Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 13

Morgunblaðið - 12.03.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 13 Fréttabréf úr Reykhólasveit TIÐARFAR hefur verið með eindæmum ieiðinlegt það sem af er vetri og varla komið sá dagur að hægt hafi verið að lofa sauðfé að viðra sig hvað þá meira. FÉLAGSLlF Félagslif er hér lítið að venju og þó hafa verið haldin þorrablót bæði í Króksfjarðarnesi og á Reykhólum og voru þau vel sótt. Einstaka sinnum lætur ung- mennafélagið spila framsóknar- vist á Mjólkurvöllum og er for- maður þess félagsskapar frú Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja að Grund i Reykhólasveit. Frúin var svo heppin að heimta af fjalli nýlega golsótta á sem hún á og var hún í góðum holdum. Þessi ær kom ekki heim í fyrra fyrr en skömmu fyrir jól. Hverju skiptir það hvort bóndi gefur kálfi 100 eða 500 lítra af mjólk. Talan er færð bæði tekna og gjaldamegin. Skýrslurnar bera of mikinn keim af búreikningum. Nú eru það nokkrir bændur, sem halda nokkuð örugga búreikninga og má hafa þá til hliðsjónar þegar reiknaðar eru út hinar raunverulegu tekjur bænda. Eftir þeim má svo líka reikna ákveðið framleiðslugjald, en það er vist kallað staðgreiðsla skatta. Eg er sannfærður um að með þessari aðferð kæmi skatta- byrðin léttara niður á bændum fyrir utan allan sparnaðinn á vinnu og pappir. Einu sinni þótti það goðgá að reikna þyngd á gær- um eftir kjötþunga, en nú er þetta gert og enginn talar um það. Það er hægt að fá út með nokk- urri vissu hvað kostar að fram- leiða hvern mjólkurlitra og hvert kjötkíló og skatturinn yrði svo reiknaður þar af og ef upp er gefið innlegg þá er hægt að sjá meó meiri vissu hverjar eru rauntekjur bónda Eg er viss um að bændur mundu ekki tapa og þá ekki „skatturinn" heldur. SKÖLAMAL I „Leiðarbók framsóknar- manna“ eftir Kristján Friðriks- son kennir margra grasa Einn þátturinn fjallar um skólamál og talar hann þar um forpokaðan kratisma sem trtjllríði skólakerf- inu. Sjálfstæðisflokkurinn fær þar líka á baukinn, því að sagt er að hann hafi enga fastmótaða stefnu í skólamálum, enda liggur hann vel við höggi þar sem hann hefur sniðgengið þau mál i aldar- fjórðung og á nýsköpunarárunum afhenti sinu erkióvini fræðslu- málin. Leiðarbókin • segir að Fram- sóknarflokkurinn fylgi mann- gildisstefnu í skólamálum. Sú stefna vill auka persónuleika hvers einstaklings. Sem sagt að forða hverjum einstakling frá því að verða hópsál eða múg. Þessari kenningu er ég sammála, en nú er Framsóknarflokkurinn búinn að fara með yfirstjórn menntamála í tæp tvö ár og kominn tími til að hafa meira en skrautbúin orð á stefnuskrá sinni og breyta skólunum i stofnanir sem auka á manngildi og gera sitt til þess að hver nemandi verði sjálfstæður einstaklingur og verði fær um að klæðast öðruvisi sálarflíkum en fjöldinn. Annars væri fengur í þvi að Kristján skrifaði kennslu- bók fyrir síðasta árgang grunn- skóla um þetta efni en auðvitað þyrfti hann að þurrka út allan flokksáróður. Miðhúsum, 7. marz 1976 Sveinn Guðmundsson Sovézkt skip tekið við Nýja England Boston 10. marz AP BANDARlSKA landhelgis- gæzlan tók sovézka skipið Anton Tammsaare að meintum ólöglegum humarveiðum á landgrunninu um 12" míl- ur suður af strönd Nýja Eng- Iands i gær. Um 90 manna áhöfn er á skipinu, sem fært hefur verið til hafnar í Boston, þar sem þvi verður haldið þar til banda- rískir dómstólar hafa fjallað um málið. MANNASKIPTI 1. marz urðu mannaskipti hjá Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi en útibússtjóri á Reykhólum var Tómas Sigurgeirsson bóndi þar og hefur hann starfað við útibúið frá byrjun. Tómas á lúðurhljóm samvinnumanna, enda Þingey- ingur að uppruna. Þessi svana- hljómur hefur breytzt hjá of mörgum i hið hrjúfa garg skarfs- ins. Við starfi Tómasar Sigurgeirs- sonar tekur Arnór Grímsson frá Tindum i Geiradal. SKATTASKVRSLUR Nú er tíma skattaskýrslna lokið að þessu sinni og held ég að miklu starfi megi létta af bændum, ef þær eru lagðar niður í því formi, sem þær eru nú. Sumt er þar sem kemur skatti ekkert við, eins og sundurliðun á rekstrarvörum og þar á ég við sundurliðun á rekstrarvörum dráttarvéla. Dagblaðið kaupir hús DAGBLAÐIÐ hefur keypt húseignina Þverholt 11, sem er á gatnamótum Þverholts og Stórholts, af Kexverksmiðjunni Esju fvrir 25 milljónir króna. Jafnframt hefur Dagblaðið selt verzlunarhúsnæði á götuhæð á Laugavegi 42 Tfzkuverzluninni Evu, en það hús keypti Dagblaðið fyrir skömmu, og á það að öðru leyti áfram. Stendur hús það á gatnamótum Laugavegar og Frakkastígs. Sveinn R. Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Dagblaðsins, sagði, er Mbl. spurði hann um þessi við- skipti í gær, að Þverholt 11 væri hús, sem myndi nægja Dagblað- inu næstu ár fyrir afgreiðslu og auglýsingadeild, en Dagblaðið væri þar með slika starfsemi að- eins hinum megin götunnar. Sagði Sveinn að þeir Dagblaðs- menn iegðu mikið upp úr því að geta verið á þessum sömu slóðum í námunda við Hlemmtorg og enn- fremur kvað hann blaðið hafa byggingamöguleika á lóðinni Þverholt 11 í framtíðinni. Sveinn kvað lóðina verðmesta af þessari eign. Dagblaðið ætlar nú að innrétta Þverholt 11 fyrir starfseihi sína og er fyrirhugað að flytja í hús- næðið I sumar. KJAVIK SIMI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.