Morgunblaðið - 19.03.1976, Side 31

Morgunblaðið - 19.03.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1976 31 Haiikiislúlkur á Mri uppleið — stóðu lengi í silfurliði Armanns ÞAÐ var hart barizt í Laugardals- höllinni í fvrrakvöld er tveir leikir fóru þar fram í Bikar- keppni HSl, meistaraflokki kvenna. Fvrst léku Víkingur og Breiðablik og það var ekki fvrr en að lokinni framlengingu og víta- kastkeppni að Víkingur sigraði 16:15. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 8:8, 2x5 min- útna framlengingu lauk 4:4, 5 kasta vitakeppni lauk 4:4, en Vfk- ingsstúlkurnar skoruðu svo loks Iþróttir og fjölmiðlar RAÐSTEFNA fþróttafrétta- manna um íþróttir og fjöl- miðla, sem fresta varð á dög- unum, verður haldin laugar- daginn 27. þessa mánaðar í Glæsibæ, veitingasalnum Ut- garði. Dagskrá verður óbreytt frá því sem ákveðið hafði verið, en breytingar á þátttöku eru viðkomandi aðiljar beðnir að tilkynna til formanns Sam- taka íþróttafréttamanna, Jóns Asgeirssonar, hið fyrsta. tvö mörk gegn einu í þriggja kasta keppni. Lokaúrslit 16:15 eins og áður sagði. Þá var spennan litlu minni í leik Armanns við hið lítt þekkta 2. deildarlið Hauka úr Hafnar- firði. í leikhléi var staðan 4:3 Armanni í vil, en lokaúrslit urðu siðan 10:9 fyrir Ármannsstúlk- urnar. Lék Haukaliðið þennan leik skínandi vel og kom vægast sagt mjög á óvart. Liðið er skipað ungum stúlkum, en sérlega efni- legum og sögðu fróðir menn, að það væri enn sterkara en lið FH var á sínum tíma. FH er nú í fjórða sæti 1. deildar, en Ármann sem Haukastúlkurnar töpuðu fyrir i fyrrakvöld, hreppa að lík- indum 2. sætið í islandsmótinu að þessu sinni og segir það sína sögu um getu Haukaliðsins. 1 kvöld verða karlarnir á ferð^ inni í Laugardalshöllinni og verða þá tveir leikir i bikarkeppninni. Vikingur leikur gegn Armanni og vonast Víkingarnir til þess að Björgvin Björgvinsson komist í bæinn til að leika með þeim. Hefst leikur Víkings og Ármenn- inga klukkan 21.15. Fyrri leikur- inn annað kvöld hefst klukkan 20.15 og verður á milli iR-inga og leikmanna HK úr Kópavogi. Kvenþjálfarinn og ÍBÍ eru efst í „dreifbvlisriðlinum” LIÐ íþróttabandalags Isa- fjaróar stendur bezt að vígi að lokinni fyrri umferðinni í „dreifbýlisriðlinum" í 3. deildinni í handknattleik. Var fyrri umferóin leikin í Reykjavík og nágrenni um helgina og töpuðu Isfirð- ingarnir aðeins einu stigi. Þess má geta að þjálfari Isfirðinga er Agnes Braga- dóttir — handknattleiks- kona úr Víkingi — og mun þaö vera einsdæmi hér á landi að kvenmaður þjálfi meistaraflokk karla í hand- knattleik. Urslit í fyrri umferð riðilsins urðu sem hér segir: UlA—Leiftur Olafsfirði 21:23 Dalvik —ÍBl 28:29 Leiftur, Olafsfirði — Dalvik 19:14 IBI — UlA 24:24 IBI — Leiftur 18:15 Dalvík — UlA 20:19 Leikmenn og forráðamenn lið- anna voru mjög óhressir yfir því hve dómarar mættu seint og illa til þessara leikja. Astæðan mun þó ekki vera „skrópasótt“ dómara heldur sambandsleysi fram- kvæmdaraðilja. Keppninni í þess- um riðli lýkur um aðra helgi og mætir sigurvegarinn liði Stjörn- unnar í úrslitum um réttinn til að Ieika i 2. deild að ári. Tekstþað loks hjá Birgi á morgun? SENNILEGA hafa fáir leikmenn leikið jafnlengi í m.fl. í bolta- iþrótt án þess að hljóta Islandsmeistaratitil eins og körfuknatt- leiksmaðurinn góðkunni í Armanni, Birgir Birgirs. Oft hefur þó munað litlu að honum tækist að verða lslandsmeistari, en jafnan hefur eitthvað farið úrskeiðis á síðustu stundu. Birgir leikur nú sitt 18. keppnistímabil með m.fl. og á morgun nægir Ármanni sigur er þeir mæta IR til að hreppa lslandsmeistaratitilinn. „Nei, ég held að það fari ekki það mikið úrskeiðis hjá okkur í dag að við náum ekki að trvggja okkur titilinn, liðið er orðið það gott. Við höfum áhuga á að endurtaka það sem gerðist í síðasta leik liðanna en þá unnum við örugglega. En ég geri mér grein fyrir því að lR-ingar ætla sér að vinna í dag og eiga þar með smámöguleika á að ná okkur að stigum. En hvernig sem fer, þá má búast við toppleik þar sem ekkert verður gefið eftir.“ gk-. Ármann mœtirlS DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið leika saman í undanúrslitaleik Bikarkeppni Körfuknattleikssam- bandsins. Eiga Ármenningar að mæta liði ÍS, þannig aó þar verður sennilega um stórleik að ræða. Fram- arar leika svo gegn sigurvegaranum í leik Snæfells og UMFN og gera flestir því skóna að Njarðvíkingar sigri í þeirri viðureign. Væntanlega fara leikirnir í undanúrslitunum fram á þriðjudaginn. Víðavangshlanp Íslanís á sunnnðag VlÐAVANGSHLAUP Islands fer fram á sunnudaginn kemur og hefst hlaupið á Háskólavelli klukkan 14.00. Hlaupið verður um Vatnsmýrina, en aðstaða verð- ur fyrir keppendur á Melavell- inufn frá klukkan 13.00. Verðlaun verða veitt bæði einstaklingum og sveitum. Reykjavíknr- mót á skíðum REYKJAVIKURMOT fullorðinna í svigi og stórsvigi fer fram í Bláfjöllum um helgina og verður keppt í stórsvigi fyrri daginn. Nafnakall verður báða dagana klukkan 13.00. Um páskana verður svo haldið Reykjavikur- mót unglinga á skiðum, einnig I Bláfjöllum. Þjálfaranámskeið TÆKNINEFND KSl gegnst fyrir 1. stigs námskeiði fyrir knatt- spyrnuþjálfara dagana 10.—17. april n.k. Verður námskeiðið haldið í Reykjavík. Nánari upplýsingar um námskeiðið og umsóknareyðublöð er að fá á skrifstofu KSI, en frestur til að tilkynna þátttöku er til 25. marz n.k. Víkverji NYLEGA var haldinn aðalfundur í Ungmennafélaginu Víkverja i Reykjavik. Þar fóru fram stjórn- arskipti og skipa hina nýkjörnu stjórn þeir Kristján B. Þórarins- son sem er formaður, Eiríkur Þor- steinsson sem er varaformaður, Kristján Andrésson, ritari, og Öskar Valdimarsson, gjaldkeri. Félagsstarf UMF Vikverja verður með líku sniði og verið hefur að því undanskildu að frjálsum iþróttum og skák verður bætt við starfsemina. Glímuæf- ingar verða í Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 9, milli kl. 19 og 20 mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga og verður hinn landskunni glimumaður Sigurður Jónsson þjálfari. Akuregringar sigursœlir PUNKTAMÓT unglinga á sklðum fór fram á Akureyri um helgina og var keppt I tveimur flokkum. Var þetta annað tveggja punktamóta unglinga, sem haldin verða I vetur, um næstu helgi verður keppt á Isafirði. en landsmót yngra skiðafólksins fer sfðan fram I Reykjavík 2.—4. aprfl. I vetur hefur verið tekinn upp annar háttur á framkvæmd puntka mótanna fyrir unglinga en áður hefur tíðkazt Helztu úrslit á Akureyri um helg- ina urðu þessi: Stúlkur 13— 1 5 ára, stórsvig: Sigriður Jónasdóttir, Akureyri Aldls Jónasdóttir, Akureyri Maria Viggósdóttir, Reykjavík Svig: Aldls Arnardóttir, Ak Marla Viggósdóttir, R Sigrlður Einarsdóttir, ísaftrði. Drengir 13—14ára, stórsvig: Björn Olgeirsson, Húsavlk Arni Árnason, Reykjavík Finnbogi Baldvinsson, Akureyri Svig: Björn Olgeirsson, H Árni Árnason, R Stefán Rögnvaldsson, Siglufirði Drengir 15—16 ára, stórsvig: Karl Frímannsson, Akureyri Gunnar Ólafsson, ísafirði Jónas Ólafsson, Reykjavlk Svig: Karl Frímannsson, A Friðbjörn Sigurðsson, Húsavik Helgi Geirharðsson, Reykjavik Fram fœrður fundarhamar MANUDAGINN 15. marz s.l. af- henti frú Margrét Frederiksen, ekkja Harry O. Frederiksen, Knattspyrnufélaginu Fram að gjöf forkunnarf agran funda- hamar til minningar um mann sinn, sem hefði orðið 63 ára þennan dag. Fundahamarinn, sem er gjöf Margrétar og barna hennar, er smíðaður af Halldóri Sigurðssyni, Miðhúsum, Egils- staðahreppi. Sem kunnugt er var Harry O. Frederiksen for- maður fulltrúaráðs Fram. Á þessari mynd sést frú Mar- grét afhenda Alfreð Þorsteins- syni, formanni Fram, funda- hamarinn, en aðrir á myndinni eru Sigurður Friðriksson, vara- form. knattspyrnudeildar Fram, Sæmundur Gíslason, gjaldkeri Fram, og Lúðvik Þor- geirsson, kaupm., heiðursfélagi i Fram. Þeir ZTU nota aðeins það BEZTA ELAN NÝTT meistara skíði TYROLIA TYROLIA ör bindingar ALPINA skíðaskór KOMPERDELL skíðastafir skíðabremsur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.