Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 Húsbruni við Rauðavatn I GÆRKVÖLDI var slökkviliðið kallað að húsinu Hvammi við Rauðavatn, en eldur var þá laus í húsinu. Enginn var heima I hús- inu þegar eldsins varð vart, en húsið er talsvert skemmt af eldi. Ekki aðeins neyðarþjónusta ÞAÐ skal tekið fram, að f frétt, sem birtist í Mbl. i gær, þar sem skýrt var frá neyðarþjónustu i Skagafirði, að ekki er einungis um neyðarþjónustu að ræða, heldur almenna símaþjónustu, sem starfrækt er allan sólarhring- inn. — Luns með punkta Framhald af bls. I samnings sem hugsanlega verði gerður — hve langur hann skuli vera. Nú er talið að Bretar vilji samning sem gildi mest allan þann tíma sem hafréttarráðstefn- an situr. Hún hefst í marz og stendur í nokkra mánuði, en upp- haflega vildu Bretar tveggja ára samning. VILJA VIÐRÆÐUR I viðræðum sínum tók dr. Luns augsýnilega skýrt fram að hann væri ekki kominn til London til þess að semja heldur hefði Atl- antshafsráðið beðið hann að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að stuðla að lausn deilunnar. Embættismenn í Lond- on sögðu eftir viðræðurnar að hvort áfram miðaði i samkomu- lagsátt væri komið undir því svari sem bærist frá Islendingum. Jafn- framt var sagt að brezka stjórnin vonaði að dr. Luns tækist að koma því til leíðar að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Dr. Luns fór fyrst í utanríkis- ráðuneytið þar sem hann ræddi i rúma klukkustund við James Callaghan utanríkisráðherra, Roy Hattersley aðstoðarutanríkisráð- herra og Fred Peart landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Síðan ræddi hann við Wilson í Downing- stræti í rúman hálftíma. Callag- han og Peart tóku einnig þátt i viðræðunum í Downing-stræti. KEFLAVlKURSTÖÐIN Luns var skýrt frá hinum mis- heppnuðu viðræðum forsætisráð- herranna Wilsons og Geirs Hall- grímssonar í London fyrir þrem- ur vikum og öðrum viðræðum rík- isstjórna Bretlands og Islands. I tilkynningunni um viðræðurnar sagði að Luns hefði einnig verið sagt frá einhliða veiðitakmörkun- um sem brezka stjórnin og togara- útgerðin hefðu ákveðið eftir að Islendingar hefðu gefið til kynna að samkomulag væri óhugsandi. I yfirlýsingunni sagði að Wilson hefði fullvissað dr. Luns um að hann teldi þær hlíðar deilunnar sem vörðuðu NATO miklu skipta og var þar greinilega átt við Keflavíkurstöðina. Ennfremur sagði að brezka stjórnin væri reiðubúin til að ná samkomulagi og að Bretar væru dr. Luns þakk- látir fyrir tilraunir hans til að stuðla að lausn málsins. Samkvæmt fréttum brezka út- varpsins í gær eru Bretar svart- sýnir á framvindu deilunnar og telja öll tormerki á því að sam- komulag náist. Sagt var að við- ræður Luns hefðu snúizt um af- leiðingar deilunnar fyrir varnir NATO. HITAMÁL Við komuri. ti! London sagði Luns um horfur á iausn að ,,mögu- leikar væru fyrir hendi en þetta væri mikií i.unál — einkum á Islandi — oí; það hefði sitt að segja.“ Hann kvaðst lfta á sig sem milli- göngumann í deilunni, að hann væri „mjög áhyggjufullur" út af þorskastrfðinu en vongóður um skjóta lausn. Um viðræður sinar í Washing- ton við Ford forseta, Henry Kiss- inger utanríkisráðherra og aðra bandaríska ráðamenn um deiluna sagði Luns að Bandaríkjamenn hefðu mjög mikinn áhuga á mál- inu en væru tregir til að gegna virku hlutverki í því, einkum vegna mikilvægis Keflavikur- stöðvarinnar. „NATO hefur beðið mig að gera það sem i minu valdi stendur. Við verðum að vona það bezta,“ sagði hann. Áður en Luns kom til London tók talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins fram að Bretar yrðu að fá fullvissu um að togarar þeirra yrðu látnir óáreittir áður en þeir féllust á að kalla freigátur sínar út fyrir 200 milna mörkin. BRETAR EFINS Hann sagði að brezka stjórnin væri enn efins um hvort islenzka stjórnin gæti komizt að nokkru samkomulagi. Hann skýrði ekki nánar þessa „varkáru og svart- sýnu yfirlýsingu", sem Reuter kallaði svo. Sagt var að brezkir ráðherrar mundu skýra Luns frá ráðstöfun- um sem brezk togaraútgerð hefði gert til að draga úr afla sínum á Islandsmiðum. Sagt var að þegar Luns væri kominn til Brússel á morgun mundi hann ákveða hvort hann færi til Reykjavikur til við- ræðna við íslenzka ráðherra. Fréttamaður The Guardians sem fylgdist með viðræðum Luns í Washington sagði í frétt að bandariska stjórnin viðurkenndi ekki opinberar hugmyndir Islend- inga um 200 milna fiskveiðilög- sögu þótt hún hyti töluverðs stuðnings i þinginu sem sæist á þvi að öldungadeildin hefði sam- þykkt með 77 atkvæðum gegn 19 frumvarp um útfærslu banda- rísku fiskveiðilögsögunnar í 200 milur. BLAÐGAGNRÝNT I lesendabréfi i Daily Mail í gær frá Ronald Beale er mótmælt rit- stjórnargrein blaðsins þar sem sagði að hætta yrði undanlátssemi við íslenzk varðskip. Hann sagði að blaðið hvetti til þess að Bretar beittu yfirburðum sfnum til að veiða eins mikið og þeir vildu af fiski sem væri eina lífsviðurværi Islendinga, án tillits til þeirra af- leiðinga sem það hefði fyrir þessa litlu þjóð. Sjálfir gætu Bretar hjálpað sjómönnum sínum sem væru atvinnulausir en Islending- ar ættu ekki slíkra kosta völ. „Eg skammast mín ef þjóð min aðhyll- ist það sjónarmið að sá sterkari hafi rétt fyrir sér,“ sagði hann. — Sjómanna deilan Framhald af bls. 32 prósentuna. Hin leiðin kæmi ekki til greina, þar eð innan Sjómanna- sambandsins væri þvi algjörlega hafnað að sjómenn tækju þátt í útgerðarkostnaði. Kristján Ragnarsson, formaður LÍU, sagði hins vegar að fulltrúar samninganefndar útvegsmanna hefðu að vísu fengið kröfugerð sjómanna í því formi, að prósent- unni yrði breytt en þá í engu samræmi við það sem búið var að ná samkomulagi um í sjóðanefnd- inni. „Við teljum þessa tillögu sjómanna er þeir lögðu fram í dag ekki umræðugrundvöll," sagði Kristján. — Scranton Framhald af bls. 1 Nessen, vildi aðeins segja að „nokkrir kæmu til greina“, og að búast mætti við tilkynningu fljótlega. Scranton var þingmaður i fulltrúadcildinni ásamt Ford á árunum eftir 1960 og þegar hann var orðinn rikisstjóri f Pennsylvanfu unnu hófsamir repúblikanar að þvf að hann yrði tilnefndur forsetaefni en hann beið lægri hlut fyrir Barry Goldwater sem var valinn frambjóðandi flokksins f forsetakosningunum 1964. Scranton hikaði við að berjast við Goldwater um tilnefninguna þegar tilraun Nelson Rockefellers til að hljóta tilnefninguna hafði farið út um þúfur og stjórn- málasérfræðingar kenndu þessu hiki hans um ósigur hans fyrir Goldwater. — 4 berklatilfelli Framhald af bls. 32 Magnús líklegt að gera þyrfti prófanir á Sauðárkróki, því manneskja þaðan hefði ekki dvalið þar að undanförnu. „Þetta er atriði sem við verðum alltaf að reikna með“ sagði Magn- ús í spjalli við Morgunblaðið, „og ástandið í þessum málum hjá okk- ur er sízt verra en hjá þeim þjóð- um sem jafnvel hafa sprautað börn strax á fyrstu dögum eftir fæðingu. Og reyndar eru sumar þjóðir sem það hafa gert að hugsa um að hætta því, m.a. vegna þess að oft fylgja aðrir sjúkdómar í kjölfarið á sprautunum" Árið 1974 komu upp nokkur berklatilfelli á Norðurlandi, en það hafðist fyrir þau, s.l. ár komu upp 6 tilfelli og einn af þeim varð að fara á sjúkrahús, en hinir sem voru í skóla gátu haldið áfram námi.“ — Stöðvar vinnu Framhald af bls. 32 Grindavik, Sandgerði, Keflavík og Hafnarfirði. I verstöðvum á Vestfjörðum hefur verkfall ekki verið boðað og ekki heldur á Norðurlandi, þegar Eyjafjörður er undanskilinn. Þá hafa verkföll hjá sjómönnum á sunnanverðum Austfjörðum ekki verið boðuð enn sem komið er. Kristján kvað rétt að taka fram, að verkföllin sem nú væru boðuð næðu aðeins til félaga innan Sjó- mannasambands Islands og þann- ig ekki til yfirmanna á skipunum sem væru innan Farmanna- og fiskimannasambandsins, en það hefur ekki boðað til verkfalls enn sem komið er. Kristján kvaðst áætla, að á skip- unum, sem stöðvuðust vegna sjó- mannaverkfallsins, væru alls um 3000 menn, en þar af mætti áætla að væru um 1200 yfirmenn, sem eru þó ekki í verkfalli, eins og fram kemur hér á undan. Þá fékk Morgunblaðið þær upp- lýsingar hjá Jónasi Jónssyni, framkvæmdastjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar i Reykjavík, að ef loðnuveiðin stöðvaðist af völdum sjómanna- verkfallsins myndi vinna stöðvast hjá um 600 mönnum, sem starfa að jafnaði hjá fiskimjölsverk- smiðjunum á loðnuvertíð. Sagði Jónas, að yfirleitt ynnu um 25— 30 manns hjá hverri fiskimjöls- verksmiðju en á svæðinu frá Siglufirði og landið um kring til Bolungarvikur og væru samtals um 22 verksmiðjur. Að vísu væri bræðsla ekki hafin á suðvestan verðu landinu en það því kæmi fljótlega. Þá spurðist Morgunblaðið fyrir um það hjá Hjalta Einarssyni, framkvæmdastjóra Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, hversu álit- ið væri að margt fólk starfaði hérlendis í fiskiðnaði. Kvað hann yfirleitt vera reiknað með að um 5 þúsund manns störfuðu við fisk- vinnsluna, en þar eð nú væri kom- in hávertíð mætti reikna með að það væri eitthvað fleira eða nær 6 þúsund manns. Hins vegar ber þess að gæta, að sjómannaverk- fallið nær ekki til Vestfjarða, mests hluta Norðurlands og sunn- anverðra Austfjarða, svo að ekki er ólíklegt að tala þess fólks sem stöðvast í fiskiðnaði af völdum sjómannaverkfallsins sé í kring- um 5 þúsund. — Reynt að Framhald af bls. 32 ar er lytu að því hversu langan tima slikur undirbúningur tæki. „Núna erum við kannski fyrst og fremst að hugsa um lausn er yrði til bráðabirgða og komið gæti að gagni strax,“sagðiBjörn enn- fremur, og á það hefði eínmitt áherzlan verið lögð á fundinum i gær. „Það liggur fyrir álitsgerð frá sérfræðinganefnd um þetta mál, og þar er stillt upp tveimur kostum, sem eru dálítið mismun- andi. Annars vegar er hreinn gegnumstreymissjóður, sem er að verulegu leyti sama hugmyndin og kemur fram I frumvarpi Guðmundar Garðarssonar. Hins vegar er svo hugmynd á þá lund, að láta þá sjóði sem fyrir eru ganga sér til húðar, þ.e. að eyða upp með sæmilegum bótum þvi fé sem þeir hafa, og breyta síðan að einhverju leyti yfir í gegnum- streymiskerfi, þegar þeir eru tæmdir." Björn sagði ennfremur að hann ætti ekki von á því að nú yrði tekin afstaða til þessara leiða, þar eð taka myndi töluverðan tíma að koma hvoru tveggja í gegn. Þess vegna hefði nefndin snúið sér að þvi að reyna fremur að finna bráðabirgðalausn, og reyndar hefði verið í álitsgerðinni ein lausn í þá veru, sem nefndin teldi unnt að nota sem grundvöll til frekari athugunar. Væri hún nú til meðferðar hjá nefndinni og frekari umræðu. — Sæluhús Framhald af bls. 2 us Ottesen endurkosnir í stjórn- ina en Böðvar Pétursson verslun- armaður var kosinn í stað Gísla Gestssonar, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Gisli hefur set- ið í stjórn F.I. samfleytt frá árinu 1939. Opnunartíma skrifstofu Ferða- félagsins hefur verið breytt og er skrifstofan nú opin í hádeginu en lokað nokkru fyrr síðdegis. — Angóla Framhald af bls. 1 að minnsta kosti tvo þriðju hinna 46 aðildarlanda samtakanna og einfaldur meirihluti nægði ekki. Jafnframt sakaði Moskvublaðið Pravda Henry Kissinger utan- rfkisráðherra í dag um að reyna að fela bandaríska íhlutun í Angóla og þar með hefur blaðið þrisvar sinnum gert harða hrfð að ráðherranum á 11 dögum. Tass fagnaði jafnframt viðurkenningu OAU á Luanda-stjórninni og kallaði það sigur fyrir angólsku þjóðina. — Skíðastúlka Framhald af bls. 32 fulltrúar ftölsku Sarner- sklðaverksmiðjunnar á Italfu að máli við Kurt Jenni, þjálfara fslenzka skfðafólksins, sem keppir á ölympfuleikunum, og spurðust fyrir um hvort Steinunn vildi koma til Italfu næsta vetur og æfa þar með ftalska skfða- landsliðinu. Sögðu þeir, að jafn- hliða skfðaiðkunum gætu þeir séð til þess að hún kæmist þar í skóla og gæti valið á milli kennslu á ftölsku eða þýzku. Samningar við verksmiðjuna hafa ekki verið ræddir enn en margar skfðaverk- smiðjur hafa tekið afreksfólk upp á sfna arma og greitt allan kostn- að þess við æfingar og vel það. Morgunblaðið spurði Steinunni að þvf f gær hvort hún hefði áhuga á að taka boði ftalska fyrir- tækisins. Hún hafði þá ekki heyrt um það en sagði að úr þvf að þetta hefði gengið svo vel hjá sér f dag væri hún ákveðin f að halda áfram og reyna að komast lengra. Steinunn er aðeins 15 ára að aldri og var yngsti keppandinn f svigi f gær. Sjá nánar á fþróttasfðum. — Hugmyndir sáttanefndar Framhald af bis. 2 að taka afstöðu til slíks, þar eð enn hefði ekkert heyrzt um við- brögð vinnuveitenda við hug- myndum sáttanefndar. Snorri hvaðst þó vonast til að heyra eitt- hvað frá þeim síðar um daginn. Þá náði Morgunblaðið tali af Ólafi Jónssyni, framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands- ins, sem kvaðst ekki búast við þvf að vinnuveitendur tækju afstöðu til hugmynda sáttanefndar þá um daginn. Sagði Ólafur, að af hálfu vinnuveitenda hefði verið farið fram á fund með ríkisstjórninni, en ekki væri afráðið hvenær af þeim fundi yrði. Á einstökum fulltrúum í samn- inganefnd vinnuveitenda mátti þó heyra að þeim þótti kauphækk- unartillaga sáttanefndarinnar ganga æði langt miðað við rekstr- araðstöðu sumra atvinnugreina, og þá einkum iðnaðarins og fisk- vinnslunnar. Á það var og bent, að með sjómannaverkfall yfirvof- andi um helgina yrðu fulltrúar fiskvinnslunnar í almennu samn- ingunum naumast fúsir til samn- ingagerðar. Auk fundar allsherjarnefndar- innar í gær voru einnig undir- nefndarfundir um lffeyrissjóðs- málið og einnig í kauptryggingar- nefnd og iðnnemanefnd. Þá var einnig von á mjólkurfræðingum til fundar um sérkröfur sínar. — Sorpeyðingar- ofn Framhald af bls. 3 Bolli Kjartansson bæjarstjóri á tsafirði í viðtali við Mbl. að ofn þessi, sem er af sænskri gerð, væri sams konar og Húsvíkingar hefðu komið uppfyrir um fjórum árum. Þessi væri þó helmingi stærri, enda miðaður við stærra sveitarfélag. Möguleiki væri á að nota ofninn sem kyndistöð og væri það gert víða á Norðurlönd- um. Þessi möguleiki hefði þó hefðu komið upp fyrir um fjórum aðeins Iftillega verið kannaður fyrir vestan, enda væri ofninn nokkuð langt frá Isafirði. Búizt er við að hægt verði að taka ofninn í notkun um mitt næsta sumar. Eftir er að setja niður disilstöð tengja rafmagn út búa aðstöðu fyrir starfsmann og steypa i gólf. Vinna liggur nú niðri við uppsetningu ofnsins, en hafizt verður handa á nýjan Ieik i mai i vor.______ ________ — Rýr afli Framhald af bls. 2 fyrra, sagði Sæmundur Kristjánsson. EKKERT RÖIÐ 110DAGA — Þeir hafa ekkert róið héðan í 10 daga sagði Guðni Sigfússon, á Akranesi er við ræddum við hann í gær. — Þeir fengu 485 tonn í janúar, 6 línu- bátar i 94 róðrum. Okkur hefur ekki fundizt ástæða til að reikna út aflann í febrúar, þetta er svo lítið. Frá Akranesi róa núna 5 netabátar og 1 línubátur. HELDUR MEIRI AFLII JANUAR Hjá Vinnslustöðinni I Vest- mannaeyjum fengum við þær fréttir að aflinn til þeirra hefði verið heldur meiri i janúar en á sama tima í fyrra. Gæftir hefðu verið slæmar að undanförnu. — Annars er loðnan að koma til okkar i striðum straumum núna, sagði Magnús Sighvats- son hjá Vinnslustöðinni. — Eg held það séu 9 bátar á leiðinni og sá fyrsti er væntanlegur hingað á hverri stundu. — Hart deilt Framhald af bls. 2 væri Stofnfjársjóður. Þetta frum- varp gerði þó ráð fyrir að lækka tekjur hans verulega til að auð- velda fiskverðshækkun. Gjald til sjóðsins lækkaði úr 15 i 10% af verðmæti heimalandaðs afla og úr 21 í 16% af afla lönduðum erlend- is. Þingmaðurinn tók undir það sjónarmið, að rétt hefði verið að fella vátryggingarsjóð með öllu niður eins og gert hefði verið við olíusjóðinn. Þá mótmælti Sverrir því sjónar- miði Garðars Sigurðssonar, að málið væri of hratt keyrt í þing- inu. Sjóðanefnd hefði starfað vel allt frá öndverðu ári 1975 og fyrir nokkrum vikum skilað greinar- góðri skýrslu f heimildargögnum í hendur þingmanna. Málið lægi þvf ljóst og skilmerkilega fyrir, betur unnið en þingmenn ættu almennt að venjast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.