Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRUAR 1976 15 Friðrik markhæstar HINN ungi Þróttarleikmaður Friðrik Friðriksson varð marka- kóngur 1. deildar keppni fslands- mótsins I handknattleik i ár. Skoraði Friðrik alls 86 mörk, og verður slíkt að teljast mjög glæsi- legur árangur hjá nýliða i deild- inni. Flest skoraði Friðrik 10 mörk i leik, en slikt kom tvivegis fyrir; i leikjum Þróttar við Gróttu og Viking. Aðrir skoruðu þó meira i einum leik en Friðrik: Viðar Simonarson skoraði einu sinni 11 mörk i leik (gegn Þrótti), Hörður Sigmarsson skoraði 11 mörk i leik Hauka og FH og Pálmi Pálmason skoraði tvivegis 11 mörk i leik. Pálmi varð nú annar markhæsti leikmaður mótsins með 81 mark. Markhæstir i deildinni urðu eftirtaldir: Friðrik Friðriksson, Þrótti 86 Pálmi Pálmason, Fram 81 Viðar Simonarson, FH 80 Páll Björgvinsson, Vikingi 75 Hörður Sigmarsson, Haukum 74 Björn Pétursson, Gróttu 69 Geir Hallsteinsson, FH 67 Stefán Halldórsson, Vikingi 63 Þórarinn Ragnarsson, FH 55 Jón Karlsson, Val 54 Guðjón Magnússon, Val 50 Hannes Leifsson, Fram 50 Viggó Sigurðsson, Vikingi 49 Elias Jónasson, Haukum 46 Jón Pétur Jónsson, Val 46 Pálmi stighæstur Pálmi Pálmason, Fram, varð stiga- hæstur i einkunnagjöf Morgunblaðs- ins 1976. Hlaut Pálmi samtals 40 stig I einkunnagjöfinni. Mjög mjótt var A mununum, þar sem sá er varð i öðru sæti, Árni Indriðason úr Gróttu, hlaut 39 stig. Báðir léku þeir félagar alla leikina 14 með liðum sinum, og báðir voru þeir meiddir i siðasta leik sinum i mótinu en stóðu sig samt með mikilli prýði I þeim leikjum. Eftirtaldir hlutu flest stig i einkunnagjöfinni. Tala leikja er i sviga: Pálmi Pálmas. Fram 40 (14) Árni Indriðas. Gróttu 39(14) Geir Hallsteinss. FH 38 (14) Viðar Simonars. FH 38 (14) .Elias Jónass. Haukum 36 (14) Páll Björgvinss. Vikingi 36(14) Friðrik Friðrikss. Þrótti 35(14) Stefán Halldórss. Vikingi 35(14) Ólafur Benediktss. Val 34 (14) Pétur Jóhanness. Fram 34 (14) Guðjón Magnúss. Val 33(14) Hörður Sigmarss. Haukum 33 (14) Bjarni Jónss. Þrótti 32(14) Guðjón Erlendss. Fram 31 (14) Jón Pétur Jónss. Val 31 (14) Björn Péturss. Gróttu 30(14) Hannes Leifss. Fram 30 (1 3) Hörður Kristinss. Ármanni 30 (1 2) Viggó Sigurðss. Vikingi 30 (1 3) Þórarinn Ragnarss FH 30(14) LoMÉin í l. deíld ÞÓTT 1. deildar keppni fslandsmóts- ins i handknattleik sé nú lokið, er langt frá þvi að handknattleiksver- tiðin sé á enda. Margir leikir eru eftir i fslandsmóti yngri flokkanna, svo og í 2. og 3. deild karla og 1. og 2. deild kvenna. Auk þess mun svo keppni i Bikarkeppni HSf hefjast bráðlega, en þar verður keppt bæði i karla- og kvennaf lokki. Lokastaðaan i 1. deildarkeppninni varð sem hér segir: FH 14 10 0 4 Valur 14 9 1 4 Fram 14 7 2 5 Haukar 14 6 2 6 Vikingur 14 7 0 7 Grótta 14 6 0 8 Þróttur 14 4 2 8 Ármann 14 3 1 10 310:267 20 282:248 19 260:241 16 264:255 14 289:296 14 263:276 12 264:287 10 232:293 7 Eitt heimsmet í Miinrtien — Hreinn varð mundi í kúluvarpinu EITT heimsmet leit dagsins ljós á Evrópumeistaramótinu I frjáls- um fþróttum innanhúss sem hald- ið var í Munchen f Vestur- þýzkalandi um helgina. Það var Rita Wilden frá V-Þýzkalandi sem metið setti f 400 metra hlaupi, sem hún hljóp á 52,26 sek. og bætti þar með eigið met um 0,02 sek. Einn Islendingur var meðal keppenda á mótinu Hreinn Hall- dórsson, sem um þessar mundir dvelur við æfingar i Þýzkalandi. Varpaði Hreinn kúlunni 18.41 metra og varð í niunda sæti í keppninni. Sigurvegari varð hinn kraftalegi Breti, Geoffrey Capes, sem varpaði kúlunni 20,64 metra og í öðru sæti varð Austur- Þjóðverjinn Gerd Lochmann sem varpaði 20,29 metra. Þessi árang- ur Hreins Halldórssonar er nokk- uð frá hans bezta, en utanhúss hefur hann bezt kastað 19,45 metra. Þrátt fyrir að allmarga af beztu frjálsíþróttamönnum Evrópu vantaði í keppni þessa, náðist ágætur árangur i flestum grein- um. Sem dæmi um slíkt má nefna að Sovétmaðurinn Valeri Borsov sigraði í 60 metra hlaupi karla á 6,58 sek., Yuri Prokhorenko frá Sovétríkjunum sigraði i stangar- stökki, stökk 5,45 metra, Paul Heinz Wellmann frá Vestur- Þýzkalandi sigraði i 1500 metra hlaupi karla á 3:45,1 min., og Ser- gei Senyukov frá Sovétrikjunum sigraði í hástökki karla, stökk 2,22 metra. Sovétmenn urðu mjög sigursæl- ir í mótinu og hlutu samtals 12 verðlaun, 6 gull, 3 silfur og 3 brons. Vestur-Þjóðverjar urðu i öðru sæti með 4 gull, 4 silfur og 4 brons, og Búlgarar urðu í þriðja sæti með þrjú gull, eitt silfur og 2 brons. Pressuleiknr annað kvöld SlÐASTI stórleikurinn í hand- knattleik I bili verður á mið- vikudagskvöld er fslenzka landsliðið sem heldur senn utan til landsleikja við Luxem- burg og Júgóslavfu í Olympfu- keppninni mætir úrvalsliði sem fþróttafréttamenn hafa valið, pressuliði. Pressuleikir hafa oftast verið hinir skemmtilegustu og má ætla að svo verði einnig nú, og verður fróðlegt að sjá hvort við ts- lendingar eigum tvö nokkurn veginn jafnsterk lið eða ekki. Val Viðars Sfmonarsonar og Ágústs Ögmundssonar lands- liðsnefndarmanna á fslenzka laridsliðinu að þessu sinni er mjög umdeilanlegt, og má mikið vera ef ekki verða í pressuliðinu leikmenn sem sanna f leiknum á miðvikudags- kvöldið að þeir hefðu átt fullt erindi f landsliðið. Val íslenzka landsliðsins hefur verið birt, en pressuliðið var valið á sunnudagskvöld og verður það þannig skipað: MARKVERÐIR: Birgir Finnbogason, FH Guðmundur Ingimundarson, Gróttu AÐRIR LEIKMENN: Þórarinn Ragnarsson, FH Guðmundur Arni Stefánsson, FH Geir Hallsteinsson, FH Pétur Jóhannesson, Fram Hannes Leifsson, Fram Stefán Halldórsson, Víkingi Guðjón Magnússon, Val Bjarni Guðmundsson, Val Hörður Sigmarsson, Haukum Hörður Kristinsson, Armanni Stjórnandi liðsins verður þjálfari hinna nýbökuðu Is- landsmeistara FH, Reynir Ölafsson. Raunar má segja að miðviku- dagskvöldið bjóði upp á tvo stórleiki, þar sem forleikur verður milli íþróttafrétta- manna og dómara, en leikir þessir hafa jafnan verið gífur- lega tvísýnir og spennandi, en ævinlega lokið með sigri blaða- mannaliðsins, og er það senni- lega eitt af mjög fáum liðum sem ekki hefur tapað leik í ára- raðir, hvorki i handknattleik né knattspyrnu. Hvort að því kemur loks nú er erfitt um að segja, en blaðamenn munu hafa búið sig mjög vel undir þennan leik og ætla að koma fram með margskonar „taktik" sem önnur lið hafa ekki á boðstólum að jafnaði. Hin skemmtilega skólahljóm- sveit Kópavogs mun leika fyrir leikina og í leikhléi, en stjórn- andi hennar er Björn Guðjóns- son. íslandsmeistarar FH1976 FH-ingar, Islandsmeistarar í handknattleik 1976. Efri röð frá vinstri: Ingvar Viktorsson, formaður handknattleiksdeildar FH, Reynir Ólafsson, þjálfari, Þórar- inn Ragnarsson, Sæmundur Stefánsson, Geir Hallsteinsson, Viðar Símonarson, Gils Stefánsson, Guðmundur Sveinsson, Árni Guðjónsson, Magnús Ólafsson og Kristján Stefánsson. Fremri röð: Örn Sigurðsson, Guðmundur Arni Stefánsson, Ólafur Guðmundsson, Birgir Finnbogason, Andrés Guðmundsson, Guðmundur Jónsson (Lukkumaður FH), Guðmundur Magnússon og Jón Gestur Viggósson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.