Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 Stakkur hf. reisir nýtt og fullkom- ið saltfiskverkunarhús í Eyjum Undankeppni Reykjavfkur- mótsins í sveitakeppni er nú vel hálfnuð, en sl. þriðjudag voru spilaðar tvær umferðir. Staða efstu sveita er nú þessi: Sveit Stefáns Guðjohnsens 119 Jóns Hjaltasonar 117 Hjalta Elíassonar 103 Ölafs Lárussonar 91 Jóns Baldurssonar 82 Ölafs H. Ólafssonar 61 Braga Jónssonar 58 Næstu tvær umferðir verða spilaðar á þriðjudaginn kemur. Spilað er I Domus Medica og hefst spilamennskan klukkan 20. X X X X Ákveðið er að halda Suður- landsmót I bridge, sem jafnframt er undankeppni fyrir Islandsmót. Spilað verður i Landsbankasaln- um á Selfossi dagana 21.—22. febrúar. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 18. febrúar til Kristjáns Jónssonar, Víði- völlum 24, sími 1494. X X X X Bridgefélag Borgarness Nýlega er lokið tvimennings- keppni hjá félaginu. 16 pör tóku þátt í keppninni og urðu þessir efstir: Jón Einarsson — Baldur Bjarnason 1232 Eyjólfur Magnússon — Rúnar Ragnarsson 1188 Unnsteinn Arason — Guðjón Pálsson 1123 Hólmsteinn Arason — Guðjón Karlsson 1118 Meðalskor: 1080 stig. Sveitakeppni hefst fimmtu- daginn 12. febr. n.k. X X X X Frá Bridgefélagi Stykkishólms Aðalfundur Bridgefélags Stykkishólms var haldinn nýlega. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Magnús Þórðarson for- Fiskverkunarstöðin Stakkur h.f. Vestmannaeyjum, hefur nýlega lokið við nýbyggingu sfna en sem kunnugt er var fyrra húsnæði félagsins fyrsta atvinnuhúsnæðið er fór undir hraun 1973. Nýbygg- ing þessi er nær öll á einni hæð 1.800 fm og 10.000 rúmm. Fyrsti visir að þurrkhúsi var reistur i Vestmannaeyjum 1929 og nefndist félagið Freyr h.f. og síðar Grettir. Núverandi félag, Stakkur h.f., tók við af Gretti 1941 og hefur annast reksturinn siðan. Þegar i upphafi ákvörðunar um endurbyggingu atvinnuhús- næðisins var ákveðið að það skyldi i einu og öllu fylgja ströngustu nútímakröfum varðandi gerð og búnað. Grunn- skipulag og fyrirkomulag er að norskri fyrirmynd. Upphafleg kostnaðaráætlun var kr. 90 milljónir, en senn hefur verið unnið fyrir 100 milljónir og full- frágengið er áætlað að kostnaður verði um 123 milljónir. Aðalþurrkunarvélin er norsk frá Raufoss-verksmiðjunum og fyrirhugað er að setja upp þurrk- klefa af Pyro-gerð og með þeim búnaði verður hægt að þurrka um 1500 tonn á ári. Aðaiverktaki við smíði hússins var ístak h.f. Reykjavík. Undir- verktakar voru: Rafhönnun, Reykjavík, sá um rafteikningar, Neisti sá um raflagnir, Vélaverk- stæðið Þór h.f. sá um alla smíði úr járni og áli og uppsetningu véla. NippiII sá um vatns-og loftrása- lagnir og hreinlætistæki, tré- smfðar önnuðust Sigurður Sig- urðsson og Tréverk uppsetningu kælibúnaðar annaðist Sveinn Jónsson, Reykjavík. Guðjón Ólafs- son frá Gíslholti sá um gerð vegg- mynda á forhlið hússins (tvær myndir 3x9 m hvor). Eftirlit með byggingunni annaðist framkvæmdastjóri Stakks h.f., Símon Kristjánsson. Þegar vinsla verður komin í fullan gang er gert ráð fyrir að um 10 manns vinni við fyrirtækið að vöskun, þurrkun og pökkun. Tízkuverzlunin Guörún, Rauðarárstíg 1,sími 15077 Okkar árlega vetrarútsala hefst á morgun fimmtudag Terylene kápur Terylene jakkar Flauelskjólar Ullarkjólar Jerseykjólar Blússur Rúllukragapeysur Peysusett. Pils Síðbuxur Nú er tækifæri að eignast góðan fatnað á gjafverði. UTSALA—UTSALA Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónasson. Nýja þurrkhúsið þar sem það stendur inni f Botni. t baksýn má sjá hraunið við innsiglinguna, en undir það hraun fór gamla þurrkhús Stakks. Þurr saltfiskurinn tekinn út úr hinni nýju og fullkomnu saltfisk- verkunarvél. maður, Halldór S. Magnússon varaformaður, Hörður Finnsson ritari, Sigurbjörg Jóhannsdóttir gjaldkeri og Guðni Friðriksson áhaldavörður. Það sem af er þessum vetri hefur starf félagsins verið líflegt. Spilað hefur verið reglulega á mánudagskvöldum, en auk þess hafa sveitir úr félaginu tekið þátt í keppni við sveitir úr öðrum félögum. Fyrir áramót fóru fram tvímenningskeppni og sveitar- keppni sem sex sveitir tóku þátt í. 1 tvímenningskeppni urðu úrslit þessi: Iris Jóhannsdóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir 681 Ellert Kristinsson og Halldór S. Magnússon 674 Kjartan Guðmundsson og Steinþór V. Þorvarðarson 655 Guðmundur Eiðsson og Kristinn Friðriksson 651 Halldór Jónasson og ísleifur Jónsson 647 Meóalskor var 624 stig. I sveitarkeppninni (bikar- keppni) urðu úrslit þau að sveit Ellerts Kristinssonar fór með sig- ur af hólmi, hlaut 66 stig. Auk Ellerts skipuðu sveitina: Halldór S. Magnússon, Magnús Þórðarson og Ólafur Már Magnússon. 1 öðru sæti varð sveit Leifs Jóhannes- sonar með 56 stig og í 3. sæti sveit ísleifs Jónssonar með 52 stig. Nú stendur yfir fimm kvölda tvímenningskeppni, en að henni lokinni mun verða háð sveitar- keppni þriggja kvölda, þar sem pör verða dregin saman í sveitir. Að því loknu er áformuð einmenningskeppni, sem væntan- lega verður firmakeppni. Tvær sveitir frá Bridgefélagi Stykkishólms munu taka þátt í keppni við sveitir frá Akranesi og Borgarnesi um rétt til þátttöku í undanúrslitum íslandsmóts f sveitarkeppni, en þann rétt öðluð- ust þær eftir keppni sveita af Snæfellsnesi. A.G.R. Skipstjórar — útgerðarmenn Fyrir allar skipastærðir: Al-sjálfvirkar LORAN-C. Sýnir báðar tölurnar stöðugt. Truflanadeyfar — styrkmælir Ijós. aðvörunar- •ur-i LORÍN C RECEIÍER LOP-7 “OOEL TL-810 i * : sasn 1 2 í * 1 Vegna hagkvæmra innkaupa, getum við boðið hagstæðasta verðið. Takmarkið er: Loran C í alla báta. Kristján Ó. Skagfjörð Tæknideild Ráðgefandi í sjávarutvegi. Mólmsgötu 4, Örfirisey, sími 24120 innanhússími 007. Ásgrímsmálverk Til sölu vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson úr Húsafelli. Stærð 650 X 950 mm. Uppl. í síma 43364 eftir kl. 1 9.00. Kaupmenn — Kaupfélög Höfum á lager úrvals amerískar gular hálf- baunir fyrir sprengidaginn. O. Johnson og Kaaber h.f. Brook rafmótorar fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum: 1 /4 hp, 1 /2 hp, 3/4 hp, 1 hp, 3 hp. Mjög hagstætt verð. Ólafur Gíslason og c/o h.f., Sundaborg, sími 84800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.