Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
Langir samninga-
fundn* - h'till árangur
SAMNINGAFUNDIR milli frvsti-
húseigenda á Akranesi og
kvennadeildar Verkalýðsfélags
Akraness og milli farmanna og
fulltrúa skipafélaganna stóðu
enn yfir í gærkveldi, er Mbl.
hafði samband við sáttasemjara
rikisins, Torfa Hjartarson. Vildi
hann ekki tjá sig um deilur þess-
ara aðila, en fundur með Akra-
neskonum hafði þá staðið frá því
klukkan 10 um morguninn og
með farmönnum frá klukkan 14.
Samningafundur meó blaóa-
mönnum og fulltrúum Félags
blaöaútgefenda i Reykjavík, sem
hófst i fyrradag, en var frestað
síðdegis þar til klukkan 23 i fyrra-
kvöld stóð til klukkan 06.30 í gær-
morgun án þess að nokkur veru-
legur árangur næðist. Blaðamenn
hafa enn eigi boðað verkfall, en
stjórn Blaðamannafélags Islands
hefur á hendi verkfallsheimild og
getur boðað verkfall hvenær sem
er með viku fyrirvara. Þykir held-
ur þunglega horfa um samkomu-
lag. Nýr fundur hefur verið boð-
aður í dag kl. 13.30.
Torfi Hjartarson sagði að á veg-
um embættis hans hefði ekki ver-
ið haldinn sáttafundur með sjó-
mönnum á Austfjörðum og út-
vegsmönnum þar. Torfi sagði að
enn hefði víða ekki verið gengið
til atkvæða í félögunum þar
eystra um samningana, sem náó-
ust milli LlU og fulltrúa sjó-
manna og því væri óhægt um vik
fyrir sáttasemjaraembættið að
gripa inn i. Séra Sigurður Guð-
mundsson, varahéraðssáttasemj
ari á Eskifirði, mun hafa haldið
sáttafund eystra um sérkröfur, en
fregnir af fundum í gær höfðu
ekki borizt i gærkveldi.
Þá var í fyrradag boðaður sátta-
fundum milli sjómanna og útvegs-
manna á Stokkseyri, en þar hafa
gilt sjómannasamningar, sem
hafa verið nokkuð frábrugðnir
öðrum sjómannasamningum.
Felldu sjómenn á Stokkseyri
kjarasamningana, sem gerðir
voru um daginn. I gærmorgun
náðist si'ðan samkomulag í deil-
unni og var það samþykkt á fé-
lagsfundi sjómanna i gær og var
því verkfalli sjómanna á Stokks-
eyri aflýst, en það hafði staðið frá
14. febrúar sl.
Ljósm. Mbl.: RAX
KAUPMANNASAMTÖKIN — Ölafur Jóhannesson viðskiptaráðherra
flytur ræðu sfna á fundi Kaupmannasamtakanna 1 gær. Hægra megin
við hann sitja Sveinn Björnsson, Gunnar Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtakanna, og Magnús Finnsson framkvæmdastjóri.
Hlaut 8 mán-
aða fangelsi
FYRRVERANDI oddviti
Svarfaðardalshrepps varð i
fyrra uppvís um fjárdrátt úr
sjóði hreppsins á árunum um
og eftir 1970 að upphæð sam-
tals 1 milljón og 354 þúsund
krónur. Er upphæðin töluvert
hærri ef hún er færð á núver-
andi verðlag. Oddvitinn hefur
nú greitt fé þetta að fullu. Ný-
lega gekk dómur á málinu og
var oddvitinn dæmdur í 8 mán-
aða óskilorðsbundið fangelsi.
Sigurður Hallur Stefánsson
héraðsdómari í Keflavík kvað
upp dóminn, en hann var setu-
dómari í málinu. Oddvitinn lét
af störfum í júní 1974 og hafði
þá gegnt starfinu í 10 ár. Varð
uppvíst um fjárdráttinn í sam-
bandi við skil hans á sjóðum
hreppsins.
Viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands:
Æskilegt að ný verðlagslöggjöf
taki við Jiegar verðstöðvun lýkur
Úr lifshættu
PILTUR sá, sem varð fyrir
árás í Klúbbnum um s.l. helgi,
er á góðum batavegi. Hann er
talinn úr lífshættu og hefur
verið fluttur af görgæzludeild
Landspítalans. Maðurinn sem
viðurkennt hefur árásina, var
látinn laus að lokinni yfir-
heyrslu.
ráðherra gera sér grein fyrir að
verzlunin ætti sem aðrar atvinnu-
greinar við margvísleg vandamál
að stríða Hann kvaóst gera ráð
fyrir að þessi vandamál væru
einkum tvenns konar — annars
Gunnar Snorrason endurkjörinn formaður KI
KAUPMANNASAMTÖK Islands
héldu aðalfund sinn í gær. Á
fundinum flutti viðskiptaráð-
herra, Olafur Jóhannesson ávarp,
Gunnar Snorrason, formaður Kl,
og Magnús E. Finnsson fram-
kvæmdastjóri samtakanna, gerðu
grein fyrir starfsemi þeirra á sl.
ári. Kom fram hjá þeim báðum að
smásöluverzlunin á við miklaerf-
iðleika að stríða um þessar mund-
ir. Þá fór fram stjórnarkjör, og
var Gunnar Snorrason endur-
kjörin formaður Kaupmanna
samtakanna, en Þorvaldur Guð-
mundsson kjörinn varaformaður
í stað Sveins Björnssonar er ekki
gaf kost á sér.
1 ávarpi sínu kvaðst viðskipta-
vegar erfiður rekstrargrundvöll-
ur og hins vegar skuldir og lausa-
fjárstaða, og væri hvort tveggja
erfitt viðfangs. Þá væri að geta
nýgerðra kjarasamninga en eftir
væri að sjá hvaða áhrif þeir hefðu
BSRB fær marzhækkun
almennu samninganna
Alþýðuflokkurinn 60 ára
ALÞÝÐUFLOKKURINN er 60
ára I dag, 12. marz, en hann var
stofnaður um leið og Alþýðu-
samband Islans. 1 frétl frá Al-
þýðuflokknum segir að flokk-
urinn hafi verið stofnaður
1916 af fulltrúum sjö verka-
lýðsfélaga f Revkjavík og
Hafnarfirði. Voru stjórnmála-
flokkurinn og verkalýðssam-
bandið frá upphafi ein og
sama stofnunin, og hélzt sú
skipan allt til 1940, er þau
voru aðskilin. Alþýðuflokkur-
inn er elzti starfandi stjórn-
málaflokkur landsins.
Alþýðuflokkurinn mun
minnast 60 ára afmælisins með
sérstökum fundi flokksstjórn-
ar næstkomandi laugardag en
á sunnudag verður afmælishá-
tíð á Hótel Sögu og hefst kl. 2
eftir hádegi.
Strax og Alþýðuflokkurinn
var stofnaður hófst framboð til
bæjarstjórnar og Alþingis.
Fyrsti þingmaður hans var
Jörundur Brynjólfsson.
Alls eru nú í Alþýðuflokkn-
um 45 félög. Formenn flokks-
ins hafa verið Ottó N. Þorláks-
son 1916, Jón Baldvinsson
1916—1938, Stefán Jóhann
Stefánsson 1938—1953 og síð-
an þeir Hannibal Valdimars-
son, Haraldur Guðmundsson,
Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gísla-
son og Benedikt Gröndal.
BANDALAG starfsmanna ríkis
og bæja hefur náð samkomulagi
Fylgi
Vökuvex
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta bætti við sig umtals-
verðu fylgi 1 kosningum til
stúdentaráðs Háskóla Islands,
sem fram fóru í gær.
Á kjörskrá voru 2784, þar af
greiddu atkvæði 1621, sem er
58,23%. A-listi Vöku hlaut 706
atkvæði eða 45.26% af greiddum
og gildum atkvæðum. B-listi
vinstri manna hlaut 854 atkvæði
eða 54,74% af greiddum og gild-
um atkvæðum. Auðir seðlar voru
46 og ógildir 15.
1 kosningunum f fyrra kusu
1558 af 2549 er voru á kjörskrá
eða 61.12%. Þá hlaut A-listi Vöku
671 atkvæði en B-listi vinstri
manna848 atkvæði.
við fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs um hækkun á launa-
töxtum opþinberra starfsmanna
um 6% frá og með 1. marz og að
ennfremur komi til 1.500 krónu
láglaunauppbótar fvrir þá félags-
menn í BSRB, sem hafa laun
lægri en 54 þúsund krónur, og
jafnast út á bilinu upp að 57
þúsund krónum. Er þetta í sam-
ræmi við rammasamning ASI og
VSl.
Þessi hækkun er umsamin á
gildandi samningstíma sam-
Framhald á bls. 24
á verzlunina sem aðrar atvinnu
greinar. Þó væri auðsætt að þeim
myndi fylgja aukinn tilkostnaður,
sem sjálfsagt væri ekki hægt að
leggja á hið breiða bak verzlunar-
innar heldur yrði að taka tillit til
þessarar kostnaðaraukningar við
verðlagningu.
Ennfremur sagði ráðherra að
sér væri ljóst að samfara sífelld-
um hækkunum þyrfti verzlunin
stöðugt á auknu fjármagni að
halda til að geta haldið í horfinu,
og yrði reynt að sækja það til
banka og lánastofnana, sem ekki
væri alveg auösótt mál nú á dög-
um. Sú nauðsyn að setjaskorður á
útlán þessara stofnana bitnaði
óhjákvæmilega beint á verzlun-
inni, en einnig óbeint, þar eð
henni væri eins og öðrum gert að
greiða hærra endurgjald fyrir það
fé sem fengist að láni, þ.e. í vöxt-
um. Kvað ráðherra ljóst af þeirri
framvindu sem átt hefði sér stað í
þessum efnum, að taka yrði öll
rekstrarlán til éndurskoðunar.
Varðandi útlánin að öðru leyti
sagði viðskiptaráðherra að bank-
Framhald á bls. 24
Alþýðusambandið 60 ára
Niðurstaða athugana á flóðinu í Jökulsá á Fjöllum:
OÉsaleg vetrarhláka oUi flóðinu, sem
einnig kom fram í öðrum stórám
KOMIÐ hefur I Ijós, eftir að
Sigurjón Rist, vatnamælinga-
maður, hefur kannað rennsli áa á
Norðausturlandi, að flóðið, sem
varð í Jökulsá á Fjöllum hinn 21.
febrúar síðastliðinn, var af völd-
um gífurlegrar asahláku á
hálendinu. Athuganir á rennsli
annarra áa sýna að á hálendinu
hefur orðið ofsaleg vetrarhláka
og er því ekki ástæða til þess að
gripa til þeirrar skýringar að um
jökulhlaup hafi verið að ræða.
Sigurjón Rist sagði að það ætti að
taka hrollinn úr mönnum, sem
talið hefðu að þetta mikla flóð
benti til einhverra umbrota í
Kverkfjöllum.
Athuganir Sigurjóns sýna að
ofsalega hláku gerði með suðaust
anátt hinn 20. febrúar og varð
mikill vöxtur í öllum ám á Austur-
landi og Norðausturlandi. Er gott
samræmi á rennsli stóránna.
Jökulsá á Dal fer í 880 tenings-
metra á sekúndu hjá Hjarðarhaga
á Jökuldal en meðalrennsli
hennar er rúmt eitt hundrað
tengingsmetrar, A þessum tíma á
áin hins vegar að vera um 30
teningsmetrar. Jökulsá á Fjöllum
fer í mestu flóðgusunni upp í
1.090 teningsmetra á sekúndu —
eins og rakið er í frétt Mbl. frá
séra Sigurvin Elíassyni á Skinna-
stað í Öxarfirði. Þá ber þess
einnig að geta að mikill vöxtur
hljóp í Lagarfljót á sama tíma.
Hækkaði Lögurinn hjá Egilsstöð-
um á tveimur sólarhringum um
130 sm. Því bætast í Löginn um 90
gígalítrar eða 90 milljónir
tengingsmetra og myndaðist þá
m.a. hættuástand við Lagarfoss og
varð að taka flóðgáttirnar úr við
virkjunina klukkan 18.30 hinn21.
febrúar en engu að síður hækkaði
í Leginum. Þessir 90 gígalítrar
eru nálægt því að vera tvöfalt
það,'sem flóðtoppurinn i Jökulsá
á Fjö'lum var, því að flóðtoppur-
inn þar var um 48 milljónir
tengingsmetra.
Sigurjón Rist sagði að það sem
skýrði þessa gífurlegu flóðöldu I
ánum væri suðaustan stórrigning
á Héraði hinn 20. febrúar til 21.
og þá er á Brú á Jökuldal úrkoma
sem nam 17,5 mm og fylgdi þessu
Framhald á bls. 24
1 DAG — 12. marz — er Alþýðu-
samband Island 60 ára. Stofn-
endur þess voru 7 félög verka-
fólks, sjómanna og iðnaðarmanna
1 Reykjavík og Hafnarfirði, með
um 700 félagsmenn.
Nú eru innan A.S.I. 189 félög
með um 43 þúsund félagsmenn.
50 félög hafa beina aðild að A.S.Í.
þar af 12 landsfélög, þ.e. félags-
svæði þeirra er landið allt. Önnur
félög hafa skipað sér í landssam-
bönd eftir starfsgreinum og eru 8
talsins. Öll aðildarsamtök, sem í
sambandinu eru, hafa fullt frelsi
um innri mál, þó svo að ekki
brjóti í bága við sambandslögin
eða samþykktir í stéttabaráttu.
1 frétt frá A.S.I. segir, að á
sjálfu afmælinu verði ekki mikið
gert af hálfu Alþýðusambandsins
til hátíðarbrigða. Verður það
geymt til 33. þings sambandsins,
sem haldið verður í nóvember í
haust, eða um svipað leyti og
framhaldsstofnþingið, sem
endanlega gekk frá stofnun þess.
Starfsemi sambandsins á árinu
mun nokkuð mótast af afmælinu.
Þannig er nú starfandi sérstök
nefnd, er semja skal drög að
stefnuskrá þess í félagslegum og
menningarlegum efnum er lögð
verður fyrir þingið.
Þá er gert ráð fyrir að 1. maí
hátíðarhöldin beri svipmót af af-
mælinu. Ennfremur er ráðgerð
uppsetning sögusýningar í
-ykjavík og mun síðan kjarni
hennar fara út á land og verða
sýndur þar með viðbótum úr sögu
viðkomandi verkalýðsfélaga.
Einnig verður gefið út sérstakt
afmælishefti af Vinnunni, helgað
sögu , verkalýðssamtakanna og
framtíðarverkefnum.
Kaffi og
Tropicana
hækkar
Frá og með deginum í dag
hækkar hvert kíló af kaffi um
20%. Kostar nú kílóið 720
krónur en áður 600 krónur. Að
sögn Gunnars Þorsteinssonar,
fulltrú^ verðlagsstjóra, eru
þetta fyrstu áhrif frost-
skemmdanna sem urðu á kaffi
í Brasilíu á s.l. hausti, en sem
kunnugt er skemmdist eða
eyðilagðist stór hluti uppsker-
unnar.
Þá hefur verðlagsráð sam-
þykkt hækkun á Tropicana.
Framvegis kostar hver o.95
litra ferna 163 krónur en áður
var verðið kr. 146. 2 lítra ferna
kostar nú 306 krónur en áður
272. Þessar hækkanir stafa af
erlendum hráefnishækkunum.