Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 7

Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 7 Þjóðviljinn og rætnin Persónuleg rætni og ill- kvittni hefur oftar en hitt öfug áhrif við tilgang. Þannig hafa skapvonzku- skrif Þjóðviljans I garð tveggja góðkunnra frétta- manna Sjónvarpsins, Jóns Hákons Magnús- sonar og Sonju Diego, verkað eins og ástralskt kastvopn, sem oft kemur i koll þeirra, er þvi beita. Jóhann J.E. Kúld segir i bréfi til Þjóðviljans: ,,í fyrsta lagi teljum við gagnrýnina óréttmæta efnislega. í öðru lagi þá er framsetning hennar svo rætin, að ég persónulega tel hana ekki birtingar- hæfa. í þriðja lagi vil ég ráðleggja bréfriturum sem liður svo illa á sálinni að þeir hafi þörf fyrir að ryðja úr sér svo rætnum skrif- n um, að geyma þau hjá sér í nokkra daga og brenna síðan. Gagnrýni á rétt á sér og er nauðsynleg, en framsetning hennar verður að vera að siðaðra manna hætti, svo hún sé birtingarhæf. í siðara bréfinu er m.a. veitzt að Sonju Diego, sem ég tel vera einn af beztu starfs- kröftum sjónvarpsins sökum hinnar óvenju miklu málakunnáttu sinnar og þekkingar á erlendum málefnum." Ekki einu sinni í slúðurdálki Annar bréfritari Hjör- leifur Guttormsson i Nes- kaupstað segir m.a. um þessi rætniskrif í Þjóð- viljanum: ,,Hins vegar er sómakæru blaði eins og Þjóðviljanum nauðsyn að verjast óheilbrigðum út- brotum á sálarlífi manna, hvort sem um er að ræða málefnasnauðan vaðal eða fúkyrði í garð ein- staklinga. Ég rak augu i dæmi um hið siðartalda i Bæjarpósti Þjóðviljans þann 5. febrúar, þar sem veitzt er að Jóni Hákoni Magnússyni og fleiri starfsmönnum sjónvarps- ins með orðbragði og sleggjudómum, sem Þjóðviljinn má ekki láta sjá á síðum sinum, ekki einu sinni i slúðurdálki." Og siðar í bréfinu segir: ,,Starfsmenn fjölmiðla vinna sem betur fer fyrir opnum tjöldum hérlendis og þó engir frekar en þulir og fréttamenn sjónvarps- ins. Auðvitað gefum við þeim misjafna einkunn og vel má að þeim finna og stjórn þessa fjölmiðils, ekki siður en dagblaða. En subbuleg og órökstudd ummæli eins og birtust í Bæjarpósti 5. febr. sl. hitta aðeins þann sem lætur þau frá sér fara. Og sem velunnara Þjóðviljans sárnar mér að sjá slíkan óþverra á síðum blaðsins. Starfsmenn Sjónvarpsins á að biðja afsökunar á sjúklegum ruddaskap, sem þarna fékk óvænt inni i Þjóðviljanum " Það sem mestu máli skiptir í miðri loðnuvertið og landhelgisátökum lama verkföll allt atvinnulíf þjóðarinnar til sjós og lands. Mikil verðmæti fara forgörðum, bæði hjá þjóðarbúinu og i tekjuöfl- un heimilanna, sem langan tíma tekur að vinna upp. Verkalýðs- hreyfingin lét mjög i veðri vaka á sl. ári að nú myndi söðlað um í kjarabaráttu í Ijósi dýrkeyptrar reynslu, og ráðizt að rótum verð- bólguvandans, enda væri hagsmunum þeirra, sem verst væru staddir bezt borgið með þeim hætti. Þetta er fyrsta megin- atriðið, sem verður að hafa í huga við gerð komandi kjarasamninga, enda reynslan frá febrúar samningunum 1974 enn nærtæk sem og afleið- ingar þeirra. Annað höfuð- atriðið er ef réttir lær- dómar verði dregnir af samdráttareinkennum í islenzku atvinnulifi og búið þann veg um hnúta að ekki verði beinlinis stuðlað að vaxandi at- vinnuleysi með því að veikja rekstrarstöðu at- vinnuveganna frá því sem hún er nú. Og enn þarf að hafa i huga þann megin galla fyrri samninga, sem juku verulega á launamis- réttið í landinu, þrátt fyrir heitstrengingar um hið gagnstæða Það er einlæg von landsmanna að samningar takist nú þegar, enda leiðir til þess að opnast, án þess að um- ræddir megingallar launa misréttis, verðbólguvaxt- ar og atvinnusamdráttar, sem fólust i samningun- um, 1974 setji á þá of mikil mörk, þvi þá væri til litils barizt, a.m.k. fyrir láglaunafólkið i landinu. Riddarastjarna er rausnarlegt blóm ef haldið er áfram að vökva en hætt er við að blómgun verði þá litii eða engin. Blöðin geta orðið mjög stór. Náskyld riddarastjörnu er AMARYLLIS og oft er þeim ruglað saman. Gott auðkenni er að Amaryllis hefur óholan blómstöngul en riddarastjarna holan. Amaryllis ber fleiri blóm, oft 8—12, hvít á lit. Ama- ryllis er ræktuð eins og riddara- stjarna, blómgast á sumrin, og koma blómin á undan blöð- unum. Báðar eru þær góðar pottajurtir, ýmsir bastarðar. I.D. Laukjurt ættuð frá hitabeltis- löndum Ameríku. Fjölær, lauk- urinn stór, löng heilrend blöð, blómin mjög stór, trektlaga, sitja efst á öflugum, holum blómstöngli, er vex mjög fljótt i fulla stærð. I stofum eru aðal- lega ræktaðir ýmsir bastarðar búnir til með kynbótum smám- saman. Vísindanafnið er Hippe- astrum hybridum. Blóm bast- arðanna eru ýmislega lit þ.e. rauð, hvít, gulleit, mörg lit- brigði. Álitlegustu afbrigðin bera uppréttar, opnar blóm- klukkur lítið eða ekki kögraðar í jaðarinn. Auðveldast er að ala riddara- stjörnu upp af lauk, fræsáning er vandgæfari. Nota má litla hliðarlauka til fjölgunar, en einnig fást stórir laukar sem fljótari eru til og bera fyrr öflugan stöngul og blóm. Ungar jurtir fást og stundum i blóma- búðum eða garðyrkjustöðvum. Ef rækta skal upp af lauk er hann settur niður í frjósama, fremur grófa og lausa mold i allstórum pbtti. Laukurinn er ekki settur alveg í kaf, á að standa allt að því hálfur upp úr moldinni. í fyrstu er fremur lítið vökvað, uns blómhnappar byrja að vaxa upp af lauknum, en síðan er vökvun smáaukin er blöðin einnig fara að spretta. Segja má að blómstöngullinn þjóti upp þegar þar að kemur og í toppinn ber hann hin stóru og skrautlegu blóm er vita upp og út á við, eitt, tvö, þrjú — eða jafnvel fleiri. Það er fögur sjón. Blómin standa talsvert lengi. Þegar þau eru visnuð er stöng- ullinn skorinn af niður við laukinn. Jurtinni er áfram haldið i góðum vexti og hert á með blómaáburði. En þegar líður á sumarið og hausta tekur er smádregið úr vökvun og blöðin látin visna. Síðan skal hvila jurtina (laukinn) i um það bil 3 mánuði, frá því í október og fram i janúar. Um hvíldartím- ann er ekkert vökvað og jurtin skal geymast á svölum stað t.d. í kjallara. Frost þolir laukurinn þó ekki. Þegar hann fer að spíra t.d. í jariúarlok til febrúar er hann látinn i birtu og farið að vökva, sem fyrr er lýst. Ef of mikið er vökvað í fyrstu getur svo farið að allur vöxturinn hlaupi í blöðin, en blómstöng- ullinn nái litlum þroska. Græn blöð geta haldist allan veturinn TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR Útsölumarkaðurinn, Laugavegi 66, sími 28155 NYKOMIB Itölsk leðurstígvél úrmjúku leðri, fóðraðir og með rennilás uppúr Litir: Svarteöa brúnt Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustraeti 8 v/Austurvöll, sími 14181

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.