Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 5

Morgunblaðið - 12.03.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 5 — Minning Sigríður Framhald af bls. 30 bústofni, sem var 25—30 ær og ein kýr, er var auðvitað geld ein- hvern tíma úr árinu. Hætt er við, að stundum hafi verið lítið um matföng til skiptanna, þótt frá- færur björguðu nokkru á sumrin. Vinnudagur hefur oft verið langur. Túnið var lltið og engja- heyskapur fjarlægur og erfiður. Stundum var vott hey flutt heim á tún, og hélt Sigrfður því til þerris og rakaði upp að kvöldi með heimilisverkunum. Stundum hafði hún eitthvað af krökkunum með sér. Svo komu áföll. Eitt vor um páska skall á aftakaveður. Féð var úti, og hrakti það margt í klettagil. Sumt náðist ekki, annað var dregið dautt eða hálfdautt úr fönninni. Þetta var tilfinnanlegur skaði. Engin ljósmóðir kom tii Sig- ríðar, þegar börnin fæddust nema 2 þau siðustu. Þeir sem tóku á móti börnunum, voru Guðlaug húsfreyja á Kirkjubóli, Magnús hreppstjóri á Hrófbergi og Berg- sveinn maður hennar. Eitt sinn var Sigríður nærri dauð eftir barnsburð. Sækja varð lækni í versta færi til Hólmavikur. Hann bjargaði konunni á siðustu stundu, en lengi var hún að ná sér. Frá Aratungu fluttust þau Sig- rfður og Bergsveinn, eftir 22 ára búskap, að Vatnshorni, sem er skammt frá Hólmavik, og bjuggu þar 2 ár. Síðan voru þau 3 ár i Skeljavik, og fylgdu þeim þá 3 elztu börnin. Þar með var bú- skapnum lokið. Dvöldust þau næst á Viðidalsá i húsmennsku en eftir það alllengi á Hólmavik. Voru þá öll börnin farin, nema Guðný og að nokkru leyti Ananías. Bergsveinn stundaði þá barnakennslu á vetrum, aðallega á Ströndum, en Sigriður vann að tóskap o.fl. Þar kom, að þau hættu sambúð. Fór Sigriður þá frá Hólmavik og dvaldist hjá börnum sínum, einkum Ananfasi á Akureyri og Guðnýju á Hvolsvelli og síðar i Ölafsfirði. Stundum var hún hjá okkur Guðbjörgu hér í Reykjavík, og kynntist ég henni þá allvel. Hún var dul og fáorð. Ef til vill hafa erfiðleikar lffsins gert hana þannig. Undir niðri var þó létt skap. Hún hefur sannarlega þurft að vera þrautseig og þolinmóð. Stundum ræddi hún við mig og sagði mér margt. Á þvi tímabili var hún dálftið hrædd við dauð- ann. Henni fannst hún hafa verið vond manneskja. Ég sagði, að óeigingjarnt lífsstarf hennar hlyti að skapa henni gott hlutskipti hinum megin. Þá virtist mér hún verða ánægð. Og oft heyrði ég hana raula við uppþvottinn þetta erindi: Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Síðustu 9 árin var hún á Elli- heimilinu Grund. Hún fór þangað að eigin ósk, sagðist ekki vilja vera öðrum til byrði, þegar hún gæti ekki lengur gert neitt til gagns. Þar var hún þó síprjónandi svo lengi sem hún gat. Fólkið hennar heimsótti hana, en Ölafur mun hafa átt flest sporin til hennar. Að lokum yarð hún að láta undan fyrir Elli kerlingu. Minnið, sjónin og likamsþróttur var allt á þrotum. Síðustu vik- urnar var hún þjáð, en fékk hægt andlát. Það er því gleðiefni að andi hennar er nú laus úr fjötrum líkamans, sem var orðinn ónýtt starfstæki. Gott er að fara svo úr þessum heimi að vera ekki bundin jarð- neskjum munum. Sigriður átti aldrei mikið af sliku, og smám saman var hún að gefa og ráðstafa því litla, sem hún hafði undir höndum. Segja má, að siðustu eignum hennar væri hægt að halda á í plastpoka i annarri hendi. Ég kveð mína kæru tengda- mömmu. Guð sendi henni góða leiðbeinendur um ókunna vegu í andans heimi. Marinó L. Stefánsson. Mikið úrval allskonar fatnaði fyrir fermingarnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.