Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
— 83 málverk
Framhald af bls. 2
hans Vignir, Sveinn Björnsson,
Sveinn Þórarinsson, Sverrir
Haraldsson, Tryggvi Ölafsson,
Valtýr Pétursson, Veturliði
Gunnarsson, Þorvaldur Skúlason,
Örlygur Sigurðsson, Benedikt
Guðmundsson, Brynjólfur Þórð-
arson, Einar Jónsson, Guðmund-
ur frá Miðdal, Guðmundur
Thorsteinsson (Muggur), Gunn-
laugur Blöndal, Gunnlaugur
Scheving, Isleifur Konráðsson,
Jón Engilberts, Jón Þor-
leifsson, Júliana Sveinsdóttir,
Kurt Zier, Ölafur Túbals,
Asgrimur Jónsson og Jóhannes
Kjarval. Flestar eru myndirnar
eftir Kjarvai, 10 talsins.
— Rifú vélina
Framhald af bls. 2
innar villzt/cn hann ætlaði með
pakka i vöruafgreiðslu. Var hann
staddur á midur heppilegum stað
þegar vélin kom inn til lendingar.
Að sögn Gylf-a hafðí bifreíð frá
Flugumferðarstjórn af tilviljun
verið ekið þarna framhjá og sá
ökumaður hennar bílinn úti á
brautinni. Gerði hann flugturn-
inum aðvart, sem síðan gerði fiug-
vélinni aðvart þar sem hún var í
3—4 feta hæð yfir Kópavogi og
átti aðeíns eftir tæpa mínútu í
lendingu. Voru flugmennirnir því
viðbúnir hinu versta og voru ekki
seinir á sér að rífa vélina upp
þegar þeir sáu bílinn.
Gylfi sagði að hann hefði strax
á eftir kvartað til yfírvalda á flug-
vellinum. Sagðiihann að atburðir
eins og þessi væru alltof algengir.
Flugmenn hefðu áhyggjur af
þessu og teldu að ekki yrði úr
bætt nema girt væri meðfram
öllum flugbrautum þannig að
ekki væri ha-gt að aka inn á þær
nema frá flugstöðvarbyggingum.
Núverandi ástand væri þannig, að
aka mætti upp á brautirnar á allt
of mörgum stöðum.
— Leikfélag
Kópavogs
Framhald af bls. 2
Rauðhettu leikur Elín Ingi-
mundardóttir. Formaður leik-
félagsins, Björn Einarsson, sagði í
gær. að það væri kannski tímanna
tákn, að kona lék úlfinn, en það
er Guðríður Guðbjörnsdóttir.
Fyrirhugað er að sýningar á
Rauðhettu verði þrjár í viku, — á
laugardögum kl. 15 og á fimmtu-
dögum og sunnudögum kl. 20.30.
— Víkingur
Framhald af bls. 32
gríms. Illut afjársöfnun verður
haldið áfrani.
Síðdegis í gær komu saman til
fundar fulltrúar þeirra tveggja
hópa, sem hafa það markmið að
„halda áfram þeirri baráttu sem
Guðní Þórðarson hóf með stofnun
A-ir Viking," eins og það hefur
verið orðað. Er þar annars vegar
um að ræða starfsmenn Air
Vikings, sem stofnað hafa F’lug-
félagið Vfking, og hins vegar hóp
áhugamanna. Arngrimur sagði að
árangur fundarins í gær hefði
verið mjög jákvæður .og bjóst
hann fastlega við því að þessir
hópar myndu sameinast til að ná
fram markmiði sinu.
— Verkfalls-
málin
Framhald af bls. 32
boðuð — mennirnir hefðu verið í
verkfalli, sem síðan var frestað og
frestun siðan afnumin. Þvi kvað
hann ekki um nýtt verkfall að
ræða heldur framhald af verk-
falli, sem frestað hefði verið.
Sigfinnur kvað yfirlýsingu sjó-
mannann i 70 á Eskifirði vera
vandamal stéttarfélagsins þar.
Hvalbakur liggur nú á Reyðar-
firði. Sigfuiriur sagði að þar hefði
náðst samkomulag milli útgerðar-
mannsins á Stöðvarfirði og
áhafnarinnar um að skipið legðist
f verkfall ef ekki yrði búið að
semja innan 10 daga. Kvað hann
útgerðarmanninn hafa staðið full-
komlega við sín orð. „Það er eini
útgerðarmaðurinn, sem stendur
við það sem hann segir,“ sagði
Sigfinnur, en bætti við að á Eski-
firði og Norðfirði væri einnig allt
í lagi. Vinnudeilan snýst aðeins
um skuttogarana — „menn
virðast vera ánægðir með annað,“
sagði Sigfinnur.
Gullver frá Seyðisfirði fór út í
fyrrakvöld og Ljósafell, eins og
getið var í Mbl. í gær, fór út í
fyrradagsmorgun. Þar var 7
mönnum sagt upp að sögn Sig-
finns og aðrir ráðnir í þeirra stað.
„Uppsagnirnar eru ólöglegar,"
sagði Sigfinnur Karlsson. A
Vopnafirði kvað Sigfinnur allt
vera í lagi, a.m.k. enn. Brettingur
væri inni, en hann kvað einhver
umbrot vera þar eins og annars
staðar.
Sigfinnur kvaðst vera svart-
sýnn á ástandið — verkfallið og
kjaradeilan lamar allt atvinnulíf
á Austfjörðum „og útgerðarmenn-
irnir eru vitlausir“, sagði hann og
bætti við: „Þeim er stjórnað af
guðföðurnum hjá Landssam-
bandinu í Reykjavík, Kristjáni
Ragnarssyni. En hafi Mbl. þetta
eftir mér, verður að setja í sviga,
að ég meina ekki að Kristján sé
glæpamaður, þótt ég kalli hann
guðföður.!.‘
Þá ræddi Morgunblaðið við Jón
Erling Guðmundsson, útgerðar-
stjóra skuttogarans Ljósafells á
Fáskrúðsfirði. Þar virðist talsverð
harka vera komin í spilið og hefur
verkalýðsfélagið krafizt þess af
kaupfélaginu að það greiddi inn-
eignir félagsins í innlánsdeild
kaupfélagsins, að upphæð um ein
milljón króna. Jón sagði að fjár-
hagur kaupfélagsins væri fremur
bágborinn vegna uppbyggingar
frystihússins á staðnum og ætti
því kannski erfitt með að greiða
þetta fyrirvaralaust. Látið væri i
það skina að nota ætti fjármunina
til aðstoðar þeim, sem sagt hefði
verið upp. Hér væri þó um að
ræða hátekjumenn, sem enn
hefðu ekki verið starfslausir,
nema örfáa daga og enn ættu þeir
innstæður hjá útgerðarfélaginu
— aflahlut.
Jón Erlingur sagði að hann
væri nú svo gamall sem á grönum
mætti sjá. Hann kvaðst áður hafa
séð framan í lögfræðing og sagðist
ekki óttast að mæta þeim vegna
sinna gerða í þessu máli. Hann
kvaðst einnig vera kaldur fyrir
því að menn skömmuðu sig. Hann
sagðist hins vegar harma að þessi
deila skyldi hafa risið. Skipið
hefði verið að koma úr mikilli
viðgerð vegna bilunar. Slíkt hefði
valdið atvinnuleysi. Þar sem verk-
fall var ekki skollið á, kvað hann
menn hafa einbeitt sér að því að
koma togaranum á sjó, því að það
hefði skapað a.m.k. viku vinnu.
Jón sagðist aldrei hafa heyrt að
stöðva ætti vélar skips á Langa-
nesröstinni, þótt verkfall væri
skollið á í Reykjavík. Þess vegna
töldum við að skipið ætti að fá að
Ijúka veiðiferð. „Flg harrna,"
sagði Jón Fh’lingur, ,,að
verkalýðsforystan skuli vera
þannig að allir verði að sitja
og standa 'eins og þessir
svokölluðu forsprakkar skipa
fyrir. Við höfum óskað eftir
þvi hér á F’áskrúðsfirði að fá
Dagsbrúnarsamninga og hef ég
sjálfur hreyft þvi máli á samn-
ingafundi. Þetta hefur ekki feng-
izt enn og þess vegna er alltaf
þessi skæruhernaður hér á Aust-
fjörðum. Þessu er stjórnað af
þeim Viðlagasjóðsmönnum. Þeir
geta boðið allt og þeir geta boðið
öllum byrginn," sagði Jón Erling-
ur Guðmundsson.
— Leggjum
áherzlu á
Framhald af bls. lá
miðunum og skipin eru
mörg hver orðin mjög illa
farin.
— Við þurfum tæki og
meiri mannskap til að geta
haldið þessari baráttu
áfram. Við erum nú að fara
fram á að komið verði á fót
skiptiáhöfn sem oft hefur
verið rætt um og svo þarf
fleiri skip.
— Það er nauðsynlegt að
dreifa ábyrgðinni og vinn-
unni á fleiri herðar. Það er
ekki nóg að færa bara út f
200 mílur og gera svo ekk-
ert meira.
VONANDI
VTIR ÞETTA
A EFTIR
ALÞINGISMÖNNUM
Lilja Sveinsdóttir er gift
matsveinínum á Ægi,
Hauki Jónssyni, og rædd-
um við við hana um hvers
vegna þessi tími hefði ver-
ið valinn til þessara að-
gerða.
— Það er nú orðið nauð-
syniegt að hvíla mannskap-
inn og reyna að fá meira
frí fyrir þá. Átökin fara
harðnandi á miðunum og
af þeim sökum erum við að
koma þessu á framfæri.
— Atökin voru aldrei
svona hörð í fyrra þorska-
stríði og hafa aldrei áður
verið eins hörð og þau eru
nú. Það þarf að drífa i að
bæta aðstöðuna fyrir
mannskapinn.
— Það er ekki svo gott að
segja fyrir um hver árang-
urinn af þessu verður en
við eigum eftir að sjá það.
Það er vonandi að þetta ýti
á eftir alþingismönnunum.
Það er þó sennilegt að við
þurfum að berjast meira til
þess að fá þetta fram. Eg er
lfka hrædd um að áhuginn
sé ekki nógu mikill á þessu
máli og framkvæmdirnar
eru enn minni.
— Giscard
Framhald af bls. 15
ar og nú bætast erfiðleikar
frankans við.
I héraðsstjórnarkosningun-
um var kosið um 1863 fulltrúa í
svokölluðu kantónum (það er
sameiginlegum stjórnum nokk-
urra héraða). Urslitin þykja
sýna óvenjumikla óánægju með
störf Giscards og á það er bent
að forsetinn lagðist gegn þvi
fyrr í ár að komið yrði að fót
fylkisþingum og lagði til að
völd kantónannayrðu aukin.
Tveir ráðherrar voru meðal
þeirra sem biðu ósigur í kosn-
ingunum. Öháðir sósíalistar fá
um 100 sæti og þar sem þeir
munu ýmist styðja stjórnina
eða vinstriflokkana er enn ekki
alveg ljóst hve mikil áhrif sigr-
ar vinstriflokkanna hafa, fyrr
en forsetar héraðsstjórna hafa
verið kosnir.
— Fulltrúar
F’ramhald af bls. 15
fundarhöld innan skamms. Þá
héldu landlukt ríki og rfki, sem
hafa litla strandlengju, hópinn,
og væri þar mikið um funda-
höld.
Hans. G. Andersen var að þvf
spurður, hvort landhelgismálið
hefði borið á góma á ráðstefn-
unni:
„Landhelgismálið hefur ekki
verið rætt á sjálfri ráðstefn-
unni, en auðvitað er um það
talað manna á milli. Ég hef rætt
þetta við fjölda manna, sem
allir eru á einu máli um, að
þessa deilu þurfi að leysa til
bráðabirgða og þeir skilja nú
eiginlega ekki, að það sé ekki
hægt."
Kaflann um lausn deilumála,
sem Amerasinghe, forseti ráð-
stefnunnar, lagði fram, hefur
enn ekki verið ræddur á ráð-
stefnunni, og sagði Hans, að
það yrði ekki gert fyrr en á
allsherjarfundi þegar mál væru
farin að skýrast nokkuð, sem
lfklega yrði um miðjan næsta
mánuð. Hann sagði, að greini-
lega þætti mörgum ráðstefnu-
fulltrúum, að strandríki gerðu
of miklar kröfur, — sérstaklega
þau, sem krefðust fullra yfir-
ráða innan 200 mílna. Væri
mjög mikil andstaða gegn
slíkum kröfum, en hins vegar
væru svo þau ríki, sem vildu
takmarka sjálfa efnahagslög-
söguna, og aðalverkefni fs-
lenzku sendinefndarinnar yrði
að standa gegn þeim málflutn-
ingi.
„Hættan stafar sem sagt bæði
frá þeim rfkjum, sem gera of
miklar kröfur, og þeim, sem
vilja, að réttur strandríkja sé
sem minnstur," sagði Hans G.
Andersen að lokum.
— Nýrri atlögu
Framhald af bls. 1
Frávik á skráningu evrópsku
gjaldmiðlanna mega vera 2.25%
innbyrðis og þeir héldu sig allir
innan þeirra marka í dag. Vestur-
þýzki seðiabankinn keypti 25
milljónir dala til að halda hækk-
uninni á markinu í skefjum.
Japansbanki keypti 100 milljónir
dollara til að hefta hækkun
jensins sem fór upp í 299.45
dollara í Evrópu og seldist þar
með á hærra verði en nokkru
sinni á undanförnum sex mánuð-
um.
Róttækar ráðstafanir ítölsku
stjórnarinnar treystu stöðu lír-
unnar sem féil um 5.5% á fimm
tímum i gær. Bankavextir voru
hækkaðir um fjóra af hundraði,
sem á sér enga hliðstæðu, úr átta í
12%. Verð á bensíni var hækkað
um 14% og skattar á neyzluvöru
voru stórhækkaðir. Þar að auki
voru settar strangar hömlur á
gjaldeyrisviðskipti til að hamla
gegn spákaupmennsku.
Við lokun var gengi lírunnar
skráð 875 gagnvart dollar miðað
við allt að 890 í gær, en þar með
hefur verðið hækkað um 27%
síðan í janúar.
Svissneski frankinn hélzt stöð-
ugur í dag gagnvart markinu.
Staða pundsins hefur sjaldan
verið eins stöðug í þessum mán-
uði. Litil breyting varð á stöðu
franska frankans gagnvart doll-
aranum en hann lækkaði gagn-
vart markinu. Verðið á frank-
anum hefur lækkað um 5.3%
síðan hann var slitinn úr tengsl-
um við snákinn.
— Kartöflur
Framhald af bls. 32
að nú sé áformað að koma kart-
öflunum á skip 26. marz n.k.
svo að fyrirsjáanlegt er, að þær
verða komnar hingað til lands í
fyrsta lagi í byrjun apríl n.k.
Jóhann vildi ekki frekar tjá
sig um þetta mál, en vísaði til
ítarlegrar fréttatilkynningar
frá blaðafulltrúa landbúnaðar-
ins, sem væntanleg væri í dag,
föstudag. Kartöfluskorturinn
mun vera tilfinnanlegastur á
höfuðborgarsvæðinu. Annars
staðar er ástandið betra, t.d. á
Norðurlandi, þar sem kartöflu-
spretta var miklu betri en sunn-
anlands.
— Healey
Framhald af bls. 1
sæti í ríkisstjórn sem væri undir
forystu Callaghans en það hefur
ekki verið staðfest.
Enda þótt Roy Jenkins eigi sér
mjög dyggan hóp stuðnings-
manna er þó samdóma álit manna
að styrkur Caliaghans liggi í því
að hann hafi mesta möguleika á
að ná breiðustum stuðningi innan
flokksins. Ekki telja fréttaskýr-
endur loku fyrir það skotið að
Anthony Crossland gæti orðið
eins konar málamiðlunarmaður,
ef mjög ótt og hart verður barizt,
þar sem hann hefur lagt áherzlu á
það í málflutningi sínum aé allt
kapp eigi að leggja á að setja
niður þær mögnuðu deilur sem
séu milli manna innan Verka-
mannaflokksins.
— Skíðaferðirnar
F’ramhald af bls. 30
Aihliða íþróttamaður
úr Kópavogi
Athygli okkar vakti dug-
mikill og lipur skíðamaður af
yngri kynslóðinni, sem flaug
fimlega niður brekkurnar.
Tókum við hann tali og sagðist
piltur heita Sigtryggur Ölafs-
son, 12 ára gamall úr Kópavogs-
skóla Sagðist hann æfa flestar
íþróttir, ýmist með HK eða
Breiðabliki í Kópavogi. Skíðin
væru sitt uppáhald og hann
færi eins oft og hann gæti á
skíði, oftast í Bláfjöll, en þar á
Breiðablik skála ogskíðalyftur.
Við tókum eftir því að Sig-
tryggur var á vönduðum skíð-
um og búningur hans var ekki
lakari en þeirra, sem kepptu á
Ölympiuleikum. Spurðum hann
því hversu mikið útbúnaðurinn
hefði kostað.
— Ég hugsa að þetta allt hafi
kostað um 50 þúsund krónur,
svaraði Sigtryggur. Eg safnaði
mér fyrir þessu með því að
selja blöð, aðallega Dagblaðið,
bætti hann við og var þar með
rokinn af stað, en ekki komst
hann beint í brekkurnar því
biðröð hafði myndazt við skiða-
lyftuna og stöðugt fjölgaði fólk-
inu í Hveradölum.
______t ( t______ -áij.
— Margrét
og Tony
Framhald af bls. 1
loknum athugunum lögfræði-
legra ráðgjafa brezka kónga-
fólksins, segir í Reuters-frétt.
Verði aðeins veitt leyfi til
skilnaðar að borði og sæng
getur hvorugur aðili geng-
ið í nýtt hjónaband, • en
með því yrði hjá þvi
komizt að prinsessan þyrfti
að mæta fyrir skilnaðar-
rétti. Er talið að Elísabet
Bretadrottning leggi á það
áherzlu að systir hennar kom-
ist hjá slíku, enda málið mjög
viðkvæmt og vandmeðfarið
innan konungsfjölskyldunnar.
Margrét prinsessa hefur
undanfarnar helgar dvalið á
sveitasetri í Wiltshire en einn
eigenda þess er vinur hennar,
Llewellyn, sem hún hefur sézt
mikið með að undanförnu.
Fréttir um yfirvofandi skilnað
Margrétar hafa oft komizt á
kreik áður og fjallað hefur
verið um sambúðarörðugleika
hennar og Snowdons lávarðar,
en talið er að Elísabetu Breta-
drottningu hafi fram að þessu
tekizt að telja systur sína á að
stíga ekki skrefið til fulls.
Forvitnir áhugamenn um
hjónabandsmál prinsessunnar
hafa streymt til áðurnefnds
sveitaseturs eftir að fréttir nú
benda til þess sem í aðsigi er,
en þar hefur verið komið upp
skiltum og óviðkomandi
stranglega bannaður aðgangur.
— Aðstoð S.Þ
Framhald af bls. 1
landamærunum að Rhódesíu og
skorað var á öll ríki að veita
Mozambique tafarlaust fjárhags-
lega, tæknilega og aðra aðstoð.
Ut anríkisr áðherra
Mozambique, Joaquin Chissano,
sagði á blaðamannafundi að „ef
einhverjir Kúbumenn eða Rússar
væru í landinu mætti ekki líta svo
á að það stæði í sambandi við
baráttuna gegn Zimbabwe
(Rhódesíu)." Hann sagði að
enginn Kúbumaður væri í
Mozambique en hins vegar væri i
ráði að fá nokkra hagfræðiráðu-
nauta frá Kúbu.
Aðspurður um vopnasendingar
til Mozambique sagði Chissano:
„Við vitum ekkert um þungavopn
frá erlendum ríkjum, en við
mundum ekki banna þjóð
Zimbabwe að fá hjálp frá öðrum
löndum."
Chissano sagði að Mozambique
þyrfti 57 milljón dollara til brýn-
ustu þarfa á þessu ári en ótil-
teknar viðbótarupphæðir þyrfti
til framtíðarframkvæmda. I 57
milljón dollara upphæðinni er
innifalin átta milljón dollara
skuld Rhódesiustjórnar fyrir
afnot af höfnum og járnbrautum
Mozambique.
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði að nokkur lönd
hefðu þegar tjáð sig fús að veita
Mozambique aðstoð og hann
mundi bráðlega senda nefnd til
landsins að kanna þarfir þess.
Ráðið fordæmdi allar „Arásar-
aðgerðir" Rhódesiu gegn
Mozambique.