Morgunblaðið - 24.02.1976, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
19
(iRÍm'A HÉLT srvc SlRlkl
««wn wtírrr æ-i«
gar mjög skammt var til leiksloka. Framararnir sem eru til
íifsson.
smeistarar
ilegum baráttuleik
Ragnarsson sem átti þarna sinn
bezta leik í vetur. Báðir hafa þeir
Þórarinn og Birgir verið nokkuð
misjafnir í vetur. Birgir byrjaði illa
en hefur sótt sig stöðugt, en Þór-
arinn virtist hins vegar vera heldur
á niðurleið, unz hann blómstraði í
þessum leik. Þá áttu þeir Geir og
Viðar einnig mjög góðan leik, og þá
sérstaklega Viðar sem er einn af
fáum íslenzkum handknattleiks-
mönnum sem kunna að hjálpa
hornamönnunum þannig að þeir fái
svigrúm til þess að stökkva inn í
teiginn með möguleika á að skora.
Það hefur stundum verið rifist yfir
því að það vanti hornamenn í ís-
lenzka landsliðið og þar sé aðal veik-
leiki þess en mikið má vera ef ekki
vantar fremur menn sem kunna og
geta hjálpað þeim, eins og Viðar.
Þótt hæfileikar Viðars sem þjálfara
Séu sízt dregnir í efa, er óhætt að
fullyrða að hann ætti jafnmikið er-
indi í að klæðast keppnisbúningn-
um í komandi landsleikjum eins og
þjálfarabúningnum.
Vaxandi Framlið
Það er rétt sem Geir Hallsteinsson
segir í viðtali á öðrum stað á
síðunni, að það er næstum ótrúlegt
hvað Ingólfi Öskarssyni hefur tekizt
að gera úr Framliðinu í vetur.
Þarna er greinilega að koma fram
mjög sterkt lið, sem aðeins þarf
meiri tíma til þess að ná á toppinn,
ef svo heldur sem horfir. Hannes
Leifsson var bezti leikmaður Fram-
liðsins í þessum leik, ekki bara
vegna þess að hann gerði flest mörk
heldur og vegna þess að hann stóð
sig yfirleitt mjög vel í vörninni og
hélt sóknarspili liðsins á góðri
hreyfingu. Pálmi Pálmason stóð
einnig vel fyrir sínu, en virtist samt
ragari við að skjóta en oft áður, og
notaði ekki færi sem hann er vanur
að nýta. Pétur Jóhannesson og
Sigurbergur Sigsteinsson komu
einnig mjög vel út sem varnarleik-
menn, en í heild var styrkur Fram-
liðsins í þessum leik sem og í leikj-
um liðsins að undanförnu, liðssam-
vinna og kraftur.
Til hamingju FH-ingar
Fráleitt láta FH-ingar staðar num-
ið við Islandsbikarinn einan. Eftir
er bikarkeppni HSI og þar hafa þeir
titil að verja, og með jafngóðum
árangri og að undanförnu er ekki
ólíklegt að það takist. En lokaorð
þessarar greinar skulu verða:
TIL HAMINGJU MEÐ ÍS-
LANDSMEISTARATITIL-
INN FH-INGAR!
—stjl.
GROTTUMENN létu ekki við
sigra sina í Islandsmótinu að
undanförnu sitja. Þeir létu sér
það ekki nægja að tryggja sæti
sitt i 1. deild, heldur bættu um
betur á sunnudagskvöldið og
unnu næsta öruggan sigur i leik
sinum við Þrótt, 25—18. Var það
sanngjarn sigur eftir atvikum, og
ekki verður annað sagt en að
Gróttuliðið hafi tekið næstaótrú-
legum stakkaskiptum til hins
betra að undanförnu. Má segja, að
kaflaskipti verði hjá liðinu er
Þórarinn Ragnarsson tók við
þjálfun þess, en sfðan hefur
sigurganga Gróttuliðsins verið
nær óslitin.
Leikur Gróttu og Þróttar á
sunnudagskvöldið var raunar
ekkert til þess að hrópa húrra
fyrir. Það var helzt einstaklings-
framtak ákveðinna leikmanna
sem gladdi augað, og þá sérstak-
lega falleg mörk sem Björn
Pétursson Gróttuleikmaður skor-
aðl, á sinn gamla og góða hátt, svo
og mörk sem Bjarni Jónsson gerði
sem sum hver voru hin glæsileg-
ustu.
Fyrri hálfleikur liðsins var
nokkuð jafn, en Þróttarar virtust
þá öllu betri aðilinn og voru þeir
tveimur mörkum yfir í hálfleik
13—11. Eftir að Arni Indriðason,
sem óneitanlega hefur verið
helzti máttarstólpi Gróttuliðsins i
vetur meiddist og varð að yfirgefa
völlinn, áttu fæstir von á öðru en
Þrótti tækist að ná báðum stigun-
um út úr leiknum. En það kom
hins vegar í ljós að það varð
Þrótti meira áfall að missa Mar-
tein Arnason markvörð sinn út
vegna meiðsla en Gróttu að missa
Árna og á kafla i seinni hálfleikn-
um tókst Gróttu að taka leikinn
algjörlega í sínar hendur. Á
þessum leikkafla gekk hvorki né
rak hjá Þrótti í sókn né vörn. Skot
voru reynd í tima og ótíma, og
hefðu leikmennirnir verið með
hatta hefðu þeir sjálfsagt tekið
ofan fyrir Gróttumönnum er þeir
löbbuðu i gegnum hripleka
vörnina.
Undir lokin, þegar úrslit leiks-
ins voru ráðin, lögðu Þróttarar
greinilega áherzlu á að láta
markakónginn, Friðrik Friðriks-
son, skjóta, en hann var engan
veginn öruggur með titil sinn. En
að þessu sinni var Friðrik ekki
sjálfum sér likur — átti mikinn
tjölda skota, en skoraði ekki úr
þeim gagnstætt venju. Meira að
segja vitakast sem hann fékk mis-
heppnaðist. En markakóngs-
titillinn var eigi að síður i höfn,
og hlýtur það að veraskemmtilegt
fyrir þennan unga og stórefnilega
leikmann að hljóta slíkan titil
fyrsta árið sitt i 1. deildinni. En
Friðrik var ekki einn Þróttara um
að spjara sig i vetur. Það hefur
liðið allt gert. Enginn átti von á
því að það gerði miklar rósir, því
slíkt eru þau lið sem koma upp úr
2. deild ekki vön að gera á fyrsta
ári sínu í 1. deildinni. Aðalkeppi-
kefli Þróttara að þessu sinní hlaut
að vera að halda sér í deildinni, og
það hefur liðið gert með hinum
mesta sóma. Þar með má segja að
Þróttarar hafi stigið yfir erfiðan
þröskuld, og framundan sé leiðin
að enn betri árangri sem liðið
hefur burði til þess að ná.
Sveinlaugur Krist jánsson sleppur inn úr horninu og skorar fvrir Þrótt.
Hemiann með 15 mörk og Hafliði $
þegar Leiknir sigraði IBK 31:25
HIÐ UNGA félag Leiknir f Breið-
holti hefur staðið sig með ágæt-
um í 2. deildinni f vetur og tryggt
stöðu sfna þar örugglega. A
laugardaginn lék Leiknir við tBK
f Laugardalshöllinni og sigraði
31:25. Var sigur liðsins aldrei í
hættu. Það var áberandi við leik
Leiknis gegn Keflvfkingum að
BETRIÆFIMSÖM SKÓP SIGIIII
— Því er ekki að neita að ég var smeykur fyrir
þennan leik, sagði þjálfari FH-inga, Reynir Ólafsson.
eftir úrslitaleikinn á sunnudagskvóld, en inni I búnings-
klefanum var Reynir umkringdur ánægðum stuðnings-
mönnum FH-liðsins.
— Ég hefði ekki verið hræddur hefðu það verið
Valsmenn sem við áttum að mæta. en Framliðið hefur
verið I miklum uppgangi að undanförnu og einhvern
veginn er það þannig að mér finnst alltaf erfitt að vera
með lið á móti Fram. Við vorum heppnir að þvi leyti að
við fengum óskabyrjun I leiknum og það skapaði strax
sigurstemmningu I FH-liðinu sem hélzt til loka.
Þegar Reynir var spurður um mótið i heild, sagði
hann:
— Það er mln skoðun að leikirnir framan af vetri hafi
verið mjög slakir, og það er ekki fyrr en fyrst núna undir
lok mótsins að liðin eru farin að sýna sæmilegan
handknattleik. Ástæðan fyrir þessu er vafalaust sú, að
flest liðin urðu fyrir mikilli blóðtöku fyrir keppnistima-
bilið er þeirra beztu menn fluttu til útlanda. Það tók
tangan tíma að jafna sig eftir þetta. — finna nýja menn
til þess að taka við hlutverkum þeirra sem fóru.
— Þegar Reynir var að þvi spurður hver væri ástæð-
an fyrir þvi að FH-liðið hefði byrjað fremur slaklega, en
siðan sótt svo mikið i sig veðrið sem raun bæri vitni
svaraði hann:
— Æfingasókn hjá liðinu var ekki góð framan af, og
auk þess gat Viðar Simonarson lltið einbeitt sér að
verkefnum með FH, þar sem hann var bundinn yfir
þjálfun landsliðsins. En strax og við fórum að eygja
möguleika á íslandsmeistaratitlinum batnaði æfinga
sóknin mikið, og stemmningin i liðinu hefur verið mjög
góð að undanförnu og náði svo hámarki sínu á réttum
tima, nú i kvöld. ___stj|
sömu leikmennirnir tóku vfirleitt
aö sér það hlutverk að Ijúka sókn-
arlotum liðsins. Var þjálfarinn og
fyrirliðinn Hermann Gunnarsson
þar fremstur i flokki en Hafliði
Pétursson stóð honum ekki langt
að baki. Skoraði Hermann 15
mörk en Hafliði 8. Skottilraunir
þeirra félaga voru öllu fleiri, lik-
lega um 40 talsins. 1 IBK liðinu
var Ifka einn maður áberandi
drýgstur f sókninni, Þorsteinn
Ólafsson með 9 mörk.
Það var aðeins fyrsta kortérið
af leiknum sem hann var i jafn-
vægi en uppfrá þvi fóru Leiknis-
menn að síga framúr. I hálfleik
var staðan 16:10 þeim í vil. I
seinni hálfleiknum smájók
Leiknir forskotið og var það mest
10 mörk, 31:21. En þegar hér var
komið sögu var mjög farið að
draga af markakóngum liðsins,
þeim Hermanni og Hafliða enda
búnir að vera inná allan tímann.
Skoraði IBK fjögur síðustu mörk
leiksins og lokatölurnar urðu
31:25.
Sem fyrr segir voru þeir Her-
mann og Hafliði langmest áber-
andi i liði Leiknis. Hermann
skaut feiknarlega mikið og upp-
skar 15 mörk. Voru sum þeirra
mjög falleg. Er ekki nokkur vafi á
því að Hermann gæti gengið inn í
hvaða 1. deildar lið sem er í dag
og orðið þar einn af burðarásun-
um. Hafliði myndi vafalaust
einnig gera það gott i 1. deild ef
hann legði rækt við íþróttina. Af
öðrum leikmönnum Leiknis má
nefna ágætan hornamann, Árna
Einarsson, Guðmund Vigfússon
og Finnboga Kristjánsson mark-
vörð, sem varði oft á tiðum ágæta
vel.
1 liði Keflavíkur voru mest
áberandi þeir Þorsteinn Ólafsson.
sá ágæti markvörður úr knatt-
spyrnuliði þeirra Keflvikinga og
vinstri handar skytta að nafni
Guðmundur Jóhannesson. Kefl-
víkingarnir spiluðu oft ágætan
sóknarleik en vörn og markvarzla
varslakari en hjá Leikni.
Mörk Leiknis: Hermann
Gunnarsson 15 (1 v), Hafliði
Pétursson 8 (1 v). Arni Einars-
son 3, Arni Jóhannesson 2, Guð-
mundur Vigfússon 2, og As-
mundur Kristinsson 1 mark.
Mörk IBK: Þorsteinn Ólafsson
9 (4 v), Guðntundur Jóhannesson
5, Grétar Grétarsson 3, Helgi
Ragnarsson 3, Einar Leifsson 2,
Rúnar Georgsson 2 og Friðrik
Ragnarsson 1 mark.
— SS.