Morgunblaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976
11
Pétur Kr. Hafstein lögfræðingur:
Frjálshyggja
í reynd
r
Enn um frjálst útvarp á Islandi
UMRÆÐUR hafa að undanförnu
farið vaxandi manna á meðal um
sjálfstæða blaðamennsku og
frjálst útvarp á Islandi. Dagblöð-
in stefna flest hver til betri vegar,
að minnsta kosti í orði kveðnu,
þótt töluvert sé enn í land um
heilbrigða og ómengaða blaða-
mennsku. Ríkisútvarpið hefur
vissulega einnig færzt nokkuð í
frjálsræðisátt, en einokun þess og
pólitísk yfirstjórn setur hinu
talaða orði svo þröngar skorður,
að ekki verður til lengdar við
unað. Menn vélta því fyrir sér,
hvort lýðræði geti í raun staðizt á
þann hátt, að tjáningarfrelsi, sem
er einn af hornsteinum þess, sé
svo stórlega skert. Að sönnu er
orðið frjálst á Islandi að lögum og-
stjórnarskrá. En það er ekki nóg,
að prentfrelsi, félagafrelsi og
fundafrelsi sé varið og virt I
orðum, þegar málfrelsið er í raun
reyrt í viðjar ríkiseinokunar.
I fyrstu útvarpslögum á Islandi,
lögum um útvarpsrekstur ríkisins
nr. 68/1934, sagði svo i 1. gr.:
„Ríkisstjórnin hefur einkarétt til
að reka útvarp á Islandi." Þessi
útvarpslög giltu til ársins 1971, að
vísu með breytingu árið 1966, þar
sem einkaréttur ríkisstjórnar-
innar var einnig látinn ná til sjón-
varps, svo að ótvírætt væri, en um
það höfðu skömmu áður staðið
deilur fyrir dómstólum. I 2. gr.
núgildandi útvarpslaga nr.
19/1971 segir svo m.a.: „Ríkisút-
varpið hefur einkarétt á út-
varpi, það er útsendingu til við-
töku almennings á tali, tónum,
myndum eða öðru efni, hvort sem
er þráðlaust, með þræði eða á
annan hátt. I þessu skyni reisir
Ríkisútvarpið sendistöðvar og
endurvarpsstöðvar eftir þörfum."
Spyrja má, hvort heimilt sé að
framselja þann einkarétt á út-
varpsrekstri, sem ríkisstjórnin
hafði áður og Ríkisútvarpið hefur
nú. Eitt dæmi mun til þess. Hinn
1. maí árið 1952 veitti útvarps-
stjóri varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli afturkallanlegt leyfi til
að reka útvarp. Það varð þá þegar
mjög umrætt, hvort heimilt væri
án lagabreytinga að veita slíkt
leyfi, en i 1. gr. þágildandi
útvarpslaga var ríkisstjórninni,
svo sem áður sagði, veittur einka-
réttur til að reka útvarp á Islandi.
Niðurstaðan varð þó sú, að laga-
breytinga væri ekki þörf. Hver
sem rök fyrir þeirri ályktun hafa
verið, sýnist lagagrundvöllur
leyfisveitingarinnar allhæpinn.
Með setningu útvarpslaganna
árið 1934 var ríkisstjórninni
fenginn í hendur einkaréttur til
að reka útvarp á Islandi, og ekki
verður af lögunum ráðið né með
viðurkenndum lögskýringum
ályktað, að heimilt hafi verið að
víkja frá þeim einkarétti án
breytingar á lögum. Um framsal
stjórnarstofnunar á valdi sínu
segir Ölafur Jóhannesson í
Stjórnarfarsrétti sínum: „Spurn-
ing getur verið, hvort stjórnvald
megi fela öðrum — stjórnvaldi
eða einkaaðila— að fara með
ákvörðunarvald sitt, með öðrum
orðum, hvort stjórnvald geti
framselt hið opinbera vald, sem
því hefur verið fengið til með-
ferðar. Þeirri spurningu verður
almennt að svara neitandí. Slíkt
framsal ákvörðunarvaldsins getur
yfirleitt ekki átt sér stað, nema til
þess sé sérstök lagaheimild." Um
þetta munu flestir fræðimenn á
sviði lögfræðinnar sammála, bæði
erlendir og innlendir. Það er því
ljóst, að útvarpsrekstur verður
því aðeins heimilaður öðrum en
Ríkisútvarpinu, að breyting verði
gerð á útvarpslögunum sjálfum,
enda taka þau óbreytt nánast
berum orðum fyrir annað.
Það er rétt, að menn hugleiði
orsakir þess, að áður þótti annars
vegar sjálfsagt ög eðlilegt, að
ríkið hefði með höndum útvarps-
rekstur, en nú hillir á hinn bóg-
inn undir vafa um réttmæti þessa.
I öndverðu þótti útvarpsrekstur
bæði framandlegur og fjárfrekur,
svo sem vissulega var. Að auki
var tiltrú manna á forsjá ríkis-
valdsins svo rótgróin, að berserk-
ir hefðu ekki getað bifað henni,
þegar svo umfangsmikið fyrir-
tæki sem útvarp var annars
vegar. I dag er rekstur frjálsrar
útvarpsstöðvar hvorki fjárfrekur
né framandi. Mér tæknivitrari
menn og meiri fjármálafrömuðir
hafa sýnt fram á með óyggjandi
hætti, að rekstur litilla útvarps-
stöðva er sízt umfangsmeiri en
útgáfa timarita eða dagblaða. Hitt
er annað, að ef til vill eimir um of
eftir af hinni gömlu tiltrú á ríkis-
forsjá á sem flestum sviðum — og
ótrú á tæknina. Það er mikill mis-
skilningur iýðræðissinna í röðum
vinstri manna að fylgja ekki
þessari frjálshyggjuhugsjón.
Það má leiða hugann að því,
hverjir ættu helzt að fylgja hug-
mynd sem þessari fram á veginn.
Pétur Hafsteln
Henni mun hafa verið hreyft á
Alþingi við umræður um útvarps-
lögin árið 1971, en undirtektir
dræmar. Dagblaðið Vísir hefur
myndarlega tekið í árinni undir
nýrri og dugmikilli ritstjórn
Þorsteins Pálssonar. Hrafn Gunn-
laugsson rithöfundur hefur bæði
ritað þar og í Morgunblaðið ágæt-
ar greinar og sýnt fram á rökleysu
þeirra úrtölumanna, sem vex
kostnaðarhliðin svo í augum, að
þeir bera sig undan því, að
„auðvaldið" svonefnda muni þar
öllu ráða. I hópum lýðræðissinna
við Háskóla Islands og ungra
sjálfstæðismanna hefur þetta
verið rætt án áþreifanlegs
árangurs. Sú umræða þarf að
verða miklu markvissari og dýpri.
Ungt fólk hlýtur að skora tregðu
hinna eldri á hólm i þessu efni.
Og skrefið má ekki stíga til hálfs
með því að heimila einungis
landshlutasamtökum eða sveitar-
félögum staðbundinn útvarps-
rekstur. Þar með væri einokunar-
húfan aðeins komin á annan koll.
I formála að hinni ágætu bók,
Birtíngur eftir Voltaire, segir
Þorsteinn Gylfason frá rökræðu-
fundi fyrir fáeinum árum um
styrjaldir og siðferði á vegum
heimspekideildarinnar í Oxford.
Þar var kominn einn helzti áhrifa-
maður samtíðar sinnar, prófessor
Eugene V. Röstow, fyrrum rektor
lagaskólans í Yale og síðar
aðstoðarutanrikisráðherra Banda-
rikjanna í stjórnartíð Johnsons
forseta. Við siðferðisvandanum
átti Rostow, að Þorsteins sögn,
einfalt svar: „Siðferði er afstætt
hugtak,“ sagði hann. „Eini mæli-
kvarðinn sem við höfum á rétt og
rangt er hvað fólk á hverjum tíma
sættir sig við.“
Ég býst við og vona raunar, að
mörgum þyki þetta kaldranalegt
svar. Siðferðið er aldrei á jafn
miklum villigötum og þegar það
sættir sig við hið sama og
„fólkið“. Það er ekki siðferði, sem
er afstætt hugtak, heldur hug-
takið fólk.
Að svo búnu er skorað á
alþingismenn, hvar í flokki sem
þeir kunna að standa, að hrinda
þessu frelsismáli úr vör með
umræðum — og aðgerðum.
Það er skorað á þá ríkisstjórn,
sem kennir stefnu sína við frjáls-
hyggju, að veita málinu brautar-
gengi.
Rúmenskur guð-
fræðiprófessor
á Islandi
^ LANDINU er nú staddur dr.
Christian Klein, prófessor við
Protestantischen Institut í Sibiu i
Rúmeníu. Mun hann dveljast hér
í nokkra daga i boói guðfræði-
deildar Háskóla tslands og
íslenzku þjóðkirkjunnar. Dr.
Klein er jafnframt prestur
lúthersku kirkjunnar i Kíbiu.
Dr. Klein skrifaði doktorsrit-
gerð um stöðu og hlutverk skrifta
í lútherskum sið, en kennslu-
greinar hans eru trúfræði og sið-
fræði ásamt trúarheimspeki.
Dr. Klein mun flytja hér tvo
opinbera fyrirlestra, hinn fyrri
n.k. föstudag kl. 13.15 í fimmtu
kennslustofu háskólans en hinn
síðari á mánudag kl. 10.15 á sama
stað.
Njotið þess örjggis,
sem góð heimilistiygging vcilir.
JÓN GRANNI
Jakob J. Smári.
Hollenskt lag.
Jón granni, sem býr nú við götu næsta hér,
nú við götu næsta hér,
hann gjörir hvað sem er, :,:
:,: já, hann bjargar sjálfum sér, :,:
Og hann býr til fegurstu fíólín,
fegurstu fíólín.
Trillilín, trillilin Ijóðar fíólín,
trillilín, trillilin ljóðar fíólín,
já, trillilillilín, já trillilillilín,
:,: og hans Ijúfa er nefnd Katrín. :,:
Hann Jón granni „bjargar sjálfum sér“.
Að sjálfsögðu er fyrirhyggja í tryggingamálum
snar þáttur þess að vera sjálfbjarga.
Það er boðskapur Jóns granna „við götu
næsta hér“.
Öíl tryggingarstarfsemi er í eðli sínu samtrygging
og gagnkvæm tryggingafélög eru samtök hinna tryggðu,
Samvinnutryggingar eru gagnkvæmt tryggingafélag.
SAIVIVUXINUTRYGGIIXGAR
ÁRMÚLA3. SiMI 38500
SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG.