Morgunblaðið - 12.03.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 12.03.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1976 25 Nýnazistar valda ugg í N-Noregi Hammerfest 11. marz — AP. DEILD nýnorska nýnazistaflokks- ins, „Noregsfylkingarinnar", í Hammerfest virðist hafa komizt yfir félagaskrá gamla nazista- flokksins, „Þjóðlega sameiningar- flokksins“, sem föðurlandssvikar- inn Vidkun Quisling var m.a. í að því er heimildir í Hammerfest hermdu í dag. Fyrrum félagar í flokki Quislings, þeirra á meðal nokkrir, sem látnir eru fyrir löngu, hafa nú fengið skrifleg boð um að ganga í hinn nýja flokk. Er still og slagorð bréfa þessara beint upp úr nazistabæklingum striðsáranna. Fólk, sem fengið hefur þessi bréf, er skelfingu lost- ið vegna þessa og vill ekki tengj- ast nazískum flokki að nýju. Ekki er ljóst hvernig „Noregsfylking- in“ hefur komizt yfir félagakrána. Nazistar gjöreyddu Finnmörku, héraðinu umhverfis Hammerfest árið 1944 er þeir flýðu undan Sovéthernum. — Alþingi Framhald af bls. 14 þann áhuga, sem umræður bæru vitni um á þessu þýðingarmikla máli. Hann vakti athygli á nauð- syn frekari rannsókna á mögu- leikum loðnuveiða út af Norður- og Norðvesturlandi. Úthafsrækja væri og arbær atvinnugrein, sem hér hefði ekki verið sinnt sem skyldi, en gæfi mjög góða raun við Grænland. Rannsóknum ánýj- um karfamiðum þyrfti og mjög að hraða. Hann taldi kolmunna stærsta fiskstofninn á Atlantshafi norðaustanverðu. Talið væri að stofnin þyldi um 100 þús. tonna meiri ársafla og loðnan enn meiri viðbótarafla. Nauðsynlegt væri að dreifa veiðiþunga fiskiskipastóls okkar á fleiri fiskstofna og tryggja það, að ekki þyrfti að leggja honum hluta úr ári, eins og ella væri hætta á. — íþróttir Framhald af bls. 39 Magnúsdóttur, TBR, þær Ásu Gunnarsdóttur og Bjarnheiði Ivarsdóttur í úrslitaleik, 15:4 og 15:7. I meyjaflokki 12—14 ára sigraði Kristín Magnúsdóttir Björgu S. Friðleifsdóttur í úrslita- leik, 11:0 og 11:2, en í tvíliðaleik sigruðu Björg S. Friðleifsdóttir og Þórunn Öskarsdóttir þær Bryn- dísi Hilmarsdóttur og Dröfn Rafnsdóttur, 15:4, 8:15 og 15:7. — Villiöndin Framhald af bls. 12 en Villiöndin er fyrsta verkið sem höfundurinn setur þessar tvær andstæður fram i návígi. 1 síðasta verki Ibsens, Þjóð- níðingnum, kemur hugsjóna- maðurinn út sem hetja, en það verður vart sagt um niðurstöðu Villiandarinnar. Þar hefur læknirinn lokaorðið um hug- sjónamanninn: „Það væri vel hægt að lifa lifinu ef maður hefði einhverntíma frið fyrir þessum rukkurum sem leggja okkur kotungana í einelti til að heimta hugsjónakröfuna greidda“. 15 leikarar eru i Villiöndinni. Segja má að aðalhlutverkin séu sex talsins: Steindór Hjörleifs- son I hlutverki Hjálmars Ek- dals, Pétur Einarsson í hlut- verki Gregars Werle, Margrét Ölafsdóttir í hlutverki Ginu Ek- dal, Valgerður Dan í hlutverki Heiðveigar litlu Ekdal, Helgi Skúlason í hlutverki Relling og Guðmundur Pálsson í hlutverki gamla Ekdals. Önnur hlutverk eru I höndum: Sigurðar Karls- sonar, Karls Guðmundssonar, Haralds G. Haraldssonar, Jóns Hjartarsonar, Valdimars Helga- sonar, Jóns Sigurbjörnssonar, Sigriðar Hagalin, Klemenz Jónssonar og Gests Gislasonar. Villiöndin er i 5 þáttum. I. þáttur gerist heima hjá Werle stórkaupmanni en næstu 4 þættir gerast heima hjá Hjalm- ar Ekdals. Villiöndin er þekkt heims- bókmenntaverk öháð tíma og íverustað, klassiskt að því leiti að það hefur sömu forsendur og mannlíf vítt um heim fyrr og síðar og höfðar því ekki siður til fólks nær hundrað árum eftir samsetningu. Þótt siglt sé á alvörutón i verkinu er jafnan slegið á létta strengi, þvi það eru léttar nótur á báða bóga hér og hvar. — árni johnsen. KJÖRGARÐI SÍMI16975 SMIÐJUVEGI6 SÍMI44544 Höfum fengið til sölu nýjan áfanga í miðbæ Kópavogs tveggja, þriggja og fimm herbergja íbúðir í 5 hæða íbúðahúsnæði með lyftu ásamt yfirbyggðum bifreiðageymslum. Hús og útivistarsvæði er hannað fyrir fólk í hjólastólum. FASTEIGNASALAN HÁTÚNI 4A — SÍMAR 21870 — 20998. STAPI - LAUFIÐ - STAPI - Stórdansleikur í Stapa. Laufið dúndurhressir eftir breytingarnar. Það verður ofsafjör með LAUFINU. Stuð Nafnskírteini Sætaferðir frá B.S.Í og Hafnarfirði Stuð — LAUFIÐ - STAPI Mætum öll í fjörið í STAPA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.