Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 25

Morgunblaðið - 24.02.1976, Page 25
MOKGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 33 VELV/\KAI\IOI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl, 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Engin mótmæli B.P. skrifaði Velvakanda og kvaðst hafa fylgt ráðleggingum í bréfi í dálkuni hans um að lita í kring um sig i vinahópnum meðan Angolamálið er á ferðinni. En hún sagði að í þeim hópi væri m.a. ákaflega mótmælaglatt ungt fólk. sem hún hefði alltaf haldið að va'ri raunverulega að mótmæla af málefnaásta'ðum. þó sjálfri fyndist henni óttalega barnalegt að vera að mótmæla þvi sem maður hefði svo lítil persónuleg kynni af og litla möguleika á að meta. En nú sagðist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum i flestum tilfell- um. þegar Kúbumenn og Rússar fóru að skipta sér af málefnum i Angola og senda þangað her og hergögn. Þá steinþagði allt þetta unga fólk, sem að jafnaði talar hávært um að aðrar þjóðir eigi ekki að vera með heri eða her- gögn í öðrum heimsálfum. Hún kvaðst meira að segja hafa reynt að impra á þvi að slæmt væri að Kúbumenn væru að berjast í Angola og Rússar að styðja annan aðilann fjárhagslega. sem er þar að berjast við landa sina um yfir- ráðin. En hún fékk ákaflega daufar undirtektir, nánast engar. Jú, það mætti kannski segja að það væri ekki rétt. Tónninn allt annar en þegar um aðrar þjóðir en sósíalisku þjóðirnar er að ræða og þegar þær voru að skipta sér af nýfrjálsu rikjunum. En hvað um það, hún sagðist vera reynslunni ríkari. Raunar sagðist hún sjá, að unglingar sem ekki féllu i tizkustefnuna að vera vinstri sinnaðir, ættu erfitt uppdráttar í sumum skólunum. Það væru ekki nema kjörkuðu og sjálfstæðu unglingarnir, sem héldu gegn straumnum. Svoleiðis hefði það alltaf verið. Hér áður meðan þessi tískustefna var ekki búin að skipuleggja sig svona vel, og forustan ekki farin að vinna svona markvisst, þá hefði mátt segja að það þyrfti kjark til að vera sósíalisti. En nú væri það tizkan. Það eru sjálfstæðu ungl- ingarnir og þeir sem ekki fylgja hugsunarlaust og láta undan þrýstingi, sem rífa sig þar út úr, sagði hún. Þegar fólk þroskast, áttar það sig oft á þessu og fær sjálfstæðari skoðanir. En í Kúbu- málinu kom í fyrstu engin ákveðin stefna frá sósialistunum — og því voru unglingarnir svona ráðvilltir. En þegar stefnan kom fóru þau að tala með sömu orðum. ið sérviskuleg. ég vona þér afsak- ið ég skuli taka svona til orða. — Hvað eigið þér við með þvi? — Til dæmis vildi hún að húsið yrði leigt fjölskvldufðlki. Hún vildi að fólk tæki húsið á leigu til langs tíma. Kg ætlaði ekki að mððga yður á neinn hátt eða mðð ur vðar með þvi að taka svona til orða. En bendi aðeins á að á þessu voru ákveðnir khnökrar. Þegar læknirinn dó var húsið auðvitað með húsgögnum. Allt var eins og þegar læknirínn skildi við. Það er erfitt að fá leigjendur til langs tima i húsnæði með húsgögnum. alveg sérstaklega vill fjölskvldu- fólk hafa sina muni i kringum sig. Ég benti móður vðar á þessi atriði, en það kom fvrir ekki. Hún vildi ekki að við neinu yrði hrófl- að í húsinu. Svo að það var á stundum ekki auðvelt að finna leigjendur eftir hennar höfði. Því komu fvrir timahil að húsið stóð autt. Nokkrum sinnum var brotizt inn í það og stolið þaðan og öllu snúið við. Um tfma settist flæk- ingur þar að og kannski fleiri en einn. sem höfðu hreiðrað þar um sig í nokkurn tfma áður en ég komst á snoðir um þaö og gat losað mig við þá. Svona atriði meina ég voru dálftið fvrirhafn- 0 Þeir eldri vonsviknir áður B.P. kvaðst hafa rætt þetta við eldri manneskju. sem sagðist hafa fengið sams konar reynslu þegar hún var ung. Fyrst á striðs- árunum, þegar Rússar voru f.vrst vinir Þjóðverja, sem siðar i stríð- inu snerist við. þannig að þeir urðu óvinir. Þá sá þessi eldri manneskja nokkra sína kunn- ingja snúast i skoðunum sem skopparakringlur. Hún varð þvi ekki eins hissa, þegar hún sá vinstra fólk af næstu kynslóð fara undan í flæniingi án þess að for- da'ina innrásirnar i Ungverjaland og svo Tékkóslóvakiu. En alltaf bættist i hóp þeirra, sem hún ekki tekur mark á og veit að ekki taka málefnalega afstöðu, nú siðast unga vinstri sinnaða fólkið í sam- bandi við Kúbudeiluna. B.P. sagðist vera þakklát bréf- ritara i Velvakanda að benda sér á að.hafa eyrun opin, því annars hefði hún kannski ekki farið að gera prufur og færa þetta í tal. Jafnvel þó hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með suma kunningj- ana, þá hafi hún sjálf betur áttað sig. Það hafi raunar fleiri gert. sem hún þekkir. 0 Slæm umgengni Móðir skrifar: Nú í verkfallinu er búið að loka skólunuin í Reykjavík. Það liðu ekki nema nokkrir dagar. þar til skólarnir voru dæmdir svo óhreinir að ekki væri ha'gt að kenna í þeim. Mér þótti þetta nokkuð snemmt. En e.t.v. hefi ég rangl fyrir mér. Sé svo, þá er verr gengið um skólana en ég hafði haldið að óreyndu. Jafnvel þó svo mörg börn gangi þar um, þá iná fara úr skónum og sjálfsagt er að henda ekki nema pappir i bréfa- körfurnar og ekki einu sinni pappír á gólfin. Þannig gengur fólkið að jafnaði um heima hjá mér að minnsta kosti. Og ég reikna með að börnin séu látin ganga sa'inilega hreinlega urn heima hjá sér. Mér þykir skrýtið að svo miklu betur skuli gengið um kvik- myndahúsin, að hægt sé að hafa þau opin iniklu lengur en skölana. Ekki sist þar sem ég hefi komið i bíö og séð hvernig selt er daunillt popkorn og borið inn i salina og dreift um gölfin. Landbúnaðar af - urðir fluttar út fyr ir 3,5 milljarða kr. ÚTFLUTNING landbúnaðarafurða bar töluvert á góma við setningu Búnaðarþings í gærmorgun. I ræðum þeirra Asgeirs Bjarnasonar, formanns Búnaðarféiags Islands, og Halldórs E. Sigurðssonar, land- búnaðarráðherra, kom fram að unnar og óunnar landbúnaðarafurðir voru á sfðasta ári fluttar út fyrir 3,5 milljarða króna og er það um 8% af heildarverðmæti útflutningsvara lslendinga árið 1975. I ræðu landbúnaðarráðherra kom fram að með aukinni úrvinnslu á skinnum og ull má fjórfalda útflutningsverðmæti þessara vörutegunda. Ráðherrann lagði á það áherzlu að landbúnaðarráðuneytið hefði á næstu árum meiri afskipti af sölu- málum landbúnaðarframleiðsl- unnar á erlendum vettvangi en ■ verið hefur. Asgeir Bjarnason gerði i ræðu sinni grein fyrir útflutningi land- búnaðarvara á siðasta ári. Sauð- fjárafurðir voru fluttar út fyrir samtals 992,3 millj. króna en sá útflutningur greinist niður í kjöt fyrir 589,1 millj. króna, innmat fyrir 47 milljónir, óunna ull fyrir 59,6 milljónir og gærur fyrir 296,6 milljónir króna. Nautgripa- afurðir voru fluttar út fyrir sam- tals 246,6 milljónir króna og þar af voru mjólkurafurðir fyrir 197,5 milljónir en kjöt fyrir 10,1 milljón og húðir fyrir 39 milljónir. Refa- og minkaskinn voru flutt út fyrir 36,6 milljónir, hross fyrir 53,8 milljónir og ýmsar landbúnaðarafurðir fyrir 44 milljónir króna. Afurðir af lax- silungs-, ál- og selveiðum og æðardúnn voru á árinu 1975 flutt út fyrir 105, 9 milljónir króna. Landbúnaðurinn leggur iðnaði landsmanna til drjúgan hluta af hráefnum til framleiðslu á iðn- aðarvörum. A síðasta ári voru fluttar út iðnaðarvörur unnar úr landbúnaðarafurðum fyrir 2.025,3 milljónir króna. Loðskinn voru flutt út fyrir 11,3 milljónir og loðsútuð skinn fyrir 652,5 milljónir króna. Ullarlopi og band voru flutt út fyrir 370,4 milljónir, ullarteppi fyrir 171,2 milljönir og prjónavörur úr ull fyrir 819,9 milljónir króna. I ræðu sinni benti Ásgeir á til samanburðar að á s.I. ári var kísil- gúr fluttur út fyrir 570 milljónir og ál og álmelmi fyrir 5,046,0 milljónir króna. Hann gerði einnig að umtalsefni skiptinguna milli einstakra framleiðslugreina og vék sérstaklega að minkaeldi, sem hann sagði ekki hafa orðið sú lyftistöng i útflutningi landbún- aðarafurða, er menn væntu. Nefndi hann sem dæmi að út- flutningur á hrossum skilaði t.d. 17 milljónum króna meira f gjald- eyri en minkapelsar. Við það sem hér hefur verið sagt að framan, má bæta því- að ullarvörur voru á siðasta ári seldar erlendum ferðamönnum hér á landi fyrir um 3 milljónir króna, þannig að gjaldeyristekjur af sölu landbúnaðarafurða voru því á síðasta ári um 3,8 milljarðar króna. Það skal tekið fram að þær tölur um söluverðmæti sem hér hafa verið nefndar að framan, eru án útflutningsuppbóta en þær voru á siðast liðnu ári um 1,1 milljarður króna. Chilestjórn neitar pyntingarákærum Genf, 22. febrúar. Reuter. CHILE hefur vfsað á bug ásök- unum mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna um pvntingar og ómannúðlega meðferð pólitfskra fanga. Fulltrúi landsins i nefndinni, Sergio Diez, sagði í lok tveggja daga umræðna, að hafin hefði verið skipulögð herferð til að sverta Chile. Hann skoraði á nefndina að hjálpa Chilestjórn að refsa mönn- um sem bæru ábyrgð á einangruð- um pyntingartilfellum. Hann sagði að ásakanirnar, sem fram komu í skýrslu er lögð var fyrir nefndina, byggðust á fram- burði ónafngreindra vitna svo að stjórnin gæti með engu móti sann- prófað þær. Diez visaði jafnframt á bug þeim ásökunum brezka læknisins frú Sheila Cassidy, að hún hefði sætt pyntingum og kallaði stað- hæfingar hennar uppspuna frá rótum. í Washington skýrði Amnesty International frá því i dag að 24 hefðu verið pyntaðir til bana í Uruguay siðan í mai 1972, þar af 22 á tímabilinu til nóvember 1975, Amnesty sagði að 6.000 pólitiskir fangar væru í haldi i Uruguay. 1 Washington hefur öldunga- deildin samþykkt með 48 atkvæð- um gegn 39 að stöðva alla vopna- sölu til Chile vegna virðingar- leysis stjórnar landsins fyrir mannréttindum. Bannið var samþykkt sam- kvæmt breytingartiilögu frá Ed- ward Kennedy öldungadeildar- manni við frumvarpið um aðstoð við erlend riki þar sem kveðið var á um takmarkanir á vopnasölu til Chile. r Askoranir um borgarmál MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: „Almennur fundur um skóla- mál haldinn í félagi sjálfsta'ðis- manna i Árbæjar- og Seláshverfi mánudaginn 16. febrúar 1976 skorar á fræðsluyfirvöld að sjá til þess að á skólaárinu 1976—1977 verði tryggð fullnægjandi aðstaða f.vrir alla nemendur grunnskóla i Arbæjar- og Seláshverfi." Ennfremur var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Almennur borgarafundur haldinn í félagi sjálfstæðismanna i Arbæjar- og Seláshverfi mánud. 16. febr. 1976 samþykkir að skora á borgaryfirvöld að sjá svo um, að Æskulýðsráð Reykjavikur hafi full yfirráð á öllu þvi húsnæði. sem væntanleg félagsmiðstöð í Arbæjarhveri hefur að ge.vma. Fundurinn telur óeðlilegt að nokkur samtök jafnt innan hverfisins sem utan, njóti sérrétt- inda umfram þá almennu ftotk- unarreglu um afnot hússins, sem Æskulýðsráð telur æskilegasta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.