Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 3 Merkj asöludagur Kvennadeildar r SVFI á morgun Einleikur á klarinettu með Sinfóníunni Frá jarðskjálftasvæðunum f Guatemala. Um hálf milljón komin 1 Guatemala-söfnunina Á MORGUN, föstudag, verður ár- legur merkjasöludagur Kvenna- deildar Slysavarnafélags Islands I Reykjavfk. Allt frá stofnun kvennadeildarinnar fyrir 45 ár- um hefur deildin tileinkað sér Góudaginn fyrir merkjasölu sfna, en nú verður brugðið út af þeirri venju. Reykvfkingar hafa ávallt sýnt Kvennadeiid SVFl mikla velvild og tekið merkjasölu deildarinnar vel. AHur ágóði af merkjasölunni rennur til styrktar slysavarna- og björgunarstarfs 10. REGLULEGU tónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar eru haldnir í Háskólabíói fimmtudag- inn 12. febrúar klukkan 20.30. Efnisskráin er eins og hér segir: Bach: Brandenborgarkonsert nr. 3 Weber: Concertino 1 Es-dúr M. Seiber: Concertino Dvorak: Sinfónia nr. 7 Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. John McGaw Klíarinettuleikari á æfingu 1 Háskólabfói f gær. Skeiðsfoss - nýtt skip EÍ SVFl, en sveitin hefur lagt á það megin áherslu að búa björgunar- sveitirnar um land allt sem best- um búnaði. Merkin verða afhent f barnaskólum borgarinnar, f versluninni Holt á Skólavörðustfg og I SVFl húsinu á Grandagarði frá kl. 10.00 f.h. á sjálfan merkja- söludaginn og eru merkjasölu- börn hvött til að klæða sig vel. Merkið kostar kr. 100.00 og fá sölubörn sölulaun, auk þess sem 20 söluhæstu börnin verða verð- launuð sérstaklega. Stjórnandi er Karsten Ander- sen, aðalhljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar, og einleikari á klarinettu er John McCaw. JOHN MCCAW fæddist i Dunedin á Nýja-Sjálandi þar sem hann fékk fyrstu tónlistarmenntun sína. Hann stundaði framhalds- nám hjá Frederic Thurston í London og var skömmu siðar boð- ið starf við Fílharmóniuhljóm- sveit Lundúna þar sem hann varð fyrsti kiarinettuleikari næstu átta árin, en árið 1966 réðst hann til nýju Fílharmóníuhljómsveitar- innar þar sem hann starfar enn. John McCaw hefur leikið einleik með enskum hljómsveitum viða um Evrópu og Ameríku, þar sem hann hefur verið gestaprófessor við nokkra háskóla á undanförn- um árum. Þá hafa hljóðritanir hans með Holbrookkvintettinum og Deilmekvartettinum fengið mjög góða dóma. John McCaw er mjög eftirsóttur kennari, og hafa fjórir islenzkir klarinettuleikarar notið leiðsagn- ar hans, þeir Gunnar Egilsson, Þórir Þórisson, Einar Jóhannes- son og Óskar Ingólfsson. Sá síðast- nefndi er við nám hjá honum sem stendur. SÖFNUN Rauða kross Islands vegna bágstaddra á jarðskjálfta- svæðunum 1 Guatemala hefur I gengið allvel og f gær hafði safn- azt um hálf milljón króna hér á landi. Söfnunin hófst á laugar- daginn og ákvað stjórn Rauða kross Islands að veita þegar 250 þúsund og var sú upphæð send til aðalstöðva Rauða krossins í Ziir- ich. t rauninni lýkur söfnuninni á morgun þvf bankastofnanir eru lokaðar laugardag og sunnudag. Glrónúmer Rauða krossins er 90000. Skipuleggjendur hjálparstarfs- ins Guatemala hafa áætlað að 660 milijónir króna séu nauðsyn- legar til að hægt sé að inna nauð- synlegt hjálparstarf af hendi. Samkvæmt fréttum, sem Rauða krossi Islands bárust í gær, höfðu þá safnazt um 300 milljónir króna. ,Viðurkenning á starfi hinna hugrökku ís- lenzku sjómanna RITARA Sjómannafélags Reykjavfkur barst nýlega bréf frá enskum lækni ásamt peningagjöf. t bréfinu segir að peningagjöf þessi sé viður- kenning á starfi hinna hug- rökku íslenzku sjómanna. 1 lok bréfsins segir: „það eru margir hér í Bretlandi, sem hafa samúð með ykkur i bar- áttunni fyrir Iffstilveru ykkar.“ Allt með rólegra móti við Mývatn „ÞAÐ ER miklu minni virkni á mælunum núna en hefur verið að undanförnu," sagði Jón 111- ugason oddviti í Mývatnssveit þegar Morgunblaðið ræddi við hann i gær. Sagði Jón, að snarpir jarðskjálftar fyndust varla lengur. 1 fyrrakvöld hefði komið einn kippur en hann verið vægur. „Fólk er hér farið að jafna sig á þessu öllu,“ sagði Jón. Ennþá síga vegir í Kelduhverfi ENNÞA sfga vegir f Keldu- hverfi að sögn Arnkels Einars- sonar vegaeftirlitsmanns. Er nákvæmlega fvlgzt með breyt- ingum og bætt í vegina ef þörf krefur. Sagði Arnkell, að veg- um yrði lokað ef nauðsvn væri talin á því. Af færð á landinu var það að frétta að allir aðalvegir eru færir nema hvað Holtavörðu- heiði er ófær. Töluverður lausasnjór er á vegum á Vest- urlandi og viðast er mikill snjór við vegi þannig að færð getur spillzt á skammri stundu ef vind hreyfir eitthvað að ráði. SKIPIÐ „NORDIC", sem Eim- skipafélag Reykjavfkur keypti nýverið f Þýzkalandi, var afhent félaginu f gær, 11. febrúar, f Brake. Viggó E. Maack skipaverk- fræðingur og Atli Helgason skip- stjóri veittu skipinu viðtöku fyrir hönd Eimskipafélags Reykjavfk- ur. Hefur skipinu verið gefið nafnið „SKEIÐSFOSS“ eftir sam- nefndum fossi f Austur-FIjótum f Skagafirði. M.s. „SKEIÐFOSS" er smíðað- ur árið 1967 hjá skipasmíðastöð- inni C. Liihring í Brake í Þýzka- landi. Hann er 774 brúttótonn að stærð og er lestarrými 110 þúsund teningsfet. Ganghraði er um 13,5 sjómílur. Skipið er væntanlegt til Reykja- vikur um 23. febrúar. r Isafjörður, Bolungar- vík, Súðavík: Sameinast um sorpeyðingarofn Þrju bæjarfélög á Vestf jörðum, lsafjörður, Bolungarvfk og Súða- vfk, eru um þessar mundir að koma upp sameiginlegri sorpeyð- ingarstöð. Er hér um að ræða ofn sem á að geta annað 6000 manna byggð, en á stöðunum þremur búa nú um 4400 manns. Áætlaður kostnaður við kaupin er um 18 milljónir króna og er skipting kostnaðar miðuð við íbúatölu sveitarfélaganna. Sorpeyðingarofninn verður á Skarfaskeri við Hnífsdal. Sagði Framhald á bls. 18 LaugagrGgi □ ENN BETRI KJÖR, EN Á VETRARÚTSÖLUIMIMI □ ALLT NÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR □ ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL □ LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA v' :• TÍZKUVERZLUN*f)NGA FOLKSINS fa KARNABÆR •mmJ* Útsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.