Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 29 VELV/XKAINJDI ÍVelvakandi svarar í síma 10-100 jkl. 14—15, frá mánudegi til föstu-’ dags. 0 Stöðvið innflutning Ásta Þórðardóttir hefur skrifað Velvakanda langt bréf og hlaupið úr einu í annað, eins og hún orðar það i upphafi þess. Hún segir m.a. i kafla bréfsins um gjaldeyrissparnað: Við eigum góða bakara, ekki satt? Stöðvið innflutning á smá- kökum, formkökum og tertubotn- um. Við eigum kexverksmiðjur. Ég er viss um að þær geta fram- leit tekex og annað slíkt. Við eigum smiði. Stöðvið innflutning á innréttingum og húsgögnum. Þvi við höfum einnig bólstara. Við framleiðum skó. Stöðvið inn- flutning. Hér hafa verið fram- leiddar ágætis NlNU-sokkabuxur. Stöðvið innflutning. Við höfum fataverksmiðjur. Stöðvið inn- flutning. Við framleiðum ágætis eldavélar. Stöðvið innflutning. Hér voru einu sinni hönnuð sjón- vörp. Fór það fyrirtæki á haus- inn? Og hvernig er með hrein- lætisvörurnar, málningarvörurn- ar, sælgætið að ógleymdum is- lenzku teppunum. Halda má áfram upptalningunni. Hér er fullt af áhugasömu fólki, sem hefur vilja á að koma upp iðnaði. Það verður að styðja við bakið á því, svo ekki fari allt á hausinn. Því er nú ver og miður, að fólk hefur ennþá þær grillur í kollin- um frá kreppuárunum, að allt sé flottast og bezt frá útlandinu. Það er hægt að laga sig eftir að- stæðum, ef viljinn er fyrir hendi. Auðvitað verðum við að halda áfram að flytja inn það, sem ófáanlegt er hér, svo að heildsala ætti ekki að þurfa að setja á Guð _ og gaddinn. Þó við eigum i striði við Bretann, þá getum við tekið hann til fyrirfnyndar að þessu leyti. Dreifið iðnaðinum um landið. Það er I þágu byggða- stefnu. 0 Stórbýli og gróðurhús Leggjum niður kotbýlin, þar sem hver hefur ekki nema ofan í sig og sína. Styrkjum stór- búin eða samyrkjubúin eins og þau eru kölluð. Stuðlum að því að þau ein verði við lýði hér. Og gróðurhúsum þarf að fjölga. Reynum meiri grænmetis- og ávaxtaframleiðslu. 0 Þingmenn sitji 2 kjörtímabil Um þingmenninga skal hér einnig fjallað. Oftast setjast þessir herrar á þing ungir menn og sitja þar til heilsuna brestur eða ellin er að færast yfir. Og allt er gert fyrir atkvæðið, svo komizt verði á næsta þing. Þar ætti að lögleiða að hver kona og karl, sem á þing fer, fái að sitja tvö kjör- tímabil og taka sér svo fri næstu tvö. Þá fengju þeir að gefa kost á sér að nýju. Þá kæmist ungt fólk, konur og karlar, með ferskar hug- myndir, sem þyrðu eitthvað að segja og gera. Þá snerist ekki allt um atkvæðið. % Brúa þarf foilið Launamál. Þar verður að brúa bilið milli þeirra hæst launuðu og þeirra lægstu: Það er ekki hægt að láta verkamanninn fá 3000 króna kauphækkun, þegar þeir hæst launuðu fá 30 þúsund króna hækkun. Allir ættu að fá sömu krónutölu á þessum verðbólgutímum. 0 Yfirsetufólk stofnifélag Ásta skrifar i framhaldi af bréfi frá Grétu um erfitt gamal- menni á heimili hennar, sem móðir hennar er bundin yfir: „Ég varð meira en lítið undr- andi yfir svari frá þér á dögunum, er ég hafði lesið bréf frá ungri stúlku, sem átti auðheyrilega við mikiar áhyggjur að stríða. En þú ert engin Tove Ditlevsen. En Grétu vil ég segja að þvi ver og miður eiga hún og móðir hennar þjáningarsystur svo hundruðum skiptir, en það er nú ekki mikil huggun eða bót. En hugsaðu þér bara, ef margar unglingsstúlkur hefðu þann skilning til að bera, eins og hún og tillitssemi gagn- vart móður sinni, þá stæðu margar konur á hennar aldri betur að vigi. Þetta ástand er svo gjörsamlega óþolandi, að það eru bara engin orð yfir það. Að fólk á bezta aldri skuli dæmt í fangelsi seinni hluta ævinnar. Það er ósanngjarnt gagnvart þessari kynslóð, sem nú er á miðjum aldri, og ól börnin sín upp án allra þeirra hjálpartækja, sem við höfum nú. Þegar svo hún er búin að koma börnunum upp, getur farið að strjúka um frjálst höfuð, taka gamalmennin við. Og það er oft svo, þótt um fjölmennar fjöl- skyldur sé að ræða að oftast er einn, sem fyrir valinu verður og situr uppi með það (gamal- mennið). Það eru stofnuð hundavina- félög, kattavinafélög og guð má vita hvað öll þau félög eru, sem sett eru á stofn. Væri nú ekki tími til kominn að þetta aumingja yfir- setu fólk stofnaði með sér félag? Það gæti e.t.v. létt svolitið undir hvað með öðru. Væri ekki nær að bæta við fullkomnum stofnunum fyrir gamla fólkið og láta þvi liða vel, í stað þess t.d. að fara að prjála brú yfir Borgarfjörðinn, þótt hún sé bráðnauðsynleg. En þeir eldast nú einnig sem að henni standa, ef guð lofar, og mætti segja mér að þeir yrðu hamingjusamari að geta átt góða og áhyggjulausa elli i notalegu umhverfi, I stað þess að aka eða láta aka sér fram og til baka yfir Borgarfjarðarbrúna. Að lokum vildi ég óska þess að hægt væri að uppræta þann hugs- unarhátt að afkomendur séu að borga gamla skuld. Það er nú bara svo, að enginn biður um til- veru sina. Ég bið svo að heilsa Grétu og óska móður hennar til hamingju með að eiga slíka dóttur." Velvakandi getur tekið undir það síðasta. Og raunar er það mis- skilningur að hann hafi ekki fulla samúð með móður og dóttur í erfiðum aðstæðum — bara líka svolitla samúð með ömmunni. Hugmynd Ástu er ekki svo vit- laus, það hjálpar oft að geta talað saman um sameiginlegt böl og fundið sameiginlega lausn, til að létta á erfiðleikunum. Hugsunar- hátturinn að borga gamla fólkinu er nú greinilega á undanhaldi hér sem annars staðar. 1 grein um fólksfjölgun i erlendu blaði las Velvakandi nýlega að ein af ástæðunum fyrir því að farið er að draga úr fólksfjölgun hjá þróuðu rikjunum, væri sú að með aukinni velferð og sameigin- legum tryggingum fyrir gamla fólkið, þá minnkaði áhugi unga fólksins á að eiga börn til að halla sér að í ellinni, og það drægi úr löngun fólks til að ala upp stóran barnahóp. Og enginn biður um tilveru sina, eins og Ásta segir. sögu, sagði hann, — Söguna um Doon og Minnu. Quadrant var sá eini sem bærði á sér. Hann rétti út höndina eftir jakka sem lá á koffortinu við hliðina á Helen Míssal. Svo tók hann guilsfgarettuveski upp úr jakkavasanum og kveikti sér f með eldspýtu. — Þegar Margaret Godfrey flutti hingað í fyrsta skíptið hóf Wex- ford máls, — var hún aðeins 16 ára. Hún hafði fengið gamaldags uppeldi og var þar af leiðandi hneykslunargjörn og siðavönd. Hún var hreint ekkert þroskuð stúlka heldur dálftið sveitaleg f öllum hugsunarhætti.... Eruð þér ekki sammála frú Missal? — Þér getið sjálfsagt orðað það svona.... — Til að leyna feimni sinni og vandræðum með sjálfa sig tók hún á sig eins konar gervi, ef svo má orða það og reyndi að sveipa sig dularhulu. Fyrir þá sem eru ástfangnir kann slíkt að vera heillandi. Og þannig áhrif hafði framkoma hennar að minnsta kosti á Doon. Doon hafði allt scm hugsazt gat, peninga, gott útlit. Ég efast ekki um að Mínna — en það var nafnið HÖGNI HREKKVÍSI V2 nautaskrokkar 398 kr. kg. Innifalið í verði útb. pökkun, merking. Unghænur 'VÍ'' 350 kr. kg. 10 stykki I kassa. ^ 'f Holdakjúklingar. — Grill kjúklingar. - Ali hænur — Kjúklingalæri og Kjúklingabringur. Nauga Bóg og Grillsteik 550 kr. kg. Nauta T. Bone 840 kr. kg. Nautasnitchel 1.100 kr. kg. Nauta Roast - Beef 980 kr. kg Folaldabuff 81 kr. kg. * * r I V," Hakkað kjöt Nautahakk 590 kr. kg. Kindahakk495 kr. kg. Folaldahakk 250 kr. kg. Saltkjötshakk 495 kr. kg Laugalœk 2, REYKJAVIK, Simi 3 50 20 Opið föstudaga kl. 8—7 Opið laugardaga kl. 7 —12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.