Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
sovézka kommún-
okksins hefst í dag
Talið víst að Brezhnev flokksleið-
togi verði áfram við völd
Moskvu — 21. febr. — Reuter — AP
25. ÞING sovézka kommúnistaflokksins hefst í Moskvu á
morgun. Sfðasta flokksþing var haldið árið 1971. Þingið
mun standa í tæpan hálfan mánuð, en aðalverkefni þess
er að marka stefnu f stjðrnmálum og efnahagsmálum
landsins næstu fimm ár.
Meðal boðsgesta á þinginu er
Fidel Castro, forsætisráðherra
Kúbu, Le Duan leiðtogi kommún-
istaflokks Norður-Víetnam og
Nicolae Ceausescu, forseti Rúm-
eníu, auk þess sem leiðtogar vest-
rænna kommúnistaflokka eru
þangað komnir. Rússar hafa mikl-
ar áhyggjur af ágreiningi sínum
og vestrænna kommúnista, sem
taldir eru vera um tvær milljónir
talsins. Það vekur sérstaka at-
hygli, að leiðtogi franskra komm-
únista, Georges Marchais, er ekki
kominn til flokksþingsins að
þessu sinni. Marchais lýsti þvi
raunar yfir á þingi franskra
kommúnista fyrir skömmu, að
hann hygðist ekki fara til
Moskvu. Um leið var samþykkt að
hafna einni grundvallarhugsjón
kommúnista — um alræði öreig-
anna — Rússum til mikils ama.
Ágreiningur Rússa og vest-
rænna kommúnistaflokka á síð-
ustu árum er talinn vera aðal-
ástæðan fyrir því, að ekki hefur
verið boðað til Evrópuþings
kommúnistaflokka sem halda átti
árið 1974.
Flokksþingið á morgun hefst
með langri ræðu Brezhnevs
Á Vesturlöndum beinist athygli
manna fyrst og fremst að því hvað
Brezhnev segir um áframhald-
andi samskipti austurs og vestur,
einkum með tilliti til þeirrar
stefnu, sem „détente" hefur tekið
eftir Helsinki-ráðstefnuna, en
árangurinn af „détente" hefur
víða valdið vonbrigðum. Þá hafa
erlendir fréttaskýrendur áhuga á
úrslitum kosninga til 15 manna
Æðsta ráðs Sovétrikjanna, sem
kunn verða á siðasta degi þings-
ins, svo og kosningaúrslitum mið-
stjórnar flokksins og annarra
valdahópa i sovézka stjórnkerf-
inu. Áreiðanlegar heimildir í
Moskvu telja, að Brezhnev muni
staðfesta fyrri yfirlýsingar um
aukin tengsl við „auðvaldsheim-
inn“, og að engra meiriháttar
breytinga á stefnu Sovétrikjanna
sé að vænta á þessu flokksþingi.
Taiið er, að þrátt fyrir þrálátan
orðróm um heilsuleysi Brezhnevs
síðustu tvö árin, séu engar horfur
á leiðtogaskiptum að sinni og á
undanförnum vikum hefur lofi
verið hlaðið á Brezhnev í sovézk-
um fjölmiðlum í enn meiri mæli
en dæmi eru til áður. Risastór
Framhald á bls. 35
New Hampshire:
NýKennedy-
saga á kreiki
Flórida — 23. febr. — AP
BANDARlSKT vikublað,
National Enquirer, segir frá
þvf, að John F. Kennedy hafi
staðið f ástarsambandi við lista-
konuna Mary Meyer frá þvf á
árinu 1962 og þar til hann var
myrtur í nóvember 1963. Segir
blaðið að fund-
um þeirra hafij
borið saman að
staðaldri,
stundum tvisv-
ar eða þrisvar f j
viku. Hafi þau
hitzt í Hvíta
húsinu er
Jaqueline
Kennedv hafi
verið að heim-1
an og hafi þau
eitt sinn reykt
saman marihuana. Blaðið held-
ur þvf fram, að CIA hafi komið
konunni fvrir kattarnef árið
1964.
National Enquirer vitnar í
meintan trúnaðarvin forsetans
og Mary Meyer, sem segir fyrsta
fund þeirra hafa borið þannig
að höndum, að leyniþjónustu-
menn hafi ekið Mary Meyer i
glæstum farkosti til Hvita-
hússins, þar sem John F.
Kennedy hafi tekið á móti
henni, leitt hana til svefn-
herbergis og læst dyrunum. Að
sögn heimildarmannsins var
forsetinn 44 ára er hann
kynntist Mary, en hún tveimur
árum yngri og hafi hún þá enn
verið sérlega þokkafull og
töfrandi.
Loks vitnar blaðið í systur
Mary Meyer, Toni Bradlee, sem
kveðst hafa afhent CIA dagbók
systur sinnar, eftir að hún hafi
verið skotin til bana, og hafi
James Angleton, CIA-njósnari
og síðar yfirmaður gagnnjósna
brennt bókina.
Leonid Brezhnev — þjóðin
brennur af þakklæti, segir
Pravda
flokksleiðtoga um innanrikismál
og utanríkismálastefnu Sovétríkj-
anna.
Flokksmálgagnið Pravda segir í
dag, að kommúnistar um gjtfrvöll
Sovétrikin hafi látið í ljós „brenn-
andi þakklæti" til Brezhnevs og
samstarfsmanna hans fyrir forsjá
þeirra og giftudrjúgt starf frá síð-
asta flokksþingi.
„Síðan flokksþingið var haldið
1971,“ segir Pravda, „hefur hug-
myndafræðileg og stjórnmálaleg
eining sovézku þjóðarinnar, hin
takmarkalausa tryggð hennar við
hugsjónir kommúnismans,
óslökkvandi þjóðerniskennd sam-
fara alþjóðahyggju, eru jafnvel
enn sterkari en áður hefur verið,“
segir Pravda.
Ögerlegt að
spá um úrslitin
Concorde, New Hampshire,
23. febrúar Reuter —AP.
KOSNINGABARATTUNNI fyrir
forkosningarnar, sem fram fara
hér 1 New Hampshire á morgun,
þriðjudag, um útnefningu sem
forsetaefni demókrata og
repúblikana, lauk f kvöld og telja
stjórnmálasérfræðingar, að bar-
áttan milli Fords forseta og
Ronalds Reagans sé svo tvfsýn, að
ekki sé hægt að spá fyrir um
úrslit með nokkurri vissu. For-
kosningarnar f New Hampshire
eru þær fyrstu af 31, sem fram
fara áður en flokksþing flokk-
anna velja frambjóðendur sfna f
sumar. Hafa þessar kosnfngar
ætfð þótt gefa nokkuð rétta mynd
af stöðu hinna ýmsu frambjóð-
enda. Reagan og Ford eru tveir
einir á kjörseðli repúblikana, en
alls eru 13 frambjóðendur hjá
demókrötum.
Ronald Reagan fór frá New
Hampshire í dag án þess að spá
nokkru um úrslit, en Ford forseti
lýsti því yfir í Washington, að
hann myndi fara með sigur af
hólmi.
Hjá demókrötum er James
Carter, fyrrum ríkisstjóri í
Georgíu, talinn sigurstranglegast-
ur, en hann hefur undanfarið ár
verið mjög virkur í baráttunni
fyrir útnefningu og er helzta bar-
áttumál hans að draga úr opinber-
um útgjöldum. Næstir á eftir
Carter eru þeir Morris Udall, full-
trúadeildarþingmaður frá
Arizona, og Birch Bayh, öldunga-
deildarþingmaður frá Indiana.
Bandaríkjamenn opna
viðskipti við Angóla
Luanda og Addis Abeda
23. febrúar AP-Reuter.
FULLTRÚI AlþýðulýðveldiSins
Angóla tók f dag í fyrsta skipti
sæti á fundi uianrfkisráðherra
Einingarsamtaka Afrfku og var
ákaft fagnað er hann gekk f fund-
arsalinn f Addis Abeda, höfuð-
borg Eþiópfu. Það var Santos, ut-
anrfkisráðherra Angóla, sem
gekk f salinn í fararbroddi sendi-
nefndar sinnar en á fundinum,
sem standa á í viku, verður eink-
um fjallað um samskipti Afrfku-
rfkja og Asfurfkja.
Stöðugt fleiri ríki bætast í hóp
þeirra, sem viðurkennt hafa
stjórn MPLA, og í dag var til-
kynnt í Washington, að Banda-
ríkjastjórn hefði gefið bandaríska
oliufélaginu Gulf Oil heimild til
The Financial Times:
50 mílna einkalögsaga innan
200 mílna EBE nægir Bretum
LUNDUNABLAÐIÐ The Financial Times gerir fiskveiðimál að um-
ræðuefni f forystugrein f gær, mánudag. Blaðið gerir m.a. grein fyrir
ágreiningi Breta við EBE, en tillögur bandafagsins miða að þvf, að
innan 200 mílna fái Bretar einkarétt á veiðum út að 12 mflnum við
strendur Bretlands, en Bretar hafa hins vegar krafizt fnnri 100
mflnanna fyrir sjálfa sig. I greininni eru settar fram hugmyndir um
málamiðlun og sameiginlegar verndaraðgerðir á fiskimiðum.
Blaðið telur aðstöðu brezku mílum frá ströndum Bretlands.
ríkisstjórnarinnar erfiða í þessu
máli, en enn sem komið er hefur
stjórnin ekki tekið beina afstöðu.
Skoðun The Financial Times er
sú, að eðlileg viðbrögð stjórnar-
innar séu viðræður um millileið,
þar sem tekið verði tillit til skoð-
ana Efnahagsbandalagsins og
brezka sjávarútvegsins. Bent er á
tölur, sem fiskiðnaðurinn birti
nýlega, en þar kom fram, að mis-
munur aflamagns, sem veiðzt
gæti milli 50 og 100 mílna mark-
anna, væri ekki nema 300 þúsund
tonn. Miðað er við 2.8 millj. tonna
aflamagni innan 100 mílna, þann-
ig að útlátalítið ætti að vera að
lækka kröfuna i yfirráð yfir 50
Blaðið heldur áfram: „Það er
ástæðulaust að halda, að önnur
Efnahagsbandalagsríki gætu sætt
sig við slfka einfalda millileið, en
mistök gætu átt sér stað af öðrum
ástæðum: í fyrsta lagi er vél-
væðing með tilliti til fiskverndar
nauðsynleg, en af hagkvæmnis-
ástæðum þyrfti slíkt að gerast
með samræmdum aðgerðum. I
annan stað mundi bandalagið
standa betur að vigi í samningum
við þjóðir utan bandalagsins,
hefði það markað sér sameigin-
lega stefnu." Blaðið heldur þvi
fram, að með tilliti til þessara
atriða hafi tillögur bandalagsins í
fyrri viku alls ekki verið til
einskis, en í þessum tillögum var
mælt með stofnun sérstakrar
nefndar visindamanna frá
aðildarrikjunum og fulltrúa ráð-
herranefndar bandalagsins, er
fara skyldu með fiskveiðimál.
Slík nefnd ætti m.a. að hafa það
verkefni að úrskurða leyfilegt
aflamagn á hverjum tíma.
„Þetta er annað og meira en
tæknilegt atriði. Einn erfiðasti
hjallinn í deilunni við Islendinga
er ágreiningur vísindamanna frá
báðum löndunum um stærð fiski-
stofna og veiðiþol þeirra. Banda-
lagið ætti að draga af þessu lær-
dóma og komast sem fyrst að
niðurstöðum um ástand og við-
gang fiskistofna innan 200 mílna
markanna. Síðan ætti það að gera
skynsamlegar tillögur um leyfi-
legar veiðar."
Þá lætur The Financial Times í
ljós þá skoðun, að Bretar eigi að
stuðla að slíkri málsmeðferð með
eigin hagsmuni í huga. Engin
ástæða sé til að ætla að sllk stefna
hefði I för með sér minna afla-
magn en víðáttumeiri fiskveiði-
lögsaga fyrir Breta eina, en þegar
þeir hefðu mælt með grundvallar-
atriðum sameiginlegrar fiskveiði-
stefnu bandalagsins mundi
brezka stjórnin síðan einbeita sér
að því að ná samningum í sam-
ræmi við hagsmuni Breta, á sama
hátt og Frakkar hefðu jafnan otað
sínum tota i samræmi við sina
hagsmuni í landbúnaðarmálum
bandalagsins.
„Þetta yrði Bretum tvímæla-
laust til hagsbóta í samningum og
skiptum við utanaðkomandi aðila,
en slikir samningar verða óhjá-
kvæmilegir þegar 200 milurnar
ganga i gildi og Bretar hafa þá
bandalagið að bakhjarli" segir
The Financial Times i lok
greinarinnar.
að greiða stjórn Angóla 100 millj-
ónir dollara fyrir oliuvinnslurétt,
sem áttu að koma til greiðslu í
október sl. Einnig hafa banda-
risku Boeingflugvélaverksmiðj-
urnar fengið leyfi tii að afhenda
stjórn Angóla tvær þotur af gerð-
inni Boeing 737, sem verksmiðj-
urnar höfðu fengið greiddar áður
en allt fór i bál og brand í borg-
arastyrjöldinni í landinu. Þykir
þetta benda til, að Bandaríkja-
stjórn sé að opna leiðina fyrir
samskiptum við stjórn Angóla, en
Kissinger utanríkisráðherra lýsti
því yfir ekki alls fyrir löngu, að
Bandarikjastjórn myndi ekki við-
urkenna minnihiutastjórn, sem
hefði brotizt til valda með aðstoð
kúbanskra hermanna og sovézkra
hergagna og ráðgjafa.
Stjórnin i Zaire, nágrannaríki
Angóla, lýsti þvi yfir i dag, að hún
myndi ekki viðurkenna stjórn
MPLA fyrr en fullnægjandi
trygging hefði fengist fyrir því að
kúbanskir hermenn myndu ekki
hlutast til um málefni Zaire.
Var hann
eingetinn?
Lundúnum23. febrúar — Reuter
TUTTUGU brezkir lávarðar
hófust f dag handa um rann-
sókn á kynferðislffi brezkrar
aðalskonu, sem lézt f síðustu
viku. Rannsóknin beinist að
atburðum aðfararnætur 18.
desember 1918 f svefnherbergi
lafði Christabel Amthill, eig-
inkonu John Russefs, þriðja
barónsins af Ampthill.
Framburður lafðinnar í
sögulegu skilnaðarmáli á
Framhald á bls. 35