Morgunblaðið - 24.02.1976, Síða 16

Morgunblaðið - 24.02.1976, Síða 16
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 Vitni vantar að mJdonm ákeyrslum SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákevrsl- um. Ef einhverjir telja sig geta gefið upplýsingar í málum þess- um, eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til deildarinnar í sfma 10200. R-24913, Volkswagen- fólksbifreið, árgerð ’68, rauð að lit. Stóð á Framnesvegi við Holts- götu laugardaginn 7. febr. Skemmdir: Afturhöggvari og vinstra afturaurbretti dældað og skekkt. R-4845, Toyota-Carina fólksb. árg. ’75, græn að lit. Stóð á Vitatorgi 11.2 eða 12.2 s.l. Skemmdir: Hægri hlið, hurðir og frambretti dældað. R-40814, Skoda fólksb. árg. ’71, rauð að lit. Stóð á Langholtsvegi við Brauðskálann á tímabilinu kl. 10.00—12.30 þ. 16.2 s.l. Skemmd- ir: Vinstra framaurbretti og vélarhlíf dældað. R-33240, Cortina fólksb. árg. ’72, rauð að lit. Stóð við hús nr. 4a við Hátún á timabilinu kl. 09.30—12.30. Skemmdir: Hurð á gafli dælduð. G-3449, Citroen G.S. fólksb. árg. ’75, Ijósbrún að lit. Stóð bak við húsið eða verzlunina DUNU, Síðumúla 23 þriðjudaginn 17. febr. Skemmdir: Vinstra aftur- aurbretti dældað. R-4666, Sunbeem fólksb. árg. ’74 brún að lit. Stóð á bílastæðinu við Hótel Skjaldbreið þriðjud. 17.2. s.l. á tímabilinu kl. 09.00—11.30. Skemmdir: Afturhöggvari og hægra afturaurbretti dældað. Driaae Heimsmeistarakcppni í bridge árið 1976 fer fram 1 Monte Carlo dagana 2.—8. maf. Þátttakendur eru að þessu sinni 6, þ.e. Italfa, l'andarfkin, Israel, Ilong Kong. Astrulfa og Brasilía. Þetta er í 22. sinn sem heimsmeistarakcppni er háð, en keppnin ef nefnd „Bermuda Bowl“. Dagana 9.—22. maí fer fram Olvmpíukeppni f bridge á sama stað. Ekki er enn vitað um fjölda þátttiikusveita, en með- limir í Alþjóðahridgesamband- inu eru 63 og hafa þcir allir rétt til að senda svcit til keppn- innar. Evrópumót í bridge fer ekki fram á þessu ári, en 1977 fer mótið fram f Danmörku og 1979 í Sviss. Evrópumótið fvrir ungl- inga fer f ár fram í Svíþjóð, en árið 1978 verður annaðhvort keppt í Póllandi eða Skotlandi. I sambandi við heims- meistarakeppnina og Olympíu mótið, sem fram fara í Monte Carlo verða gefin út fréttablöð með upplýsingum um úrslit leikja, sagt frá athyglisverðum spilum o.s.frv. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa fréttablöð þessi geta skrifað til European Bridge Union, 15b, High Street, Thame, Oxon, Englandi og sent greiðslu, sem er f7.70, fyrir bæði mótin, eða £5.50 fyrir Olympíukeppnina eða £2.75 fyrir Heimsmeistarakeppnina og munu þeir þá fá fréttablöðin send daglega í flugpósti. Frá Bridgefélagi Siglu- fjarðar: Sveitakeppni 16. febr. ’76. Sveit Boga vann Haralds 20—2 Sveit Sigurðar vann Björns 20—2 Leik sveita Steingríms og Páls var frestað. Sveit Boga Sigurbjörnssonai hefir lokið öllum sínum leikj um og er öruggur sigurvegari með 84 stig af 200 mögulegum 3 sveitir hafa möguleika á sæti. Að öðru levti er röðin nú þessi: Sveit Steingríms Magnússonar 48 og biðleik Sigurðar Hafliðasonar 43 Páls Pálssonar 41 Haralds Arnasonar 30 Björns Olafssonar 4 Sl. firnrntudag var spiluð sjö- unda urnferð 1 aðalsveitakeppni TBK og urðu úrslit þessi: Meistara flokkur: Sveit Sigriðar vann Kristinar Þ. 19-1 Sveit Þórhalls vann Kristinar Ó. 16-4 Sveit Braga vann Kristjáns 20-0 Sveit Tryggva vann Þórarins 13-7 Sveit Erlu og Bernharðs gerðu jafntefli 10-10 Fyrsti flokkur: Sveit Hannesar vann Karls 14-6 Sveit Gests vann Guölaugs 17-3 Sveit Ólafs vann Bjarna 16-4 Sveit Jósefs vann Arna 13-7 Sveit Ragnars vann Gunnars 20- -5- 5 Staða efstu sveita er nú þessi: Meistaraflokkur: Sveit Tryggva Gislasonar 110 Sveit Þórarins Arnasonar 96 Sveit Braga Jónssonar 95 Sveit Bernharös Guörnundss. 94 Fyrsti flokkur: Sveit Ragnars Óskarssonar 98 Sveit Gests Jónssonar 92 Sveit Jósefs Sigurössonar 85 Sveit Ragns Kristjánssonar 85 Þess rná að lokurn geta að sá óvenjulegi atburður gerðist i siöustu urnferð að einn hálfleik- ur endaði rneð 116 stigurn gegn engu. Næsta urnferð verður spiluð á firnrntudaginn kernur. XXX Fyrir stuttu lauk meistara- keppni Bridgefélags Reykja- vfkur og sigraði sveit Stefáns Guðjohnsen. Auk hans eru f sveitinni Hallur Símonarson, Hörður Amþórsson, Símon Simonarson og Þórarinn Sig- þórsson. I 1. flokki sigraði sveit Gylfa Baldurssonar. Urslit einstakra leikja var eftirfarandi: Meistaraflokkur: Sveit Stefáns vann Einarsl7—3 Sveit Hjalta vann Jóns 12—8 Sveit Helga vann Alfreðs 17—3 Sveit Birgis vann Benedikts 15—5 1. flokkur: Sveit Gylfa vann Sigrjóns 14—6 Sveit Þóris vann Þórðar 16—4 Sveit Ölafs vann Gissurar 11—9 Leik Gisla og Estherar var frestað. Röð og stig efstu sveitanna var þannig: Meistaraflokkur: Sveit stig Stefáns Guðjohnsen 106 Hjalta Elíassonar 93 Jóns Hjaltasonar 80 Einars Guðjohnsen 78 Helga Jóhannssonar 66 Birgis Þorvaldssonar 64 Þessar sveitir ásamt tveimur efstu í 1. flokki munu skipa meistaraflokk BR næstu ár. 1. flokkur: Sveit stig Gylfa Baldurssonar 94 Sigurjóns Helgasonar 77 Þóris Sigursteinssonar 73 Þórðar Sigfússonar 70 Næsta keppni Bridgefélags Reykjavfkur er Butler- tvímenningskeppni og eru menn beðnir um að láta skrá sig hjá stjórninni hið allra fyrsta. Spilað er á miðviku- dögum í Domus Medica. . iAk j§ JBM 1,1 - 1 * , | * j | .J-, | : Ríkisstjórnin gaf 500 þúsund til Guatemala GUATEM ALASÖFNUN Rauða kross Islands lauk um sfðustu hefgi. Bráðabirgða reikningsskil hafa nú farið fram og nemur söfnunin alls kr. 1.892.244.00. Þegar voru sendar 250 þúsund krónur og er nú verið að ganga frá sendingu á þvf, sem eftir er. Reiknað er með að upphæð söfnunarf járins eigi eitthvað eftir að hækka, þegar framlög berast utan af landi. Stærsta framlagið f söfnunina kom frá ríkisst jórn Islands, sem lagði fram 500 þúsund krónur og hefur það verið sent sem sérstakt framlag af hennar hálfu til hjálparáætlunar þeirrar, sem Rauði krossinn vinnur að f Guatemala. Kaupstefnan í Leipzig: ísland þátttakandi í 20. sinn KAUPSTEFNAN í Leipzig verður haldin í næsta mánuði dagana 14—21. marz. Mun Island taka þátt í sýningunni f tuttug- usta sinn. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur annast undir- búning þátttökunnar að þessu sinni. Þátttakendur i sýningunni eru yfir 9.000 frá 60 löndum. Þá munu vísindamenn og tækni- og sér- fræðingar frá um 100 þjóðlöndum heimsækja sýninguna. Tækni- og neyzluvörur verða sýndar á 340.000 fm gólffleti. Sýndar verða nýjungar í iðnaðarvörum, fram- Merki kaupstefnunnar f Leipzig. leiðsluvarningi og neyzluvarningi svo og vísinda og tækniframfarir sem miða að betri lífskjörum. Meðal helztu sýningarmuna á vorsýningunni má nefna véla- verkfæri, þungavélar, rafmagns- vöruframleiðslu, tölvur, land- búnaðar- og byggingarvörur ásamt ýmsu öðru. Kaupstefnan i Leipzig hefur jafnan vakið mikla athygli enda er hún ákaflega stór í sniðum og á henni eru sýndar flestar tegundir framleiðsluvarnings. Skipulagðar verða ferðir frá Is- landi á kaupstefnuna i Leipzig og sér Ferðamiðstöðin um þær. Tveir íslendingar ljúka lic. techn. prófi A LIÐNU ári iuku tveir islend- ingar þeir Pétur K. Maack og Páll Jensson lieenciat-prófi frá Verk- Snjó-rall á Akureyri LIONSKLUBBARNIR á Akur- evri gagnast fyrir keppni i vél- sleðaakstri við malarnámurnar sunnan sorphauganna laugardaginn 28. febrúar klukkan 14. Brautin í undankeppni verður 5 kílómetra löng og þriðjungur hennar verður torfærur. Þeir 10 keppendur, sem fá beztan tfma f undankeppni keppa til úrslita í tvöfaldri umferð í sömu braut. Sigurvegari hlýtur auk verðlauna ókeypis far og dvöl vegna lands- móts f vélsleðaakstri f Reykjavfk viku sfðar. Þátttökugjald verður 1000 krónur, sem er vegna öku- manns- og ábyrgðartrygginga. Keppendur verða að vera a.m.k. 17 ára og hafa hjálma á höfði. Aðgangseyrir verður 300 krón- ur fyrir fullorðna og 100 fyrir börn. Ágóðinn rennur til hjálpar- sveita á Akureyri, FTugbjörgunar- sveitarinnar og hjáiparsveitar skáta, sem aðstoða við undirbún- íng og framkvæmd keppninnar. Ef óveður eða snjóieysi hamla, verður keppninni frestað um viku. ' ' fræðiháskólanum f Kaupmanna- höfn. Pétur K. Maack er fæddur 1.1. 1946, hann iauk fyrri hlutaprófi í verkfræði við Háskóla Islands 1968 og lokaprófi í vélaverkfræði frá Verkfræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn í janúar 1972. Að því loknu hóf hann framhaldsnám við „Driftsteknisk Institut" við sama Páll Jensson. skóla. Licenciatritgerð sína varði hann í janúar 1975, og fjallar hún um möguleika á því að stýra tækniþróun fyrirtækja og nefnist „TFeknologisk Udvikling". Pétur er nú.dósent i rekstrarverkfræði í Pétur K. Maack. vélalinu við Verkfræði- og raun- vísindadeild Háskóla Islands. Pétur er kvæntur Sóleyju Ingólfsdóttur og eiga þau eina dóttur. Páll Jensson er fæddur 3.10. 1947, hann lauk fyrri hluta prófi í verkfræði við Háskóia íslands og lokaprófi í vélaverkfræði frá Verkfræðiháskólanum í Kaup- mannahöfn í júní 1972. Að því loknu hóf hann framhaldsnám við „Instituttet for Matematisk Statistik og Operationsanalyse” við sama skóla. Licenciatritgerð sína varði hann f nóvember á liðnu ári fjallar hún um notkun aðgerðarrannsókna við lausn stjórnunar- og skipulagsvanda- mála, ef tekið er tillit til óvissu í forsendum og nefnist hún „Stokastisk Programmering”. Páll starfar nú hjá IBM á Islandi, hann er kvæntur Önnu Jensdótt- ur og eiga þau eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.