Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 19 Guðrún Steingrímsdóttir Nýlendu — 85 ára í dag I því tilefni fær hún hjartan- legar hamingjuóskir og nokkur þakkarorð frá gamalli nágranna- konu. Guðrún Steingrimsdóttir er fædd 13. febrúar 1891 að Stóra- Nýjabæ í Krísuvík, dóttir Stein- gríms Steingrímssonar og siðarí konu hans Guðrúnar Einars- dóttur. Móður sína missti Guðrún, þegar hún var fimm ára gömul, tveim eða þrem árum síðar dó siðasta systkini hennar, gafst þá Steingrímur upp við að búa á þessum stað, þar sem örlögin höfðu verið svo miskunnarlaus i hans garð, að hann þurfti að kveðja sjö leiði i kirkjugarðinum, þar lágu tvær eiginkonur og fimm börn. Hann flutti til Hafnar- fjarðar með þetta eina barn, sem eftir lifði. Þar ólst Guðrún svo upp í skjóli síns góða föður og Elínar Árnadóttur, sem hafði gerst bústýra hjá honum. Guðrún fermdist i Garðakirkju á Álftanesi. Snemma fór hún að vera í sumardvöl i Krísuvík hjá hjón- unum, sem bjuggu þar þá, frú Ingibjörgu Sigurðardóttur og Jóni Magnússyni og líka hjá Helga Magnússyni stórkaup- manni í Reykjavík og konu hans. Hún var systir frú Ingibjargar, en Helgi Magnússon bróðir Jóns í Krísuvik. Það kom fljótt i ljós, að Guðrún var sérlega verkhög, úr- ræðagóð, fljót að hugsa og féll aldrei verk úr hendi, það kom því oftast í hennar hlut að hjálpa til við gestamóttökur og ýmislegt fleira, sem krafðist skerpu, smekkvísi og samstillingar huga og handa. Um árabil var hún í vistum á veturna hjá frú Oddrúnu og Helga Magnússyni, en í Krísu- vík á sumrin. Hún lærði mikið á þessum tveim merkis heimilum og batt órofatryggð við þetta ágætis fólk og það við hana. Hún var eins og flestir ungl- ingar í þá tíð, með hugann fullan af löngun eftir að læra, en flestir áttu þess engan kost að komast í skóla. Guðrún komst samt í hús- stjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík. Meðal þeirra mörgu, sem hún kynntist í Krísuvik var pilturinn, sem varð síðar maðurinn hennar og Einar Benediktsson og hans fólk, sem svo leiddi til þess að hún fór til Englands, eftir beiðni þeirra hjóna, og var stofustúlka hjá þeim. Hún kom svo heim með skáldinu og var áfram hjá því fólki á Héðinshöfða í Reykjavik. Eftir að Guðrún kom frá Eng- landi dreif hún sig i það að læra fatasaum. Hún giftist svo piltinum sínum 2. júní 1916 Magnúsi syni hinna þekktu og vinsælu hjóna Guðnýj- ar Einarsdóttur og Hákonar Tómassonar bónda og útgerðar- manns á Nýlendu, Hvalsnes- hverfi, Miðneshrepp, Gull., og hófu þau búskap þar og bjuggu þar óslitið meðan Magnús lifði. Jörðin og búið var lítið, afkoman byggðist því meira á sjávarútvegi. Eins og menn vita flykktust menn hvaðanæfa að af landinu suður með sjó til að afla sér bjarg- ar í bú. Vermenn skiptu sér niður á bæina, það var því sjaldan fátt við matborðið á Nýlendu. Nú kom sér vel að vera ýmsu vön og vera hneigð fyrir hússtjórn og mat- reiðslu enda Iagði hún sál sína f það að allir fengju holla og góða næringu. Ekki fór ungbarnagæsl- an úrskeiðis hjá ungu móðurinni á Nýlendu, þó að henni væri ekki alltaf létt fyrir brjóstinu, því oft er skollið á fárveður um miðjan dag, þó fært sé á sjó i birtingu að morgninum. Fiskiskipin opnir árabátar, engin talstöð eða björg- unartæki, margir heimilisfeður á hverjum báti. Oft komst Magnús i krappan dans, hafa frásagnir af sumum hrakningum hans komið á prenti. Til dæmis er sagt frá því i bók- inni Brim og boðar, þegar bátnum hvolfdi og Magnús og annar maður komust á kjöl, og var bjargað af ameriskum togara frá Boston, ásamt þriðja manni, sem gat haldið sér uppi á einhverju braki, þar til björgun barst. Þetta skeði fáum árum áður en Magnús kvæntist, en slysahættan er alltaf söm við sig á sjónum. Þegar Guðrún gekk með þriðja barnið var Magnús talinn af. Bátinn hrakti undan ofsaveðri, en náði loks landi uppi á Akranesi. A þeirri hrakninga leið kom gat á bátinn og varð það þeim til bjarg- ar, að Magnús þreif trefilinn af hálsi sér og tróð honum í gatið. Mikið var skaparanum þakkað, þegar það fréttist að mannbjörg hefði orðið að lokum. I gleði sinni lét Guðrún skíra meybarn, sem henni fæddist um þessar mundir: Björg Magnea til minningar um björgun Magnúsar. Börnin komust fljótt upp á lag með að taka þátt í hinni hörðu lifsbaráttu fullorðna fólksins. Þau voru eftirmyndir foreldra sinna, greind, hög og full af heil- brigðu lífsfjöri. Elstu dæturnar giftust fyrst í burtu, það leið því ekki á löngu, þar til að Guðrún fór að fá dætradæturnar til að hjálpa sér. Ekki spillti það hamingjunni að þessar upprennandi dísir virtust vera steyptar í sama mót og amman hafði verið, hvað snerti handlagni, hagsýni og elju, enda höfðu þær drukkið þá skoðun i sig með móðurmjólkinni, að amma á Nýlendu myndi ekki lifa það af að sjá unga og hrausta stúlku sitja iðjulausa með hendur i skauti sér. Ég þori ekki að bera það lof á Guðrúnu, sem mér finnst hún eiga skilið, hún myndi ekki kunna við það. Hún var vön að segja: Ég gerði ekki meira en hinar sjó- mannskonurnar. Satt er það að „sagt hefur það verið um þá Suðurnesjamenn, að fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“. En kvæðið um Suðurnesjakon- urnar er vist ekki búið að yrkja ennþá. Guðrún Steingrimsdóttir missti sinn góða lífsförunaut Magnús IÐJA ;g félag verksmiðjufólks Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar, varastjórnar, endurskoðenda og vara endur- skoðanda fer fram á skrifstofu félagsins að Skólavörðustíg 16, laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. þ.m. Atkvæðagreiðslan hefst laugardaginn kl. 10 f.h. og stendur til kl. 19 e.h. þann dag, hefst hún að nýju sunnudaginn kl. 1 0 f.h. og stendur til kl. 1 8 og er þá lokið. I kjöri eru tveir listar, B listi, borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og A listi borinn fram af Bjarna Jakobssyni og Guðmundi Þ. Jónssyni. Kjörstjórn Iðju. AEG HANDVERKFÆRI P AEG 11| Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar- bygginga- og tómstundavinnu. Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Hákonarson 11. október 1964. Tók þá Hákon sonur þeirra og Svala Sigurðardóttir kona hans við jörð- inni og búinu og hefur það þanist út í þeirra höndum með hjálp véltækninnar og sjórinn verið sóttur lika, að vorinu til. Guðrúnu líkar það að sjálfsögðu ágæta vel að sjá búið blómstra og jörðina, sem hún ann i traustum og góðum höndum, og það i hönd- um þess sonarins, sem aldrei sleit sig lausan til að fara út í heim „að leita sinnar gæfunnar" heldur var stoð og stytta föður sins til hinsta dags. Hún ákvað því fljót- lega að skipta sér ekki neitt af bústjórninni, en vera til hjálpar og aðstoðar meðan kraftarnir entust. „En það er verst, að ég gleymi mér stundum," segir Guð- rún, „og er þá farin að stjórna og gefa ráð við hinu og þessu áður en ég veit af, þó að ég ætli mér það ekki.“ Það er eðlileg gleymska hálfrar aldar skyldustarf á sama stað, unnið af lífi og sál, stórbrot- innar persónu, skilur eftir djúp spor i vitund manna. „Þá var ei til Steinastaða leiðin löng“. Ég kynntist ekki mikið fólkinu, þessi rúm sjö ár, sem ég gisti Suðurnes, en nóg til þess að vita að þar býr vinnusamt ágætisfólk, en þó best á Nýlendu. Það var ekki löng leið að Nýlendu þaðan, sem ég átti heima, og sú leið var -hlaupin oft á dag af mörgum fótum, meira að segja tók ein hænan okkar upp á þvi að fara í daglegar gönguferðir þangað. Aft- ur á móti var lengri leið i næstu búð, hún var í Sandgerði 5 km norðvestar á Reykjanesinu. Það var þvi eins gott að gleyma ekki neinu, þegar pantaður var matur eða aðrar nauðsynjar, en öllum getur yfirsést. Komið gat líka fyrir að mjólkurbíllinn væri farinn framhjá, þegar hringt var í búðina, hafði verið óvenju fljótur í förum, en það voru aldrei nein vandræði, það var alitaf sent eða hlaupið niður að Nýlendu, ef eitthvað vantaði nauðsynlega, og beðið um lán. Að sjálfsögðu átti að borga, en það fékkst ekki alltaf og aldrei, ef um mjólk var að ræða. Bændurnir á nesinu eiga hver sinn bil og fara kaupstaðarferðir daglega, það er því hægt að ferðast á „puttanum" þar eins og annars staðar og var oft reynt með góðum árangri. Ef Guðrún á Nýlendu vissi um að eitthvað slíkt stæði til, fannst henni það ekki alltaf nógu gott og hringdi i nágrannana til að grennslast fyrir um ferðir. Otald- ar eru ferðir, sem hún fór sjálf yfir túnið til að láta okkur vita, að Framhald á bls. 23 græn helluborð brúnt ofn-geymsluhólf Kr. 59.300 'iumai Sfysfdmm h.f © Husqvarna VERÐLÆKKUN OG Regina 50 Regina60Q hurð hvít ££> helluborð brúnt Kr. 59.800 Regina 60 STD hvít helluborð brúnt Kr. 73.800 án sjálfhreinsunar græn/gulbrún sjálfhreinsandi Kr. 83.200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.