Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 25 Árni Guðlaugsson prentari—Mmning r Jónína H. Oskarsdóttir: Lifi Guðsbörnin Fæddur 9. september 1904 Dáinn 13. febrúar 1976. Arni Guðlaugsson prentari fæddist 9. september 1904 í Gerðakoti í Ölfusi. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur bóndi í Gerðakoti Hannesson bónda á Hjalla í Ölfusi og konu hans Guð- rúnar Guðmundsdóttur frá Strýtu. Þann 19. nóvember hóf hann nám í Félagsprentsmiðjunni hf. þá aðeins 17 ára gamall og vann þar óslitið alla tíð síðan að einu ári undanskyldu (1927—1928), sem hann var i Vestmannaeyjum. I fyrstu Iagði hann aðallega stund á handsetn- ingu og einkum var honum trúað fyrir hinum vandasamari störfum á því sviði sökum hagleiks og vandvirkni, en hann var lengi vel eini prentarinn, sem kunni þá list að setja nótur og var því jafnan til hans leitað þegar þörf var á slikri vinnu í prentsmiðjunni, en lengst af vann hann við vélsetningu og reyndist alla tíð frábær starfs- maður á því sviði. Fyrr á árum var það ekki heigl- um hent að vinna hin vandasam- ari prentstörf þegar handrit voru yfirleitt illa unnin, svo stundum þurfti jafnvel að lesa í málið og semja upp og lagfæra til betra máls, en þessa list kunni Arni öðrum fremur, enda ágætlega málhagur og hafði mikið yndi af góðum bókum. I tómstundum sínum fékkst hann einkum við að safna bókum og binda þær inn af sinni alkunnu atorku og smekkvisi. Arni var allra manna stundvís- astur og var alla tíð kominn til vinnu sinnar á réttum tima og var þar til mikillar fyrirmyndar mörgum hinumyngri mönnum. Svo sem vænta mátti var hann hið mesta prúðmenni í hvívetna, ekki gefinn fyrir að trana sér fram eða láta mikið á sér bera, en manna glaðastur i góðra vina fagnaði ef svo bar undir. Hann gerðist félagi i Hinu ís- lenzka prentarafélagi 20. maí 1926, og annaðist mörg trúnaðar- störf fyrir félagið um árabil, var i ritstjórn Prentarans 1943—44, ritari byggingarsamvinnufélags prentara 1944—50 og ritari Hins íslenzka prentarafélags 1945—50. Samstarfsmenn Arna i Félags- prentsmiðjunni sakna nú vinar í stað og finna að nú er skarð fyrir skildi, en hann varð fyrir slysi fyrir rúmu ári, sem lagði hann í rúmið, en nú að velli. Við flytjum konu hans, Krist- inu Sigurðardóttur, og börnum þeirra samúðarkveðjur frá öllum starfsmönnum Félagsprentsmiðj- unnar hf., um leið og við minn- umst hins prúða og góða dreng- skaparmanns Árna Guðlaugsson- ar prentara. Konráð R. Biarnason. FEF stofnað í Siglufirði — og undirbúningur að félagsstofnun í Vestmannaeyjum FYRIR nokkru var haldinn stofn- fundur Félags einstæðra foreidra í Borgarkaffi í Siglufirði og voru stofnfélagar ellefu, en alls eru 26 einstæðir foreldrar á staðnum. Er fyrirhugaður fundur á næstu dögum og mun þá ætlunin að kynna nánar áform félagsins og skrá inn fleiri félaga. Formaður var kjörinn Jóhanna Pálsdóttir, Kolbrún Eggertsdóttir varaform, Brynhildur Bjarkadóttir gjald- keri og Klara Sigurjónsdóttir ritari. Lög félagsins eru sniðin eftir lögum Félags einstæðra for- eldra sem starfar á Reykjavikur- svæbinu og samvinna milli félag- anna verður eins og við önnur félög sem hafa verið stofnuð úti á landi. Nú eru þrjú félög ein- stæðra foreldra starfandi utan Reykjavíkur þ.e. á ísafirði, Suður- nesjum, og á Siglufirði og verið er að undirbúa stofnun FEF í Vest- mannaeyjum. F-vísitala 507 stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostnað- ar i febrúarbyrjun og reyndist hún vera 507 stig — eins og raun- ar hefur áður komið fram í Mbl. Hækkaði vísitalan frá nóvember- byrjun um 15,7 stig eða um 3,2%. — Mótmæla Framhald af bls. 27 un sem felst í aðgerðum fjárveit- ingavaldsins og orkuyfirvalda gagnvart lanashlutum. Þar sem eru annars vegar gífurlegar fjár- veitingar til Kröfluvirkjunar og byggðarlínu á Norðurlandi ásamt vilyrðum um virkjun Blöndu í forgangsröð samhliða fjárveiting- um til hitaveiturannsókna í sama landshluta, en hins vegar algjör neitun á lífsnauðsynlegum fram- kvæmdum vegna aðflutningskerf- is og fjármagni vegna undirbún- ingsvirkjunarframkvæmda á Austurlandi, þeim landshluta sem býr við mestan skort á innlendri orku. Stjórn SSA vill treysta því að þér, herra ráðherra, sem áður hafið sýnt skilning á orkumálum Austfirðinga finnið leið til að bægja þeirri vá frá dyrum þeirra, sem felst í framangreindum að- gerðum fjárveitingavaldsins. Virðingarfyllst f.h. stjórnar SSA. Bergur Sigurbjörnsson. Matt. 5:11 Sælir eruð þér, þá er menn atvrða vður og ofsækja og tala Ijúgandi allt ilt um vður mfn vegna. 2. Tím. 3:12 Já,aIIir, sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesú. munu ofsóttir verða. Þann 27.1.76 birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Sigurð Kristjánsson. Þar þóttist hann, með rógburði, vera að kynna fyrir landsmönnum starf Guðs- barnanna. Náungi þessi hefur greinilega hvorkilesið nokkuð frá Guðsbörnunum né kynnt sér starf þeirra í reynd. Þó slík grein sé ekki svara verð mun ég vegna náinna kynna af Guðsbörnunum hrekja saurburð áðurnefndrar greinar svo að misskilnings gæti ekki meðal fólks sem ekki hefur haft tækifæri til að kynnast stór- kostlegu starfi Guðsbarnanna. Sigurður byrjar greinina með ,,kynningu“ á leiðtoga Guðs- barnanna. Segir hreyfinguna vera hans tekjulind. Móses Davíð er leiðtogi Guðsbarnanna. Með ötulum bréfaskriftum leiðbeinir hann og hvetur Guðsbörn um allan heim til heilbrigðs og kær- leiksríks lífs í Guði. Auk þess að skrifa bréfin dreifir hann þeim daglega jafnt og aðrir meðlimir Guðsbarnanna. Sig. heldur áfram: „Hópurinn stundar ekki vinnu", en á öðrum stað í sömu grein segir hann að eigi sér stað „þrælkun á þeim, sem ganga hreyfingunni á hönd“. Hvað er Sig. að fara þarna? Hvorugt er rétt hjá honum. Gus- börnin vinna af óþrjótandi trúar- þreki og áhuga starf sitt frá morgni til kvölds. Þau eru trúboð- ar. Stefna þeirra er: að færa ást, heiðarleika og eilifan frið, heimi sem virðist stefna einmitt í öfuga átt. 1 þeim tilgangi dreifa þau bréfum sínum til fólksins, en í þeim er skrifað um ýmis alheims- vandamál og flest sem varðar okkar daglega líf. Bréfunum er ætlað að skapa betri skilning í heiminum og brjóta niður félags- leg fjárhagslega, pólitíska og trúarlega múra og kynþáttamis- rétti til að sameina allt mannkyn sem sönn Guðs börn. Sig. vænir Guðsbörnin um að betla peninga út á bréfin sín. Þetta eru líka ósannindi. Mikið magn bréfanna gefa Guðsbörnin til fólksins, en þeir sem aðstæður hafa styrkja Guðsbörnin til áframhaldandi trúboðs. Vitið þið, að Guðsbörnin eru að tala við okkur og dreifa bréfum sínum á strætunum til þess að hjálpa okkur að finna þá hamingju sem þau hafa fundið í trúnni á kær- leikann. Boðskapur Guðs- barnanna er Biblian, sem þau reyna að lifa og starfa eftir í einu og öllu. Sig. skrifar: I Tónabæ stóð Guðsbarnahópurinn fyrir dans- leikjum og þangað komu margir unglingar. Foreldra unglinganna grunaði síst að þar færi neitt vafa- samt fram“. Var Sig. hneykslaður á að „forsvarsmenn æskulýðs- mála“ skildu lána Guósbörnunum staðinn. Það VAFASAMA sem Sigurður meinar þarna er það að ungling- unum, sem þarna komu var sagt frá boðskap Jesú Krists, þau sungu dönsuðu og skemmtu sér á heilbrigðan hátt. Sig. telur það víst ekki vafasama skemmtun fyr- ir unglinga, sem fram fer á efri hæð Tónabæjar, að tilhlutan Æskulýðsráðs. Eins og komið hefur fram í blöðum, virðast unglingarnir ekki geta skemmt sér þar, án ofnotkunar áfengis. En það er víst talið eðlilegt. Sig. segir að Guðsbörnunum sé bann- að að hafa samband við fjölskyld- ur sínar. Þetta er rangt. Þau eru hvött, ef ekki slylduð til að hfa samband við foreldra sína. Siðan leyfir Sig. sér að stað- hæfa að íslendingar kæri sig ekki um boðskap Guðsbarnanna, sem er kristin trú og kærleikur. Sig. segir það ekki vera annað en „fullyrðing út i bláinn", komna frá Guðsbörnunum sjálf- um, að þau hafi hjálpað mörgum eiturlyfjaneytandanum. Veit Sig. ekki, að það er einmitt trúin, sam- hjálp manna og kærleikur sem er það eina sem getur hjálpað í neyð. Loks birtir Sig. rógburð sem á að vera ættaður frá þeirri .Tyrir- myndar" borg New York, fenginn úr kristilegu blaði, sem hefur það eftir enn kristilegra blaði o.s.frv. (Stendur ekki einhversstaðar?. Dæmið ekki eftir ásýndum, heldur dæmið réttlátan dóm). Þar sakar Sig. Guðsbörnin um að „misnota unga þátttakendur sína á kynferðissviðinu", nauðgangir ofl. Sig., það er sorglegt að fullorðinn maður skuli hafa svo lélega dómgreind að mega ekki vita af manneskjum, (báðum kynjum) starfa og hafa heimili saman, án þess að detta í hug hópkynlíf og saurlifnaður. í bréfum Guðsbarnanna t.d. „Valið“ getum við öll fræðst um afstöðu Guðsbarnanna til maka- vals og ástar milli karls og konu. Þar útskýrir Moses Davið fyrir þeim þá miklu ábyrgð og kær- leika sem fylgir þessum málum. Mættu margir taka heilbirgða lifnaðarhætti Guðsbarnanna sér til fyrirmyndar og Guðsbörnin eru þau sömu hvar sem er i heiminum. Verum stolt yfir þessu unga fólki sem hefur rifið sig upp úr ládeyðu trúmálanna. Lifi hreint og falslaust trúarlíf. Styrkjum Guðsbörnin í starfi, því að „kærleikurinn fellur aldrei úr gildi “. Rvíkjavik 15. 2. ’76 Jónina H. Óskarsdóttir Ritgerðasamkeppni um sjómannsstarfið Sjómannadagsráð og ritnefnd Sjómannadagsblaðsins, sem kem- ur út einu sinni á ári, hafa ákveð- ið að efna til ritgerðasamkeppni um sjómannsstarfið og um Sjó- minjasafnið fyrirhugaða. Mun ráðið veita kr. 100.000.00 i verðlaun fyrir beztu ritgerð er berst, enda sé hún fullnægjandi að mati dómnefndarinnar. Þrir menn hafa verið tilnefndir í dómnefnd sem fjallar um rit- gerðirnar, en í henni eiga sæti Gils Guðmundsson, alþingis- maður, Guðmundur H. Oddsson, skipstjóri, og Ólafur Valur Sigurðsson, stýrimaður, Sjómannadagsblaðið væntir þess að almenningur, rithöfundar og þá ekki sist sjómenn bregðist vel við og stingi niður penna og segir skoðanir sínar á þessum málum. Þá vilja aðilar sérstaklega hvetja æsku landsins til þátttöku I ritgerðasamkeppni þessari. Nánari tilhögun er að finna í auglýsingum og ennfremur verða gefnar upplýsingar i skrifstofu sjómannadagsráðs að Hrafnistu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma AÐALHEIÐUR INGIBJÖRG VALDEMARSDÓTTIR, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 1 5. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Reynir Björgvinsson, Gréta Björgvinsdóttir, Rúnar Arason, Una Þorsteinsdóttir, og barnabörn. t Sonur minn ÓLAFUR JÓHANN GÍSLASON, andaðist að heimiii sínu Toronto Kanada, iaugardaginn 21. febrúar. Fyrir hönd eiginkonu hins látna, sona hans og systkina Guðrlður Guðmundsdóttir, Vlfilsgötu 3. t Jarðarför föður okkar, JÓNASAR ÞORLEIFS JÓNSSONAR, Bogahllð 26, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 25 febrúar kl 1 0 30. Bára Rósa Jónasdóttir, Heimir Jónasson, Jónas Þór Jónasson. t Móðir mín, téngdamóðir og amma LAUFEY TEITSDÓTTIR frá Neðra Vlfilsdal verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26 febrúar kl 3 Halldór Ólafsson, Erla Bjórgvinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Ólafur Brynjar Halldórsson. t Ég þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður mlns, MARINÓS GUÐMUNDSSONAR, málara, Langholtsvegi 34. Kristinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.