Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 24

Morgunblaðið - 24.02.1976, Side 24
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 Á hættu- slóðum í Ísraellí'íK4rc Sigurður Gunnarsson þýddi einnig, — stinnt og sterkt eyðimerkur- gras, sem batt sandinn, hélt honum föstum, svo að eyðimerkurstormurinn gat ekki þyrlaó honum upp. Og þar sem grasið tók að vaxa, leið ekki á löngu, þangað til þar uxu líka tómatar, döðlur og korntegundir, svo að menn gátu lifað þar góóu lífi. Og nú sagði María vió Óskar: „Sérðu dökkhærða manninn þarna, sem er að bisa við vatnsleiðsluna?“ ,,Já, ég sé hann vel.“ „Hann kann ekki að borða meö gaffli, en hann er samt verkstjóri eins vinnu- flokksins hérna. Hann á heima norður í Galíleu, þar sem ég bý, og hann ætlar að fara þangað með okkur á morgun. Hér er hann aðeins í þegnskylduvinnu.“ „Kann hann ekki aö borða með gaffli?“ „Nei, hann er ættaóur frá Jemen, — þú veizt, — litlu ríki, sem er syðst á Arabíu- skaganum. Hann er Oyðingur, eins og ég. Fólkið hans var fjarska fátækt, og þau urðu fyrir ofsóknum eins og margir aðrir. Og svo komust þau að lokum í flugvél hingað til ísraels. Þau höfðu aldrei séð flugvél fyrr. En þau urðu ekkert hrædd, því að þau höfðu lesið um það í Gamla-Testamentinu, að í fyllingu tímans mundi þjóð Israels verða flutt heim til fyrirheitna landsins á vængjum arnarins. Þessi maður heitir Jesemel, og það munaði minnstu, að hann eyðilegði flugvélina, sem þau komu með.“ „Hvað segirðu? Munaði minnstu að hann eyðilegði flugvélina?“ Já, hann tendraði bál í flugvélinni. — Jú, sjáöu nú til, — í Jemen var hann vanur að matreiða handa sér sjálfur, t.d. sjóða geitakjöt, og eldsneytið, sem hann notaði oftast, var tað. Og nú hafði hann einmitt með sér í flugferðina ofurlítiö af taði, ef hann yrði svangur og þyrfti að sjóöa sér bita. Og það var nú einmitt það, sem hann gerði: Hann tendraði eld í miðjum ganginum í flugvélinni og fór að sjóða sér kjöt í leirkrukku. Hefurðu nokkurn tíma heyrt annað eins? En hann vissi ekkert um það, vesalingurinn, að þetta væri bannað. En strax og það komst upp, birtist einn af flugmönnunum, slökkti eldinn tafarlaust og varð hinn versti við aumingja Jesemel, sem tók þetta nærri sér og vildi strax snúa aftur heim til Jemen. En þegar flugvélin kom til ísraels, brá honum aftur heldur en ekki í brún, því að þar var honum sagt að borða með gaffli, og það kunni hann ekki. Hann hafði ekki hugmynd um, um hvorn enda gaffalsins hann átti að halda.“ „Ég hef alltaf átt auðvelt með að borða með gaffli.“ „Já, auðvitað, en Jesemel kunni þaó ekki, og hann hafði heldur aldrei fyrr séð sápu. En svo fór hann í skóla, og þar lærði hann m.a. að borða með gaffli og margt, margt fleira. Þú veizt vafalaust, DRÁTTHAGI BLÝANTURINN MORGdN KAFF/NU Ahh — heimatilbiíið nú líkar mér það! Cg hef það á tilfinningunni að þér hafi orðið á mistök I morg- un? Þetta kemur iðulega fvrir þegar ég gef í! I sveitaþorpi einu I Dan- mörku bjó vinsæll héraðslækn- ir. Dag nokkurn var honum boðið ( brúðkaupsveizlu. Þennan dag hafði læknirinn mikið að gera og mundi ekki eftir hrúðkaupinu fyrr en um kvöldið. Þá var búið að loka öllum búðum, en læknirinn vildi ekki fara ( veizluna án brúðargjafar. Datt honum þá í hug, að sjálf- ur hafði hann nýlega átt merkisafmæli og fengið þá fjölda afmælisgjafa. Datt honum í hug að gefa einhverja af þessum afmælisgjöfum — og fann Ijómandi fallega silfur- skeið sem honum fannst tilval- in brúðargjöf. Fór hann svo til brúðkaups- ins og afhenti brúðhjónunum gjöfina. Þau tóku við henni Ijómandi af Snægju, en urðu heldur kindarleg á svip, þegar þau lásu það, sem á hana hafði verið grafið: — Frá þakklátum Ijósmæðr- um ( Danmörku. X Eiginmaðurinn: — Eina nótt- ina, þegar þú varst að heiman, heyrði ég að þjófur hafði brot- izt inn í húsið. Þú hefðir átt að sjá hve hratt ég hljóp niður stigann. Eg tók þrjár tröppur í einu skrefi. Eiginkonan: — Nú, var þjóf- urinn uppi á háalofti? — ' "■ ............. M< Arfurinn í Frakklandi Framhaldssaga eftir Anne Stevenson Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 5 Sennilega hafið þér gengið fram- hjá því á leiðinni frá stöðinni. Það er ekki langt frá aðalgötunni sem liggurtil járnbraufarstöðvar- innar. — Og hafið þér hugmvnd um. Gautier, hvernig þetfa hús lenti í eigu móður minnar? I bréfum vðar til mín siigðuð þér það eift að vinur hefði arfleitt hana að hús- inu. — Það er nánast allt sem ég veit um málið. Fvrir sfríðið var húsið ( eigu Herault nokkurs læknis og fjölskvldu hans. Hann áfti tvær da*tur. Vngri dóttirin var sérstök vinkona móður vðar. Hún dó sviplega áður en strfðinu lauk. Hún starfaði í andspvrnuhreyfingunni, og vann með hópi manna sem Þjóðverjar þefuðu uppi aðeins mánuði fyrir innrásina f Normandí. Madeleine hét hún. Hún komsf að vísu und- an en lézt skömmu síðar i felum. fig veit ekki nákvæmlega um þetta til að segja vður frá því, en með þvf að lesa milli Knanna fmvnda ég mér að kannski hafi það verið móðir vðar sem skaut vfir hana skjólhúsi og hjúkraði henni. Hvað sem þv( Ifður er það vfsf, að þegar læknfrinn dó arf- leiddi hann móður vðar að húsinu sem þakklætisvott fvrir frábæra umönnun sem hún hefði sénf dóttur hans. Allt þetta gerðist — eins og ég vænti þér skiljið — áður en ég kom til sögunnar. Það mætti orða það svo að ég hafi erft málið frá fvrirrennara mfnum sem rak lögmannsskrífstofu hér í ha*num, en hefur nú dregið sig út úr skarkala heimsins fvrir sakir aldurs. En þegar ég fók við mál- inu fannst mér satt að segja liggja beint við að skrifa móður vðar og stinga upp á því að hún seldi húsið. I fvrri bréfum hafði hún látið f Ijós þá skoðun, að hún mvndi aldrei koma fil Frakk- lands. Þar af leiðir að mér fannst ekki úr vegi að koma með þessa tillögu. Vissulega hefur hún fengið leigu alldrjúga, en tölu- vert viðhald og annar kostnaður sem við hættist rýrði hennar hlut verulega. En móðir vðar svaraði mér og sagðist vilja eiga húsið. Eg þvkisf sjá núna að hún hefur sennflega verið að hugsa um vður. — Hvað vitið þér um hina Herault-svsturina? Hafði hún engan áhuga á húsinu? — Hún kom aldrei við sögu. Hún fór úr bænum fvrir æði- löngu. Og dó ekki löngu síðar. — Hvað hafði móðir mfn átt húsið lengi? — Sfðan rétt eftir að strfðinu lauk. Eg held að ég fari rétt með að la*knirinn andaðist árið 1945 sfðla árs. Svo að kannski hefur móðir vðar verið glúrin f peninga- málunum. Þó það væri ekki há uppha*ð var þessi tekjustofn engu að síður traustur. En það eina sem mér er óskiljanlcgt f máfinu öllu er að hún skvldi aldrei segja yður frá þvf að hún ætti húsið. Var hún þagmælsk kona. — Já, sagði David. Hún var það sannarlega. Gaufier lyffi hendi, eins og hann hefði verið að gera stór- merka uppgötvun: — Þar erum við kannski komn- ir að kjarna málsins. Kannski það hafi kitlað hana að eiga þetta levndarmál og hún hefur viljað að þetta kæmi vður hressilega á óvart við andlát hennar að þér voruð hvorki meira né minna en húseigandi f Frakklandi. — Hún vildi alls ekki að ég settist að f Frakklandi, sagði David. — Ég held ekki hún hafi búizt við ég mvndi setjast hér að. Hann var að revna með sjálfum sér að skflja forsendur móður sinnar fvrir þessu. Afskiptaleysi hennar, kaldhæðni. Hún hafði sagt að strfðið hefði ekki skipt neinu máli, Iffið gekk sinn gang og það tjóaði ekki að harma það sem löngu var liðið. „Við vorum alltaf svöng.“sagði hún einu sinni. „Það var margt leiðinlegt sem gerðist þá,“ sagði hún í annað skipti. Og þegar hann fór að brjóta málið til mergjar minntist hann þess ekki að hafa gengið á hana, eins og hann vildi gera nú. Atburðir sem gerðust áður en hann fæddist höfðu ekki haft það mikilvægi f augum hans, sem honum fannst nú. Hann hafði sætt sig möglunarlftið við þögn hennar og kannski hafði hann ekki hugsað um hana. En riú hugsaði hann — einmitt um þessa þögn. — Gautier. Hvað vitið þér um móður mfna. Um Iff hennar meðan á stvrjöldinni stóð? — Góði vin. Þvf miður ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég átti ekki við hana nein samskipti. fvrr en að þvf kom ég tók við lög- mannsstörfum hér eins og ég sagði. Hún hafði aldrei leitað til okkar. — Hvernig var haft upp á henni f Englandi eftir andlát læknisins. fig hélt hún hefði vfsvitandi skor- ið á Öll tengsl hér. — Nei, svo hefur ekki verið. Þau höfðu haft með sér samband. Heimilísfang hennar i Englandi var að finna f skjölum læknisins. Hann hallaði sér fram og spennti greipar um pattaralegan magann. — Sfðar kom hún með ýmis fvrirmæli, sem mér fundust dálft-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.