Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.03.1976, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 1 6:00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend- ingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 13. marz verða til viðtals: Albert Guðmundsson, alþingismaður Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi Valgarð Briem, varaborgarfulltrúi I Jón Laxdal: Krotað niður í keisarastól Martröð á sviði Skólinn okkar var sendur í leikferð um allt Vestur- Þýzkaiand, þar sem við áttum að halda uppi heiðri Max Reinhardts og Austurrikis. Leikritið hét „Das Grosse Salz- burger Welttheater1' og var eftir Hugo von Hof mannsthal. Á þessari leikferð skeði nokkuð, sem lét mig skjálfa á skrokk og í sál lengi á eftir. Ég tuggði þetta atvik í minningu minni árum saman, mér til lær- dóms og betrunar. Frumsýningin átti sér stað við mikla hylli og lófatak, blóm og þessháttar, í lítilli borgar- holu i Suður-þýzkalandi. Eftirá var okkur gert mikið hóf af hendi borgarstjórnar. Agætis matur á borðum og feikna úrval og magn af vinföngum. Við, þessir glorhungruðu listnemar úr Vinarborg, notfærðum okkur svo vel, að það var einsog við hefðum ekki fengið að éta í heilt ár eðalengur, næsti dagur væri heimsendir, og þetta væri síðasta tækifærið til að eta og drekka. Veizlan varð semsagt bráðlega mjög rakasöm og kát, og við skáluóum i fagnaðar- vimu útaf velheppnaðri sýn- ingu. Þannig leið á nótt, klukkan varð sex, sjö, og um áttaleytið sátum við enn við skálir. Þegar klukkan var orðin níu um morguninn slöguðum við til ferðabílsins okkar. Höfðu allmargir gleymt að sofa, sérstaklega sá er segir frá. I bílnum reyndi ég að bæta mér gleymda nætursvefninn, en blóðmagnið í æðum mínum var svo lítilfjörlegt í samanburði við áfengismagnið, að ekkert gagn varð af svefntilraunum þessum. Hvað um það; þar sem ég sit i andlitsfarða og gervi i búningsherberginu mínu um kvöldið, finnst mér að eitthvað sé ekki í lagi. Ég er semsé rok- hífaður og meira en það. Ein- hversstaðar innst í sálargrey- inu hefjast efasemdir um það hjá mér, hvort ég muni geta staðið i stykkinu við þennan feiknalanga texta, sem ég átti að skila þarna um kvöldið í þessu leikhúsi. Hér var um að ræða betlarann í ofangreindu leikriti, en hann talar reiðinnar ósköp; eintöl og tvítöl við sjálf- an sig, guð og aðra, endalaust og í mikilli reiði. Þessi betlari er eiginlega án hvíldar á svið- inu stykkið út. Jæja, við engu er að bifa; áhorfendur hafa setzt í sæti sín, og félagar mínir hafa komið sér í „startholur" sinar, reiðu- búnir að fara útá sviðið, og tjaldið er að fara upp. Lfkt og i þoku þreifa ég mig í gegnum hálfrökkrið á baksviðinu, en á mjög bágt með að finna sviðið, og veit ekki hvað er framan og hvað er aftan á því. Afleiðingin Jón Laxdal er sú, að ég geng afturábak á vit áhorfenda, án þess ég taki sjálfur eftir því. Vinkona mín, sem leikur hlutverk Vizkunnar í nunnugervi, varpar fyrstu setningu framan í mig. Þetta vekur eingöngu furðu mína, og löng hættuleg þögn verður, sem virðist ekki eiga sér nein enda- lok. Hvað er erindi þessarar konu? Hvað er ég að gera hér? Ég ætti heldur að liggja í stóru hótelrúmi i hvítum mjúkum sængurfötum, og sofa rækilega úr mér aumingjaskapinn, en ekki að vera að sprikla hér í uppljómuðum buðarglugga svo að segja, þar sem hundruð augnapara glápa á mig og eru að bíða eftir að ég segi eitthvað gáfulegt í bundnu máli og ljóð- rænu. Eitthvað í þessa áttina voru þánkar mínir, skakkir og bognir i minum pínda haus, þegar ég heyrði þessa setningu, sem krafðist svars. Hverskonar starfi var þetta eiginlega, sem ég hafði álpast útí? Eftir þetta martraðarhlé og ógnarlega kyrrð, — hin fræga saumnál hefði virkað einsog sprengja á þessu augnabliki, ef hún hefði fallið — þá gerðist loksins eitthvað í málinu; Það talaði útúr mér. Einsog úr yðrum jarðar talaði hás, mér framandi rödd, og það var auð- heyrt að hún kom úr barka mínum. Þessi rödd fór meira að segja kórrétt með texta Hof- mannsthals, hægt og greinilega, og þar sem ég var sjálfur ekki „viðstaddur", lét ég þessa rödd leiða mig gegnum allt kvöldið, og allt kom í sviðsljósið, æfð skref og augnatillit og við- brögð, allt sem æft hafði verið á tólf vikum, hnitmiðað og ná- kvæmt eins og svissneskt úr- verk. Um smáatriði frá þessu kvöldi veit ég ekki margt, nema það sem mér hefur verið sagt af öðrum, sumt jafnvel mörgum árUm seinna. Dauðaþögnin í byrjun sýningar og i lokin, eftir að „röddin" hafði farið með síð- ustu setningu leikritsins, þessar þagnir hafa grafist inn í minningu mina, sömuleiðis öskrandi hávaði áhorfenda eftir síðari þögnina, lófatakið, framkallanirnar og þeir mörgu blómvendir, sem við vorum allt- af að reka tærnar í, við fram- kallið. Hvað var þetta? Hafði enginn tekið eftir, að eitthvað var bogið við mig? Og hafði ekki gamli góðvinur minn og stórleikari Indriði Waage, eftir alltsaman hitt naglann á höf- uðið þegar hann sagði; „Þjóð- verjarnir, þeir geta lifað án brauðs, en ekki án leikhúss"? Svo glaðvaknaði yfir mér í veitingahúsi hótelsins okkar, þegar mér varð ljóst hyldýpið, sem ég var nærri dottinn nióur í á þessu kvöldi. Ég lauk við kvöldverðinn, gekk uppá hótel- herbergið mitt, og sór þar í ein- veru, að fara aldrei með víni framar uppá leiksvið. Nokkuð erfiður eiður fyrir strák, sem hefir gaman af því að kíkja í glas, en þar sem mér hefur allt- af fundist aó það hljóti að vera erfiðara að leika stórt hlutverk fullur, en jafnvel að keyra bíl fullur, hef ég haldið sjálfum mér þennan eið í þau nær tuttugu ár, sem ég hef verið að dunda við þetta starf mitt siðan þetta atvik gerðist. Keisarastól, 3. mars 1976. o ÞRUMUFLEYGUR skirau/e 1976 sktrau/e ER ALLTAF FREMSTUR í FLOKKI Vétsleði fyrir karimenn sem gera kröfu Vönduð vél með krómuðum strokkum ca 45 hö. Electronisk kveikja Centrix sjálfskipting, þreföld drifkeðja. Hitama»lir á hvorn strokk vélarinnar. r 17" e8a 15" breitt belti. j Enn á ný hefur Skiroule sannað yfirburði slna og nú f gllmu við islenzku fjöllin. Ný sending var að koma . wiriai úvjban h.f. Akureyri Glerárgötu 20 Simi 2-22-32 Reykjavík Suðurlandsbraut 16 Sími 3-52-00 ATH : Siðasta sending ^ Ef þú vilt ekki missa af Skiro strax — þvl að hann er gjarn á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.