Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 Ráðhemim falið að bæta tækja- og skipa- kost Gæzlunnar RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að fela dóms- málaráðherra og fjármáia- ráðherra að gera ráðstaf- anir til þess að bæta skipa- og tækjakost Landhelgis- gæzlunnar. 1 fréttatilkynn- ingu frá dómsmálaráðu- neytinu segir, að ráðuneyt- isstjórum dóms- og fjár- málaráðuneytisins hafi verið falið að gera ásamt forstjóra Landhelgisgæzl- unnar tillögur um þá aukn- ingu á skipakosti, flug- starfsemi og öðrum tækja- kosti sem bezt og skjótast mætti koma að notum við núverandi aðstæður. Morgunblaðið hafði samband við Ölaf Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, og spurði hann hvort eitthvað væri ákveðið í þessum efnum. Dómsmálaráðherra sagði, að reynt yrði að fara i málið af krafti og yrði haft náið samráð við skip- herra Landhelgisgæzlunnar. Ekki sagðist hann geta sagt um hvort tekin yrðu hraðskreið skip á leigu eins og t.d. hraðbátur, sem sagt er að yrðu notadrjúgir við klipping- ar, en í sambandi við hraðbátana mætti það koma fram, að þeir væru fyrst og fremst taldir heppi- legir yfir sumartimann, þegar lítil hætta væri á slæmum veðrum. Þá sagði Ölafur Jóhannesson, að það væri fyrst og fremst undir Alþingi komið hvort hægt yrði að bæta skipa- og tækjakost Land- helgisgæzlunnar á næstunni. Ljósmynd Ól.K.M. LOÐNUSKIPIN liggja enn hundin við bryggju vcgna verkfallsins. A sama tfma berast þær fréttir, að allt sé morandi í loðnu við suðaustur- og suðurströndina. Myndina tók Ol.K.M. og sýnir hún nokkur aflasælustu loðnuskipin, en f forgrunni sést löndunarfæribandið fyrir Örfiriseyjarverksmiðjuna, sem enn hefur ekki verið gangsett á þessari vertfð. Rætt um 280 þúsund þorskafla 1976 lesta Ekkert nótaskip í Norðursjóinn á komandi sumri? AÐEINS tveir loðnubátar fengu afla f gær, báðir skammt frá Elliðaey í Vestmannaeyjaklasanum. Þar var f gær svartur sjór af loðnu og virtist svo vera allt f kringum Eyjarnar. Talið cr að vestasti hluti loðnugöng- unnar sé nú kominn nokkuð vestur fyrir Vestmannaeyjar, en það hefur ekki verið rannsakað gaumgæfilega. Bátarnir, sem fylltu sig við Eyjar, voru Helga Guðmundsdóttir, sem fékk 500 lestir f tveimur köstum, og Hákon sem fékk 430 lestir f einu kasti. Sveinn Sveinbjörnsson, fiski- Knnfremur um stÍKlvun mánudi hlutn notans „ÞAÐ er ekki hægt að bera á móti þvf, að innan nefndarinnar hefur verið rætt um að hámarks- þorskafli við Island verði ekki meir en 280 þús. lestir á þessu ári, og þar af veiði Islendingar ekki nema 180 þús. lestir, þar sem útlendingar veiða enn mikinn þorsk hér, og er miðað við núver- andi aðstæður," sagði Einar B. Olafsson, formaður nefndar þeirrar, sem sjávarútvegsráð Sektir ef nýir félag- ar fást ekki A FULLTRÚARAÐSFUNDI Alþýðubandalagsins f Reykja- vfk um s.l. helgi var eftir- farandi tillaga flutt af Þór- unni Klemensdóttur. Tillög- unni var vfsað til Efnahags- málanefndar: Fulltrúaráðsfundur Alþýöu- bandalagsins í Reykjavik hald- inn 21—22. febrúar 1976 sam- þykkti aö sérhver fulltrúi fundarins taki aö sér að safna a.m.k. 5 nýjum félagsmönnum í Alþýðubandalag Reykjavikur fyrir lok marzmánaðar. Umsóknareyðublöðum um inn- göngu í Alþýðubandalagið í Reykjavik verði dreift meðal fulltrúa fyrir lok fundarins og skuli fulltrúar síðan gera skil til starfsmanns Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir lok marzmánaðar. Takist fulltrúa ekki að gera full skil skulu þeir greiða a.m.k. kr. 250 til félagsins í Reykjavík fyrir hvern þann nýjan félaga sem honum tókst ekki að afla á þessum mánuði. herra skipaði um áramótin til að gera tillögur um nýtingu fisk- veiðilandheginnar. Einar kvaðst vilja taka það fram, að nefndin væri til þess að gera tillögur og enn sem komið er hefðu engar tillögur verið sendar frá henni. Hins vegar hefði verið rætt um margt. Hann sagöi, að áður hefði verið rætt um, að hér mætti aðeins veiða 230 þús. lestir af þorski á þessu ári, ef illa aúti ekki að fara fyrir þorskstofn- inum. Þeir hefðu beðið Hafrann- sóknastofnunina um tillögur, þar sem niðurskurðurinn þyrfti ekki að vera svona mikill en engu að síóur hægt að byggja þorskstofn- inn upp. Stofnunin hefði sent frá sér tillögur upp á 280 þús. tonna hámarksveiði þorsks á þessu ári og 295 þús. á hinu næsta. Þá sagði Einar, að meðal þess sem nefndarmenn hefðu rætt um, væri að stöðva stóran hluta fiski- skipaflotans um 4ra mánaða skeið, þ.e. þann hluta hans, er stundar þorskveiðar. - En þessar bollaleggingar okkar eru algjörlega háðar því hvað Enginn í fangageymsl- urnar um helgina Akureyri 23. febrúar BANNIÐ sem dómsmálaráðu- nevtið gaf út á föstudaginn við sölu áfengis og vínveitingum hafði snögg og góð áhrif á skemmtanalíf Akureyringa. Eng- inn gisti fangageymslu lögregl- unnar um helgina, en það hefur ekki komið fyrir f afar mörg ár, æm.k. ekki síðan lögreglan flutt- ist f nýju lögreglustöðina, að ekki hafi þurft að setja neinn á bak við lás og slá heila helgi vegna ölæð- is. Tveir menn höfðu verið settir inn á fimmtudag, en sfðan hafa fengaklefarnir staðið tómir. sv.p. af Bretar gera. Ef þeir hverfa Islandsmiðum sem óskandi er, breytist dæmið mikið okkur í hag, en ef þeir verða hér áfram og halda áfram að veiða, erum við neyddir til að halda aftur af okk- ar sókn. Sprúttsali tekinn LEIGUBlLSTJÖRI einn i Kefla- vík var tekinn um helgina fyrir óleyfilega sölu á áfengi. Viður- kenndi hann að hafa stundað þessa iðju nú um nokkurt skeið. fræðingur, semnúer leiðangurs stjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sagði í gær þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þeir væru rétt ókomnir að loðnu- svæðinu kringum Vestmannaeyj- ar. Á leiðinni frá Skaftárósum að Vestmannaeyjum hefðu þeir litla sem enga loðnu fundið. Hann sagði að i fyrstu hefðu þeir á Árna farið austur með landi nokkuð austur fyrir Ingólfs- höfða. Fyrir austan Ingólfshöfða hefðu þeir ekki orðið varir við loðnu svo nokkru næmi. Þá sagði Sveinn, að þeir hefðu ekki orðið varir við loðnugöngu nr. 2, en fyrir 2 vikum hefðu bátar orðið varir við hana djúpt úti af Gerpi, þannig að hún ætti að fara að koma á miðin hvað úr hverju. Sjómenn og útgerðarmenn eru nú orðnir ákaflega uggandi vegna loðnuvertíðarinnar. Loðnan geng- ur nú hratt vestur með landinu og hver veiðidagur, sem tapast, því dýrmætur. Loðnuvertíðin er aðal- tekjulind þeirra sjómanna, sem eru á nótaskipunum, og nú getur svo farið að þau verði lítið sem ekkert starfrækt fyrr en í haust, þar sem litlar horfur eru á að farið verði i Norðursjóinn í sum- ar. Mbl. fékk það upplýst hjá ein- um stjórnarmanna L.Í.U., að mjög hæpið væri, að nokkurt skip héldi til síldveiða í Norðursjó I sumar. Kvótinn sem Islendingar fengju, væri svo lítill að þessu sinni, að engan veginn væri talið borga sig að nýta hann fyrr en á haustmánuðum, er sildin færi að hækka í verði á mörkuðunum. Það væri þvi éngin furða þótt menn væru orðrir svartsýnir. Gylfi Þ. Gíslason í danska útvarpinu: „Alþýðuflokkurinn styður aðild að NATO og varnar- samstarf við Bandaríkin” DANSKA útvarpið flutti i gær viðtal við Gylfa Þ. Gfslason for- mann þingflokks Alþýðu- flokksins, en viðtal þetta var tekið f gærmorgun. Morgun- blaðið sneri sér í gærkvöldi til Gylfa og spurði hann hvað hefði efnislega komið fram I þessu viðtali. Gylfi Þ. Gíslason sagði, að fréttamaður danska útvarpsins hefði í upphafi spurt hvort ekki væri óheppilegt að vantraust á ríkisstjórnina kæmi nú fram, þegar íslendingar ættu í erfiðri deilu við Breta. „Ég svaraði því þá til,“ sagði Gylfi, ,,að van- traustið væri algerlega óskylt landhelgismálinu. Þar hefðu allir Islendingar sömu stefnu og flokkana greindi þar ekki á“. Þvinæst spurði danski frétta- Gvlfi Þ. Gfslason. maðurinn um afstöðu Alþýðu- flokksins til punkta þeirra, sem Luns flutti íslenzku rikisstjórn- inni frá brezkum ráðamönnum á dögunum. Kvaðst Gylfi hafa svarað því til, að Alþýðu- flokkurinn hefði verið ríkis- stjórninni algerlega sammála um afgreiðslu þeirra. „Nú barst talið að verkfalls- málunum og sagði ég það skoðun mína og míns flokks að ríkisstjórnin hefði ekki tekið nógu jákvæða afstöðu í þeim málum. Vinnudeilur undanfar- inna ára hefðu verið leystar í nánu samráði við ríkisstjórnir, sem þá sátu við völd, en nú hefði rikisstjórnin tekið litt undir hugmyndir sem ASÍ setti fram strax í desembermánuði Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.