Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 5 75 ára: Gunnar Bjarnason GUNNAR Bjarnason verk- fræðingur og fyrrverandi skóla- stjóri Vélskóla tslands á 75 ára afmæli f dag. Gunnar er innfædd- ur Reykvfkingur og mörgum kunnur. Á striðsárunum rak hann stórt byggingar- og verktakafyrirtæki í Reykjavik. 1948 gerðist hann kennari við Vélskóla Islands og varð skólastjóri hans 1955. Starfaði hann við skólann í rúmlega aldarfjórðung, unz hann lét af störfum þar vegna reglna um starfsaldur embættismanna fyrir fimm árum síðan. Gunnar undirbjó jafnframt stofnun Tækniskóla tslands og stjórnaði undirbúningsdeild skólans í upphafi. Síðustu árin hefur Gunnar unnið ötullega aó því að kynna notkun svartolíu i stað gasoliu og er nú formaður svartoliunefndar sem er stjórn- skipuð nefnd. Gunnar hefur tekió mikinn og virkan þátt i félagsstarfsemi, ekki sízt viðkomandi málefnum stangveiðimanna. Hann hefur verið formaður SVFR og í stjórn Landssambands stangveiði- manna. Gunnar tekur á móti gestum i samkomusal Stangveiðifélags Reykjavíkur að Háaleitisbraut 68 í dag frá klukkan 16.30—19.00. Vitni vantar að ákeyrsl- um og árekstrum SLYSARANNSÓKNADEILD lög- reglunnar hefur beðið Morgun- blaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum árekstrum og ákeyrslum. Sími deildarinnar er 10200. Föstudaginn 6. febr. 1976 var ekið á bifreiðina R-17077, sem er Ffat fólksbifreið, rauð að Iit, þar sem hún stóð á bifreiðastæði aust- an við húsið Tjarnargötu 30, á tímabilinu milli kl. 07:30 og 17:00. — Var vinstra frambretti dældað. — Sjá mátti grænan lit í dæld- inni. Föstudaginn 6. febr. 1976 var ekið á bifreiðina Y-864 þar sem hún stóð á Dragavegi. — Bifreiðin er Chevrolet Malibu fólksbifreið, árgerð 1972, brún að lit. — Mun þetta hafa gerzt aðfararnótt föstu- dags. Skemmdir voru á vinstra frambretti. Laugardaginn 7. febr. 1976 var ekið á bifreiðina Z-877 þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Hraunbæ 70 á tímabilinu milli kl. 17:30 og 22:00. Bifreiðin er Mercury fólksbifreið, árgerð 1967, græn að lit með svartan viniltopp. Skemmdir voru á vinstri hurð, dælduð. Sunnudaginn 8. febr. 1976 var ekið á bifreiðina Y-2989 þar sem hún stóð á bifreiðastæðinu við Tónabió milli kl. 21:00 og 23:00. — Bifreiðin er Austin Mini fólks- bifreið, rauð að lit. — Skemmdir voru á kistuloki og er sverta í skemmdinni eins og eftir höggvaragúmí. Sunnudaginn 8. febr. 1976 var ekið á bifreiðina R-36388 þar sem hún stóð á bifreiðastæði á Asgarði framan við hús nr. 40, á tfma- bilinu frá kl. 17:00 laugardaginn 7. febr. til kl. 15:30 sunnudaginn 8. febr. Bifreiðin er Fíat fólksbif- reið, blá að lit. — Skemmdir voru á vinstra afturbretti og hurð. Mánudaginn 9. febr. 1976 var ekið á bifreiðina R-21514 þar sem hún stóð á bifreiðastæði við Borgarspítalann. Bifreiðin er Datsun fólksbifreið, gul að lit, ár- gerð 1973. — Skemmdir voru á hægri hurð. Mánudaginn 30. jan. 1976 milli kl. 17:00 og 17:30 varð árekstur milli bifreiðanna G-9886, sem er Sumbeam-fólksbifreið, græn að lit, og R-35110, sem er Land Rover-jeppabifreið, á Vatnsstíg við Hverfisgötu. Er óskað eftir að vitni að árekstri þessum gefi sig frám ef til eru. Þriðjudaginn 10. febr. 1976 var ekið á bifreiðina R-33072 þar sem hún stóð á Öldugötu við hús nr. 33, á tímabilinu milli kl. 19:00 og 01:30. Bifreiðin er Fíat fólksbif- reið, gul að lit, árgerð 1974. — Skemmdir voru á vinstri hlið bifreiðarinnar. Nýr formaður í Félagi vefnaðarvörukaupmanna AÐALFUNDUR Félags vefnaðar- vörukaupmanna var haldinn í Baðstofu kaupmanna að Marar- götu 2,22. janúars.l. Sigurður E. Haraldsson. Formaður félagsins, Sveinbjörn Arnason, setti fundinn og stýrði honum, en fundarritari var kjör- inn Björn Pétursson. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar og í lok hennar gat hann þess að hann gæfi ekki lengur kost á sér sem formaður félagsins. Sveinbjörn hefur starf- að vel og lengi fyrir vefnaðar- vörukaupmenn, en hann rekur eina þekktustu fataverzlun í borg- inni, Fatabúðina að Skólavörðu- stíg 21 a. Formaður var kjörinn Sigurður E. Haraldsson og meðstjórnendur Garðar Siggeirsson og Erla Wiegelund. Varamenn voru kjörin þau Margrét Agústsdóttir og Guðlaug- ur Bergmann. Fyrir í stjórninni eru Sóley Þorsteinsdóttir og Andreas Bergmann. Fulltrúi i fulltrúaráð Kaup- mannasamtaka Islands var kjör- inn Garðar Siggeirsson og vara- maður hans Erla Wigelund. Þegar dixielandband félaga úr AA I Eyjum birtist I salnum fór mikill kliður um salinn vegna kroppanna. Öflugt starf AA í AA-SAMTÖKIN í Vestmanna- eyjum efna til opins fundar í kvöld, fimmtudagskvöld, í Félagsheimilinu í Eyjum, en starf samtakanna þar hefur verið mjög mikið og árangursríkt. Á þorrablóti AA í Eyjum í janúarlok voru á þriðja hundrað félagar og gestir þeirra. Vindropi var ekki til í húsinu, en skemmtunin þótti með þeim fjörugustu, sem haldnar hafa verið um árabil í Eyjum og er þó sitthvað til í þeim efnum þar. Meðfylgjandi myndir eru frá þorablótinu. Þann 3. feb s.l. fóru 10 félagar samtak- anna í heimsókn í alla bekki gagnfræðaskólans í Eyjum og vakti heimsókn þeirra Sigurgeir Ólafsson — Siggi vldó — einn af góðkunnum skipstjór- um Vestmannaeyja var leynigest- ur þorrablótsins og I sérstaklega skreyttum veizluklæðum. mikla athygli skólanema og jákvæðar undirtektir í um- ræðum um áfenqisvanda- málið. AA-deildin í Eyjum var stofnuð fyrir 6 árum með fáum félögum, en félögum hefur fjölgað mikið og einnig hefur fólk, sem ekki hefur átt við áfengisvandamál að stríða tekið þátt í starfi hennar. Vestmannaeyjabær í samráði við Viðlagasjóð af- henti samtökunum fyrir stuttu afnot af einbýlishúsi við Heimagötu 24 sem viður- kenningu fyrir árangursríkt starf og mikilvægt. AA-samtökin I Eyjum hvetja þá, sem áhuga hafa, til að koma á opna fundinn I Félagsheimilinu í kvöld á.j, Opinn kynningarfundur í kvöld AA samtokin hafa gert mikið átak I baráttunni við áfengis- bölið, en þessi mynd var tekin á þorrablóti AA i Eyjum, þegar einn félaga var að spreyta sig á annars konar átaki. Eyjum RAFMÓTORAR GÍRMÓTORAR Eigum aö jafnaði fyrirliggjandi: GÍRMÓTORA ’/3—IV2 hestöfl. 37, 57 og 68 sn./mín. 220/380 volt, 3ja fasa. VANALEGA VATNS- ÞÉTTA RAFMÓTORA '/3—2 hestöfl 1 fasa. V2—10 hestöfl 3ja fasa. 1500 sn/min. Útvegum allar stærðir mótora og veitum tæknilega aðstoð FÁLKINN véladeild Suðurlandsbraut 8 Sími 8-46-70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.