Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 61. tbl. 63. árg. FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Aðstoð SÞ við Mozam- bique New York, 18. marz. Reuter. MOZAMBIQUE á að fá aðstoð frá Sameinuðu þjóðunum til að fram- fvlgja refsiaðgerðum gegn Rhódesíu og jafnframt neitar Mozambiquestjórn því að Kúbu- menn og Rússar noti landið fyrir bækistöð til að hjálpa skæru- liðum blökkumanna í baráttu þeirra gegn stjórn hvita minni- hlutans i Salisbury. Öryggisráðið samþykkti ein- róma að veita Mozambique aðstoð til að vega upp á móti tjóni sem landið verður fyrir vegna refsi- aðgerða SÞ gegn Rhódesiu. Stjórn landsins var hrósað í ályktun sem ráðið samþykkti fyrir að loka Framhaid á bls. 18 Aðalguð- faðirinn látinn Palermo, Sikiley, 18. marz. Reuter. MAÐUR sá, sem gengið hefur undir nafngiftinni „guðfaðir allra guðfeðra“, Giuseppe Genco Russo, yfirmaður Mafíunnar á Sikiley, lézt í morgun á sóttarsæng. Hann varð 83ja ára gamall, og lézt úr lungna- og hjartamein- semdum, sem lengi höfðu hrjáð hann. Yfirvöld á Sikiley gáfu honum nafngiftina árið 1957 þegar meiriháttar rannsókn stóð yfir á iðju Mafíunnar þar. Hann hefur haft sig lítt i frammi síðustu ár eftir að hann var útlægur ger af meginlandi Italíu og sneri þá til Sikileyjar. Hann var talinn hafa komið á mjög nánu sam- bandi við fulltrúa bandarisku Mafíunnar og staðið að mjög umfangsmikilli eiturlyfjasölu i fjölda ára. Nýrri atlögu spáð í kauphöllum í dag London, 18. marz. Reuter. STAÐFASTUR ásetningur ríkis- stjórna um að koma á jafnvægi á gjaldeyrismörkuðum og slá skjaldborg um „snákinn", það er samflot evrópskra gjaldmiðla, dró úr spákaupmennsku og þrýst- ingi af hans völdum í dag. Sumir töldu skýringuna hreina þreytu eftir taugaspennu síðustu daga og ástandið er enn ótrvggt. Margir spá því, að ný atlaga verði gerð að evrópsku gjaldmiðl- unum á morgun þar sem föstu- dagar eru oft hættulegir i gjald- eyrisviðskiptum þegar þau ganga erfiðlega þvi þá búa bankar sig undir breytingar sem getur verið að vænta þar til eftir helgi. Þannig varð gífurleg sala á franska frankanum síðastliðinn föstudag undanfari þeirrar ákvörðunar Frakka á mánudag að slíta frankann úr tengslum við snákinn. Denis Healev. Framhald á bls. 18 Healey gefur kost á sér 113398 mni nm Annrfki og taugaspenna 1 kauphöllinni f Parfs. Callaghan virðist njóta langmests stuðnings almennings London 18. marz Reuter DENIS Healev, fjáimálaráðherra Bretlands, kunngerði i kvöld að hann ætlaði að gefa kost á sér i kosningunum innan þingflokks Verkamannaflokksins um eftir- mann Harolds VVilson. Er hann þar með sjötti þingmaðurinij sem keppir um foringjasætið. Fyrstu lotu kosninganna lýkur á fimmtu- daginn í næstu viku. Af 317 at- kvæðum verður frambjóðandi að fá 159 atkv. til að hljóta kosningu. Framboð Henis Healey dregur enn úr likum á þvi að nokkur frambjóðendanna fái tilskilinn meirihluta i fyrstu umferð eða rösklega helming atkvæða í þing- flokknum. Healey er 58 ára gam- all og er talið að framboð hans veiki nokkuð stöðu Callaghans, án þess þó að ógna henni verulega, en þeir sem nú munu að líkindum greiða Healey atkvæði hefðu ann- aðhvort stutt Caliaghan eða Jenk- ins í fyrstu kosningunum. Margrét og Tony: Skilja sennilega ekki að lögum London 18. marz Reuter. LIKLEGT er að Margrét Bretaprinsessa fái leyfi til skilnaðar að borði og sæng frá eiginmanni sinum, Snowdon lávarði, en ekki lögskilnað a.m.k. ekki að svo stöddu, að þvi er heimildir innan hirðar- innar höfðu fyrir satt í dag. Fregn þessa eðlis barst út að Framhald á bls. 18 I skoðanakönnun sem Arkstofn- unin gerði meðal óbreyttra kjós- enda í Bretlandi og birt var í The Times í dag eftir að Harold Wil- son sagði frá ákvörðun sinni um að hætta, kemur í Ijós að 45% allra kjósenda vilja að James Call- aghan taki við embætti forsætis- ráðherra og flokksformanns og 49% af stuðningmönnum Verka- mannaflokksins. Jenkins fékk 17% atkvæða allra kjósenda, en 15% hjá Verkamannaflokksfólki féllu. Hinir þrir hafa sáralítið fylgi. Ljóst er að vinstri menn innan þingflokksins eru mjög sundraðir vegna framboðs tveggja sinna mann, þeirra Michael Foot og Tony Benn. 1 fréttum í dag var látið að því liggja að Tony Benn myndi ekki fáanlegur til að eiga Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.