Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976
fJtnrisíimlíJ&foifo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80
Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið.
essa dagana sitja
samninganefndir sjó-
manna og útgerðarmanna,
almennu verkalýðsfélag-
anna og vinnuveitenda á
stöðugum fundum til þess
að reyna að komast að sam-
komulagi um nýja kjara-
samninga. Að sjálfsögðu er
um það rætt í þessum við-
ræðum, hvort grundvöllur
sé til raunverulegra kjara-
bóta og þá hve mikilla.
Auðvitað erþað eðlilegtað
verkalýðssamtökin knýi á
um kjarabætur. Kaupmátt-
ur launa hefur rýrnað
verulega á undanförnum
misserum og ekki við öðru
að búast en að hagsmuna-
samtök launafólks vilji ná
fram betri hlut fyrir sitt
fólk. Á hinn bóginn er það
ljóst, að rekstrarafkoma
helztu atvinnugreina
landsmanna hefur á þessu
erfiðleikatímabili, sem
hófst á árinu 1974, verið
mjög bágborin og veruleg-
ar þrengingar eru hjá lang-
flestum atvinnufyrir-
tækjum í landinu. Þess
vegna þarf engum að koma
á óvart, þótt atvinnuveg-
irnir telji sig ekki geta
greitt hærra kaupgjald svo
nokkru nemi.
Það er einmitt vegna
þess, að báöir samningsað-
ilar hafa gert sér þessa
staðreynd ljósa, að þeir
hafa sameinazt um ákveðn-
ar óskir til ríkisstjórnar-
innar til þess að greiða fyr-
ir samningum. Ríkisstjórn-
in hefur aó vísu ekki gefið
endanleg svör við þessum
óskalista aðila vinnumark-
aðarins en eins og Geir
Hallgrímsson forsætisráð
herra, benti réttilega á i
viðtali við Morgunblaðið
fyrir nokkrum dögum, býr
ríkisstjórnin ekki yfir
neinum töfraráðum í þess-
um efnum. Hinar erfiðu að-
stæður í efnahagsmálum
valda því, að svigrúm ríkis-
stjórnarinnar til þess að
gera einhverjar þær ráð-
stafanir, sem auðveldað
gætu gerð kjarasamninga,
er mjög naumt, þótt óhikað
megi fullyrða, að viljinn er
fyrir hendi.
Það er kannski ekki úr
vegi að rifja upp, hver er
forsenda raunverulegra
kjarabóta. Hún er að sjálf-
sögðu sú, að ytri skilyrði
þjóðarbúsins hafi batnað
mjög verulega frá því að
síðustu kjarasamningar
voru gerðir, og er þá átt við
hækkandi verðlag á út-
flutningsvörum okkar,
stóraukna framleiðslu og
betri. sölumöguleika. En
slikum batnandi ytri skil-
yrðum er því miður ekki til
að dreifa. Þannig liggur nú
fyrir, að þróun útflutnings
á árinu 1975 er mun óhag-
stæðari en gert hafði verið
ráð fyrir snemma ársins.
T.d. má geta þess, að vöru-
útflutningur jókst á síðasta
ári um aðeins 4% að magni
en í spám á síðastliðnu
sumri hafði verið gert ráð
fyrir helmingi meiri magn-
aukningu. Þessi litla aukn-
ing útflutnings stafar af
minni framleiðslu og meiri
sölutregðu en gert hafði
verið ráð fyrir. Hækkandi
verðlag hefur heldur ekki
komið til sögunnar þvi að á
árinu 1975 hækkaði út-
flutningsverð ekki, heldur
lækkaði um 11% , sem var
jafnvel meira verðfall á af-
urðum okkar en gert hafði
verið ráð fyrir á fyrri hluta
ársins. Af þessum tölum
má ljóst vera, að frá því að
siðustu kjarasamningar
voru gerðir hafa ekki skap-
azt forsendur til raunveru-
legra kjarabóta.
En hvað gerist, ef samt
er samið um kauphækkan-
ir, sem ekki taka mið af
þessum hörðu staðreynd-
um í útflutningsstarfsemi
okkar? Þá sögu þekkjum
við öll. Með einum eða öðr-
um hætti munu slikar
kauphækkanir fara út í
verðlagið og kynda undir
verðbólguþróunina á ný.
Þar með hefði með einu
pennastriki, ef svo má aö
orði komast, verið eyði-
lagður sá grundvöllur, sem
þrátt fyrir allt tókst að
leggja á síðasta ári til
minnkandi verðbólgu. Á
síðari helming ársins 1975
tókst að draga mjög veru-
lega úr verðbólguaukning-
unni og nokkurrar bjart-
sýni gætir um, að það muni
takast enn frekar á þessu
ári, ef nýir kjarasamningar
stuðla að því.
Fari hins vegar svo, að
samið verði um óraunhæf-
ar kauphækkanir, sem
streymi út i verðlagið og
valdi auknum verðbólgu-
vexti er alveg ljóst, að þær
kostnaðarhækkanir mundu
ríða undirstöðuatvinnu-
vegum þjóðarinnar, sem
standa tæpt, að fullu og
ekki yrði hjá því komizt
að grípa til aðgerða þeim
til hjálpar. Það þarf ekki að
hafa mörg orð um það við
Islendinga hvað í slíkum
aðgerðum felst, á hvern
veg sem þær kynnu að
verða framkvæmdar.
Þess vegna eigum við í
raun og veru ekki nema
eina leið eins og viðhorfin
eru um þessar mundir.
Hún er sú að horfast í augu
við þá hörðu staðreynd, að
enn hefur ekki orðið slík
sveifla upp á við í efna-
hagslifi vestrænna þjóða,
að hin ytri skilyrði þjóðar-
bús okkar hafi batnað. Það
þýðir, að tilgangslaust er
að ætla að knýja fram
verulegar kjarabætur, því
að verulegar kauphækkan-
ir mundu á skömmum tíma
étast upp í eldi verðbólg-
unnar og þá er verr af stað
farið en heima setið. Vilji
menn koma í veg fyrir, að
hringdansinn hefjist á ný,
verða allir aðilar að taka
höndum saman um það
með hófsamlegum kaup-
hækkunum og raunhæfum
kjarasamningum, sem
stuðla að minnkandi verð-
bólgu og þar með skárri
afkomu atvinnuveganna.
Hver er forsenda kjarabóta?
THE OBSERVER THE OBSERVER *Si& THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER
ErBergman fórnarlamb
félagsmálastefnu Svía?
STOKKHOLMUR
Það vakti feiknarlega athygli
hér í borg, er sænska lögreglan
handtók hinn viðkunna kvik-
myndaleikstjóra Ingmar Berg-
man. Þótti sumum sem at-
burður þessi hefði verið settur
á svið, en margir Sviar litu
hann alvarlegum augum og
fannst hér um að ræða harða
atlögu gegn réttindum einstakl-
ingsins í sænska velferðarrik-
inu.
Lögreglumenn og starfsmenn
skattaeftirlitsins ruddust inn i
Þjóðleikhúsið í Stokkhólmi og
gripu Bergmann í miðri æfingu
á Dauðadansinum eftir Strind-
berg. Því næst var hann færður
niður á lögreglustöð. Þar var
hann spurður spjörunum úr í
fullar fimm kiukkustundir,
vegabréf hans var tekið af hon-
um og hann varð að skuldbinda
sig til þess að hverfa ekki úr
landi. Meðan á þessu stóð rann-
sökuðu lögregiumenn íbúð
hans hátt og lágt svo og híbýli
lögfræðingsins, sem annast
skattamál hans.
Bergman er sakaður um að
skulda ríkissjóði hálfa milljón
sænskra króna. Á hann að hafa
falið félagi, sem hann hafði
samstarf við, að koma fé þessu
til Sviss árið 1971. Samkvæmt
fyrningarákvæðum skattalag-
anna hefðu skattyfirvöld þurft
að falla frá þessari kröfu, hefðu
málaferlin ekki hafizt fyrir 15.
febrúar. Samkvæmt blaða-
fregnum hefur hlutaðeigandi
fyrirtæki í Sviss, sem hefur það
með höndum að létta þungri
skattbyrði af mönnum, einnig
aðstoðað ýmsa aðra fræga Svía,
þar á meðal Max von Sydow
kvikmyndaleikara.
Fyrir skömmu fór Bergman
með sigur af hólmi í baráttu við
skattyfirvöldin varðandi skatt-
skyidar tekjur sínar árið 1969.
Þá lýsti hann yfir því, að hann
væri listamaður en stæði ekki í
neinu fjármálavafstri og hefði
sérstakan lögfræðing til að
annast skattamál sín. Skattalög-
in í Svíþjóð eru mjög margbrot-
in sem og i flestum háþróuðum
iðnaðarríkjum, og fyrir mann
eins og Bergman, sem hefur
margháttaðra hagsmuna að
gæta erlendis, er knýjandi
nauðsyn að láta sérfræðing i
lögum annast þennan þátt fyrir
sig. Ef lögfræðingur Bergmans
hefur fengið hann til þess að
brjóta lögin, þá er það í verka-
hring dómstólanna að ákvarða
að hve miklu leyti Bergman er
sekur. Mörg sænsk blöð
vörpuðu fram þeirri spurningu
eftir atburðinn, hvort nauðsyn
bæri til að trufla mann I miðju
starfi, draga hann niður á lög-
reglustöð og láta fjölmiðla
siðan dæma í máli hans. Var
það skoðun þessara blaða, að
þannig ætti sænska velferðar-
ríkið alls ekki að koma fram við
þegna sína, hvað þá mann á
borð við Bergman, sem nyti
mikils álits í landi sínu.
Mörg rök eru talin hníga að
þvi, að Bergman sé hafður að
skotspæni í harðri kosningabar-
áttu sósíaldemókrata, sem nú
er að hefjast. I málgagni flokks-
ins, Aftonbladet, var rækilega
skýrt frá atburðinum, og frétt-
inni var fylgt eftir með alvöru-
þrunginni ritstjórnargrein, þar
sem svo var kveðið á að skatt-
leggja þyrfti allar tekjur,
hvernig svo sem þær væru til
komnar. Skömmu áður hafði
fyrirtækið Bonnier sem er
meiriháttar prentþjónustu-
fyrirtæki, verið harðlega
ásakað fyrir að flytja fjármagn
á brott úr landinu með ólög-
legum hætti. Einnig var mikið
um harðorðar greinar I garð
efnaðra Svfa, sem keyptu sér
orlofsbústaði á sólarströndum
Spánar.
Það má því vel vera, að
stjórnvöld hafi lagt til skipu-
lagðrar atlögu gegn einstakling-
um, sem leitast við að fara i
kringum skattalögin. Skatt-
byrðin í Svíþjóð er orðin svo
þung, að ekki aðeins efnamenn,
heldur einnig þokkalega stæðir
borgarar reyna nú unnvörpum
að koma peningum úr landi.
Iðnaðarfyrirtæki kvarta einnig
yfir þungum skattaálögum, og
ef skattar verða enn þyngdir
kann svo að fara að fjárstreymi
úr landi magnist og valdi
stjórnvöldum þungum búsifj-
um.
Sænskir fjölmiðlar og Olof
Palme forsætisráðherra mót-
mæltu hástöfum dauðadómum
og aftökum á spænskum skæru-
liðum á sl. ári. Ennfremur
gagnrýndu þessir aðilar áfram-
haldandi aftökur í Sovétríkjun-
um vegna fjármálaglæpa, þótt
yfirlýsingarnar væru ekki eins
stórorðar og gagnvart spænsk-
um yfirvöldum. Blöðin líta
kannski heldur langt yfir
skammt, og þeim færi betur að
gefa þvi gaum, sem er á seyði i
Sviþjóð, þar sem sósíal-
demókratar, er hafa verið við
völd um hálfrar aldar skeið,
leggja stöðugt þyngri áherzlu á
þann glæp, sem felst i skatt-
svikum, enda þótt almenningur
sé yfirleitt ekki á sama máli. Og
ekki geta þær talizt snyrtilegar
aðfarirnar sem gerðar hafa
verið að meintum skattsvikur-
um eins og Bergman, sem
ekkert hefur enn sannazt á.
Refsidómar fyrir ofbeldis-
glæpi i Sviþjóð hafa stórum
verið mildaðir og þjóðfélagsleg
afstaða gagnvart þeim, sem
fara á svig við lögin, hefur
smám saman orðið jákvæðari.
A hinn bóginn er stöðugt
harðar gengið að skattsvikur-
um, og er þess ef til vill ekki
langt að bíða, að refsing fyrir
skattalagabrot verði þyngri en
refsing fyrir morð og nauðg-
anir.
Um langt skeið hafa sænskir
ráóamenn keppt að sósialisma.
Þegar þeim hefur tekizt að fá
sænskan almenning til sam-
þykkis við þetta nýstárlega
þjóðfélagsréttlæti, er ekki að
efa, að starf þeirra hefur borið
rikulegan ávöxt.
En hinum megin við Eyrar-
sund er annað uppi á teningn-
um. Þar stýrir Moegens
Glistrup þriðja stærsta stjórn-
málaflokki landsins, maður,
sem hefur haft það að atvinnu
sinni að fara i kringum skatta-
lögin. Hann á nú I höggi við
dómstólana vegna starfsemi
sinnar og hefur verið ákærður
fyrir skattsvik. Nýlega kvaðst
hann búast við því að verða
forsætisráðherra Danmerkur,
sá fyrsti, sem kjörinn yrði í
fangelsi.