Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 15 Fulltrúar á hafréttarráðstefnunni skilja ekki að landhelgisdeiluna er ekki hægt að leysa til bráðabirgða I VIÐTALI, sem Morgunblaðið átti við Hans G. Andersen, for- mann fslenzku sendinefnd- arinnar á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, kemur m.a. fram, að stefnt er að þvf, að hinar þrjár aðalnefndir ráð- stefnunnar Ijúki umræðum um frumvarpið að hinni nýju haf- réttarlöggjöf á næstu fjórum vikum. Þá verður verkefni for- manna nefndanna að endur- skoða frumvarpið f ljósi um- ræðnanna og skila sfðan endur- skoðuðu uppkasti. Sagði Hans vonir standa til, að unnt yrði að nota páskaleyfi ráðstefnufull- trúa til þessarar endurskoð- unar, en nýtt uppkast yrði þá lagt fram þegar fundir hæfust að nýju eftir páska. Hans sagði, að nú þegar væru störf ráðstefnunnar komin í fastan farveg. Stæðu fundir allra nefnda frá morgni til kvölds. Þetta væru allt óform- legir fundir þar sem ekki væru skráðar fundargerðir, en þar að auki væri fjöldi funda ýmissa sérhópa. Hans sagði, að i fyrradag hefði víðátta landhelgi verið til umræðu i annarri nefndinni allan daginn. Hefði hann tekið haft sig mjög I frammi. Væri áberandi, að aðaltogstreitan á ráðstefnunni væri milli þeirra, sem vilja að strandriki hefðu sem me'st yfirráð á höfunum, og þeirra, sem vilja tryggja sigl- ingafrelsi á úthöfunum. Þótt greinilegt væri, að tím- inn frá því að fundum ráðstefn- unnar lauk í Genf hefði nýtzt vel, væri enn fyrir hendi grund- vallarágreiningur í nokkru'm málaflokkum. Þá væri nokkuð um flokkadrætti á ráðstefn- unni, t.d. starfaði 77 rikja hóp- urinn svonefndi enn af þrótti og héldi stöðuga fundi. Evensen-nefndin mundi hefja Framhald á bls. 18 — segir Hans G. Andersen í samtali við Mbl. þátt í þeim umræðum og lagt þar aðaláherzlu á fimm atriði, sem nauðsynlegt væri að sam- komulag næðist um. í fyrsta lagi væri þar um að ræða 12 mílna landhelgi, þá 200 mílna efnahagslögsaga, siglingar um sund og loks sérstakt samkomu- lag um alþjóðahafsbotnssvæðið. Hann sagði það útbreidda skoðun á ráðstefnurini, að regl- an um 12 milna landhelgi næði fram að ganga, en f umræðun- um um þetta efni í gær hefðu Suður-Ameríkuríki, sem beita sér fyrir fullum yfirráðum strandríkja innan 200 mílna HansG. Andersen Pacino og Burstyn hlutu hrtvkii kvilunyndaverðlaunm Selavinir í svaðilförum London 18. marz. Reuter. BANDARISKI leikarinn A1 Pacino fékk í dag brezku kvik- myndaverðlaunin fyrir árið 1975, en þau verðlaun eru sambærileg við hina frægu Öscarsviðurkenn- ingu í Bandaríkjunum. Pacino fékk verðlaunin fyrir leik i Godfather II og myndinni Dog Day Afternoon. Ellen Burstyn, sem er einnig bandarísk, hlaut verðlaun fyrir beztan leik í kven- hlutverki fyrir „Alice does not live here anymore" en sú mynd var einnig kjörin bezta mynd árs- ins 1975. Verðlaun fyrir bezta leik í auka- hlutverki fékk hinn gamalkunni Hollywoodleikari og dansari F*red Astaire fyrir „The Towering Inferno" og leikkonan sem hlaut hliðstæð verðlaun var Diane Ladd fyrir hlutverk sitt í „Alice does not live here anymore". Stanley Kubrick fékk verðlaun fyrir bezta leikstjórn á myndinni „Barry Lyndon". Robert Getchell fékk verðlaun fyrir bezta handritið að ,Alice does not live here anymore", John Alcott fyrir bezta kvikmynd- un fyrir „Barry Lyndon", fyrir bezta sviðsgerð John Box fyrir Rollerball, Ann Roth fyrir bezta búninga í Ðay of the Locust og fyrir klippingu Dede ,Allen.J myndinni Dog Day Afternoon. Verðlaun veitt efnilegasta byrj- anda fóru til Valerie Perrine fyrir hlutverk hennar í „Lenny“. Átti að myrða Estelu Buenos Aires 18. marz AP KOMIÐ VAR UPP um ráðagerð um að myrða Argentínuforseta í dag, þegar lögreglumenn sáu til tveggja manna er þeir voru að koma fyrir sprengju skammt frá skrifstofu forsetans. Von var á Estelu Peron forseta til skrifstofu sinnar í þyrlu skömmu eftir að lögreglan fann sprengjuna. Sprengjumennirnir náðust ekki, og var sprengjan gerð óvirk. St. Anthony, Nýfundna- landi 18. marz Reuter. ÞYRLA bjargaði hópi manna, sem voru að mótmæla selveiðum við Nýfundnalánd lítilli og hrjóstrugri eyju þar sem þeir höfðu hafzt þar við síðustu daga. Vegna veðurs eru selveiðar ekki byrjaðar á þessum slóðum. Forsvarsmaður þeirra samtaka í Kanada, sem mótmælir sela- drápi, sagði að hópurinn hefði loks náðst er veðrið tók að ganga niður í gær. Voru mennirnir farn- ir að brenna flugvélabensíni til að halda á sér hita og var um tíma óttazt að fólkið hefði frosið í hel. Veiðar á þessum slóðum hófust á mánudag. Voru þá komnir til veiðanna um 500 menn og munu þeir veiða um tólf þúsund sela- kópa af þeim 97 þúsund sem leyfi hefur verið veitl fvrir Selirnir koma með ísnum frá heimskautasvæðinu og eru ýmist rotaðir með kylf- um eða krókstjökum og síðan flegnir. Samtök ofangreindra mótmælenda fullyrða að aðfar- irnar við selveiðarnar þarna séu andstæðar öllum lögum um meðferð á skcpnum og reyndi hópurinn meðal annars að vernda kópana með þvi að kasta sér yfir þá þegar veiðimennirnir nálguð- ust. Bandaríkin lána Portúgal Washington 18. marz Reuter BANDARIKIN tilkynntu í dag, að þau hefðu veitt Portúgölum 15 milljón dollara lán til kaupa á 50 þúsund tonnum af hrisgrjónum. Fjármálaráðherra portúgals, Salgado Zenha, sem hefur verið í Bandaríkjunum þeirra erinda að fá stuðning Bandaríkjamanna, undirritaði lánið, sem er hluti af 240 milljón dollara áætlun Banda- ríkjamanna um aðstoð við Portú- gala á næstu mánuðum. Við athöfnina flutti Zenha ávarp þar sem hann þakkaði fyr- irgreiðslu og sagði að Portúgal væri nú tvimælalaust á leið til fulls frelsis og lýðræðis. Simon ekki varaforseta- efni Fords Washington 18. marz Reuter. WILLIAM Simon, fjármálaráð- herra Bandarikjanna, vísaði í dag á bug þeirri hugmynd, að hann yrði varaforsetaefni Geralds Fords á Flokksþingi repúblikana. Hann sagðist mundu láta af starfi fyrir næstu áramót og hætta af- skiptum af málefnum ríkisstjórn- arinnar. Hins vegar vildi hann hvorki játa né neita því, er hann var spurður, hvort fótur væri fyr- ir þeirri fregn, að hann hefði hug á að bjóða sig fram til ríkisst jóra í heimaríki sínu, New Jersey, á næsta ári. Giscard í erfiðleikum eftir kosningaósigra Vinsældir Valery Giscard d’Estaing forseta hafa dvínað verulega eftir sigur vinstri- flokka í tveimur lotum héraðs- stjórnakosninga og þá ákvörð- um hans að slíta frankann úr tengslum við sameiginlega evrópska gjaldeyriskerfið og lækka þar með I raun og veru gengi hans. Samkvæmt skoðanakönnun íhaldsblaðsins Le Figaro telja 50% Frakka að Giscard forseti sé ekki starfi sínu vaxinn mið- að við 56% í síðasta mánuði. 31% telur að hann sé ekki fær um að Ieysa alvarleg vandamál, 4% fleiri en í síðasta mánuði. Jafnframt gengur samstarf forsetans og Jacques Chiracs forsætisráðherra stirðlega vegna þeirra erfiðleika sem við er að striða í stjórnmálum og efnahagsmálum Frakklands þótt því sé neitað að Chirac muni segja af sér. Gaullistaflokkur Chiracs hef- ur lýst yfir þeim ásetningi sín- um að varðveita sjálfstæði sitt gagnvart forsetanum og ráðast gegn vandamálum verðbólgu og atvinnuleysis samkvæmt sinum eigin hugmyndum. I yfirlýs- ingu sem forseti flokksins, Claude Labbe, birti að loknum fundi þingmanna flokksins var látin í ljós óánægja með starfs- aðferðir forsetans. Öháða blaðið Le Monde telur úrslit héraðsstjórnarkosning- anna um helgina marka þátta- skil á stjórnarferli Giscards og telur líklegt að þau leiði til Giscard d ’Estaing stefnubreytingar. Blaðið telur að erfiðleikarnir í samvinnu forsetans við gaullista hafi færzt á nýtt stig og segir að framundar sé deila milli þeirra um beinar kosningar til Evrópuþingsins. Forsetinn styður þær en gaullistar hafa ímugust á þeim. Vinstri flokkarnir fengu 56% atkvæða i kosningunum og þar af fengu sósíalistar undir for- ystu Francois Mitterand um 31%. Vinstri flokkarnir juku fylgi sitt um 10% miðað við þingkosningarnar 1973 og í þeim kosningun fengu sósíalist- ar aðeins 23%. Sósíalistan bættu við sig 194 sætum í hér- aðsstjórnunum og kommúnist- Jacques Chirac ar 75 á kostnað stjórnarflokk- anna, einkum gaullista og óháðra lýðveldissinna. Héraðs- stjórnirnar eru 95 og vinstri- menn verða í meirihluta í rúm- um helmingi þeirra. Sósíalistar og kommúnistar verða í meiri- hluta i 11 til 15 héraðsstjórnum þar sem stjörnarflokkarnir voru áður i meirihluta. Síðan Giscard tók við em- bætti forseta í maí 1974 hefur hann lagt áherzlu á að fylgja frjálslyndri stefnu til að draga fylgi frá vinstri mönnum og að styrkja frankann til að bæta stöðW Frakka á alþjóðavett- vangi. Þrátt fyrir þetta er flokkur sósíalista orðinn stærsti flokkur Frakklands í Francois Mitterand fyrsta skipti síðan 1936 og kommúnistar hafa einnig bætt stöðu sina. Raunveruleg gengislækkun frankans grefur undan hinu svokallaða Rambouillet- samkomulagi sem Giscard var sjálfur höfundur að og miðaði að gagnkvæmum stuðningi gjaldmiðla Evrópu og Banda- ríkjanna til að verja þá gegn spákaupmennsku. Giscard var fjármálaráðherra í rúman ára- tug og nú er hann mest gagn- rýndur fyrir ástandið í efna- hagsmálunum. A það er bent að allar spár um atvinnu og utan- rikisviðskipti hafi reynzt rang- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.