Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1976 Forsetinn borgaði EFTIR að bandarlska stúlkan Sheila Young hafði unnið til sinna þriðju verðlauna á Ólym- píuleikunum I Innsbruck þótti Ford Bandarikjaforseta við hæfi að hringja I hana og óska henni til hamingju með hinn glæsilega árangur. Óskaði hann eftir sam- tali við hana, en þegar til átti að taka var Sheila Young ekki við- stödd og ekki hafðist upp á henni. Voru þvl skifín eftir skila- boð til hennar um að hringja i Hvita húsið og tala við forsetann. Tekið var fram að viðtakandi sim- talsins ætti að greiða það. Young hringdi siðan i forsetann, en simastúlkan i Hvita húsinu kann- aðist ekki við neina Young og sagði að hún yrði sjálf að greiða simtalið. Heldur en að missa af því að tala við forsetann gekk skautastúlkan að þeim kostum. Ræddi hún við forsetann i 4 min- útur og fékk 16 dollara reikning fyrir. Einhvern veginn spurðist þetta út og var gert mikið veður út af þvi að Bandarikjaforseti hefði ekki efni á þvi að greiða sín samtöl sjálfur. Þegar svo var komið var stra* drifið I að leið- rétta mistökin og Young fékk dollarana sina til baka. Veikur stökkvari EINN betti skíðastökkvari heims, Karel Kodejska frá Tékkóslóvakiu, verður ekki meðal keppenda i siökki af 90 metra palli á Ólympíuleikunum i Innsbruck á sunnudaginn. Lagðist hann veikur i rúmið á þriðjudaginn og var með yfir 39 stiga hita i gær. Búizt er við harðri keppni i stökkinu og hafa einkum verið tilnefndir sem hugsaniegir sigurvegarar Þjóð verjarnir Aschenbach. Bern Eck- stein og Henry Gtass, Karl Schnabl frá Austurríki og landi hans Innauer. Þjóðverjar kœra AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR hafa ákveðið að kæra keppnina i 4x10 kílómetra boðgöngu á Ólymplu- leikunum I Innsbruck i gær. Munu þeir gera kröfu um að hún verði endurtekin. Keppanda þeirra. sem gekk annan sprett, var velt um koss af áhorfendum. þannig að sveitin varð að hætta keppni, en hún hafði verið í öðru sæti eftir fyrsta sprett Harla ólik legt þykir að þessi krafa Þjóð- verjanna verði tekin til greina, en hins vegar liklegt, að þeir verði beðnir afsökunar. Góð œfingastökk SKÍÐASTÖKKVARAR voru við æfingar á 90 metra pallinum i Seefeld í gær og náðu þar nokkrir mjög góðum árangri. en enginn þó eins og Austurrikismaðurinn Karl Schnabl, sem tvivegis stökk röska 100 metra og hafði mjög góðan stil. Einum stökkvaranna, Jochen Danneberg frá Austur- Þýzkalandi, misheppnaðist illa eitt æfingastökk sitt og fékk slæma byltu. Sögðu talsmenn austurþýzka skiðaliðsins. að þótt ótrúlegt væri hefði Danneberg sloppið við meiri háttar meiðsli. en það sögðu þeir, sem til sáu, vera kraftaverk. Frábær sprettar Mieto færði Finnnm pl í boðgönpini en Mmenn hlntn loks silfnr Finnsku gullmennirnir í 4x10 kílómetra göngu: Juha Mieto, Matti Pikanen, Pertti Teurajarvi og Arto Koivisto. ÞAÐ gekk á ýmsu 14x10 kllómetra ' sklðagöngu karla á Ólympfuleikun- um f Innsbruck, og margt fór þar öðru vfsi en ætlað var. Sovétmenn sem fyrirfram höfðu verið álitnir yfir- burðasigurvegarar I þessari grein urðu að gera sér bronsverðlaunin að góðu, urðu á eftir sveitum Finnlands og Noregs sem hrepptu gull og silfur. Var þessi frammistaða norsku sveit- arinnar plástur á þau sár Norðmanna er skapazt hafa vegna slælegrar frammistöðu göngumanna þeirra til þessa. Þegar á fyrsta sprettinum fóru ýmis óvænt og ófyrirséð atvik að gerast Fyrir Sovétmenn gekk Evgeni Beljajev þennan sprett og tók hann þegar foryst una Hafði hann náð um 10 sekúndna forskoti fram yfir helztu keppinauta sína þegar gengnir höfðu verið 7 kilómetrar. En þá varð þessi snjalli sovézki göngumaður fyrir þvi óhappi að missa af sér annað skíðið. I göngu- keppninni til þessa hafa Sovétmenn notað sérstakar skiðabindingar sem reynzt hafa frábærlega vel, allt fram til þess að skiðið losnaði af Beljajev Sovétmaðurinn var þó fljótur að lag- færa bindingarnar og koma sér af stað að nýju, en hann hafði samt sem áður misst margar dýrmætar sekúndur við þetta Þegar hann varð svo fyrir nýju óhappi eftir 9 kilómetra var augljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir Sovétmenn. Við fyrstu skiptinguna voru þeir i níunda sæti, en Svíinn Benny Söder- gren gekk á beztum tima, 34,42 mín. Austur-Þjóðverjar voru I öðru sæti á 34,44 min , Noregur i þriðia sæti á 34,64 min., Austurrikismenn i fjórða sæti á 34,85 min. og Finnar i fimmta sæti á 35,03 min. Á öðrum spretti urðu svo miklar sviptingar. Finninn Juha Mieto gekk ótrúlega vel og bókstaflega hristi hvern keppinautinn af öðrum af sér. Þótti mönnum ótrúlegt að hann hefði þrek til þess að ganga af slíkum hraða alla leið, en hinn risavaxni Finni lét sér ekki muna um það og reyndist millitimi hans vera rösklega 31 mínúta. Var Finnland komið í allgóða forystu eftir þennan gifurlega sprett Mieto, en Norðmenn voru I öðru sæti. Nikolai Basjukov gekk þennan sprett fyrir Sovétmenn geysilega vel og voru Sovétmennirnir að honum loknum komnir í þriðja sæti, 1 2 sekúndum á eftir Finnum. Austur-Þjóðverjar urðu hins vegar fyrir óhappi Aðgangsharðir áhorfendur þrengdu að göngumanni þeirra þannig að hann datt og meiddi sig og var þýzka sveitin þar með úr leik. Eftir að Sovétmenn höfðu náð aftur þriðja sætinu þótti llklegt að þeir blönduðu sér i baráttuna um KR átti ekki í erfið- leikum meðHauka FYRSTI leikurinn í Bikark. K.K.t. var leikinn f fyrrakvöld og áttust þar við KR og Haukar úr 2. deild. Eins og lokatölur leiksins 120:71, gefa til kynna var ekki um neina keppni að ræða, enda var ekki reiknað með þvf fyrirfram. Það má þvert á móti segja að Haukar hafi komið á óvart með að skora 71 stig f leiknum, en varnarleikur KR var ekki traustvekjandi á köflum. Trukkur var f miklum ham f þessum leik, skoraði 44 stig og gerði ýmsar kúnstir. Gfsli Gfslason skoraði 19 stig, Eirfkur Jóhannesson og Árni Guðmundsson 12 hvor. — Ingvar Jónsson skoraði 28 stig fyrir Hauka, og bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Hauka og marga leikmenn KR. Þar er á ferðinni bakvörður sem myndi styrkja öll lið f 1. deild. Aðrir Haukar voru jafnir, en þó má nefna Odd Sveinsson, sem er mjög lipur og skemmtilegur spilari með rnikinn hraða. Jimmy og Carter saman á nýjan leik I KVÖLD verður leikinn í Laugardalshöll 4. leikurinn f Sendiherra- keppninni í körfubolta. Fyrstu leikina þrjá lék fsl. landsliðið fyrir okkar hönd, og er staðan að þeim loknum þannig að landsliðið vann tvo, en varnarliðið einn. — Sem kunnugt er eru leiknir fimm leikir ár hvert, þannig að okkar mönnum nægir sigur í leiknum f kvöld til þess að vinna keppnina. Körfuknattleiksráð Reykjav. hefur valið liðið sem leikur f kvöld, og er það þannig skipað: Kolbeinn Kristinsson, Kristinn Jörundsson, Þorsteinn Hallgrfmsson, Jimmy Rogers, Þórir Magnússon, Bjarni Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Jón Héðinsson, Bjarni Gunnar og Trukkur Carter. Enn gefst tækifæri til að sjá þá saman f leik Carter og Jimmy, og má telja vfst að þetta verði sfðasta tækifæri til þess. Þá verður fróðlegt að sjá hvernig liðið kemur út sem heild, en það er talsvert frábrugðið landsliðinu sem Iék fyrri leikina. Leikurinn í Laugardalshöll hefst kl. 20.15 f kvöld og má örugglega búast við hörkuleik nú eins og var f fyrri leikjunum. Ure ráðinn tilFH FH-INGAR hafa nú endanlega gengið frá samningum slnum vi8 skozka knattspyrnuþjálfarann lan Ure. Þegar hann var hér á ferð fyrir nokkru var gengiS a8 mestu frá samningum en hann fór slSan me8 hann heim me8 sér, en sendi FH-ingum hann undirritaSan I gær. Mun Ure koma til FH-inga I marz og þá hefja þjálfun liSsins af fullum krafti. — Vi8 hugsum gott til glóSarinnar og erum þess fullvissir a8 Ure er þjálfari I fremstu rö8 og á eftir a8 gera mikiS úr FH-liBinu. sagSi talsmaSur knattspyrnudeildarinnar. Ámi Ágústsson, I samtali vi8 MorgunblaSiS I gær, en Ámi vann a8 ger8 samningsins vi8 þjálfarann ásamt þeim Albert GuBmundssyni og Axel Kristjánssyni. gullverðlaunin, þrátt fyrir allt, En Saveljev sem gekk þriðja sprettinn reyndist ekki hafa smurt skíði sín rétt og átti I stöðugum erfiðleikum. Við síðustu skiptinguna höfðu Finnar enn forystu, Norðmenn voru I öðru sæti 1,01 minútu á eftir og Sviar voru i þriðja sæti, rétt á undan Sovét- mönnunum. Á lokasprettinum náði svo baráttan hámarki. Sigur Finna var reyndar ekki í hættu en baráttan um hin verðlaunin var þeim mun meiri. Odd Martinsen, sem gekk fyrir Noreg, gaf hvergi eftir og náði silfurverðlaunum fyrir Norðmenn og Ivar Garanin frá Sovét- ríkjunum sýndi frábæra keppnishörku ’ og þrek er hann náði að komast fram fyrir Sven Ake Lundbeck frá Svíþjóð skammt frá markinu. Svo ótrúlegur sem tlmi Mieto hafði verið f göngunni, þá var árangur Garanin enn ótrúlegri: 30:41,67 min Eins og nærri má geta var gifurlegur fögnuður i herbúðum Finna og Norð- manna að keppni iokinni. — Ég hef aldrei á ævi minni gengið eins vel, sagði Juha Mieto og hefur hann þó oft náð frábærum árangri i meiri háttar mótum. — Það eina sem mér þótti miður var að Beljajev skyldi missa af sér skiðið og tefjast þar sem ég er handviss um að við hefðum unnið sovézku sveitina þótt allt hefði gengið að óskum hjá þeim. Úrslitin í þessari keppni sýna að Sovétmennirnir eru engin ofurmenni Mieto var geysivin- sæll meðal áhorfenda I Innsbruck I gær og þá ekki slzt vegna þess að hann var ólatur við að stilla sér upp til mynda- töku fyrir hvern sem var og gefa eigin- handaráritanir. Finnar hafa ekki unnið gullverðlaun i boðgöngu siðan á leikunum I Squaw Valley i Bandarikjunum 1960 Var gleði finnskra áhorfenda á leikunum slík að þegar Koivisto sem gekk slðasta sprettinn fyrir Finnland kom i markið þá kastaði fjöldi áhorfenda sér þannig • á hann að hann féll um koll og mátti teljast heppinn að sleppa ómeiddur. Koivisto lét þetta þó ekki á sig fá og tók Sovézki göngugarpurinn Nikolai Bajukov bjargaði því sem bjargað varð fyrir Sovétmenn. ósvikið þátt i gleðinni. Sagðist hann hafa fengið það á tilfinninguna strax og hann leit út um gluggann um morgun- inn að nú myndu Finnar hljóta gull Sovézku göngumennirnir voru ekki eins glaðir eftir keppnina, og sagði Beljajev ekkert vafamál að þeir hefðu sigrað hefði hann ekki orðið fyrir því óhappi sem áður er lýst, —— Það var sannarlega ergilegt að skiða- bindingarnar skyldu bila nú, eftir ágæta reynslu sem við höfum fengið af þeim að undanförnu, sagði hann. í sveit Finnlands voru Matthi Pitkainen, Juha Mieto, Pertti Teurajarvi og Arto Koivisto. I sveit Noregs voru Paal Tyldum, Einar Sage- stuen, Ivar Formo og Odd Martisen og í sveit Sovétmanna voru Evgeni Belja- jev, Nikolay Bajukov, Sergej Savelief og Ivan Garanin. Beztum millitima náðu eftirtaldir: 1. sprettur: Benny Södergen, Sviþjóð, 34,42 mín Gerhard Grimmer, A- Þýzkal., 34,64 min, Paal Tyldum, Noregi, 34,64 min. 2. sprettur: Juha Mieto, Finnlandi, 31,19,1 Nikolay Bajukov, Sovétr., 31,57. Edi Hauser, Sviss 32,30,09 3. sprettur: Bill Koch, Bandar., 30,43,61, Ulrico Korco, ítallu, 30:56,09 og 4. sprettur: Arto Koavisto, Finnl 30:16,20, Ivan Garanin, Sovétr., 30:41,67 og Odd Martinsen, Noregi 31,13,76 Rœst síðust — draumurinn að geta dvalið erlendis við œfingar og keppni sagði Steinunn Frá Þórleifi Ólafssyni I Inns- bruck. — Vissulega er ég mjög ánægð og ég hef aldrei náð svona góðum árangri á skíðum. Þetta hvetur mig til að halda enn frekar áfram að æfa og taka þátt í mótum á erlendri grund, sagði Steinunn Sæmunds- dóttir, er hún kom í mark eftir seinni ferðina í svigi kvenna á Ólympíuleikun- um í Innsbruck í gær, en keppnin fór fram í Lizum. Steinunn náði þar 16. sæti og er þetta einhver bezti árangur sem íslenzkur skíðamaður hefur náð á er- lendri grund. Árangurinn f gær gaf Steinunni fjölda punkta, þannig að nú á hún möguleika á að hefja keppni framar f rásröðinni en hingað til. Steinunn var lang yngsti keppandinn í svigi kvenna en hún er 15 ára að aldri. Vakti árangur hennar ekki minni athygli þess vegna. Almennt voru skíðakonurnar er kepptu á leikunum á aldrinum 20—25 ára og þess má geta að Rosi Mitter- maier frá Vestur-Þýzkalandi, sem sigraði er 25 ára. — Brautirnar voru rosalega harðar og ég reyndi að fara þær þannig að ég stæði niður, enda var brattinn í þeim gífurlegur. Þetta tókst og árangurinn varð miklu betri en ég átti von á, sagði Steinunn. — Ég var nokkuð hætt komin í fyrri ferðinni og á einum stað munaði engu að ég færi út af brautinni. Það áttu fæstir sem horfðu á keppnina í Lizum von á því að Steinunn stæði alla leið niður, því mörgum frægum skíðakonum hafi hlekkzt illilega á og ekki var trú manna á árangur hennar meiri vegna þess að hún var riæst síðust allra keppenda. En í íyrri ferðinni náði Steinunn mjög góðum árangri, fékk tímann 53,55 sek. og var í 25. sæti. Við íslendingarnir sem fylgdumst með keppninni vorum fyllilega ánægðir með þann árangur, en í seinni ferðinni gekk Steinunni ekki síður, en þá fékk hún tímann 51,17 sek. — í annarri braut en i fyrri ferðinni, þannig að saman- lagður tími hennar var 1:44,72 mín. Tími sigurvegarans, Rosi Mittermaier, var hins vegar 1:30,54 mín. Steinunn sagði f viðtali við Morgunblaðið að hún hefði byrjað að æfa skíðaíþróttir þegar hún var á þrettánda ári og sfðan mætti segja að hún hafi verið heltekin af íþróttinni. — Það bezta sem ég gæti hugsað mér væri að geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.