Morgunblaðið - 12.03.1976, Síða 23

Morgunblaðið - 12.03.1976, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 ^s«nihafid /s/ ands ÖO ára Þessar myndir úr atvinnulífinu tóku Ijósmyndarar MbL Rax oy Friðþjófur í yœr — ASI Framhald af bls. 21 klofinn milli andstæöra flokka, sameinaöist á stéttarlegum grundvelli innan ASI og á næstu 4 árum hækkaöi með- limatala um 75 af hundraði. A þessum stutta tíma urðu mikil umskipti í hagsmunabaráttu verkalýðsins. Atta stunda vinnudagur var allt í einu samningsbundinn um land allt. Kaup og kjör verkafólks stór- bötnuðu og orlof lögbundið. Eftir skipulagsbreytingar 1940 breyttist öll aðstaða til stjórn- málabaráttu innan Alþýðusam- bandsins. Hafa myndazt tvær pólitiskar heildir innan sam- bandsins; vinstri menn, sem njóta fylgis sósialista og vinstri arms jafnaðarmanna, og hægri menn, sem njóta fylgis hægri arms jafnaðarmanna og sjálf- stæðismanna og stundum líka framsóknar. Deilur og átök um völd innan ASl hafa farið dvín- andi miðað við það sem áður var, en samstaða á sviði verka- lýðsmála batnað, þó stjórnmála- ágreiningur sé engu minni en áður. Breytingin á skipulagi Al- BÆTT LAUNAKJÖR — STYTTING VINNU- TÍMA — ÖRYGGI Á þessum 60 ára starfsferli ASI hafa aóalbaráttumálin ver- ið bætt launakjör, stytting vinnutíma og öryggi í vinnu- málum á landi og sjó. Húsnæð- ismál hafa mjög komið við sögu og oft höfðá oddinum og lífeyr- issjóðamál i samningum siðustu árin. Alþýðusambandið rekur margvislega þjónustustarfsemi við þessi 165 aðildarfélög, upp- lýsingastarfsemi og lögfræði- lega þjónustu. Stofnaður hefur verið Alþýðubanki og mikið átak gert í byggingu or- lofsheimila i Ölfusborgum. ASl hefur eignazt listasafn. Og nú síðast hefur fræðslustarfsemi mjög færzt i aukana. Samnings- gerð í launadeilum ber að sjálf- sögðu hæst í starfseminni, en ekki er ástæða til að fara nánar út í það, svo mjög sem þau mál hafa verið á oddinum i fjölmiðl- um að undanförnu. þýðusambandsins árið 1940 var einungis i því fólgin að sam- bandið hætti að vera póh'tískur flokkur, en að öðruleyti hefur það allt frá stofnun þess búið við skipulag sem í öndverðu var upp tekið. Þó hafa nokkrar breytingar orðið á og verið kosnar nefndir til að huga að og gera tillögu um skipulags- breytingar. T.d. hafa verið stofnuð landssambönd innan einstakra starfsgreina. Bættar samgöngur, fjölbreytni í at- vinnulífi og nýir tímar hafa að flestra dómi gert stórbreyting- ar á skipulagsháttum ASI óum- flýjanlega nauðsyn, en reynzt erfiðar í framkvæmd og margir tregir til breytinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.