Morgunblaðið - 24.02.1976, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976
35
— Stöðvar Norglobal
alla samningagerð?
Framhald af bls. 36
væru verkfallssvæði á Akranesi
og í Reykjavík.
Leigjendur Norglobal bræðurn-
ir Jón og Vilhjálmur Ingvarssyn-
ir, komu i gær klukkan rúmlega
22 til viðræðna við fulltrúa sjó-
manna i Tollstöðvarhúsinu. Að-
spurður sagði Jón Sigurðsson, er
Borgar-
læknir
lokaði
einum
stað í gær
EFTIRLITSMENN frá borgar-
læknisembættinu fóru í gær í
könnunarferðir í ýmsar stofn-
anir og fyrirtæki, svo sem í bíó
og leikhús, banka, leikskóla,
sundstaði og háskólann. Þótti
ekki ástæða til að loka nema
einum stað, veitingasölu um-
ferðarmiðstöðvarinnar og
snyrtingu sömu stofnunar. Eft-
irlitsmennirnir munu halda
áfram þessu eftirliti og loka
stöðum ef hreinlæti er ábóta-
vant vegna verkfallsins.
Morgunblaðið fékk þær upp-
lýsingar í gær hjá verkfalls-
vörzlu Dagsbrúnar, að sam-
komulag hefði orðið um benz-
ínfyrirgreiðslu til lækna. Varð
að samkomulagi að sjúkrahús-
in fengju vissan benzín-
skammt sem þau skiptu síðan
milli lækna. Þá mun sjúkra-
samlagið ennfremur fá vissan
benzínskammt sem skipt verð-
ur milli heimilislækna i borg-
inni. Fáar aðrar undanþágu-
beiðnir hafa verið afgreiddar.
— Verðbólgan
Framhald af bls. 1
Landhelgismál
# Allar þjóðir viðurkenna nú f
raun 200 mflna fiskveiðilög-
sögu okkar með þvf að halda
sér utan hennar eða með
samningum við okkur um
veiðiréttindi — nema Bretar.
# A vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna Atlantshafsbandalagsins
og annarra alþjóðlegra sam-
taka eigum við að efla að mun
upplýsingastarf um málstað
okkar.
# Við verðumað leggja áherzlu á
störf á vettvangi Hafréttarráð-
stefnunnar til að vernda hags-
muni okkar og koma í veg fyr-
ir gerðardómsákvæði eða hefð-
arréttarákvæði.
# Við eigum ekki að grfpa til
aðgerða umfram það, sem við
þegar höfum ákveðið en bfða
árangurs hafréttarráðstefnu,
sem stendur frá 15. marz til 7.
maf og taka þá mál til yfirveg-
unar á ný.
# Við eigum að semja við Færey-
inga og Norðmenn, auk V-
Þjóðverja og Belga til þess að
sýna, að við viljum leysa deilu-
mál með friðsamlegum hætti
og að það er sök Breta en ekki
okkar, að það hefur ekki tekizt
f deilunni við þá.
# Við eigum að efla landhelgis-
gæzluna eftir megni og tak-
marka veiðar Breta svo sem
kostur er.
Kjaramál
Um kjaradeiluna og afskipti
ríkisstjórnarinnar af henni benti
forsætisráðherra m.a. á eftirtalin
atriði:
# Hinn 20. janúar fékk rfkis-
stjórnin sendar sameiginlegar
tillögur ASI og VSÍ. Þeim var
hann var spurður, hvort koma
þeirra bræðra hefði haft áhrif á
afstöðu sjómanna, að því væri
unnt að svara bæði með jái og
neii. Um klukkan 22.30 í gær var
gert hlé á sjómannasamningum
til miðnættis á meðan forystu-
menn sjómanna og forystumenn
ASI bæru saman bækur sínar í
þessu máli. Ætluðu fulltrúar sjó-
manna að sækja heim samninga-
menn ASI á Loftleiðahótelinu.
Jón og Vilhjálmur Ingvarssynir
vildu ekkert láta hafa eftir sér í
máli þessu i gáerkveldi og sögðust
þeir vera að athuga málið.
svarað 5. febrúar. Þar kom
fram að ríkisstjórnin og aðilar
vinnumarkaðarins eru sam-
mála um, að tryggja fulla at-
vinnu, hamla á móti verðhólgu
og bæta viðskiptajöfnuðinn og
greiðslustöðuna.
# Rfkisstjórnin hefur haft frum-
kvæði og atbeina að þvf, að
samkomulag hefur verið gert
um úrlausn til bráðahirgða á
lífeyrissjóðamálum, senr ríkis-
sjóður mun að vissu marki
standa undir og hins vegar um
endurskipulagningu Iffeyris-
kerfis til frambúðar.
# Ríkisstjórnin hefur haft for-
göngu um og veitt atbeina til
endurskoðunar sjóðakerfis
sjávarútvegs sem er grundvöll-
ur kjarasamninga sem nú
standa yfir.
# Á milli bar lækkun rfkisút-
gjalda, lækkun söluskatts
launaskatts og fasteignaskatta.
Efnahagsmál
Um þróun efnghagsmála vakti
Geir Hallgrímsson m.a. athygli á
eftirfarandi:
# Viöskiptakjör landsmanna
versnuðu um 30% á árunum
1974 og 1975. Samt jukust
þjóðarútgjöld um 10% fyrra
árið en núverandi ríkisstjórn
hefur snúið við blaðinu og á
sfðasta ári minnkuðu þjóðarút-
gjöld um 10%
# Ríkisstjórnin hefursett sér þat
markmið að lækka hallann é
viðskiptajöfnuði niöur i
6—7% af þjóðarframleiðslu
úr 12% undanfarin 2 ár.
# Verðbólguvöxturinn er kom-
inn niður f 26% á ársgrund-
velli miðað við verðlagsþróun-
ina maf-febrúar samanhorið
við 50% á ári áður.
— Inflúensa
Framhald af bls. 1
flúensan væri mjög sérstök og á
undanförnum 15 árum hefði
aðeins orðið vart við 3 slík til-
felli í heiminum. eitt í
Tékkóslóvakíu 1960 og tvö i
Bandaríkjunum 1974 og 1975.
Sóttkveikjuna væri einkum að
finna i svinum og þaðan væri
nafnið komið og hún bærist
helzt í svinabændur. Hættu-
legust er hún fólki, sem komið
er yfir fimmtugsaldur.
Talið er sem fyrr segir að um
20 milljónir manna hafi látizt i
spönsku veikinni, og að um 10.
hver íbúi heims á þeim tima
hafi veikzt en skert viðnám
vegna næringarskorts og hrein-
lætisskorts meðal milljóna her-
manna á þeim tíma, er talið
hafa greitt fyrir útbreiðslu
veikinnar um öll heimshorn.
Hermaðurinn, David Lewis sem
lézt á sjúkrahúsi í New Jersey
4. febrúar sl., var frá Fort Dix-
herbúðunum í New Jersey og
þar fer nú fram umfangsmikil
rannsókn á uppruna veikinda
hans og félaga hans. Hafa
bandarisk heilbrigðistyfirvöld
gert miklar ráðstafanir til að
fylgjast með þróun málsins.
Ólafur Ólafsson landlæknir
sagði að sitt embætti hefði sent
fyrirspurnir til Alþjóðaheil-
birgðismálastofnunarinnar í
Genf, en ekki fengið svar þaðan
enn, þess væri hins vegar að
vænta i dag. Þá hefði embættið
haft samband við yfirlækni her-
sjúkrahússins á Keflavikur-
flugvelli. Hann hefði tjáð em-
bættinu að fjögur tilfelli hefðu
komið upp í stórum hópi
hermanna, sem voru á æfing-
um. Hermennirnir fjórir hefðu
verið lagðir inn á sjúkrahús
flotans i New Jersey. Einn
hefði Iátizt en hinir náð sér á
þremur vikum. Ólafur sagði að
læknar hefðu fundið út að þessi
inflúensa væri af A-stofni og
likur bentu til, að um sama
stofn væri að ræða og var 1918
Þó væri það ekki öruggt þar
sem visindin hefðu ekki verið
komin á það hátt stig á þeim
tíma.
Bandarikjamenn notuðu
samskonar bóluefni og hér
hefði verið notað áður gegn in-
flúensu af A-stofni og sjálfur
hefði hann ráðlagt að nota það
bóluefni sem til væri í landinu
og bólusetja fólk. Birgðir væru
nokkuð miklar, en allt að 3—4
mánuði gæti tekið að fá meiri
birgðir.
— Gylfi Þ.
Gíslason
Framhald af bls. 2
s.l. Aðalrök ASl nú væru þau,
að samfara verðbólgu undan-
farinna ára hefðu lifskjör
rýrnað um 15—20% og það
gæti ASI ekki sætt sig við.
Sagðist ég vona að þessi vinnu-
deila myndi leysast á allra
næstu dögum."
Gylfi sagði að þegar hér var
komið sögu hefði danski frétta-
maðurinn snúið við blaðinu og
spurt um afstöðu Alþýðuflokks-
ins til Atlantshafsbandalagsins
og varnarsamstarfsins við
Bandaríkin. „Eg svaraði því þá
til,“ sagði Gylfi, „að Alþýðu-
flokkurinn hefði frá upphafi
stutt aðild tslands að Nato og
varnarsamstarfið við Banda-
ríkin og væri það óbreytt.
Danski fréttamaðurinn spurði
þvi næst hvort ég teldi að
deilan við Breta gæti haft i för
með sér breytingu á afstöðu
íslands til Nato og varnarsam-
starfsins við Bandaríkin. Kvað
ég það óliklegt, því hér væri um
tvö algerlega óskyld mál að
ræða.“
„Eg sagði svo í lok samtals-
ins," sagði Gylfi, „að við Islend-
ingar hefðum unnið tvö þorska-
stíð við Breta á meðan við vor-
um i Nato og við myndum vinna
það þriðja líka.“
— Samið um
sérkröfur ...
Framhald af bls. 36
með taxtatilfærslum hópa innan
aðildarfélaga sambandsins. Má
nefna sem dæmi, að fiskvinnsla,
sem verið hafði i 5. taxta Dags-
brúnar, hækkaði i 6. taxta. Björn
Jónsson, forseti Alþýðusambands
Islands, sagði eftir að þetta sam-
komulag náðist i gær, að forysta
ASl liti svo á, að með þessum
áfanga væri búið að afgreiða sér-
kröfur landssambanda, en eftir
væri þá að afgreiða sérkröfur
einstakra félaga, sem ekki væru
innan landssambanda. Taldi hann
að sérkröfur þessara aðila ættu
ekki að geta orðið mjög mikið
vandamál. Björn vildi engu spá
um framhald samningaviðræðn-
anna, en hann kvaðst vona að
ekki tæki mjög langan tima að ná
samkomulagi.
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
Islands, kvað forystu VSl líta á
þennan áfanga sem mjög mikinn í
þessum samningaviðræðum, m.a.
vegna þess að því hefði verið lýst
yfir i upphafi, að aðalsamninga-
nefnd ASl treysti sér ekki til þess
að hafa af sérkröfum sérstök af-
skipti, heldur væru þær algjör-
lega á valdi landssambanda innan
ASI og samningamanna þeirra.
Ölafur sagði, að með þessu sam-
komulagi hefði leystst vandamál
með sérkröfurnar með þvi að
nokkrar hlutu afgreiðslu, en
aðrar féllu niður. Hefði þetta ver-
ið gert i samræmi við sáttatillögu
sáttanefndarinnar.
Umræður stóðu lengst um kröf-
ur Verkamannasambandsins —
sagði Ólafur og hann kvað þær
hafa verið á dagskrá frá þvi i
fyrradag og atriði í þeim voru hin
siðustu sem leystust. Vinnuveit-
endur samþykktu strax þá aðferð,
sem tillaga sáttanefndar bauð
upp á, þ.e. að hvert landssamband
fengi 1% til ráðstöfunar upp I
hinar ýmsu sérkröfur, sem voru
margar og mismunandi kostnað-
arsamar. Hann sagði að ráðstöfun
sérkrafnanna hefði ekki átt að
vera höfuðverkur vinnuveitenda
en tillagan var skilyrt að því leyti,
að þeir þurftu að samþykkja þá
leið, sem hvert félag veldi.
Ólafur Jónsson var þá spurður
að því, á hvað bili prósentu-
hækkanir hinna einstöku hópa
væru og hvaða hópar fengju
hæsta prósentutölu og hverja.
Hann sagði að þessari spurningu
væri mjög erfitt að svara, hvað
einstakir aðilar fengju út úr sam-
komulaginu. Hins vegar kvað
hann aðilá hafa reynt að bæta
þeim hópum, sem orðið hefðu út
undan að undanförnu upp bil,
sem myndazt hefði, t.d. vegna ald-
urshækkana og með taxtatilfærsl-
um o.s.frv. Sagði hann að t.d.
hefði Verkamannasambandið tek-
ið þann kostinn að færa fólk milli
taxta félaganna og m.a. hefði fólk,
sem vinnur við fiskvinnslu, færzt
upp um einn flokk og hafnað f 6.
taxta. Hann kvað flesta stærri
hópa hafa fengið einhvern hluta
af tillögunni um sérkröfur.
Næsta stig samninganna kvað
Ölafur vera að afgreiða sérkröfur,
sem væru sameiginlegar. Hann
kvað þær nánast afgreiddar, en
reka þyrfti á smiðshöggið. Síðan
er það aðalkrafa um kauphækk-
unina 1. marz og tillögur í því
efni, sem sáttanefndin hefur gert.
Hann kvað vinnuveitendur hafa
talið tillögu sáttanefndar of háa,
en viðsemjendur þeirra teldu
hana helzt til of lága. Þá er eftir
að ræða við allmarga sérhópa,
sem eftir er að semja við. Ólafur
kvað vinnuveitendur hafa haft
eina 15 slíka á lista í gær og við
flesta væru viðræður hafnar og
yrði þeim fram haldið eftir þvi
sem þess væri kostur.
En hvenær spáir Ólafur Jóns-
son því að samningar takist og
unnt verði að ganga frá undir-
skrift samninganna? Hann sagði:
„Það er erfitt að segja til um það.
Það fer allt eftir því, hvort við-
semjendur okkar verða raunsæir,
hvort þeir halda til streitu frekari
kröfum en um getur i sáttatillög-
unni.“
— Veitingahúsin
Framhald af bls. 3
kom fram í frétt blaðsins á sunnu-
daginn, að umrædd tvö veitinga-
hús notuðu mæla, sem ekki höfðu
hlotið löggildingu og reyndust við
mælingu taka 3—4 millilítrum
minna en löglegir mælar.
— Nixon
Framhald af bls. 1
með Mao Tse-tung, formanni
kfnverska kommúnistaflokks-
ins, og á sunnudag og aftur í
dag ræddi hann í samtals 4 klst.
við Hua Kuo-feng forsætisráð-
herra.
Kínverska stjórnin hélt
Nixonhjónunum veizlu í gær-
kvöldi í Höll alþýóunnar i
Peking, þar sem allir helztu
ráðamenn landsins voru
samankomnir að Teng Hisao
Peng undanskildum og þar
sagði Hua forsætisráðherra i
ræðu, að heimsókn Nixons fyrir
4 árum og ákvörðun forsetans
um að breyta stefnu Banda-
ríkjastjórnar í átt til nánari
samskipta við Kína hefði verið
tekin af hugrökkum og fram-
sýnum manni. Á sl. fjórum ár-
um hefðu tengsl landanna
stöðugt haldið áfram að styrkj-
ast og að Kínverjar væru sem
áður samfærðir um að svo lengi
sem báðir aðilar fylgdu grund-
vallarsamningum, sem gerðir
hefðu verið í Shanghai 1972,
myndi sambúð rikjanna' halda
áfram að batna i samræmi við
vilja bandarísku og kinversku
þjóðarinnar.
I ræðu sinni, sem hann flutti
blaðalaust, sagði Nixon forseti,
að það væri mannkynssagan,
sem hefði hvatt til samvinnu
Kína og Bandarikjanna í þágu
friðar. Hann sagði að Shanghai-
yfirlýsingin hefði bundið enda
á deilur margra kynslóða og
opnað leiðina til samvinnu;
fært þjóðirnar nær sameigin-
legum markmiðum. Nixon
sagði, að þrátt fyrir að leiðtoga-
skipti hefðu orðið hjá báðum
þjóðum, hefðu Ford og Hua
báðir lýst yfir stuðningi við
Shanghaiyfirlýsinguna og að
samskipti þjóðanna væru áfram
á réttri leið.
Þá sagði Nixon einnig i ræðu
sinni, að það væri barnalegt af
mönnum að halda að undirrit-
un Helsingforssáttmálans
myndi leiða þegar í stað til
varanlegs friðar. Þessi setning
vakti mikla athygli vestrænna
blaðamanna, sem sumir túlk-
uðu hana sem gagnrýni á Ford
forseta og utanríkismálastefnu
hans, en talsmaður Ford, Ron
Nessen, sagði við fréttamenn í
Washington í kvöld, að starfs-
menn Hvíta hússins hefðu lesið
alla ræðu Nixons og ekki
fundið neitt í henni, sem túlka
mætti sem gagnrýni. Nessen
sagði ennfremur, að gert væri
ráð fyrir að Nixon gæfi Ford og
utanrikisráðuneytinu skýrslu
um för sína og viðræður, er
heim kæmi og væri þess beðið
með nokkurri eftirvæntingu.
Þessi ummæli komu nokkuð á
óvart því að Ford og talsmenn
hans hafa lagt mikla áherzlu á
að ferð Nixons væri einkaheim-
sókn og hefði ekkert með yfir-
völd i Bandaríkjunum að gera.
Nixon verður í Kina fram á
laugardag nk.
, , , /
— Eingetinn
Framhald af bls. 34
þriðja áratug aldarinnar var á
þá leið, að getnaður hefði átt
sér stað eftir þjösnalega fram-
göngu eiginmannsins. Bar-
óninn hélt því hins vegar fram,
að samlíf þeirra hjóna hefði
aldrei verið fullkomnað og
staðfesti lafðin þetta, en neit-
aði þvi hins vegar að hún hefði
haft mök við annan mann.
Læknisskoðun leiddi i ljós á
sínum tima, að konan var
óspjölluó, en læknarnir létu
jafnframt i ljós það álit sitt, að
getnaðurinn hefði átt sér stað
við „ófullgerðar samfarir".
Kviðdómur gaf þann úrskurð,
að Geoffrey, sem fæddist f
fyllingu tímans, væri ekki
sonur barónsins. Samkvæmt
því var hann sviptur erfða-
rétti, en tveimur árum síðar
ógilti lávarðadeildin þann úr-
skuðr, og Geoffrey varð á ný
erfingi titilsins. Fjölskylda
Ampthills neitaði að taka úr-
skurðinn til greina.
Fyrir þremur árum andaðist
John Russel barón og þar með
var titill hans á lausu. Tveir
menn gera nú kröfu til titils-
ins, — Geoffrey, sonur
lafðinnar, sem nú er 54 ára að
aldri og starfar við leikhús, og
John Russel, 25 ára gamall
bókari sonur barónsins af
þriðja hjónabandi. Þeir voru
báðir viðstaddir fyrsta þátt
málflutningsins i dag, og
hlýddu þar á upplestur mál-
skjala.
— Sovétþing
Framhald af bls. 34
andlitsmynd af flokksleiðtogan-
um hangir í námunda við Kreml,
og myndir af Lenin, Marx og Eng-
els prýða borgina ásamt fánaborg-
um. Síðustu daga hafa hinir rikis-
reknu fjölmiðlar verið óþreytandi
í því að leggja áherzlu á hið þýð-
ingarmikla flokksþing. Pravda
segir frá því á sunnudaginn, að
fjósakona í Eistlandi sé komin
fram úr áætlun samyrkjubúsins i
tilefni af flokksþinginu, og sama
sé að segja um deild kolaverka-
manna i Donbass.
— Tónleikar
Fratnhald af bls. 29
hennar í þessum tónleikum
hafi verið meiri en að leika á
sambalinn. Hún hefur áður
leikið eigin útfærslur á
„generalbassa" Barokktón-
skáldanna. Ef svo er hefði að
skaðlausu mátt geta þess.