Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 Grótta lagði Val ÞAU ÓVÆNTU úrslit urðu i 1. deild íslandsmótsins i handknatt- leik karla i gærkvöldi, aS Grótta sigraði Val i leik liðanna I Iþrótta- húsinu i Hafnarfirði 26—19, eft- ir að staðan hafði verið 12—7 i hálfleik. Var leikurinn aðeins jafn til að byrja með en siðan náði Gróttuliðið afgerandi forystu. Það lék mjög skynsamlega og beið eftir færum sem oft gáfust hjá slakri Valsvörninni. Eftir leik- inn sagði Þórarinn Ragnarsson, þjálfari Gróttu, að leikmenn liðs- ins hefðu æft mjög vel að und- anfömu og væru staðráðnir i að halda sæti sinu i deildinni. Mörk Gróttu í leiknum i gær skoruðu: Árni Indriðason 7. Magnús Sig- urðsson 6. Björn Pétursson 4, Hörður M. Kristjánsson 3, Gunn- ar Lúðviksson 4, Georg Magnús- son 1, Björn Magnússon 1. Mörk Vals: Guðjón Magnússon 6. Jón Pétur Jónsson 4, Jón Karlsson 3, Þorbjörn Guðmundsson 2, Gisli Blöndal 2. Steindór Gunnarsson 1 og Gunnar Björnsson 1. Ftí vann Hauka FH SIGRAÐI Hauka 20—15 i leik liðanna I 1. deildar keppni fslandsmótsins i handknattleik t Hafnarfirði i gærkvöldi og stendur nú bezt að vigi i barátt- unni um fslandsmeistaratitilinn. Staðan i hálfleik var 11—8 fyrir FH. Leikur þessi var mjög slakur, sérstaklega af hálfu Haukanna sem áttu sinn lélegasta leik i vetur. Bezti maður leiksins var Birgir Finnbogason, markvörður FH, sem varði allan timann mjög vel. Mörk FH skoruðu: Viðar Simonarson 9, Guðmundur A. Stefánsson 5, Sæmundur Stefánsson 3, Geir Hallsteinsson 2, Ámi Guðjónsson 1, Mörk Hauka skoruðu: Hörður Sigmars- son 6, Svavar Geirsson 3, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 1, Sigurgeir Marteinsson 1, Ingimar Haraldsson 1. Rosi Mittermaier — leikur hún eftir afrek Sailers og Killys og hlýtur þrenn gullverðiaun I Alpagreinum á Olympfuleikum? Annað gnll Mittennaiers Frá Þórleifi Ólafssyni I Innsbruck: ROSI Mittermaier tókst að sigra f svigi kvenna i Lizum I dag. Varð hún aðeins 3/100 úr sekúndu á undan Claudia Giordani frá ftaliu, en þriðja f röðinni varð svo stúlka frá dverg- rikinu Lichtenstein, Hanny Wenzel að nafni. Þar með er Rosi Mitter- maier búin að vinna tvo gullverð- launapeninga á leikunum þar sem hún sigraði i bruni kvenna s.l. laugardag. Nú spyrja menn hér hvort Rosi takist hið ótrúlega — að sigra einnig i stórsvigi kvenna og hljóta þar með fjögur gullverðlaun, þvi ef hún sigrar i stórviginu þá hefur hún einnig unnið Alpaþrikeppnina. Rosi er nú örugglega einhver vin- sælasti keppandinn hér i Innsbruck og kemur þar margt til: Frábær iþróttakona, hefur aðlaðandi fram- komu og er almennileg við alla. auk varð dvalið í mið-Evrópu og æft og keppt, sagði Steinunn sem í vor lýkur landsprófi heima í Reykjavik. Steinunn er dóttir hjónanna Sæmundar Óskarssonar prófessors sem er mikill skíða- áhugamaður og Agústu Árngríms- dóttur. Systir Steinunnar, Ása Hrönn Sæmundsdóttir, er líka mikil skíðakona i sínum aldurs- flokki, en hún er 13 ára. Jórunn Viggósdóttir sem einnig tók þátt í svigkeppninni fór illa út úr henni, eins og margar aðrar skíðakonur. Hún krosslagði skíðin þegar í 5. hliði og féll við það. — Ég veit ekki hvort þetta var klaufaskapur eða ekki, en ég hef átt það til á æfingum að undan- förnu að krossa skiðin. Um ástæðuna veit ég ekki, sagði Jórunn við Morgunblaðið. Eftir að keppninni í svigi lauk í gær ræddi Morgunblaðið lítillega við Hákon Ólafsson, formann Skíðasambands íslands og aðal- fararstjóra íslenzka Olympíuliðs- ins. Hákon var að vonum ánægður eftir hina ágætu frammistöðu Steinunnar í keppninni og sagði hann, að árangur hennar og Halldórs Mattiassonar í 15 kílómetra skiðagöngunni hefði sannað, að Islendingar hefðu gert rétt í að senda þátttakendur á þessa vetrarólympíuleika. — Það var stundum sagt við mig, sagði Hákon Ólafsson, að það væri bölvuð vitleysa að vera að senda kvenfólk i keppni á leikun- um, — slikt væri aðeins sóun fjár- muna. Steinunn hefur bærilega afsannað slík ummæli með frammistöðu sinni i dag. Hákon sagði að árangur Stein- unnar nú væri sennilega annar bezti árangur sem Islendingur Steinunn Sæmundsdóttir hefði náð á skíðum fyrr og siðar. Eysteinn Þórðarson varð 12. í svigi á ólympíuleikunum I Banda- rikjunum 1960. Ekki væri þó fylli- lega hægt að bera það saman við árangur Steinunnar nú, þar sem mjög mikil framþróun hefði orðið f skíðaíþróttinni, sem og í öðrum íþróttagreinum og samkeppnin væri nú orðin enn harðari en hún var þá, og breiddin meiri. Hákon ?agði, að stúlkurnar ættu eftir að keppa i "tórsviginu og strákarnir í svigi. — Svigið er yfirleitt betri grein hjá strákunum og þvi er óhætt að gera sér vonir um góða frammi- stöðu þeirra þar, sagði Hákon. Fróðlegt verður einnig að fylgjast með árangri stúlknanna í stórsvigskeppninni, en sennilega verður þar við rammari reip að draga en i sviginu. þess sem hún er sérstaklega falleg stúlka. Fram til þessa hefur engri konu tekizt að vinna gull i bruni, svigi og stórsvigi á Ólympíuleikum. Hins vegar hefur tveimur karlmönnum tekizt þetta og eru það þeir Toni Sailer frá Austur- riki sem nú er aðalþjálfari Austurrlkis- manna, en hann sigraði i Cortina 1956, og Frakkinn Jean Claude Killy, sem sigraði I Grenoble 1 968 Vestur-þýzku stúlkurnar voru i miklum ham í sviginu I dag. Af sjö fyrstu voru þrjár vestur-þýzkar. Stein- unn Sæmundsdóttir var fremst allra Norðurlandastúlkna, en finnska stúlkan Riitta Ollikka varð næst á eftir henni, I sautjánda sæti Helzta von Norðmanna i þessari grein, Torill Fro- land, datt út úr keppninni. Svigkeppnin var gifurlega spennandi Eftir fyrri umferðina hafði Pamela Behr frá Vestur-Þýzkalandi bezta tlmann, 46,48 sek. Þá kom Rosi Mittermaier með 46,77 sek., Danielle Deberhard frá Frakklandi var með 46,86 sek og Claudia Giordani frá (tallu var með 46,87 sek. Af þeim sem höðfu bezta tíma úr fyrri ferðinni fór Pamela Behr fyrst af stað. Hún virtist ekki þora að' taka neina áhættu sem llklega kostaði hana gull eða silfur Hún náði timanum 45,63 sek. og samanlagt 1:32,31 mln. Nokkru siðar lagði Hanny Wenzel af stað og virtist hún I upphafi stað ráðin í að ná I verðlaun. Sumstaðar I brautinni fór hún mjög glæfralega en samt sýndi hún jafnan öryggi og fékk timann 44,45 sek. og samanlagt 1:32,20 min. Þá kom Rosi Mitter- maier, Hún fór brautinaaf miklu öryggi og var óspart hvött af löndum sinum og fleiri áhorfendum, Rosi komst klakklaust gegnum öll hliðin, en þau voru 51, og náði 43,77 sek. sem var bezti tíminn sem náðist í brautinni. Samanlagður timi hennar úr báðum ferðunum var því 1:30,54 min. ítalska stúlkan Claudia Giordani kom I mark á tlrrianum 44,00 sek og náði þvl samanlögðum tima 1:30,87 min, eða rúmlega 3/100 úr sek lakari tima en Mittermaier. Þegar áhorfendum var Ijóst að Mittermaier var orðin sigurvegari I svigi eins og i bruni ætlaði allt að tryllast. Þjóðverjar voru eðlilega fremstir i flokki, dönsuðu þeir um svæðið, kysstust og sungu í kór „Rosi- Rosi'. Fréttamenn og Ijósmyndarar ruddust að Mittermaier og munari minnstu að hún yrði troðin undir í látunum. Einhver hugulsamur Þjóðverji rétti henni stórkostlega stór- an og fallegan blómvönd, en þegar Rosi komst út úr þvögunni seint og um siðir var aðeins eitt blómið eftir. Hin voru rifin af henni Loksins þegar stúlkurnar þrjár komust á verðlauna- pallinn var sprautað yfir þær kampa- vini og hefur þeim sjálfsagt ekki liðið alltof vel eftir sllkt bað. Loks gull til Norðmanna I gær kom loksins að þvl að Norðmenn unnu gullverðlaun á Ólympluleikunum í Innsbruck. Sten Stensen sigraði i 5000 metra skautahlaupinu með nokkrum yfirburðum og hefur hann vafalaust verið vinsælasti maður Noregs f gær, en meiri hluti þjóðarinnar fylgdist með keppninni f beinni ðtsendingu norska sjónvarpsins. Sten Stensen hljóp á 7:24,48 min., en tókst ekki að hnekkja Ólymptu- metinu en það er 7:23,61 min., sett af þeim fræga kappa Ard Schenk á Ólvmpfuleikunum f Sapporo 1972. Sten Stensen setti nú i janúar nýtt heimsmet f 10.000 metra skautahlaupi á móti sem fram fór I Ósló og hljóp þá vegalengd á 14:50,51 mfn. Eftir það mátti ljóst vera, að hann myndi eiga möguleika á því að verða atkvæðamikill í Innsbruck. En eftir vonbrigði und- anfarna daga var það álit fjöfmargra Norðmanna sem komu sem áhorfendur til Innsbruck, að gæfan hefði algjörlega snúið bakinu við Norðmönnum og þeir myndu ekkert gufl hljóta á þessum feikum. En Stensen afsannaði alfar slfkar kenningar. og Norðmenn eru nú búnir að fá móðinn aftur og gera sér vonir um fleiri góðmálma á feikjunum. Strax I fyrsta hfaupinu I gærmorgun náðist mjög góður árangur er Svfinn Sandel hljóp á 7:39,69 mfnútum. Stóð það afrek ekki lengi þvf f öðrum riðli hfjóp Hollendingurinn Hans van Heiden, sem nefndur hefur verið arftaki Ard Schenk. Stikaði hann stórum og kom f markið á 7:26,54 mfnútum, sem að margra dómi átti að nægja honum til sigurs. Sten Stensen hljóp svo f þriðja riðli. Hann fór fremur hægt af stað en jók sfðan ferðina og um mitt hlaupið var hann kominn með betri millitfma en Helden og þegar 2/3 hlutar hlaupsins voru búnir hjá honum var ljóst að hann myndi bæta árangur Hollendingsins nema eitthvað óvænt kæmi fyrir. Ekkert slHit kom upp á og Stensen kom f markið á 7:24,48 mfn. 1 næsta riðli náði svo Piet Kleine frá Holiandi enn betri tfma en landi hans og komst f annað sætið. 31 Svig kvenna SIGURVEGARAR I svigi kvenna é Ólympiuleikunum i Innsbruck i gsr urðu eftirtaldar: R. Mittermaier. V-Þýzkal. 1:30,54 C. Giordani, ítaliu 1:30,87 H. Wenzel. Lichtst. 1:32,20 D. Debernard. Frakkl. 132,24 P. Behr, V-Þýzkal. 1:32,31 S. Cochrane, Bandar. 1:33,34 C. Hofmeister, V-Þýzkal. 1:33,72 W. Bieler, ítaliu 1:35,66 D. Kuzmanova, Tékkéslv. 1:35.70 M. Seaton, Bandar. 1:37,87 5000 m skautahlaup Sten Stensen, Noregí 7:24,48 Piet Kleine, Hollandi 7:26,47 Hans van Helden, Hollandi 7:26,54 Victor Varlamov, Sovétr. 7:30.97 Klaus Wunderlich, V-Þýzkal. 7:33,82 Dan Carroll, Bandar. 7:36.46 Vladimir Ivanov, Sovétr. 7:37.73 Göran Sandler. Svlþj. 7:39.69 Jan Egil Storholt, Noregi 7:40,06 Colin Coates, Ástral. 7:41.27 Young-Ha Lee, S-Kóreu 7:44,21 Mike Woods, Bandar. 7:48,08 Amud Sjöbrend, Noregi 7:48,28 4x10 km ganga Sveit: Finnlands 2:07,59,72 Noregs 2:09.58,63 Sovétrikjanna 2:10,51,46 Svíþjóðar 2:11,16.88 Sviss 2:11,28,53 Bandarikjanna 2:11,41.35 italiu 2:12.07,12 Austurrikis 2:12,22,80 V-Þýzkalands 2:12,38,96 Tékkóslóvakiu 2:12,43,29 Frakklands 2:13.05.26 Kanada 2:15,31,85 Póllands 2:16.06,63 Búlgariu 2:19.45,66 Skipting verðlauna EFTIR keppni gærdagsins á Ólympiuleikunum i Innsbruck var skipting verSlauna sem hér segir: G S B Sovétrfkin 10 4 7 A-Þýzkaland 6 4 3 V-Þýzkaland 2 4 1 Finnland 2 2 1 Bandarikin 1 3 4 Sviss 1 2 1 Austurriki 1 1 2 Noregur 1 1 1 Italia 0 1 1 Holland 0 1 1 Kanada 0 1 0 Sviþjóð 0 0 1 Lichtenstein 0 0 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.