Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 10

Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1976 Arnór Hannibalsson: Skjalasöfnun og söguritun Hvað gera söfn? Þau safna og geyma. En þaö væri alrangt að álíta, að þetta tvennt sé hið eina hlutverk safna. Söfn stefna að því að sýna sína gripi (a.m.k. opinber söfn) eða að þeir nýtist til þekk- ingarauka á því sviði, sem hvert safn starfar. Þjóðskjalasafn aflar heimilda til íslenzkrar sögu, varðveitir þær og á að sjá til þess að þær nýtist við ritun sögunnar, við sagnfræði- rannsóknir. Hvaða skjölum safnar Þjóðskjalasafn? Sú reglugerð, sem Þjóðskjala- safn starfar eftir, er frá árinu 1916. I reglugerðinni eru taldar upp i 20 liðum þær stofnanir, sem skyldar eru að afhenda skjalásöfn sín Þjóðskjalasafni. Allt eru þetta opinberar stofnanir, þ.e. deildir ríkisins; Má þar á meðal nefna stjörnarráð, biskup og kirkjur, landlækni, alþingi, sýslumenn, skóla og landsbanka. Þessar (og aðrar stofnanir, sem nefndar eru í reglugerðinni) skulu afhenda Þjöðskjalasafni skjöl sín og bækur, sem eldri eru en 20 ára. Nákvæm skrá yfir skjiilin skal fylgja þeim, þegar þau eru afhent. Opinber skjöl eru vissulega mikilvægar sagnfræðiheimildir. Með söfnun þoirra og varðvei/.lu er Þjóðskjalasafn allvel í stakk- inn búið til að vera heimildamið- stöð fyrir íslen/ka söguritun. En það er fleira matur en feitt kjöt. Kyrír dyrum hlýtur að standa all- veruleg útvíkkun á siifnunarsviði Þjöðskjalasafns. Skal nú gerð nánari grein fyrir því. Sú fullyrðing kann að koma undarlega fyrir sjönir, að á 20. öld sé á ýmsan hátt erfiðara um gagnaöflun en áður var. Til sög- unnar hafa komið tæki eins og t.d. síminn, sem skilur ekki eftir sig nein varanleg spor, en margar ákvarðanir eru teknar í sfmtölum. A hinn bóginn eru ýmis tæknitól komin til sögunnar, sem fram- leiða gögn, er geta haft heimilda- gildi. Má þar nefna hljöðritanir, I jösmyndir, myndsegulbönd, kvikmyndir o.fl. af því tagi. Algengt er nú að orðræður manna séu hljóðritaðar, bæði í opinberum stofnunum og á mál- þingum. Ber þar fyrst að nefna Alþingi Islendinga. Allar ræður þingmanna eru hljöðritaðar, en síðan prentaðar. Nokkuð af segul- böndum er varðveítt, en iöluvert er þurrkað út. Þó varðveitir Al- þingi sýnishorn af röddum þing- manna, svokallað raddasafn, en þó mun það gert án samráðs við þingmenn og val sýnishorna til- viljunarkennt. Ríkisútvarpið sendir menn með segulbandstæki, hvar sem frétt- næmir viðburðir gerast. Augljóst er, að Útvarpið getur ekki varð- veitt allt það magn hljóðritana, sem það lætur gera. Nýlega var þess getið í blöðum, að Útvarpið hefur lánað Borgarbókasafni Reykjavíkur hljóðritaðar sögur, sem safnið lánar síðan út. Um það er ekki nema gott eitt að segja. Ekki er hægt að ætlást til, að starfsfólk Ríkisútvarps meti heimildagildi hljóðritana, og heldur er ekki hægt að ætlast til, að Útvarpið annist varðveizlu verðmætra hljóðritana um aldur og ævi. Hér þyrfti Þjóðskjalasafn að koma til. Það er löngu tímabært að safnið stofni hljóðritanadeild. Starfsfólk hennar ætti ekki einungis að taka við hljóðritunum frá opinberum stofnunum heldur og að fylgjast með frá degi til dags, hvaða hljóðritanir eru gerð^r af merkum atburðum og safna þeim. Ennfremur ætti þessi deiltí að hafa tæknibúnað til að gera hljóðupptökur hvar og hvenær sem ástæða þykir til. Deildin ætti að vera virk í heimildasöfnunarstarfinu, bæði með þvi að vera opinberum stofn- unum til ráðuneytis um hvaða hljöðritanir þurfi nauðsynlega að gera vegna heimildasöfnunar og svo líka með því að hljóðrita sjálf þegar ástæða er til. Það sem nú hefur verið sagt gildir einnig um söfnun ljós- mynda og myndsegulbanda. Ekkert opinbert safn á íslandi annast söfnun og varðveizlu Ijós- mynda af sögulegum viðburðum. Þjóðminjasafn Islands hefur að vísu komið upp mannamynda- safni, en það safn annast ekki söfnun annarra mynda. Þjöð- skjalasafn þyrfti að fá aðstöðu til að taka þetta verk að sér. Það þyrfti að hafa stöðugt samband við ljósmyndara, dagblöð og aðra sem taka myndir, er gætu haft sagnfræðilegt heimildagildi eða sem heimildir um atvinnu- og þjóðhætti íslendinga á hverjum tíma. Náin samvinna yrði höfð við Sjönvarpið um val myndsegul- banda til geymslu í Þjöðskjala- safni. A Islandi er ekkert kvikmynda- safn. Hér á iandi eru ekki til eintök af kvikmyndum, sem gerðar voru fyrir atbeina Dana fyrr á tíð, t.d. Borgarættin. Nú má vænta þess að k vikmyndagerð færist i vöxt í landinu. Virðist þá liggja beint við, að Þjóðskjalasafn fái heimíld i liigum til að afla sér eintaks af hverri þeirri kvikmynd sem gerð er, svo að tíl séu á einum stað þær heimildir er varða ís- lenzka kvikmyndasögu. — Svipað má segja um hljómplötur. Hljóm- plötuútgefendur eru ekki skyldir til að afhenda safni eintak af plöt- um sínum. Um hljómplötur (hverju nafni sem nefnast: tón- list, upplestur, leikrit o.s.frv.) ætti að gilda sama regla og um bækur. Þjöðskjalasafn (eða Landsltókasafn) ætti að fá jafn- mörg skyldueintök af hverri hljómplötu, sem gefin er út, eins og af bókum. Þjóðskjalasafn verður að bæta við söfnunarsvið sitt þeim gögnum, er nefnd hafa verið. Þó er ekki allt upp talið. Skal það nú skýrt nánar. , Söfnunarsvið Þjóðskjalasafns takmarkast nú eingöngu við opin- ber skjöl. En óopinber skjöl, þ.e. gögn sem eínstaklingar safna, geta oft haft mikið heimildagildi. I núverandi lögum um Þjóðskjala- safn (nr. 13, 1969) er þess getið að safnið skuli „safna öðrum skráðum heimildum þjóðarsög- unnar innan lands og utan“. Með þessu er átt víð að það skuli safna öðrum en opinberum heimildum, en i þessari grein er lögð áherzla á öflun heimilda úr erlendum skjalasöfnum. Nú safna einstaklingar og fyrir- tæki hér á Islandi gögnum, sem geta haft mikið heimildagildi. Má þar nefna stjórnmálamenn, forystumenn í atvinnulífi og menningu, samtök, félög, fyrir- tæki og öopinberar stofnanir af ýmsu tagi. Þjöðskjalasafn þyrfti að hafa Arnór Hannibalsson skýra og ótvíræða heimild til að safna heimildum um þjóðarsög- una einnig utan ríkiskerfisins. Starfsfólk Þjóðskjalasafns þyrfti að fylgjast með þeirri heimilda- framleiðslu og koma á vettvang hvenær sem ástæða þykir til og semja um afhendingu gagna til safnsins. Sem dæmi má nefna, að Úr lestrarsal þjóðskjalasafnsins persónuleg skjöl stjórnmála- manna og annarra forystumanna geta oft verið mikilvægar heimildir. Hvenær sem slíkur maður hættir afskiptum af opin- berum málum eða deyr, ættu starfsmenn Þjóðskjalasafns að korna að máli við viðkomandi mann eða erfingja hans um af- hendingu heimildagagna til Þjóð- skjalasafns. Þótt opinber skjöl séu mikilvæg, þá ber þó að hafa í huga, að það eru margar hliðar á hverjum hlut, og skjöl sem finna má í fórum manna geta oft varpað nýju ljósi á ýmsa viðburði sög- unnar. Því er það brýn nauðsyn að slík skjöl týnist hvorki né tvístrist. Þau eiga heima á Þjóð- skjalasafni. Gera má ráð fyrir, að eigendur slíkra skjala vilji setja skorður við útlánum eða birtingu á prenti, og er ekkert við því að segja. Algengt er, að skjöl séu ekki birt almenningi fyrr en þau eru 20 ára gömul eða eldri. Aðal- atriðið er að söguheimildir glatist ekki. Á Islandi eru dagblöð lélegar heimildir. Þau leggja ekki áherzlu á skrásetningu viðburða. Þau skýra sjaldan frá aðdraganda að ákvarðanatöku í kerfi hins opinbera. Æviminningar stjórn- málamanna og annarra hafa nokkurt gildi, en þær eru hug- lægar bókmenntir, varnarræður fyrir lífsstarfi höfundar. En sagn- fræðingar reisa söguna á skjal- festum staðreyndum. Af þeim er aldrei of mikið. Haldi svo fram sem horfir er hætta á að alvar- legar glompur verði í islandssögu 20. aldar sökum skorts á heimild- um um mikilvæg atriði. I landinu eru mörg áhrifamikil hagsmunasamtök (ASÍ, Vinnu- veitendasamband Isl., LÍÚ, FFSÍ, BHM, BSRB, FIS o.fl ), stjórn- málaflokkar og landshlutasam- tök. Stærstu og áhrifamestu hags- munasamtökin og stjórnmála- flokkarnir ættu að vera skyld til að afhenda Þjóðskjalasafni gögn er varða almenna þjóðarsögu. Ennfremur þyrftu þessi samtök, annað hvort með frjálsri sam- vinnu við Þjóðskjalasafn, eða beinlínis samkvæmt lagaboði, að koma þvílíku lagi á skjalasöfn sin að þau verði aðgengileg sagnfræð- ingum. Þá má og nefna að ekki má skorta á Þjóðskjalasafni heimildir til atvinnusögu, svo sem verzl- unarbækur, heimildir um útgerð, fiskveiðar og iðnað. Þjóðskjala- safn þarf að hafa ótviræða laga- heimild til að safna slikum gögnum, og þyrfti safnið að hafa reglur um úrval slíkra gagna, svo að hæfilegt magn heimilda sé til um atvinnusögu hverstíma. Varðveizla opinberra skjala Núgildandi reglugerð um Þjóð- skjalasafn mælir svo fyrir, að opinberar stofnanir skili safninu öllum skjölum sínum, sem eru 20 ára gömul. En Þjóðskjalasafn getur ekki tekið tíl varanlegrar varðveizlu öll skjöl, sem hið opin- bera framleiðir. Af þessum sökum þyrfti Þjóðskjalasafn að hafa á að skipa manni, sem fylgd- ist með skjalaframleiðslu hins opinbera, leggði dóm á heimilda- gildi og segði fyrir um, hvaða skjöl hafa varðveizlugildi og hver ekki. Þessi maður þyrfti að koma á samræmdu skráningarkerfi í öllum stofnunum hins opinbera og hafa eftirlit með skjalavörzlu stofnana. Maður þessi þyrfti því að hafa menntun bæði í sagnfræði og skjalavörzlu. (En skjalavarzla ætti að vera liður í námi embætt- ismanna og bókasafnsfræðinga). Mörg vandamál eru óleyst varð- andi varðveizlu á skjölum hins opinbera. Má nefna til dæmis: Réttarkerfi og dómstólar, heil- brigðis- og tryggingakerfi, fjár- málakerfi (þar með talið skatta- kerfi), skólar og bankar safna ógrynni upplýsinga um fólkið í landinu. Sumar mata tölvur á þessum upplýsingum. En hvaða skjöl á að velja úr og hver á að ónýta? Hvað á að gera við upplýsingar um sjúklinga (sjúrnala) á rikisspítöF um? Hvað á að gera við þau ógrynni af upplýsingum sem safnast fyrir i trygginga-, skatta- og bankakerfi? A að varðveita allar prófbækur, allar prófrit- gerðir nemenda í skólum? Öll skjöl réttarkerfisins? Eða hvað á að velja úr? Um þetta þarf að setja reglur i nýrri reglugerð um Þjóðskjalasafn. Þar þurfa og að vera reglur um, hvaða skjöl fara á Þjóðskjalasafn, hvaða skjöl stofn- anir og embætti skuli sjálf varð- veita og hver skuli fara í glatkist- una. Þá þarf og að setja reglur um frágang skjala og pappírsgæði. Nú á dögum eru gæði pappirs mun verri en áður var. Jafnvel mikilvæg skjöl eru á pappir, sem geymist illa. Blek er lélegt (bæði í litarböndum ritvéla og í kúlu- pennum) og gufar oft upp og hverfur við geymslu. Jafnvel í Móðuharðindum voru framleidd gæðabetri skjöl en nú. Sá starfs- maður Þjóðskjalasafns, sem áðan var minnzt á, þarf að hafa eftirlit með þessum lið í skjalaframleiðsl- unni, þannig að mikilvæg skjöl séu á pappir, sem hægt sé að varðveita. Þá þarf og í nýjum lögum eða reglugerð um Þjóðskjalasafn að ákvarða nánar en er í núgildandi lögum tengsl safnsins við héraðs- skjalasöfn. Héraðsskjalasöfn annast merkilegt starf við söfnun heimilda, hvert i sínu héraðí. En eigi þær heimildir að nýtast við sagnfræðirannsóknir, þurfa hér- aðsskjalasöfn að vera skyld að skrásetja allar heimildir, sem berast, samkvæmt hinu sam- ræmda skrásetningarkerfi ríkis- ins og afhenda þá skrá aðalskrá í Þjóðskjalasafni. Þá sést i aðalskrá hvar hverja heimild er að finna og tímafrek leit sparast. Stofnun og rekstur aðalskrár verður mikið verk, og Þjóðskjaiasafn þarf að geta ráðizt í það verk hið bráð- asta. — Ennfremur þarf Þjóð- skjalasafn að hafa tækjakost til að gera mikrófilmur af mikilvægum skjölum, og reglan ætti að vera sú, að almenningi séu einungis léðar míkrófilmur til lestrar, en ekki frumgögn. Húsnæðismál Þjóðskjalasafns Tómt mál er að tala um aukna starfsemi Þjóðskjalasafns, nema til komi stærra húsrými. Núver- andi húsnæði er fullnýtt, og hefur safnið þegar leigt húsrými úti í bæ. Getið skal tveggja kosta. Rísi Þjóðarbókhlaða á næstu árum og flytji Landsbókasafn þangað, lægi beint við að Þjóðskjalasafn fengi til umráða núverandi Safnahús við Hverfisgötu. Seinni kosturinn (og e.t.v. sá betri) er sá, að reist verði sérstakt húsyfir Þjóðskjala- safn. Verði töf á Þjóðarbókhlöðu (sem líkur benda til) þarf Lands-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.