Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 13 „Hér eru farin að myndast bófafélög” „Hver sakamaðurinn styður annan með ráðum og dáð” Á miðju sumri 1963 veittu æðri starfsmenn Landsbankans þvf athvgli, að veitingamaður í borginni stundaði svokölluð keðjuávísanaviðskipti og not- aðist þar við þrjú fyrirtæki, sem hann var í forsvari fyrir. Fengu þá allir gjaldkerar aðal- bankans skrifleg fyrirmæli um að kaupa ekki ávfsanir af honum. Sfðar kom f Ijós, að tveir gjaldkerar hlýddu ekki þessum fyrirmælum og héldu ávfsanakaupunum áfram — gegn þóknun. Einnig komst þá upp um verulega upphæð inn- stæðulausra ávfsana f öðrum bönkum. Á sama tfma komst um- ræddur maður að samkomulagi við bankaútibúi úti á landi um 3 millj. kr. lán i formi yfir- dráttarheimildar á hlaupa- reikningi. Meðal trygginga fyr- ir því láni var 1 millj. króna lánsloforð frá Framkvæmda- bankanum til fyrirtækis i öðr- um kaupstað úti á landi. Keypti veitingamaðurinn það loforð, og var hluti kaupverðsins greiddur með ávisunum, sem engin innstæða var fyrir. Björn Tryggvason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans sagði í viðtali við Morgunblaðið s.l. föstudag, að „forsvarsmaður veitingahússins (Klúbbsins) hefði löngum leikið þann leik að stofna ný og ný fyrirtæki og fá opnaðan ávfsanareikning út á þau“. Hann „hefði leikið á bankakerfið að minnsta kosti f áratug...“ Hér mun aðstoðarbankastjór- inn hafa átt við ofangreint mál, en f þessu sambandi rif jast upp útvarpserindi, sem Pétur heit- inn Benediktsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, flutti í febrúar 1964 og vakti mikla athygli. Er það birt hér á eftir: ERINDIPÉTURS BENEDIKTSSONAR. Dagblöðunum hefur að und- anförnu orðið tiðrætt um hin mörgu fjársvikamál, sem komið hafa til kasta rannsóknarlög- reglu og dómstóla, enda er það mála sannast að sjá má minna grand í mat sínum. Þessi tíðu og stórfelldu fjársvik eru orðin eitt af leiðustu vandamálum þjóðfélagsins og engin furða þótt almenningur vilji fylgjast með því, hvernig þeir standa i stöðu sinni, sem gæta eiga opin- bers velsæmis á þessu sviði, hvort heldur sem verðir opin- berra fjármuna eða verðir réttar og laga. Það vakti þvi sérstaka athygli þegar það spurðist fyrir um það bil viku, að nú skyldi fara fram munnlegur málflutningur fyrir Sakadómi Reykjavikur í máli eins hins frægasta og stór- tækasta af sakborningum þess- arar tegundar og tveggja ungra bankamanna, sem þvælst höfðu inn í mál hans. Engum þurfti að koma það á óvart þó blaða- menn fjölmenntu í réttinum og segðu í löngu máli frá því, sem fram fór, þeir voru þar að rækja skyldu sína. Það gerist Erindi Péturs heit- ins Benediktssonar bankastjóra í útvarpi 17. febrúar 1964 ekki á hverjum degi að einn af stærstu veitingamönnum bæjarins, maður, sem á ör- skömmum tíma hefur unnið sér heitið athafnamaður í munni almennings, talinn eigandi að stórbúi, nýlega hættur að vera framkvæmdastjóri kaupskipa- félags, fyrrverandi lögreglu- þjónn auk ýmissar annarrar starfsemi sem ekki verður rakin hér að sinni, sé sakaður um milljóna fjársvik. Mönnum var að vonum nokkur forvitni að frétta hvers ákæruvaldið hefði orðið vísara í þessu máli síðan Landsbankinn bar fram kæru á þennan athafnamann í september síðastliðnum. Frásagnir dagblaðanna af þessum munnlega málflutningi birtust á miðvikudaginn var. Af sumum þeirra mátti greinilega sjá, að ákæruvaldið hafði lagt fram sundurliðað ákæruskjal með upptalningum margra lagagreina, sem það áleit hafa verið brotnar. Engin frekari skýring var gefin á þessu plaggi blaðamönnum eða almenning'i til glöggvunar og saga málsins ekki rakin af ákæruvaldsins hálfu, en i réttinum risu upp hver af öðrum þrír málafærslu- menn, einn héraðsdómslög- maður og tveir hæstaréttar- lögmenn og töluðu af mikilli mælsku i nokkra klukkutima. Frá þessum ræðum skýra dag- blöðin ítarlega svo sem vera ber, en fulltrúi saksóknara þagði enn þunnu hljóði. Morgunblaðið segir þessa orð- fæð vera í samræmi við fasta venju í sakamálum þar sem refsing geti að lögum ekki farið fram úr 8 ára fangelsi. Hitt sýnist engu máli skipta í þessu sambandi, að þarna var deilt um viss veigamikil lagaatriði svo sem það, hvort telja beri starfsmenn ríkisbankanna opinbera starfsmenn, en það getur varðað miklu um refsingu þeirra, ef þeir eru taldir hafa orðið brotlegir í starfi sínu. Morgunblaðinu hafði orðið það á að birta stutta, hógværa og sannorða frásögn um atvik þessa máls nokkrum dögum áður en málflutningur fór fram og var heldur betur slegið á puttana á þvi af hæsta- réttarmálaflutningsmönnunum tveimur, sem fram komu í málinu. Málfærsla sjálfra þeirra og héraðsdómslögmapns- ins, sem varði aðalmanninnn, hafði hins vegar, eftir blaða- frásögnunum að dæma, á sér snið sams konar leikaraskapar og f amerískum sakamála- kvikmyndum. Það var ekki líkt því að verið væri að ávarpa viti borinn og löglærðan sakadómara, heldur var höfðað til tilfinninga ímyndaðs kviðdóms sem sjálf- sagt hefur átt að ná til fyrir milligöngu viðstaddra blaða- manna. I sem stytztu máli voru fyrir réttinum höfð algjör enda- skipti á flestum þeim málsat- vikum sem nokkru máli skiptu. Með hugtakaruglingi og villandi frásögn var sakleysis- geislabaugur færður á höfuð aðalsakbornings, bönkunum kennt um að hafa leitt hann út i sívaxandi keðjuávísanir. Eftir að hafa þannig leitt þennan litið eitt breyzka bróður í freistni hafði Landsbankinn og þó raunar aðallega einn af bankastjórum hans siðan hund- elt athafnamanninn fullur af hefndarhug. Svo djúpt er bankinn sokkinn, undir forystu hins hefnigjarna manns, að aðfarirnar minna helzt á við- brögð bankans gagnvart öðrum nafngreindum manni, sem fyrir nokkrum árum varð uppvís að því að hafa haft hálfa áttundu milljón króna af bankanum með skjalafalsi. Pétur Benediktsson I málsvörnum verjenda gjald- keranna fyrrverandi vekur það athygli, að þar er ekki veitzt með neinu offorsi gegn athafnamanninum í ávísanaút- gáfum, heldur er ráðizt með meiðyrðum á fyrrverandi yfir- mann þessara ólánsömu pilta. En hvað hafði hann til saka unnið? Það eitt að hann hafði gengið úr götu sinni langt um- fram það sem skyldan bauð til þess að reyna að koma í veg fyrir það, að misferlið gæti átt sér stað. Nú sé það fjarri mér að halda því fram, að sakborningar í þessu máli sem öðrum eigi ekki kröfu til þess að vörnum sé haldið uppi fyrir þá fyrir rétti. Þó er það nú svo, að þjóðfélagið heldur uppi dýrri réttargæzlu fyrst og fremst til að vernda bæði heildina og einstakling- ana, eignir þeirra og æru, gegr, ólögmætum árásum lögbrjót- anna. Það á ekki að bera jafn- vel hina verstu atvinnuglæpa- menn ósönnum sökum og það á ekki að dæma þá fyrir annað en sannanlegar sakir. Því er þeim gefinn kostur á að verja sig sjálfir eða fyrir meðalgöngu löglærðra verjenda. En hitt er skrípamynd af réttarfari, ef nota á dómssalinn til þess að dreifa helgimyndum af sak- borningum meðal fólksins án þess að ákæruvaldið geti stunið þvi upp hvers vegna það sé með alla þessa rekistefnu. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar þessi vettvangur er not- aður til árása á alsaklaust fólk, sem á þess engan kost að koma þarna fram og bera hönd fyrir höfuð sér. Bankastjórum Landsbankans er gefið það að sök, að þeir hafi ekki aðeins í þessu máli heldur og í enn stærra svikamáli fyrir nokkr- um árum neitað að breyta skuldum, sem til var stofnað með glæpsámlegu atferli, í löng föst lán. Látið er i það skina, að það sé óbilgirni eins einstaks bankastjóra sem valdi þessari fáránlegu afstöðu. Bankastjórnin átti þess eng- an kost að leiðrétta þennan mis- skilning fyrir Sakadómi, en nú er tækifærið til að koma leið- réttingunni að. Bankastjórn Landsbanka Islands er öll inni- lega sammála um það að ganga ekki til neinna samninga við þá, sem sölsa undir sig fjár- muni bankans með skjalafalsi, þjófnaði eða öðrum lögbrotum, með nýtízkulegra orðavali mætti segja, að sjálfsafgreiðsla er ekki leiðin til fastra við- skipta við Landsbankann. Ég á von á því, að skjólstæð- ingur héraðsdómslögmannsins og vinir hins fyrrnefnda telji þetta óbilgjarna afstöðu, en samt er það trú mín, að enn eimi svo eftir af hinum fornu dyggðum með þjóðinni, að hún auki traust bankans en veiki ekki meðal almennings. Ein hlið þessa máls snýr að ríkisstjórn og Alþingi. Hér hef- ur komið í ljós alvarleg glompa í réttarfarslöggjöfinni. Það er ekki svo ýkja langt síðan, að heimilaður var munnlegur mál- flutningur i sakamálum fyrir undirrétti. Kannski er það mál, sem hér hefur verið gert að umtalsefni hið fyrsta af þvi tagi, sem nokkra almenna athygli vekur og er því vor- kunnarmál þótt menn hafi ekki tekið eftir því þegar í stað að hér væri urnbóta þörf. En nú getur varla verið blöðum um það að fletta, að framundan séu jafnvel allmörg mál ekki ósvip- aðs eðlis á næstu misserum. Eg tel það skyldu valdhafanna að koma i veg fyrir að þá verði réttarsalurinn gerður að konsertsal fyrir halelújakór lögbrjótanna án þess að nokkur láti til sín heyra til sóknar eða varnar fyrir hin þjóðfélagslegu verðmæti sem i húfi eru. Það verður að skera tunguhaftið af saksóknara ríkisins og full- trúum hans. Aður en ég lýk umræðum um lögbrjótamálin langar mig til þess að bera fram önnur varn- aðarorð til viðbótar. Þótt margt ljótt hafi orðið uppvíst nú að undanförnu fer því viðs fjarri að öll kurl séu komin til grafar. Það er örugg- lega víst, að hér eru farin að myndast bófafélög, sem stunda margar tegundir giæpa og þar sem hver sakamaðurinn styð- ur annan með ráðum og dáð. Islenzka rannsóknarlögreglan ræður ekki við þennan vanda i dag, þegar af þeirri' ástæðu að hún er of fámenn, en ennfrem- ur er þörf á sérmenntuðu lög- regluliði til þess að fást við þennan lýð. Þjóðin vill að flórinn sé mok- aður. Til þess að svo megi verða þurfa margir að taka sér reku í hönd, en á þessu sviði eins og öðrum er þörf fyrir nokkra sér- fræðinga. • • Gunnar Qrn: Á LOFTINU °g í NORRÆNA GUNNAR Örn listmálari hefur um þessar mundir tvær sýningar á verkum sínum í Reykjavík, önnur með liðlega 60 myndum er í Norræna húsinu og hin með liðlega 50 myndum er á Loftinu við Skólavörðu- stíg. Gunnar Örn hefur vakið mikla athygli fyrir sérstæðan stil sinn og nær sú athygli út fyrir 200 mílurnar, því t.d. í Kaupmannahöfn eru myndir hans stöðugt sýndar á kunnu galleríi við Strikið. Að eigin sögn hefur Gunnar Örn verið að hluta svokallaður „happening" málari fram til þessa, en nú er hann farinn að þrengja formin og hugsa meira um heildina. „Það var í rauninni ógurlega erfitt að koma sumum gömlu myndunum saman, þvi þær voru svo flóknar," sagði hann í stuttu spjalli. Viðfangsefni Gunnars Arnar er mannslíkaminn meira og minna. Sýningunum á Loftinu og í Norræna 1ýkur24. feb. n.k. Ung stúlka úr hópi gesta á LOFTINU við Skólavörðustig skoðar sýningu Gunnars Arnar. Ljósmynd Frióþjófur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.