Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 Rannsókn á hey- verkun araðferðum Þingræða Steinþórs Gestssonar — fyrri hluti Hér fer á eftir fyrri hluti ræðu Steinþórs Gestssonar alþingismanns, er hann mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um rann- sókn á heyverkunaraðferó- um. Síóari hluti ræóunnar birtistsíðar. 0 Hevv«*rkunar- aóferóir Eg hcl loyn mér aó bera fram till. til þál. á þskj. nr. 312, um rannsóknir og áætlanaí>erð um heyverkunaraðferðir. Till. er svo hljóðandi með leyfi hæstv. for- seta: „Alþinjti ályktar að skora á rikisstj., að hún hlutist til um, að Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins efni á naista sumri til frekari rannsókna á heyverkunaraðferð- um með það fyrir auf>um að finna, með hverjum hætti verði staðið svo að heyskap að hann verði áfallalaus oj- fóðurgildi uppsker- unnar verði vel tryf>Kt. Með hlið- sjón af niðurstöðum rannsókna skal nvra áætlun um skipuleftar framkvæmdir við bættan húsa- kost oft tækjahúnað sem þætti þurfa að hrinda fram til þess að ná bezta áranftri <)f> haftkvæmni við heyskap ofí hvers konar fóður- öflun. Aætlun þessa skal legftja fyrir næsta reftlulefjt Alþ. eða svo fljótt sem verða má." I grft. með till. er í stuttu máli fjallað um efmi hennar, þýðingu málsins fyrir íslenzkan landbún- að og hugsanlegar leiðir til úr- bóta. Mér þykir þó hlýða að fara frekari orðum um málið í heild, ef það mætti verða til þess að styðja að skjótari .afgreiðslu till. hér á Alþ. og bættum búnaðarháttum í landinu. Það fer ekki á milli mála, að tíðarfarið í gróandanum og á hey- skapartímanum hefur enn þann dag í dag meiri áhrif á afkomu bænda en margur hafði ætlað. Reynslan frá s.l. sumri er þar um órækasta sönnunin. Segja má, að á svæðinu frá sunnanverðum Austfjörðum vestur og norður um land allt austur til Skagafjarðar hafi heyskapartíð verið fádæma vond. I júli og ágúst voru örfáir þurrir dagar og þá jafnan stakir dagar svo að sólskinsstundirnar nýttust illa við þær aðferðir við heyskap, sem algengast er að beita á þessu svæði. 0 Rannsókn á fóöurgildi Þótt tækni við heyskap hafi fleygt fram hin síðari ár, þá virð- ist vanta herzlumun til þess að bændur nái góðum heyjum, þegar tíðarfarið er misjafnt. Rétt er nú þegar að skýra frá því, að á haust- nóttum var gerð könnun á því yfir allt land, hversu gott eða vont það fóður var í reynd, sem aflað var á síðasta sumri. Stóðu þar að verki bæði Rannsóknarstofnun land- búnaðarins og Rannsóknarstofa Norðurlands og nutu aðstoðar héraðsráðunauta við töku sýna vftt og breitt um landið. Niður- stöður þessar segja þá sögu, að óþurrkarnir hafi rýrt fóðurgildi heyjanna nijög víða um 20—25%. Þær tölur sem ég hef fyrir fram- an mig um fóðurgildi heyjanna frá s.l. sumri eru fengnar snemma í haust og því um takmarkaðan fjölda sýnishorna að ræða, en þeir, sem tóku sýnin úr heystæð- unum, hafa náð því að meta að- stæður furðu rétt, því að það hef- ur komið í ljós við rannsóknir á fjölmörgum sýnum, sem Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins hafa borizt síðar, að niðurstöður hafa ekki raskazt, ekki komið fram sá munur, að hann sé merkj- anlegur, þegar meðaltöl eru fund- in. Sé gerður samanburður á hey- verkun á s.l. sumri og meðaltali áranna 1967—1974, þá kemur eft- irfarandi i ljós: A Vesturlandi þurfti að meðal- tali á 7 ára tímabili 1.95 kg af töðu í fóðureiningu. Arið 1974 var tað- an ívið betri en í meðalári, en 1975 þarf 2.38 kg í fóðureiningu eða heygæðin hafa rýrnað um u.þ.b. 22%, frá meðaltalsárunum. A Vestfjörðum þarf 1.78 kg af töðu í fóðureiningu í viðmiðunar- árunum, en 1975 þarf 2.2 kg í fóðureiningu og fóður gildi minnkar um u.þ.b. 13%,. Ekki eru mér tiltækar tölur um meðaltöl fyrri ára af Norðurlandi, en sum- arið 1975 voru niðurstöður þess- ar: I Húnavatnssýslum þurfti 2.1 kg i fóðureiningu , í Skagafirði 2 kg í fóðureiningu, i Eyjafirði þurfti 1.8 kg i fóðureiningu og í Þingeyjarsýslum þurfti 1.7 kg í fóðureiningu. A Austurlandi þurfti 1.97 kg í fóðureiningu, sumarið 1975 og hefur um 6%, minna fóðurgildi en á árunum 1967—1974. A Suðurlandi eru þcssar niðurstöður óhagstæðast- ar. Þar sem nú þurfti 2.45 kg af töðu í fóðureiningu á móti 1.96 kg á samanburðartímanum og er því um 25%, lakari nú en í meðalári. Eins og sjá má af þessum niður- stöðum fara heygæðin að mestu eftir tíðarfarinu um sláttinn og sannar það, að bændur búa við öryggisleysi að þessu leyti og það í miklu ríkari mæli en margur mundi ætla og þolandi er. ^ Verulega rýróur hagur bænda Þegar litið er til þess, þá er rétt áður en lengra er haldið að leitast við að gera sér grein fyrir því, hverja þýðingu það hefur, að heyforði bænda hefur eftir s.l. sumar um 13—25% minna fóður- gildi en í meðalári. Ætla má, að heymagn hafi á haustnóttum verið nálægt því að vera i meðal- lagi að vöxtum. Sennilega eitt- Steinþór Gestsson alþingismaður. AIMnGI hvað litið eitt minna en árið 1974, sem var gott heyskaparár víðast hvar og hey heldur betri þá en í meðallagi. En eftir þeim upplýs- ingum, sem búnaðarmálastjóri hefur fengið, þá áætlar hann, að gildi heyforðans í ár sé um 40 millj. fóðureiningum minna nú, en það jafngildir rúml. 40 þús. smál. á kjarnfóðri, sem væri að verðmæti um 1.5 milljarðar kr. Og þessi fjárhæð mun allavega rýra hag bænda sem þessu nemur, því að ef þeir spara sér kjarnfóður- kaupin frá því sem þarf til að vega upp á móti vondum heyjum, þá minnkar afrakstur búanna að sama skapi og ber þvi að sama brunni. Skaðinn er þegar orðinn og verður ekki bættur þjóðinni með öðrum hætti en þeim að finna leiðir til þess að bæta hey- verkun hjá bændum til frambúð- ar svo slík vá sé ekki fyrir dyr- um að ríflegur hluti af áætluðum launum þeirra skolist í burtu með rigningarvatninu. Mönnum kann að þykja þessi fullyrðing mín vafasöm. En með óyggjandi töium má sanna það, að bóndi með verð- lagsgrundvallarbú, sem hefur svo slæm hey, sem víða eru nú á Suð- ur- og Vesturlandi, þarf að auka kjarnfóðurkaup um allt að 15 þús. fóðureiningar, hann verður að greiða fyrir það a.m.k. 500 þús. kr. og ætla ég, að menn muni um minna. Eins og áður sagði, þá er rík þörf fyrir samstillt átak til þess að sporna við slikum áföllum sem þeim, sem hér hafa verið rædd. Margar aðferðir hafa verið reyndar við þurrkun og geymslu heys og af ýmsum aðilum. Það má minna á votheysverkun, sem reynd hefur verið meira og minna í fyllilega hálfa öld, víða með góð- um árangri, en hefur þó ekki rutt sér svo til rúms, að bændur hafi almennt nýtt hana í stórum stíl. E.t.v. er sú heyverkun beinasta leiðin út úr þeim ógöngum, sem við stöndum í á þessu ári, en marga vankanta þarf að laga og finna þarf aðgengiiega aðstöðu við meðferð votheys, áður en það eitt leysir vandann og kem ég nánar að því síðar. 0 Heyverkunar aðferðir A sama hátt hefur margs konar aðferðum verið beitt við súg- þurrkun og gefa þær allgóða raun, en hafa þó ekki náð þeirri fullkomnun, að hægt sé að benda á hana sem allsherjar tryggingu í verulegri óþurrkatið nema fyrir hendi sé yfirdrifin og ódýr jarð- hiti, sem þó hefur í för með sér viss vandamál, sem leysa þarf, svo sem eins og ofþurrkun á hluta af heyinu í hlöðunni. I þessu sambandi er einnig rétt að gera sér grein fyrir þvi, að hverja þá leið, sem við kjósum að fara við heyverkun, hvort sem það er vot- heysgerð, súgþurrkun eða þurrk- un úti, heybinding eóa meðferð heys í sæti, þá þarf sú aðferð að vera í samræmi við húsakost býlisins og þá tækni, sem við verður komið við meðhöndlun heysins, jafnt á sumri og vetri. Eg drap á það áðan, að e.t.v. væri votheysgerð beinasta leiðin til þess að leysa vandann, þegar óþurrkar ganga. Þetta er sagt vegna þess, að ýmsar aðferðir eru þekktar og hafa verið hagnýttar í mörg ár, sem eru hvort tveggja í senn viðráðanlegar sem vinnu- brögð i vætutið og tryggja alivel gæði heysins, ef rétt er að hey- verkuninni staðiö. Þó er það svo, að það þarf þó enn að kanna vissa þætti þessarar heyverkunar- aðferðar, t.d. það, hvort iblöndun maurasýru er nauðsynleg til þess að tryggja góða verkun, hvort betur henta flatgryfjur eða vot- heysturnar eða með hverjum öðr- um e.t.v. ódýrari hætti mætti ná sama árangri, t.d. með þvi að saxa heyið i smærri búta með ódýrari gerð geymsluhúsanna en lofttæm- ingu, eins og þeirri, sem Einar Guðjónsson hefur beitt sér fyrir og vinnur stöðugt að að endur- bæta. Sú aðferð hefur verið notuð í Hvammi undir Eyjafjöllum allt frá 1968 og víðar hin síðari ár og virðist þó skila góðu fóðri. Þá er rétt að minna á votheys- verkun í útistökkum undir plasti, sem búnaðardeild Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins hefur gert tilraun með að undanförnu. En allt um það. Hverri aðferð sem beitt er við votheysgerð þá mun það þegar allt kemur til alls ráða úrslitum um, hversu þær nýtast, að menn séu ekki neyddir til að búa við úreltar aðstæður og erfiðar, t.d. eins og þær að bera votheyið i höndunum fyrir fénað- inn. Það er því áríðandi að halda áfram þeim athugunum, sem hafa verið í gangi hjá bútæknideild- inni um notagildi hinna ýmsu tækja, sem hér eru á markaði, sem eru til þess gerð að létta vinnubrögð á búunum, svo sem hjólakvisl, fóðurvagnar, hey- hnífar, rafknúnir eða dráttar- vélardrifnir, rafmagnstalíur á rennibrautum með gripklóm og fleira sem til greina kemur, þegar leysa þarf þann vanda, sem við er að fást, þegar nota skal vothey í stórum stíl handa öllum gripum. Þá getur það ráðið úrslitum og öllu um afstöðu bænda, að unnt sé að beita tækni við gjafir og alla meðhöndlun votheysins að vetrinum, sem gæti sparað vinnu, gert vinnuna léttari og þrifalegri, en votheysgjöf þykir víða vera erfið og sóðaleg, þar sem aðstöðu er ábótavant. Þorsteins M. Jónssonar minnzt á Alþingi t UPPIIAFI fundar f samein- uðu þingi, minntist alþingisfor- seti, Ásgeir Bjarnason, Þor- steins M. Jónssonar, fvrrver- andi skólastjóra, alþingis- manns og bókaútgefanda, sem andaðist í fvrradag, 17. marz, á Vffilsstaðaspitala, niræður að aldri. Forseti mælti á þessa leið: „Þorsteinn M. Jónsson var fæddur á Utnyrðingsstöðum á Völlum í Suður-Múlasýslu 20. ágúst 1885. Foreldrar hans voru Jón bóndi þar Ölason bónda á Utnyrðingsstöðum Is- leifssonar og kona hans, Vii- borg Þorsteinsdóttir bónda og skáids á Mjóanesi á Völlum Mikaelssonar. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Akureyri vorið 1905. var heimíliskennari á Akureyri veturinn 1905— 1906 og kennari við barna- skólann á Seyðisfirði 1907— 1908. Veturinn 1908— 1909 var hann við nám í Kennaraskólanum í Reykja- vík og lauk þaóan kennara- prófi um vorið. Hann stofn- aði unglingaskóla í Borgarfirði ey .tra haustió 1909 og hélt hann tíl 1919. Skólastjóri við barnaskólann þar var hann 1910—1919. Búskap rak hann að Hvoii í Borgarfirði 1910— 1918 og í Stóru-Breiðuvík 1918—1921, enn fremur smá- bátaútgerð í Bakkagerði 1913—1918. Kaupfélagsstjóri í Bakkagerði var hann árin 1918—1921. Arið 1921 fluttist hann til Akureyrar og var kennari við barnaskólann þar 1921—1932 og skólastjóri gagn- fræðaskólans á Akureyri 1935—1955. Jafnframt hafði hann búskap i Skjaldarvík syðri við Eyjafjörð 1922—1924 og að Svalbarði á Svalbarða- strönd 1934—1939. Hann rak bóka- og ritfangaverzlun á Akureyri á árunum 1923— 1935. Arið 1924 hóf hann bóka- útgáfu, sem hann stundaði fram á elliár. Hann átti sæti i stjórn Síldarverksmiðja ríkis- íns 1936—1943 og var sátta- semjari í vinnudeilum á Norð- uriandi 1939—1956. Alþingis- maður Norðmýlinga var hann kjörinn haustið 1916 og sat á þingi til 1923, á 9 þingum alls. Þorsteinn M. Jónsson var einn hinna mörgu bókhneigðu og námfúsu unglinga á fyrstu áratugum þessarar aldar, sem brutust til mennta af litlum efnum, en áttu engan kost þeirrar skólagöngu sem þeir þráðu. Hann stundaði fram- haldsnám í skólum þrjá vetur undir handleiðslu afburða- kennara. Þó að hann hafi lagt hönd að mörgu siðar um ævina, var lang stærsti þátturinn í starfsferli hans að fræða aðra Hann var kennari og skólastjóri fimm áratugi og mikill skóla- maður. Jafnframt var hann stórvirkur bókaútgefandi, gaf út skáldrit nokkurra fremstu höfunda íslenzkra á þeim tima, ýmislegan þjóðlegan fróðleik og margar kennslubækur. Hann gaf út tímaritið Nýjar kvöldvökur og var ritstjóri þess 1933—1956 og ásamt Jónasi Rafnar yfirlækni safnaði hann þjóðlegum fróðleik og gaf út í ritinu Grímu á árunum 1935 — 1950. Hann eignaðist mikið og vandað bókasafn, sem hann rækti af alúð og kappi og nýtur nú Stofnun Arna Magnússonar góðs af því eljuverki hans. Þorsteinn M. Jónsson hóf ungur afskipti af félagsmálum. Hann var einn af stofnendum ungmennafélags á Akureyri ár- ið 1906 og átti síðar á sama ári frumkvæði að stofnun ung- mennafélags heima í Valla- hreppi, hins fyrsta á Austur- landi. Hann var bindindismað- ur, ferðaðist á vegum Stórstúk- unnar um Austurland vorið 1908, þegar bannmálið var á döfinni, og var síðar lengi for- maður áfengisvarnanefndar Akureyrar. Hann var hrepps- nefndarmaður og sýslunefndar- maður síðustu ár sín á Borgar- firði eystra og síðar bæjarfull- trúi á Akureyri 1942—1956, forseti bæjarstjórnarinnar 1944—1956. Og á Akureyri átti hann sæti í skólanefndum barnaskóla, gagnfræðaskóla og húsmæðraskóla. Nú eru senn sex áratugir síð- an Þorsteinn M. Jónsson tók fyrst sæti á Alþingi. Hann var í hópi yngstu alþingismanna á þeim tima. Flokksbræður hans völdu hann til setu í sambands- laganefndinni 1918, og var hon- um ljúft starf að vinna i þeirri nefnd að því að losa um stjórn- arfarsleg tengsl Islands við Danmörku og ná þeim mikil- væga áfanga, sem þá vannst. Á Alþingi 1922 flutti hann og fékk samþykkta tillögu til þingsályktunar um útgáfu á sögu Alþingis í tilefni þúsund ára afmælis þess. Hann flutti á þingi 1923 frumvarp um stofn- un menntaskóla Norður- og Austurlands á Akureyri og var á Alþingi einn forvigismanna að stofnun þjóðleikhúss. Hann var snjall rithöfundur og ræðu- maður, rökfastur og fylginn sér í málflutningi. Hann lifði langa ævi og vann mikið og áhrifarikt ævistarf, kom víða við sögu þjóðmála og menningarmála á fyrri helmingi þessarar aldar. Skóla- og menntunarstarfið mun hafa verið honum hug- leiknast, enda lét hann svo um mælt í blaðaviðtali áttræður að aldri, að hann mundi kjósa skólastarfið, ef hann ætti að velja á nýjan leik. Eg vil biðja háttvirta alþing- ismenn að minnast Þorsteins M. Jónssonar með því að rísa úr sætum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.