Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 30
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 Framhlið hins nvja Vfkingsskála f Sleggjubeinsskarði. ( Víkingar taka í notkiin glæsi- | legan skála í Sleggjubenkarði VÍKINGAR tóku formlega f notkun glæsi legan skíðaskála sinn í Sleggjubeinsskarði fyrir ofan Kolviðarhól á sunnudaginn. Var Það var á Páskum fyrir 12 árum að kviknaði í skála Vikings, sem Sstóð á sama stað, brann hann tif kaldra kola á stuttri stund, en mannbjorg varð naumlega. Fljót- lega eftir þennan atburð hófust forystumenn handa við byggingu nýs skála og hafa margir innt óeigingjarnt starf af höndum við byggingu hins nýja skála Er hér um 1 80 fermetra byggingu að ræða. timburhús á steyptum grunni Tvöfalt gler er í húsinu og rafmagnsupphitun Skálinn er metmn á um 6 5 milljónir króna og skíðalyfturnar þrjár sem eru við skál- ann kostuðu upp settar um 2 5 milljónir króna í skálanum er áætl að svefnpláss fyrir 60 manns, en I þar hafa þó sofið gott fleiri ^ Ýmsir skólar á höfuðborgarsvæð i inu hafa nýtt skálann undanfarið í miðri viku, en um helgar er skálinn opmn fyrir almenning Hefur skíða- færi verið mjög gott í Sleggjubeins- skarði í vetur og stöðugt fleiri sótt þangað Á sumrin er möguleiki á að nýta svæðið við skálann á margan hátt Aðrar deildir Víkmgs hyggja gott til glóðarinnar og þar t d þegar búið að ryðja svæði fyrir handknatt- leiksvöll Þá ganga ýmsir hinna stór- huga forystumanna skíðadeildar Víkings með það i maganum að koma upp sundlaug við skálann, en heitar uppsprettur við skálann gera þá framkvæmd auðveldari en ella Meðal gesta í hófinu á sunnu- daginn var Gísli Halldórsson, forseti íþróttasambands íslands, og sagði hann m a í ávarpi að með framtaki sínu hefðu Víkingar gert sitt til að æska og almenningur í Reykjavík hefði eignast nýtt skíðasvæði Væru þau nú orðin þrjú Skálafell, Bláfjöll og svæðið fyrir ofan Kolviðarhól — Víkmgs-, ÍR og Valsskálinn auk að stöðunnar í Hveradölum Þetta væri mjög ánægjulegt því hann hefði alltaf verið á móti því að einblínt væri á Bláfjöllin. þvi þó þau væru allra góðra gjalda verð, þá yrði Reykjavík að hafa yfir fleiri skíða- svæðum að ráða Hann sagðist hafa sagt í viðtali við Morgunblaðið 1971 að eftir nokkur ár yrðu skíða- lyftur í skiðalandi Reykjavíkur orðnar 1 2— 1 5 Sér teldist til að nú væru þær orðnar 1 5 talsins og gætu Vikingar vel við sinn hlut unað þvi þeir ættu 20% lyftnanna — eða þrjár Jón Aðalsteinn Jónasson for- maður Víkings afhenti siðan nokkrum þeirra sem hvað mest starf hafa lagt í byggingu skálans fallega viðurkenningarskildi Þeir sem þannig voru heiðraðir voru Björn fjöldi gesta viðstaddur, fluttar voru margar ræSur og góðar gjafir gefnar skálanum og skíðadeild Víkings. Ólafsson, Ólafur Friðriksson, Jóhannes Tryggvason og Agnar Lúðvlksson — sem Jón kallaði ..ballest" félagsins Fleiri voru heiðr- aðir og margar gjafir gefnar skál- anum Þeir sem tóku til máls I hófinu voru auk fyrrnefndra Agnar Lúðvíksson, Ólafur Fríðriksson, Ólaf- ur Jónsson, Alexander Jóhannsson, Asgrímur Guðmundsson, Valur Pálsson, Jónas Ásgeirsson, Frlður Guðmundsdóttir, Valdimar Örnólfs- son og Björn Ólafsson, formaður Skíðadeildar Vikings Veizlustjóri var Gunnar Már Pétursson, fyrrver- andi formaður Vikings Alls sátu um 60 manns hófið á sunnudaginn, ungir og gamlir Vik- ingar og forystumenn I Iþróttahreyf- ingunni, og þágu Ijúfar veitingar Kvennadeildar Vlkings — áij. Ir Gfsli Halldórsson forseti ISI, Jón Aðalsteinn Jónasson formaður Vfkings og aðrir gestir gæða sér á girnilegum Vfkingstertum. i k Fjórir þeirra Vfkinga sem mest hafa lagt á sig við byggingu skálans og voru heiðraðir við vfgsluna á ^ sunnudaginn, Jóhannes Tryggvason, Olafur Friðriksson, Björn Ólafsson og Agnar Lúðvfksson. I KR í basli með ÍBK KEFLAVlKURSTÚLKURNAR eru f alvarlegri fallhættu f 1. deild kvenna eftir tap gegn KR f Laugardalshöllinni á sunnu- daginn. Leiknum lauk með sigri KR 14:12 og voru tBK-stúlkurnar óheppnar að hljóta ekki a.m.k. annað stigið f þessum leik. Leikur liðanna var allan tímann mjög jafn, t.d. var staðan í hálf- leik 5:4 fyrir KR. Um miðjan seinni hálfleik komust IBK- stúlkurnar yfir 10:9. Rétt fyrir leikslok var staðan 13:12 fyrir KR og síðasta mark leiksins gerði svo KR úr heldur vafasömu vítakasti. KR-stúlkurnar léku þennan leik heldur illa. Það er ekki til mikils að vinna fyrir iiðið úr þessu, engin fallhætta og heldur engir möguleikar á meistaratitlinum. Hansina Melsted var drýgst hjá KR-liðinu í fyrri hálfleik en dalaði i þeim síðari. Þá kom Hjör- dís vel út úr þessum leik. Mörk KR: Hjördis Sigurjóns- dóttir 5 (3v), Hansína Melsted 4, Karólina Jónsdóttir 2 (2v), Anna Lind Sigurðsson 1, Jónína Ólafs- dóttir 1 og Soffía Guðmundsdóttir eitt mark. Mörk IBK: Guðbjörg Jónsdóttir 5(lv), Gréta íversen 2, Þorbjörg Öskarsdóttir 2, Hanna Rúna Jóhannsdóttir og Ingibjörg Óskarsdóttir 1 mark hvor. — SS Fram sigraði UBK FRAMSTÚI.KURNAR áttu ekki í erfiðleikum með Breiðablik f 1. deildinni á sunnudaginn. Loka- tölurnar urðu 17:9, eftir að staðan hafði verið 10:5 f hálfleik. En leikur Framliðsins var langt frá þvf að vera sannfærandi gegn afar slöku Kópavogsliðinu og stúlkurnar verða að gera betur ef þær ætla sér að eiga möguleika á Islandsmeistaratitlinum. Leikur liðanna var mjög lélegur og leiðinlegur á að horfa vægast sagt. Áhorfendum til mikillar furðu hafði Breiðablik frumkvæð- ið fyrstu minúturnar og komst t.d. yfir 3:2. En þá hristu Framstúlk- urnar af sér slenið um stund, skoruðu 7 mörk í röð og breyttu stöðunni i 9:3. Siðan kom deyfð í spilið hjá Fram, staðan varð 13:9 um miðjan seinni hálfleikinn en 4 síðustu mörkin gerði Fram og leiknum lauk 17:9. Mörk Fram: Oddný Sigsteins- dóttir 6 (4 v), Jóhanna Halldórs- dóttir 4, Guðrún Sverrisdóttir 2, Guðríður Guðjónsdóttir 2 (2 v), Helga Magnúsdóttir 1, Jenný Magnúsdóttir (eldri) 1 og Kristín Orradóttir 1 mark. Mörk UBK: Sigurborg Daða- dóttir6 (2 v), Heiða Gunnarsdótt- ir 1, Hrefna Snæhólm 1 og Þór- unn Daðadóttir 1 mark. — SS. Heppnissigur FH FH-STÚLKURNAR máttu teljast heppnar að vinna Vfking f Höll- inni á sunnudaginn. Leiknum lauk með sigri FH 12:11, eftir að staðan hafði verið 5:5 f hálfleik. Vfkingsstúlkurnar höfðu mark yfir þegar 10 mínútur voru eftir og fengu mörg tækifæri til að auka enn bilið en þau runnu öll út í sandinn og FH-stúIkurnar unnu á góðum endaspretti. Leikur liðanna var sá bezti af þeim þremur kvennaleikjum, sem fram fóru síðdegis á sunnu- daginn. Hann var allan tímann mjög jafn og mikil barátta i leikn- um. Um miðjan seinni hálfleikinn virtist sem FH ætlaði að siga framúr og sigra þegar liðið komst yfir 9:7, en Víkingsstúlkurnar gáfust ekki upp og gátu breytt stöðunni i 10:9 sér í vil. Þær fengu ágæt tækifæri til að auka bilið en tókst það ekki og FH náði góðum spretti og sigraði 12:11. FH-stúlkurnar léku nú lakar en þær hafa gert bezt i vetur. Beztan leik sýndu þær Svanhvít og Katrín í sókninni en Gyða Úlfars- dóttir stóð fyrir sinu í markinu. Víkingsliðið hefur sýnt mestar framfarir allra liða í vetur. Sóknarleikur liðsins er orðinn miklu hraðari og beittari en hann var og margar ungar stúlkur eru að koma upp í liðinu. Má þar nefna önnu Björnsdóttur og Hebu Hallsdóttur. Þá hefur mark- varzlan batnað við afturkomu Þórdísar Magnúsdóttur í liðið. Mörk FH: Svanhvít Magnús- dóttir 5 (2v), Katrín Danivals- dóttir 3, Sigrún Sigurðardóttir 2 og Sylvia Hallsteinsdóttir 1 mark. Mörk Víkings: Heba Hallsdóttir 2, Jóhanna Magnúsdóttir 2, Sigrún Olgeirsdóttir 2, Ástrós Guðmundsdóttir, Halídóra Jóhannesdóttir, Anna Björns- dóttir og Ragnheiður Guðjóns- dóttir 1 mark hver. — SS. Fjögur lið eiga möguleika eftir að Ármann vann Val MEÐ 15—12 sigri sfnum yfir Val f 1. deildar keppni Islandsmóts kvenna f handknattleik galopnaði Armann keppnina. Hefði Valur sigrað f þessum leik má segja að liðið hefði verið nokkurn veginn á grænni grein, en ósigur þess þýðir að nú standa Framstúlk- urnar bezt að vfgi, en raunar eru það fjögur lið sem berjast um titilinn: Fram, Valur, Ármann og FH. Hvert þessara liða sigrar er óhugsandi að spá um á þessu stigi málsins, en það hafði verið skoðun margra að Valsstúlkurnar yrðu vfirburðasigurvegarar í mót- inu að þessu sinni, ekki sfzt eftir að Fram missti einn sinn bezta leikmann, Arnþrúði Karlsdóttur út vegna meiðsla. En Ármannsstúlkurnar sýndu það rækilega á sunnudagskvöldið að Valur er ekkert óvinnandi vígi. Skynsamlegur og yfirvegaður leikur þeirra færði þeim sigurinn öðru fremur, en ekki er samt hægt að neita því að Valsstúlk- urnar voru óvenjulega daufar í dálkinn í leik þessum. Ármann náði strax forystu í leiknum og komst fljótlega i 4—1. Tóku Ármannsstúlkurnar Sigrúnu Guðmundsdóttur strax úr umferð og svo vel að hún náði tæpast að hreyfa sig. Svaraði Val- ur með því að taka Guðrúnu Sigurþórsdóttur úr umferð, en Erla Sverrisdóttir fékk hins vegar að leika lausum hala um sinn og naut sín vel. Staðan í hálfleik var 8—6 fyrir Ármann, og fljótlega i seinni hálfleiknum var staðan orðin 12—8 fyrir Ármann. Gripu Valsstúlkurnar þá til þess ráðs að taka bæði Guðrúnu og Erlu úr umferð, og riðlaðist leikur Ármannsstúlknanna mjög við það. Þegar 4 mínútur voru til leiksloka var munurinn orðinn aðeins eitt mark, 13—12, og allt virtist geta gerst. En Ármanns- stúlkurnar héldu knettinum undir lokin og kunnu að bíða eftir færum, meðan Valsstúlkumar voru ákaflega óþolinmóðar og fóru illa með tækifæri sín. Skor- aði Ármann 2 síðustu mörk leiks- ins og sigraði sem áður segir 15—12. Mörk Armanns: Erla Sverris- dóttir 5, Þórunn Hafstein 4, Guðrún Sigurþórsdóttir 3, Auður Rafnsdóttir 1, Anna Gunnars- dóttir 1, Sigriður Brynjólfsdóttir 1. Mörk Vals: Sigrún Guðmunds- dóttir 4, Björg Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Lárusdóttir 3, Sólrún Ástvaldsdóttir 1, Elfn Kristins- dóttir 1. — stjl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.