Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 Pilturinn sem gat breytt sér í fálka, maur og Ijón kom hún og tók hann með sér og hann varð að fylgja henni hvort sem hann vildi eða ekki. Þau fóru inn í herbergið, og það var allt svo dýrlegt, að hann sagðist aldrei geta lýst því, eins og það væri. Þar var hann hjá henni í þrjá sólarhringa. En þegar leið á þriðju nóttina, vaknaði hann og sá þá að hann lá milli félaga sinna. Þeir héldu hann hafa farið heim eftir meira nesti, og það sagðist hann líka hafa gert. En hann var ekki sami maður síðan, hann gat allt í einu tekið viðbragð án minnsta tilefnis. Það var huldukonunni að kenna, skal ég segja yður. En svo var það nokkru eftir þennan atburð, að hann var að kljúfa tré nokkru fyrir ofan bæinn sinn. Hann hafði rekið fleyg í tré eitt og var þar komin rifa á. Þá sýndist honum konan hans koma með miðdegismatinn, og sýndist honum hún hafa meðferðis fulla fötu af rjómagraut og var fatan svo falleg og gljáandi, að hann hafði ekki séð slíkt áður. Hún sett- ist á tréö, sem fleygurinn var í en hann á tréstúf þar rétt hjá, en ]um leið og hann settist niður, sá hann, að hún var með langan hala eins og kýrhala og hann fór niður í rifuna á trénu. Hann fór ekki að borða, heldur settist hjá henni og reyndi að ná fleygnum úr trénu og tókst það líka, og um leið skrapp tréð saman utan- um halann, sem sat þar fastur í íllilegri klípu en Lási skrifaði Jesú nafn á fötuna með fingrinum. En þá tók hún aðeins til fótanna, þau svo skjótt upp, að halinn slitnaði af henni og sat fastur i rifunni, og á brott var hún; hann sá ekki hvað af henni varð. En fatan og maturinn var þá ekki annað en börkur með kúaskán í. Síðan þorði han næstum því aldrei út i skóginn, því hann var hræddur um að hún myndi hefna sín. En eitthvað fjórum, fimm árum seinna týndist hestur sem hann átti, og hann hafði engan til að leita að honum og varð að gera það sjálfur. Um leið og hann kom inn í skóginn, var nann kominn inn í kofa til einhvers fólks, hann vissi ekki hvernig hann komst þangað. Var þar inni ljót kerling að búverkum, en úti í horni sat krakki, sem hefði getað verið fjögurra eða fimm ára gamall. Kerling tók öl- könnu og fékk krakkanum:,,Farðu nu“, sagði hún „og bjóddu honum pabba þín- um að drekka“, Hann varð svo skelkaður að hann tók til fótanna, og síðan hefir hann hvorki heyrt né séð hana eða krakk- ann, en enn varð hann einkennilegri eftir þennan atburð". „Já, skrítinn held ég hann hafi verið, hann Lási móðurbróðir þinn, Berta mín“, sagði ég, „og varla held ég að hann hafi kunnað mikið fyrir sér, annars hefði hann gætt sín betur. Annars var þetta skrítið með hnykilinn“. — Það fannst Bertu líka, en hún hélt fast við það að annar eins kunnáttumaður eins og Lási frændi hannar var hefði ekki þekkst þar um sveitir. Meðan við sátum og ræddum um þetta, bað ég Bertu að fá mér veiðitöskuna mína og þegar ég var búinn að kveikja í pípunni minni og gefa Bertu gömlu sína, byrjaði hún á annari sögu, sem ég hafði heyrt að hún kynni. „Það var um sumar, fyrir Iöngu, löngu, síðan, að þeir á Melbústað höfðunautgripi sína í seli uppi á Halllandi.En ekki hafði fólkið lengi verið í selinu, þegar skepn- urnar fóru að verða svo órólegar, að DRÁTTHAGI BLÝANTURINN Því á móðir mln að aka flótta- bílnum? — Blessaður láttu mömmu þfna sjá um þetta og blandaðu ekki minni f málið. Ég myndi stinga af að heiman, — ef það ylii pabba og mömmu einhverjum áhyggj- um. Snúlli! Heyrðurðu það var sem skot riði af? Kennarinn: — Hvað heitir þú? Drengurinn: — Jón Jónsson. Kennarinn: — Þú átt að muna eftir að segja aiitaf herra, þegar þú talar við mig. Drengurinn: — Herra Jón Jónsson þá. X — Frænka, eru afi og amma gift? — Já, Sigga mfn. — Og pabbi og mamma líka? — Já, auðvitað. — En þú, frænka? — Nei, ég hefi aldrei gifzt. — Ekki einu sinni ósköp plnu lítið? X Ung stúlka hafði beðið prest- inn að gifta sig strax eftir messu. Að messu lokinni kallaði prestur: V_______________________________ — Þau, sem óska eftir að ganga f hjónaband, geri svo vel að koma hingað. Það urðu talsverð þrengsli, þvf að 13 stúlkur og einn piltur gáfu sig fram. X Faðir (við son sinn, sem kemur inn með glóðarauga): — Við hvern varstu núna að slást? Sonurinn: — Við hann Bjössa I næsta húsi. — Hvað bar vkkur á milli? — Hann sagði, að þú ættir ekki skilið að borða með hund- inum, en ég sagði að þú ættir það vlst. X — Þjónn, diskurinn er blautur. — Það er súpan, herra minn. J Meö kveöju frö hvftum gesti Jóhanna Kristjóns 45 Þeir heyrðu ekkert, cn Burden var sannfærður um að hún hafi varpað sér í fang hans og þrýsti sér að honum. — Við skulum koma. Eg grát- bið þið. Heyrirðu ekki til mín. Þú þolir þetta ekki... Hann hristi hana af sér van- stilltur og hún rak upp lágt óp. — Eg fer aftur upp, sagði Quadrant. — Og nú skalt þú fara, Helen. Núna strax. t þessari Ifka múnderfngu sem þú ert taka allir eftir þér... þú ert eins og skreyttur páfugl... Hún virtist reika óstiiðug á fót- unum út úr stofunni. Burden sá kjólnum bregða fyrir og bærði ósjálfrátt á sér en Wexford greip þéttingsfast um hann. Uppi á loft- inu beið einhver óþolinmóður. Þegar þeir heyrðu ba*kurnar skella niður var það eins og þruma hefði skoilið vfir. Douglas Quadrant heyrði það Ifka. Hann stökk í áttina að stig- anum en Wexford var fyrri til og þeir stóðu andspænis hvor öðrum. Helen Missal æpti upp vfir sig og greip fyrir munninn. — Guð minn góður! hrópaði hún. — Af hverju gaztu ekki komið þegar ég bað þig um það. — Enginn fer neitt nema upp, frú Missal, sagði Wexford. Quadrant stóð eins og salt- stólpi með aðra höndina á lofti. Hann starði andartak á Wexford, svo lokaði hann augunum þrevtu- lega og sagði sfðan: — Jæja, eigum við að koma? Þeir gengu hægt upp stigann. Wexford fremstur, Burden sfðastur. Hlægileg ganga, hugsaði Burden. Þeir gáfu sér allir góðan tfma, héldu um handriðið og fet- uðu sig hægt og næstum þvf virðuiega upp. Wexford sagði: —Ég held við förum inn f her- bergið þar sem Minna geymdi bækurnar sem Doon hafði gefið henni. Málið hófst hér f þessu húsi og kannski er ekki nema sanngjarnt að láta þvf lokið á þeim hinum sama stað. En bækurnar eru hér ekki lengur Quadrant. Eins og frú Missal benti réttilega á munuð þér ekki finna neitt hér. Hann sagði ekkí meira en hljóðin að ofan færðust nær. Þegar Wexford lagði höndina á dyrasnerilinn heyrði hann að ein- hver andvarpaði djúpt fyrir innan dyrnar. Gólfið var þakið bókum, sem virtist hafa verið grýtt holt og bolt. Sumar voru opnar aðrar lágu með kjölinn upp og virtist hafa verið grýtt tvist og bast. Stóll stóð upp við eínn vegginn og riðaði eins og honum hefði verið kastað þangað f bræði. Fabia Quadrant lá á hnjánum mitt I öllu saman og hélt dauða- haldi um bláa pappfrsörk sem hún hafði kuðlað milli fingra sér. Þegar dyrnar opnuðust og hún kom auga á Wexford var engu líkara en hún beitti sig hörðu til að láta Ifta út fyrir að hún væri hér nánast stödd á sfnu eigin heimili og væri f sfnum fulla rétti að gera hér eins og henni þóknaðist. Örstutta stund hafði Burden þá geðveikislegu til- finningu að hún ætti ekkert annað eftir að gera en brosa þóttalega og bjóða þeim góðan daginn. En svo breyttist svipur hennar. Hún byrjaði að þoka sér f áttina að glugganum, greíp með báðum höndum uppí andlít sitt og þrýsti þeim að vöngum sér. Um leið og hún færði sig rakst hún f fleiri bækur og hávaðinn kom á nýjan leik. Svo hrasaði hún og hún lá þar sem hún var komin, unz Quadrant sté fram og Ivfti henni upp og þrýsti henni að sér. Hún stundi þungan og faldi and- litið við axlir hans. I dyragættinni stóð Helen Missal og stappaði niður öðrum fætinum. — Ég vil fara heim, hrópaði hún. — Ég vil fara heiin! — Viljið þér loka, Burden sagði Wexford rólega svo gekk hann að glugganum og opnaði eins og hann ætti heima hér. — Ég held okkur veiti ekki af frfsku lofti, sagði hann. Það er heldur loftlaust hérna og við Burden getum sem hægast staðið og þér frú Missal megið tylla yður þarna á koffortið. Burden til óskiptrar undrunar hlýddu hún samstundis. Hann veitti þvf athygli að hún mændi á Wexford eins og hún væri f dáieiðsluástandi. Hún var orðin ákaflega föl og hún virtist einnig hafa elzt um mörg ár á fáeinum mfnútum. Quadrant hafði verið þögull nieðan hann reyndi að sefa konu sfna. Nú sagði hann hæðnislega eins og hann væri að ná valdi á sér að nýju. — Ja, mikið voruð þér nú klókur núna lögregluforingi. Wexford ansaði honum ekki. Hann stóð við gluggann og vanga- svipinn bar við bláan himin. — Nú skal ég segja yður ástar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.