Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976
3
Danskur gestaleikur:
Ebbe Rode leikur Góð-
borgara og gálgafugla
Um helgina sýnir danski leikar-
inn Ebbe Rode leikritið Góðborg-
ara og Gálgafugla eftir englend-
inginn Patrick Garland á Stóra
sviði Þjóðleikhússins. Sýningar
verða tvær: frumsýningin verður
á sunnudagskvöld. 14 mars og
önnur sýning mánudagskvöldið
15. mars. Leikritið GÖÐBORG-
ARAR OG GALGAFUGLAR er
bvggt á endurminningabók enska
fræðimannsins og furðufuglsins
John Aubrey BRIEF LIVES, en
hann var uppi f Lundúnum á 17.
ö)d. John þessi Aubrey safnaði
alla ævi upplýsingum um menn
og málefni, var grúskari mikill,
skrifaði um fornleifafræði, bók-
menntir, náttúruvfsindi og fjöl-
ir? Ekkert er þessum aldna háð-
fugli óviðkomandi.
Verk þetta var fyrst sýnt i Bret-
landi sem sjónvarpsleikrit og
færði leikaranum Roy Dotrice
verðlaun sem besti sjónvarpsleik-
arinn það árið. Dotrice lék það
siðan yfir 400 sinnum á sviói í
Bretlandi og var nýlega á ferð um
Bandarikin með sýninguna.
Leiksýningin, sem hingað kem-
ur var fyrst sýnd sem farandsýn-
ing víða um Danmörku á vegum
Harald Jörgensen Tournéen en
vegna mikilla vinsælda var hún
fengin inn á svið Konunglega
leikhússins í Kaupmannahöfn og
hefur þar fengið hinar ágætustu
undirtektir. Ummæli danskra
Ebbe Rode f Góðborgurum og gálgafuglum.
Myndin var tekin áæfingu Kammersveitar Reykjavíkur fyrir skömmu, en flytjendur á tónleikunum á
morgun eru átján að tölu.
Samtímatónlist á
kammertónleikum
Þriðju tónleikar Kammer-
sveitar Reykjavíkur á þessu
starfsári verða í Menntaskólan-
um við Hamrahlið á morgun og
hefjast þeir kl. 16
A efnisskránni er eingöngu
samtimatónlist eftir Stockhaus-
en, Atla Heimi Sveinsson,
Casliglioni og Berio. Einsöngv-
ari á tónleikunum verður Ruth
Little Magnússon, en stjórnend-
ur verða Páll P. Pálsson og Atli
Heimir Sveinsson. Auk fastra
félaga i Kammersveitinni leika
nokkrir hljóðfæraleikarar
„gestaleik" með sveitinni á
þessum hljómleikum.
I lok hljómleikanna verða
umræður tónleikagesta og flytj-
enda um tónverkin, túlkun
þeirra og gildi og stjórnar Atli
Heimir umræðúnum. Með þess-
ari nýbreytni er ætlunin að efla
tengsl tónlistarmannanna og
áheyrenda.
Kammersveitin hefur frá
upphafi lagt áherzlú á flutning
tónlistar, sem litt er kunn hér
3 landi, og hefur frumflutt
fjölda barokk-verka. Auk þess
hefur sveitin lagt kapp á flutn-
ing nútímatónlistar, og er þar
skemmst að minnast frumflutn-
ings á verki Páls P. Pálssonar í
desember s.l.
Börn og skólafólk fá afslátt af
verði aðgöngumiða, sem seldir
verða við innganginn.
Þjóðlagahátíð ’76 í Austurbæjarbíói:
mörg efni önnur. Hann dó tiltölu-
lega óþekktur, en þegar fram liðu
stundir tóku menn að veita verk-
um hans athygli og endurminn-
ingar hans eru taldar með merk-
ari minningabókum heimsbók-
menntanna. Leikritið lýsir síð-
asta deginum í Iffi Aubrevs, sem
býr yfir hafsjó skemmtisagna af
ýmsum merkismönnum, þar á
meðal sögufrægum persónum á
borð við Hinrik 8, Elísabetu 1,
Cromwell, Shakespeare, Ben Jon-
son, Sir Walter Raleigh, Sir
Thomas More svo að einhverjir
séu nefndir. Milli þess sem
Aubrey sinnir sinu daglega
amstri og athöfnum, klæðist,
kvndir upp, matbýr og paufast
um vistarveru sína, lætur hann
gamminn geysa, flvtur hugrenn-
ingar og hneykslissögur um ýmsa
samtimamenn sína og hefur skoð-
anir á flestu sem nöfnum tjáir að
nefna: barnauppeldi, trúmálum,
læknislist, framhjáhaldi og aftök-
um, siðfræði og sagnfræði.
—Hvað sagði hirðdaman við Sir
Walter? —Hvernig stóð á því að
biskupinn gleymdi kvöldbæn-
inni? — Hvernig má lækna
munnangur og aðrar meinsemd-
blaða um sýninguna á GOÐBORG-
URUM OG GALGAFUGLUM
voru öll á einn veg, var sýning-
unni hælt mjög og Ebbe Rode
hrósað á hvert reipi fyrir þá erf-
iðu þraut að halda uppi heilli leik-
sýningu aleinn af slíkum krafti í
tvær klukkustundir. Leikstjóri
sýningarinnar er Flemming
Weiss Anderdsen, leikmynd gerir
Sören Frandsen, leikmyndateikn-
ari við Konunglega leikhúsið.
Ebbe Rode er í hópi fremstu og
þekktustu leikara Dana. Hann er
nú 66 ára gamall og hefur leikið
frá því um tvítugt. Lengst af hefur
hann leikið á Konunglega leik-
húsinu, þar sem hann lék fyrst
1932. Þá hefur hann leikið við
leikhús viða um Danmörku og far-
ið í gestaleiki til allra Norður-
landanna og reyndar viðar. Hann
hefur á litrikum ferli sínum leik-
ið yfir 150 hlutverk á sviði og um
40 hlutverk i kvikmyndum. Ebbe
Rode hefur tvívegis áður heimsótt
Þjóðleikhúsið: 1958 með Folke-
teatret, sem sýndi leikrit Soya „30
ára frestur" og í fyrravor flutti
hann svipmyndir úr þekktum
leikritum á Litla sviðinu i Þjóð-
leikhúskjallaranum.
r
Okindin - nýtt skop-
blað kemur út í dag
OKINDIN nefnist blað sem hef-
ur göngu sina í dag, og er áætl-
að að hún herji á góðaborgara
þessa lands vikulega hér eftir.
A forsiðu blaðsins kemur fram
að kjörorð þess er „óháð háð“
og i leiðara þess er stefnan enn
skýrar mörkuð.
Utgefandi Ökindarinnar er
Sjón og saga sf. og eru að-
standendur þess Ewald Ellert
Berndsen, Hilmar Helgason,
Hjalti Rögnvaldsson, Jökull
Jakobsson, Magnús Guðjóns-
son, Sig. Sverrir Pálsson og
Stefán Jóhannsson.
I fréttatilkynningu segir að
víða verði leitað fanga i blaðið,
en þetta fyrsta blað teikna
Framhald á bls. 24
ÞJOÐLAGAHATlÐ '76 er nafn-
ið á skemmtun sem hópur vísna-
söngvara í Revkjavfk efnir til I
Austurbæjarbfói á morgun, laug-
ardag, kl. 2 eftir hádegi. Allur
ágóói af skemmtuninni verður
veittur til styrktar þroskaheftum
börnum, en aðstandendur þjóð-
lagahátíðarinnar ’76 - halda
skemmtunina í sambandi við her-
ferðarviku hjálparstofnunnar
kirkjunnar áþessum vettvangi.
Vísna- og þjóðlagasöngvararnir
sem að skemmtuninni standa litu
við hjá okkur á Morgunblaðinu til
að kynna málstaðinn. Þeir sögð-
ust hafa safnað saman fólki, bæði
þekktu og óþekktu í íslenzka þjóð-
laga- og vísnaheiminum og fengið
það til að koma fram á skemmtun-
inni i Austurbæjarbíói. Kváðust
þeir hafa fengið mjög jákvæðar
móttökur, en kynnir á skemmtun-
inni verður Jón Múli Árnason.
Trfóið Við þrjú: Frá vinstri: Sturla Erlendsson, Ingibjörg Ingadóttir
og Haraldur Baldursson.
Allir sem koma fram vinna ákeyp-
is til styrktar málstaðnum, en að-
gangseyrir verður 300 kr.
Þeir sem koma fram eru: Guð
jón Þór Guðjónsson með gítar og
söng, Sigrún Magnúsdóttir með
gítar og söng, Helga Möller með
gítar og söng, Pétur Jónasson og
Arnaldur Arnarson með klassisk-
Franihald á bls. 24
J2’*tx+in, '76
Tugur þjóðlaga- og vísna-
söngvara kemur þar fram