Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 23 — Afmæli Framhald af bls. 19 þessi eða hinn bóndinn ætlaði að fara í Sandgerði eða Keflavík og á hvaða tíma. Svo bætti hún gjarnan við: „Passið þið það að vera tilbúnar, þegar hann kemur, það má ekki tefja hann. Hann kemur heim á hlað, svo að þið þurfið ekki að bíða úti á vegi.“ Þannig er Guðrún. Guð blessi hana fyrir alla hennar góðvild, hjálpsemi, ráðsnilld og hjarta- hlýju. Hún var um og yfir áttrætt, þegar ég var í nágrenni við hana, þó var hún iétt á fæti, athyglis- gáfan svo vel vakandi, eins og hún hefði auga á hverjum fingri, að ég sagði stundum við hana í gamni og alvöru: Þú gætir ennþá stjórnað stórheimili. Þá brosti Guðrún og sagði: „Æi nei, ég held að mig myndi ekki langa til þess fyrst Magnús minn er farinn, en á meðan ég var og hét, þurfti ég oft að hafa augun hjá mér, bæði úti og inni, svo oft var húsbóndinn að heiman, en bærinn fullur f börnum og ungl- ingum, bæði sem við áttum og aðrir, og einu sinni var barnaskól- inn hér við túnfótinn." Magnús og Guðrún eignuðust sjö börn og eru þau öll á lífi, fjögur búandi í Reykjavík eitt í 'Kópavogi, eitt í Sandgerði og Hákon i Nýlendu. Öll mjög traust og myndarleg og alveg sérstak- lega miklar mannkosta mann- eskjúr, sem ekki hafa látið vel- megunar árin trufla sig eða gleyma neinu. Övenju sterkur segull dregur þessi systkini til móður sinnar og föðurtúns. Varla líður svo helgi, að ekki komi eitt eða fleiri að Nýlendu. Skemmti- legast er að barnabörnin virðast vera steypt í sama mót. Smá atvik, sem ég varð vitni að, fyrir svo sem hálfu öðru ári, þegar ég var í heimsókn á Ný- lendu, finnst mér vera táknrænt fyrir gestrisnina þar. Svala var búin að leggja á borð, fólkið var að tfnast inn til að borða. Lítil falleg telpa með ljósa hrokkna lokka kom líka, hún fleygði af sér rauðu nylonúlp- unni, gekk rakleiðis að vissum stól, klifraði uppí sætið, setti hendurnar undir borð og beið eftir matnum eins og hún væri heima hjá sér. Ég vissi að hún átti heima i nágrenninu, þar sem ég hafði áður verið. Enginn sagði neitt, svo sjálfsagt var þetta, en mig setti hljóða. Var ekki eitthvað, eitthvað þessu líkt, sem hafði gerst einhversstaðar, einhvern tíma áður? Góða Guðrún min. Ég óska þér af alhug til hamingju með af- mælisdaginn og alla daga. Gamla nágrannakonan þín. G.B. Trygve Bratteli Framh ald af bls. 17. kosningum, en hann hefur „lifað af" hluti, sem I rauninni eru enn merkilegri en örlög Einars Gerhardsens. TILBOÐ DAGSINS Stigahlið 45-47 simi 35645 Kindahakk Venjulegt verð kr. 720 kg. Tilboðsverð kr. 490 kg. íhaldsblöðin hylla hann i dag sem lýðræðissinnaðan forsætisráðherra, en spyrja svo á morgun hvort jafnaðar- stefna hans sé ekki ógnun við lýðræð- ið. Hræsni? Varla. Skilningsleysi á manninum og vanþekking á stjórn- málum? Að vissu leyti. Áttaleysi? Lika það. Flestir eru meira og minna ruglað- ir þegar „fjölskyldan Noregur" skiptir um landsföður Það mun líða langur tími þar til við höfum endanlega kvatt flokksformann- inn og forsætisráðherrann Trygve Bratteli. Þessi slungni og skynsami maður er ef til vill sá flóknasti, sem setið hefur i stóli forsætisráðherra hér i landi á þessari öld. ». — Hærra raforkuverð Framhald af bls. 10 fyrirtækisins verður er mjög mikils virði um leið og ákvæði um myndun skattinneignar er fellt burtu. Greiðslur frá álfélaginu verða með nýja fyrirkomulaginu öruggari, þar sem bæði orkuverð og skattar fylgja álverðinu og út- reikningar allir verða einfaldari en áður. Með væntanlegri stækk- un eru auk þess tryggðar saman- lagt meiri tekjur. Fer ekki á milli mála, að fengist hefur umtalsverð breyting til batnaðar á eldri samningi í samræmi við breyttar forsendur á þeim 10 árum, sem liðin eru frá því að samningurinn var upphaflega gerður. 1 skýring- um með frumvarpinu eru sett fram tvö dæmi A og B. Ætla má, að dæmi A gæti verið raunhæft, sem gerir ráð fyrir svipaðri verð- þróun á áli og undanfarna tvo áratugi, en dæmi B gerir ráð fyrir örari verðhækkunum á áli eða um 5% á ári að meðaltali i dollurum. Einnig gerir dæmi B ráð fyrir mun meiri hagnaði. Dæmi B verður að teljast óraunhæft, enda sett fram af islensku samninga- nefndinni i viðræðum við Alu- sviss til stuðnings málstaðs Is- lands. Samkvæmt dæmi A kemur skýrt fram, að tekjur Islendinga aukast verulega við fyrirhugaðar breytingar á samningnum. 1 dæminu eru áætlaðar greiðslur verksmiðjunnar á sköttum og orku í 5 ár, 10 ár og 19 ár eða til loka samningstimans. Þykir rétt að nefna hér þær tölur, sem i nefndu dæmi eru: Hæstvirtur forseti. Ég tel ekki ástæðu til að draga fleira fram til stuðnings við það frumvarp, sem hér er til umræðu. Ætla má, að flestir hafi gert sér fulla grein fyrir því, að með því að sam- þykkja frumvarpið verði tekjur íslendinga af álverksmiðjunni verulega auknar og samningurinn í heild gerður auðveldari í fram- kvæmd. Ég vænti þess, að frum- varpið fái fljóta afgreiðslu i háttv. þingdeild og verði samþykkt óbreytt eins og meiri hl. iðnaðar- nefndar leggur til. greiðslur fyrir Skatt- Skattinn- Sam- • raforku greiðslur eign (-) 1 tals lok tlmabils 1.-5. ár: 1 $ Niágildandi reglur 14.1 10.6 - 12.0 12.7 Nýjar reglur án stækkunar .... 23.1 7.5 - 5.8 24.8 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 24.8 8.0 - 5.8 27.0 1.-10. ár: Núgildandi reglur 28.1 18.1 - 15.8 30.4 Nýjar reglur án stækkunar .... 50.0 15.0 - 7.6 57.4 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 55.6 16.6 - 7.6 64.6 1.-19. ár : Nögildandi reglur 53.4 37.1 - 17.9 62.6 Nýjar reglur án stækkunar .... 103.4 28.5 - 12.4 119.5 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 116.7 32.0 - 12.4 136.3 Ostakynning Ostakynning í dag og á morgun frá kl. 14—18. Hanna Guttormsdóttir, húsmæðrakennari kynnir ostasalöt og ostadýfur, o.fl. Ókeyðis nýjar uppskriftir. Osta- og smjörsalan s.f. Snorrabraut 54, Reykjavík Bragðmikill 45% Gouda ostur Ódýr 30% Bræddurostur Nýjar og fallegar vörur. Aðeins kr. 18.900 hvert sæti og kr. 19.500 glerborðin Á. , . t Nýjar sendingar daglega Mjög falleg áklæði Framleiðandi: STÁLIÐJAN HF BIKINI — SUNDBOLIR — STRANDJAKKAR 10—20% afsláttur af 1975gerðum Kerið Laugavegi 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.