Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 13
Þarfirnar yfirþyrmandi
Kg var nýlega spurður að því í
útvarpsviðtali, einmitt í tilefni
þessarar viku, hver ég teldi vera
brýnustu viðfangsefnin í næstu
framtið. Slikri spurningu er erfitt
að svara í stuttu máli, því varð-
andi málefni þroskaheftra barna
bíða alls staðar óleyst verkefni.
Sjá grein Helgu Finnsdóttur í
Mbl. nýlega. En ég skal að lokum
nefna nokkur: Ég minntist áðan á
hugmyndir, sem fram hafa komið
um endurskoðun laga, og þá sér-
staklega laga um málefni vangef-
inna. Eg er ekki i nokkrum vafa
um það, að þörf er endurskoðunar
á margvíslegum lagafyrirmælum,
varðandi málefni þroskaheftra
barna. Ætla má, að fræðslulög-
gjöfin standi næst því að full-
nægja kröfunum eins og þær eru í
dag því hún er nýjust. En auðvit-
að þarf einnig að gefa henni gæt-
ur, enda er þróunin ekki sízt hrað-
fara á því sviði.
Akvæði grunnskólalaganna
varðandi sérkennslumálin hafa
enn ekki verið útfærð í reglugerð-
um og erindisbréfum. Að því
verki er unnið og skiptir mjög
miklu, að ljúka því svo fljótt og
auðið er. A slíkri útfærslu lög-
gjafarinnar byggist skipulagning
uppbyggingarstarfsins og kennsl-
unnar ár frá ári. Fagleg greining.
og leíðbeiningarstarf á breiðum
grunni mun svo koma í kjölfar
slíkrar skipulagningar. Aformað
er að ráða sérstakan fulltrúa að
menntamálaráðuneytinu til þess
að fjalla um sérkennslumálin. Al-
þingi hefur samþykkt þingsálykt-
un í þá stefnu. Fjárveiting hefur
ekki fengizt á fjárlögum. Vonandi
verður þó hægt að leysa þetta
mál, og er það mjög aðkallandi.
Skortur sérmenntaðra kennara
er ákaflega bagalegur. Margir
þeirra kennara, sem nú er í orlofi
á launum, nota tímann til náms í
sérkennslugreinum. Ahugafélög
hafa lagt fram fjármagn svo og
ríkissjóður til þess að styrkja fólk
til náms á þessu sviði. Allir slíkir
styrkir eru nýttir. Kennarahá-
skóli Islands hefur haldið nám-
skeið fyrir sérkennara og undir-
búið er skipulegt framhald af
þeirri starfsemi. Hér virðist því
von um verulegar úrbætur á
næstunni.
Þörfin fyrir aukinn húsakost og
bættan aðbúnað bæði á Reykja-
víkursvæðinu og úti á landi er
næsta brýn. Halda þarf áfram
skipulegum aðgerðum á lands-
byggðinni í beinu framhaldi af
Austurlandsáætluninni. Og mikil
þörf er að afla sérstakra bóka og
margvíslegra námsgagna fyrir
hin þroskaheftu börn, bæði vegna
blindu, heyrnartjóns, vangefni og
af fleiri ástæðum. Sérkennarafé-
lagið, Heyrnleysingjaskólinn,
blindra-kennslan og hjálpin og
fleiri aðilar vinna að þessum mál-
um á einstökum sérsviðum.
En fyrst og síðast ber að nefna
þá þörf að móta og byggja upp
heilbrigt almenningsálit, skyn-
samleg viðhorf gagnvart vanda-
málum þroskaheftra Slíkt gerist
ekki nema með samstilltu átaki
lærðra og leikra, ríkis og sveitar-
félaga og áhugamanna.
Eg vil að lokum færa þakkir
þeim, sem standa að fórnarvik-
unni, þeim sem á annan hátt
styðja veila til þroska með starfi,
fjárframlögum, hvatningum og á
annan hátt. '—+■ Verk ykkar felúr
launin í sér sjálfu.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
13
JUVENA
SNYRTIVÖRU-
KYNNING ,-í **
I DAG
FRX
EITT
TIL
SEX
^Holtsapótek snyttivöradeild
cLangholtsvegi 84 Slmi35213
Auglýsing um skoðun
bifreiða í lögsagnar
umdæmi Kópavogs
Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með,
að aðalskoðun bifreiða 1976 hefst mánudag-
inn 22. marz og verða skoðaðar eftirtaldar
bifreiðir í marzmánuði og aprílmánuði:
Mánudagur 22. marz Y- 1 til Y- 150
Þriðjudagur 23. marz Y- 151 til Y- 300
Miðvikudagur 24. marz Y- 451 til Y- 600
Fimmtudagur 25. marz Y- 451 til Y- 600
Mánudagur 29. marz Y- 601 til Y- 750
Þriðjudagur 30. marz Y- 751 til Y- 900
Miðvikudagur 31. marz Y- 901 til Y-1050
Fimmtudagur 1. april Y-1051 til Y-1200
Mánudagur 5. apríl Y-1201 til Y-1350
Þriðjudagur 6. april Y-1351 til Y-1500
Miðvikudagur 7. apríl Y-1501 til 1650
Fimmtudagur 8. april Y-1651 til Y-1800
Mánudagur 12. april Y-1801 til Y-1950
Þriðjudagur 13. apríl Y-1951 til Y-2100
Miðvikudagur 14. apríl Y-2101 til Y-2250
Þriðjudagur 20. april Y-2251 til Y-2400
Miðvikudagur 21. april Y-2401 til Y 2550
Mánudagur 26. april Y-2251 til Y-2700
Þriðjudagur 27. april Y-2701 til Y-2850
Miðvikudagur 28. apríl Y-2851 til Y-3000
Fimmtudagur 29. april Y-3001 til Y-3150
Bifreiðaeigendu m ber að koma með bifreiðar
sínar að ÁHALDAHÚSI KÓPAVOGS VIÐ KÁRS-
NESBRAUT og verður skoðun framkvæmd þar
mánudaga — fimmtudaga kl. 8.45 til 12.00
og 13.00 til 16.30.
EKKI VERÐUR SKOÐAÐ Á FÖSTUDÖGUM.
Skráningar og umskráningar bifreiða fara EKKI
fram á skoðunarstað. Við skoðun skulu öku-
menn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskír-
teini.
Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir
árið 1976 séu greidd, og lögboðin vátrygging
fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi
ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram-
kvæmd og bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru
greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð-
unar á réttum degi, verður hann látinn sæta
sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum
um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð,
hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
Skoðun bifreiða með hærri skráningarnúmer-
um verður auglýst síðar.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Sigurgeir Jónssor).
Nautasteikin, svínasteikin, lambasteikin
og fuglakjötið. Ávextir, mjólk, mjólkur
vörur, brauð og brauðvörur.
Öll matvara fæst í Hagkaup
ATH.: Egg kr. 390,— kg
Smjörlíki kr. 121,— stk.
Sykur kr. 139.— kg
Opið til 10 í kvöld
og 9—12 á morgun
Brautryðjendur lækkaðs vöruverðs
TRABANT UMBOÐIÐ
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg. sfmar 84510 og 84510
Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgis-
gæzlunnar segir:
„Ég hef átt Trabant
bifreið frá 1967
og aðra frá 1974.
Að mínu áliti er Trabant ein bezta
smábifreið, sem ég hef ekið.”
Vorum að fá sendingu
af Trabant-bifreiðum
Verð kr.
525.000
Innifalið í verði:
Ryðvörn og
frágangur
Verð til öryrkja: Fólksbifreið kr. 364.000.
Lán kr. 150.000. Útborgun kr. 214.000.