaS frétta hjá honum sem forsætisráðherra Noregs og
formanni Verkamannaflokksins. Heldur hefur fréttaöflunin
gengið erfiðlega þvt Trygve Bratteli hefur ekki á ferli
sfnum verið mikið fyrir að ræða við ókunna blaðamenn.
Er Bratteli kom slðast hingað til lands til að sitja fund
Norðurlandaráðs hér I Reykjavlk téku blaðamenn á móti
honum við komuna til Keflavlkur. Ein ágæt blaðakona
gekk með Bratteli I átt til flugstöðvarinnar og á leiðinni
spurði hún hann hvað hann vildi segja I upphafi þessa
Norðurlandaráðsfundar. Trygve Bratteli nam staðar,
horfði á blaðakonuna, lagði frá sér skjalatöskuna, sem
hann hafði með sér, eftir að hafa tekið úr henni blað, og að
sjálfsögðu hefur blaðamaðurinn haldið að nú ætlaði
Trygve Bratteli að segja honum merk tlðindi. En þar sem
þau stóðu þarna á flugvellinum I norðan hraglanda og
Bratteli átti I hinum mestu erfiðleikum með að halda
hattinum á höfði sér, las hann upp af blaðinu.
— Um þetta mál hef ég ekkert að segja.